Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 14. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Þýskir fjölmiðlar: Hakkinen að hætta? Meiðsl Rivaldo: Þarf ekki í aðgerð KNATTSPYRNA Rivaldo, leikmaður Barcelona, er farinn til Brasilíu þar sem hann gengst undir meðferð vegna hné- meiðsla. í fyrstu var talið að hann þyrfti á uppskurði að halda, sem hefði gert það að verk- um að hann hefði verið frá knattiðkun í tvo mánuði að minnsta, en læknar brasilíska lands- liðsins segjast geta lagað A HEIMLEIÐ Rivaldo þarf ekki að fara í aðgerð á hné eins og talið var í fyrstu. Hann mun fara heim til Brasilíu í meðferð. kappakstur Þýska dagblaðið Bild Zeitung greindi frá því í gær að Finninn Mika Hakkinen hygðist hætta keppni í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. í dagblaðinu segir að líklega megi búast við því að hann tilkynni þetta eftir kappaksturinn í Monza á Ítalíu á sunnudaginn. Eftir að Hakkinen tapaði heimsmeistaratitlinum til Michael Schumacher í fyrra og slælegan árangur hans í ár hefur þessi orðrómur orðið sífellt há- værari og nú hefur Bild Zeitung það eftir Hakkinen að eftir 10 ár í Formúlu 1 sé hann orðinn þreyttur og tilbúinn að setjast í helgan stein. Hakkinen er 32 ára gamall og hefur keppt fyrir McLaren síðan árið 1993 og telur dagblaðið lík- legt að Kimi Raikkonen, 22 ára gamall Finni sem nú ekur fyrir Sauber, taki sæti hans í liðinu. Nokkur óvissa ríkti um það hvort kappaksturinn á Ítalíu færi fram eftir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum, en nú hafa For- ráðamenn Formúlu 1 tekið ákvörðun um að kappaksturinn fari fram. ■ ÞREYTTUR Þýska dagblaðið Bild Zeitung segir að Hakkinen sé orðinn þreyttur eftir 10 ár í Formúlu 1. mein hans á þremur vikum. „Við höldum að þetta sé leikmanninum fyrir bestu sem er þar af leiðandi liðinu fyrir bestu,“ sagði Anton Parera sem situr í stjórn Katalón- íuliðsins. ■ Bardagi Trinidad og Hopkins: Frestað vegna árás- arinnar KR gæti fallið úr úrvals- deildinni á sunnudaginn knattspyrna Á sunnudaginn fer sautjánda og næst síðasta umferð Símadeildar karla fram og er spennan gríðarleg á toppi sem botni deildarinnar. ÍA og IBV eru jöfn í efsta sætinu með 32 stig, fyrrnefnda liðið tekur á móti Fylki uppá Skipaskaga en Eyja- menn sækja Valsmenn heim að Hlíðarenda. FH, sem er í þriðja sæti með 29 stig fær Grindvík- inga, sem eru í 5. sæti, í heim- sókn. Á botni deildarinnar er spenn- an einnig mikil. Breiðablik og ís- landsmeistarar KR sitja í neðstu sætunum og þarf fyrrnefnda liðið að vinna báða leiki sína með mikl- um mun ef það ætlar að halda sér uppi en það sækir Keflvíkinga heim. KR-ingar eru með sextán stig, einu stigi á eftir Fram en þessi lið mætast í Frostaskjólinu. Með sigri getur Fram tryggt sæti sitt í úrvalsdeildinni. Ef Valsarar sigra einnig í sínum leik eru ís- landsmeistararnir fallnir. Samkvæmt mótareglum KSÍ um stigakeppni íslandsmótsins sigrar það lið sem flest stig fær. Fari hinsvegar svo að tvö lið verði jöfn ræður markamismun- ur úrslitunum, þ.e. skoruð mörk að frádregnum fengnum. Ef liðin hafa sama markamismun ræður fjöldi skoraðra marka úrslitum, því næst fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 14.00. ■ hnefaleikar Bardaga hnefaleika- kappanna Felix Trinidad og Bern- ard Hopkins, sem átti að fara fram í Madison Square Garden í New York á laugardagskvöld, hef- ur verið frestað. Madison Square stendur ofan á Penn járnbrauta- stöðinni og hefur verið talið lík- legt skotmark. „Ég er eyðilagður yfir árásinni," sagði hnefaleika- jöfurinn Don King þegar hann til- kynnti frestun bardagans. Hopk- ins ætlaði að halda blaðamanna- fund í gær til þess að sýna fjöl- miðlum í hversu góðu formi hann er. 29. september og 6. október eru líklegir dagar fyrir bardag- ann. Ti'inidad WBA millivigtartitil- inn að verja en Hopkins WBC og IBF titla. Hopkins, sem er 35 ára, er búinn að vera kjaftfor fyrir bardagann, niðurlægði þjóðfána Púertó Ríkó, heimalands Trini- dad, í tvígang og veðjaði 100 þús- und dölum á sjálfan sig. Samstað- an um frestun bardagans er hins- vegar algjör. ■ FELIX TRINIDAD 28 ára. Vann WBC titilinn með sigri á Keith Holmes í apríl. Hopkins stendur i skuggan- um á honum, Oscar De La Hoya og Roy Jones Jr. BOTN BARATTAN KR og Fram mætast i Frostaskjólinu á heimavelli KR-inga en Íslandsmeistararnir fóru með sigur af hólmi i fyrri leiknum. Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þau sér að forðast fall. Spenna á toppi og botni Símadeildar: Deilur innan FIFA: Arsenal vill hefta för frönsku leikmannanna knattspyrna Enska úrvalsdeildar- liðið Arsenal hefur beðið FIFA um að skerast í leikinn og koma í veg fyrir að fjórir leikmenn liðsins verði kallaðir í franska landsliðið sem hyggur á langa keppnisferð til Ástralíu. Fjórir franskir leik- menn spila með Arsenal, þeir Pat- rick Vieira, Thierry Henry, Syl- vain Wiltord og Robert Pires. Enska úrvalsdeildarliðið er hrætt við að leikmennirnir verði þreytt- ir eftir ferðina en þeir eiga að koma heim degi áður en annar hluti Meistaradeildar Evrópu hefst. David Dea, stjórnarformaður Arsenal, vonast eftir stuðningi FIFA. „Það er kominn tími til að fólk líti málið raunsæjum augum. Við erum alltaf tilbúnir að hleypa mönnum í landsleiki en nú þurf- um við að ræða saman. Franska landsliðið er nýkomið frá Chile og það sást augljóslega í jafnteflis leik okkar á Stamford Bridge að frönsku leikmennirnir voru afar þreyttir." Dea benti einnig á að Frakk- land þarf ekki að spila í und- ankeppni HM þar sem liðið er nú- verandi heimsmeistari og fer sjálfkrafa í lokakeppnina í Japan og Suður-Kóreu. Arsenal hefur biðlað til 12 ann- arra liða sem gætu misst leik- menn í landsleikinn. Þar á meðal eru Man. Utd. (Fabien Barthez og Michael Silvestre), Chelsea (Marcel Deasilly og Emmanuel Petit), Fulham (Steve Marlet), AS Roma (Vincent Candela), og Juventus (David Trezeguet og Lilian Thuram). Roger Lemmere, landsliðs- þjálfari Frakklands, segist hins- vegar standa fastur á því að fá leikmennina í leikinn gegn Áströl- um. „Ég veit að félögin eru ósátt en við höfum réttinn okkar megin. Þessi vika er ætluð fyrir lands- leiki og sett af FIFA,“ sagði Lemmere. „Við viljum hafa alla leikmenn til taks og það þýðir að við köllum til leikmenn sem spila í úrvals- deildinni og við ætlumst til að þeir hlýði kallinu.“ ■ THIERRY HENRY Arsenal vill m.a. ekki missa aðal framherja sinn í ferðalag til Ástrallu. Henry hefur farið mikinn með liðinu og skorað nokkur mörk I ensku deildinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.