Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUPAGUR 14. september 2001
FRETTABLAÐIÐ
11
Skinnaiðnaður á Akureyri gjaldþrota:
120 manns missa vinnuna
atvinnumál Störf yfir 120 manna á
Akureyri eru nú í uppnámi eftir
að fyrirtækið Skinnaiðnaður hf.
var úrskurðað gjaldþrota í gær.
Skuldir Skinnaiðnaðar voru orðn-
ar því ofviða og viðskiptabanki
fyrirtækisins hafði neitað því um
frekari fyrirgreiðslu að því er
stjórnarformaður þess upplýsti í
beiðni sinni um gjaldþrotaskiptin.
„Það er ljóst að þarna eru mikl-
ar skuldir," sagði Orlygur Hnefill
Jónsson, skiptastjóri þrotabúsins,
aðspurður um stöðu mála, en tók
fram kröfulýsingar ættu eftir að
berast. Eignir fyrirtækisins verða
seldar upp í skuldir og sagði Ör-
lygur erfitt að meta fyrirfram
SKINNAIÐNAÐUR
Eignir umfram skuldir eru sagðar 32 millj-
ónir. Ekki öruggt að auðvelt verði að koma
eignum í verð, segir skiptastjórinn.
hvernig það muni ganga. „Það
verður unnið þarna smávægilega
til að bjarga verðmætum, en það
er allt og sumt. Þetta verða fá
störf til skamms tíma.“
Ein helsta ástæða taprekstrar
Skinnaiðnaðar eru m.a. sagðar
vera langvarandi erfiðleikar á
mörkuðum.
Skinnaiðnaður tapaði tæpum
94 milljónum króna á tólf mánaða
tímabili frá 1. september í fyrra
til 31. ágúst í ár. I bókum félags-
ins eru eignir sagðar 834 milljón-
ir króna og skuldir 802 milljónir
króna. Eignir umfram skuldir
eru samkvæmt því 32 milljónir
króna. ■
Flugleiðir voru fyrst
frá Kennedyflugvelli
Umferð um lofthelgi Bandaríkjanna háð ströngum skilyrðum. Engin
stálhnífapör um borð í vélum Flugleiða. Oryggisverðir um borð vestra.
árásin Á ameríku Flugmálastjórn
Bandaríkjanna hefur opnað fyrir
allt flug um lofthelgi sína. Frakt-
vél Flugleiða var fyrsta flugvélin
sem fór frá Kennedyflugvelli við
New York, eftir að völlurinn opn-
aði. Lofthelgi Bandaríkjanna, og
flugvellir þar í landi, voru opnað-
ir klukkan þrjú í gær að íslensk-
um tíma. Einni mínútu síðar hóf
fraktvél Flugleiða sig til flugs. í
kjölfarið fylgdu aðrar frakt- og
farþegavélar, bæði til og frá
Bandaríkjunum. Umferð um loft-
helgi og flugvelli í Bandaríkjun-
um er háð ströngum skilyrðum.
Samkvæmt upplýsingum af
heimasíðu FAA er þeim flugfélög-
um sem flogið er með, og þeir
flugvellir sem flogið er frá er gert
skylt að innleiða strangar örygg-
isreglur. Öryggi á flugstöð Leifs
Eiríkssonar var hert til muna á
þriðjudaginn. Öryggisvörðum
AFHENTU SAMÚÐARSKJAL TIL MINN-
INGAR UM FALLNA FÉLAGA
Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri, sagði úti-
lokað fyrir menn að setja sig í þær að-
stæður sem félagar þeirra í Bandaríkjunum
urðu að glíma við þegar árásin var gerð á
World Trade Center í New York.
Afhentu samúðarskjal:
Það sem við
óttumst
ÁRÁS Á AMERÍKU Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins og lögreglan í
Reykjavík afhentu í gær banda-
ríska sendiherranum samúðar-
skjal og tvö kerti til minningar um
starfsbræður sína sem féllu við
björgunarstörf við World Trade
Center í New York síðastliðinn
þriðjudag. Að sögn Árna Oddsson-
ar, stöðvarstjóra, var þetta tilfinn-
ingaþrungin stund og sagði hann
sendiherrann hafa verið mjög
snortinn og eins hafi verið um
aðra viðstadda. Árni var spurður
hvort menn hafi ekki verið slegn-
ir yfir þessum atburði og sagði
Árni svo vera. „Þetta er einn sá
þáttur í starfinu sem menn óttast
innra með sér í stóru útkalli." ■
hefur verið fjölgað og áhafnir
véla fara í gegnum vopnaleit.
Flugmálastjórn Bandaríkjanna
hefur kannað öryggi og eftirlit á
flugstöðinni og heimilað flug það-
an. Ekki er, að svo stöddu, vitað
hvaða reglur verða formlega
kynntar af flugmálastjórn Banda-
ríkjanna, eða hvenær það verður.
Auknu öryggisstigi á flugstöð
Leifs Eiríkssonar verður ekki
aflétt fyrr en þróun mála er ljós.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Flugleiða var
mikið um að vera í Leifsstöð eftir
hádegi í gær. Farþegar ,sem marg-
ir voru að komast heim eftir lang-
þráða bið, stóðu í brottfararsal
flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Alls
fóru sex vélar á vegum Flugleiða
til Bandaríkjanna á skömmum
tíma. Farþegar voru bæði íslend-
ingar og Bandaríkjamenn. Þeir
höfðu hinsvegar forgang á sætum
sem verið höfðu strandaglópar
hér á landi síðan á þriðjudaginn.
Að sögn Guðjóns eru engar stórar
breytingar á öryggismálum Flug-
leiða. Helstu breytingar fela í sér
að plast hnífapör um borð í vélum
flugfélagsins, í stað stálhnífapara.
arndis@frettabladid.is
Full búð af
s •
• •
nyjum vorum
Buxur - Blússur - Peysur
Pils og fleira.
Stærðir 36 - 52
Meyjarnar
Austurveri Háaleitisbraut 68
^ sími 553 3305___
Meö Kara
“doild Brei»»»liks
Af hverju?
Góð alhliða líkamleg þjálfun - byggir upp andlegan styrk
eykur þol - góðar teygjuæfingar - ódýr líkamsrækt - enginn
stofnkostnaður - hentar báðum kynjum - hentar börnum,
unglingum og fullorðnum - sérhannaður karatesalur
tækjasalur - heitur pottur og gufa - góð staðsetning á miðju
höfuðborgarsvæðisins - góðir þjálfar og öflug stjórn.
Upplýsingar
og skráning:
898 0188 (Indriði)
897 5348 (Gylfi)
Kíktu á:
breidablik.is/karate
Steiktar kartöfluskífur
z stk. kartöflur á mann (fer eftir stærð)
i stk. laukur
ólífuolía
200 gr spinat eða annað blaðsalat
sjávarsalt og nymulinn pipar
Cott að hafa einnig örlítið afnýju engiferi og grænan
chilipipar.
Sneiðið kartöflurnar í i sm þykkar sneiðar og saxið
laukinn. Steikið kartöflurnar og laukinn á heitri pönnu
í 10-15 mín. Fylgist með hitanum og lækkið hann eftir
u.þ.b. 7 mín. Saxið blaðsalatið. bætið því i pönnuna og
steikið 11 min. Saltið og piprið eftir smekk. Engiferið og
chilipiparinn eru sett út I um leið og blaðsalatið.
ff
r
Kartöflur eru ágætur C-vítamingjafí ef við borðum
í einu a.m.k. 150 g eða 2 meðalkartöflur.
Kartöflur geymast best við 4.5°C og 95% loftraka.
íslenskt grcenmeti
- alltaf 1/3
Slml:
570-9700
mi(ívikt(ÁAi)$MArkAÍHriHn