Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 14. september 2001 FÖSTUDAGUR SPURNINC DACSINS Geta hryðjuverk verið réttlætanleg? Hryðjuverk er ekki hægt að réttlæta. Hryðjuverk eru glæpur og glæpur er og verður alltaf glæpur. Átök á milli aðila verða ekki leyst með hryðjuverkum. Það verður að leita einhverra annarra leiða. Leiða sem ekki fela í sér átök og bitna á saklausu fólki. Gunnlaugur B. Snædal er starfsmaður í DKNY í Kringlunni. GEÐHJÁLP Félagsþjónustan hefur nú tekið yfir stuðn- ingsþjónustuna, en hún hefur verið rekin af Geðhjálp til þessa. Stuðningsþjónusta fyrir geðfatlaða: Félags- þjónustan tekur við ceðfatladir Félagsþjónustan í Reykjavík hefur tekið við rekstri á stuðningsþjónustu við geðfatl- aða sem undanfarin ár hefur ver- ið rekin af Geðhjálp. Um er að ræða stuðning til sjálfstæðrar bú- setu fyrir 35 geðfatlaða Reykvík- inga. Þjónustan er samstarfsverk- efni ríkis og borgar og gerði Fé- lagsþjónustan þjónustusamning við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og félags- málaráðuneytið. Samningurinn gildir út árið 2002 og gert er ráð fyrir framlengingu ef fyrir liggur vilji beggja aðila. Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur er forstöðumaður þjónustunnar. ■ .;.♦. Eltingaleikur á Suður- iandsbraut: Reyndi að þvinga ann- an bíl út af veginum lögreglumál Ökumaður hafði samband við lögregluna í Reykja- vík og sagði óðan mann vera að keyra utan í bíl sinn á mikilli ferð og reyna að þvinga hann út af veg- inum. Atburðurinn átti sér stað á Suðurlandsveginum um níuleytið í fyrrakvöld og var kallað til að- stoðar lögreglunnar í Kópavogi og á Selfossi. Bíllinn fannst síðan mannlaus í Lögbergsbrekku og þurfti að draga hann af vettvangi með kranabíl. Engan sakaði en í bílnum voru auk ökumannsins tvær stúlkur. Árásarmaðurinn, sem er tæp- lega tvítugur, átti ekkert sökótt við ökumanninn en virðist hafa átt óuppgerðar sakir við stúlkurnar tvær sem fengið höfðu far með manninum. Er lögreglunni kunn- ugt um hver var að verki og er málið í rannsókn. ■ Áfengiseitranir í Eistlandi: 33 hafa látist og 64 veikst tallin.estóníu.ap Alls hafa 33 menn látist og 64 veikst í Eist- landi eftir að hafa drukkið heimatilbúið kornbrennivín sem mengað hafði verið af metanóli, að því er talið er. Flest fórnar- lambanna drukku brennivínið um síðustu helgi í bænum Parnu sem er um 125 km suður af höf- uðborg landsins, Tallin. Lögregl- an telur að fólkið hafi keypt áfengið vegna þess að það var ódýrara en það sem selt er í búð- um. Þetta er eitt versta tilfelli FLUTTUR BURT í SJÚKRABÍL Eistneskur karlmaður er fluttur í burtu í sjúkrabíl í Tallin, höfuðborg Eistlands. Þetta er eitt versta tilfelli áfengiseitrunar í landinu áfengiseitrunar í sögu Eistlands, en í fyrra létust 155 menn af völdum slíkrar eitrunar. ■ Þróun heimsframleiðslu: Samdráttur allsstaðar efnahagur Heildarframleiðsla á öllum helstu efnhagssvæðum dróst verulega saman frá öðrum árs- fjórðungi síðasta árs til sama tíma á yfirstandandi ári. Á línuritinu er það borið saman hvernig hægst hefur á aukningu heildarfram- leiðslu Evrópusvæðisins, ESB, Bandaríkjanna og Japan. í Japan varð beinlínis samdráttur og í Evr- ópu og Bandaríkjunum hefur vöxt- ur framleiðslunnar farið hratt nið- ur á við frá því bandarískir hluta- bréfamarkaðir náðu hámarki á öðr- um ársfjórðungi ársins 2000. ■ ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Vöxtur þjóðarframleiðsla i Evrópu og Bandaríkjunum hefur minnkað verulega á einu ári. Bæjarráð klagar Scimskip fyrir brot á skilmálum Bæjarráð Vestmannaeyja segir áform Samskipa um fækkun í áhöfn Herjólfs brot á útboðsskil- málum og óskar skýringa frá Vegagerðinni. Þorgerður Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi segir Samskip ætla að skerða þjónustuna og loka hluta farþegarrýmsins á sama tíma og farþegum íjölgi mikið. samgóngur Bæjarráð Vestmanna- eyja hefur falið Guðjóni Hjörl- eifssyni bæjarstjóra að óska eftir upplýsingum frá Vegagerð ríkis- ins um það hvort sú fækkun skipverja um borð í Herjólfi sem Samskip hafi boðað séu heimilar. Bæjarráðið vill að því sé svarað hvort fækkunin samræmist út- boðsgögnum vegna reksturs Herjólfs „Þeir að ætla frá í fyrra og að skerða samningi Vega- þjónustuna gerðarinnar við við okkur með Samskip þar að lút- því að tak- andi. marka far- Eins og Frétta- þegafjölda í blaðið hefur sagt skipið," segir frá vill Samskip Þorgerður Jó- fækka um allt að hannsdóttir. fjórðung í áhöfn ^ . skipsins eftir því hversu margir far- þegar eru um borð. Það var meirihluti sjálfstæðis- manna í bæjarráði Vestmanna- eyja sem lagði tillöguna fram en hún var samþykkt samhljóða. Þorgerður Jóhannsdóttir, sem sæti á í bæjarráðinu fyrir minni- hluta Vestmannaeyjalistann, sit- ur í stjórn Herjólfs hf., fyrirtæk- is heimamanna sem missti rekst- ur ferjunnar í hendur Samskipa eftir útboð í fyrra. Þorgerður segir bæjarráðið ósátt við áætlanir Samskipa. I-Iún segir að þegar Herjólfur hafi haft rekstur ferjunnar með höndum þá hafi verið gerðar miklar kröfur og kvaðir um reksturinn. „Nú vilja Samskipsmenn fá undanþágu frá því að reka skipið eins og útboðs- gögn sögðu til um hvernig ætti að gera. Þeir eru að tala um fækkun í mannskap sem þýðir að þeir ætla loka einhverjum hólfum í far- þegarýminu," segir Þorgerður. Að sögn Þorgerðar var á sín- um tíma árangurslaust reynt af hálfu stjórnar Herjólfs hf. að fá leyfi til fækkunar í áhöfn. Hún segir að þá hafi verið grundvöll- ur fyrir slíku en segir að aðstæð- ur nú séu hins vegar breyttar frá því sem þá var og að fækkunin geti ekki átt rétt á sér í dag. „Farþegafjöldi hefur aukist um nær þriðjung á þessu ári og miðað við það hljóta þeir að ætla að skerða þjónustuna við okkur með því að takmarka farþega- HERJÓLFUR „Nú vilja Samskipsmenn fá undanþágu frá því að reka skipið eins og útboðsgögn sögðu til um hvernig ætti að gera." fjölda í skipið,“ segir Þorgerður Jóhannsdóttir. garjfrettabladid.is Leigjendasamtökin: Stefnulaus borg fyrir fólk í neyð húsnæði Jón Kjartansson for- maður Leigjendasamtakanna er harðorður í garð borgaryfirvalda og fullyrðir að þau hafi enga stefnu i húsnæðismálum leigjenda og heimilislausra. Hann segir áform félagsmálayfirvalda um úr- bætur í þessum efnum leysa kannski sárasta broddinn fyrir hluta af hópi þeirra sem eiga hver- gi höfði sínu að halla. Hann tekur svo djúpt í árina að halda því fram að húsnæðistefnan á fslandi beiá mörg einkenni rasisma. Það sé byggt yfir þá ríku, sterku og hvítu en hinir séu skildir eftir. Hann bendir á að núverandi borgaryfirvöld séu búin að hafa tvo kjörtímabil til að gera eitthvað raunhæft í þessum málum. Þótt ríkið hafi brugðist sinni ábyrgð þá telur hann að það sé engin afsökun fyrir borgina að hafa ekki mótað sér neina stefnu í þessum mála- flokki. Hann segist því leggja til að þær óseljanlegu íbúðir sem eru í JÓN FRÁ PÁLMHOLTI Segir rasisma rikja ( opinberri húsnæðistefnu. Grafarholti og Bryggjuhverfi verði teknar í notkun fyrir þá sem eiga hvað sárast um að binda í hús- næðismálum. ■ Undanskot á skatti: Borga sekt eða í fangelsi pómsmál 52 ár karlmaður var á miðvikudag dæmdur í Héraðs- dómi Reykjaness í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 5,1 milljóna króna sektar fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti. Maðurinn játaði að hafa haldið eftir um 2,5 milljónum króna sem hann innheimti sem virðisauka- skatt vegna atvinnustarfsemi sinnar á árunum 1996 og 1997 og að hafa ekki haldið lögboðið bók- hald vegna starfseminnar. Greiði hann ekki áðurnefnda 5,1 milljón króna sekt innan fjögurra vikna mun hann sæta þriggja mánaða fangelsisvist. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.