Fréttablaðið - 21.09.2001, Page 2

Fréttablaðið - 21.09.2001, Page 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ ........... .......................21.~september 2001 FÖSTUPAGUR SANNSPÁIR Kjósendur á visi.is reyndust sannspáir þegar mikill meirihluti þeirra taldi engar líkur á að Talibanar fram- seldu Osama bin Laden. Heldur þú að Talibanar muni framselja Osama bin Laden? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is tm TTO Spurning dagsins í dag: Á að lækka skatta á einstaklinga? RÓLEGUR HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur Tryggingamiðstöðvarinnar fór hljóðlega fram þrátt fyrir mikil kaup að undanförnu. Sátt ríkti um stjórnarmenn og tóku þakkarræður mestan tíma tæplega stundarfjórðungs langs fundar. Ný stjóm Tiyggingamið- stöðvarinnar: Ekkimikilla breytinga að vænta viðskipti Hreinn Loftsson, sem í gær var kjörinn stjórnarformað- ur Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að ekki sé mikilla breytinga að vænta í rekstri fyrirtækisins þó svo fjórir nýir menn hafi tekið sæti í sjö manna stjórn félagsins á hluthafafundi í gær. Gunnar Fel- ixsson verður forstjóri Trygging- amiðstöðvarinnar áfram. Þá verði því stefnumótunarstarfi sem stjórn félagsins hefur unnið að haldið áfram. Hlutafjárkaup í fyrirtækinu að undanförnu hafa vakið athygli margra en Hreinn leggur áherslu á að ekki sé hægt að líta svo á að um nokkra hópa sé að ræða í stjórn félagsins. Mjög víðtæk samstaða ríki meðal hluthafa og alger eining sé um áherslur. Auk Hreins voru nýir menn í stjórn kjörnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhanns- son og Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson. Fyrir í stjórn voru Einar Sigurðsson sem var kjörinn vara- formaður stjórnar, Geir Zoega og Þorgeir Baldursson. Meðal þeirra sem hurfu úr stjórn voru Harald- ur Sturlaugsson og Jón Ingvars- son sem hvor um sig hefur verið rúman aldarfjórðung í stjórn fé- lagsins. ■ Landbúnaðarráðherra vill lækka grænmetisverð: Ekki beingreiðslur, áfram tollar Samdráttur í bandarísku ' efnahagslífi: Fjöldaupp- sagnir flug- félaga lonpon.ap Alan Greenspan, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að hryðjuverkin í síðustu viku hefðu valdið efnahagslífinu í Bandaríkjunum alvarlegu áfalli, en langtímahorfur væru engu að síður góðar. Flugfélög í Bandaríkjunum hafa langflest dregið úr starfsemi og sagt upp fólki í stórum stíl, þ.á m. United Airlines, U.S. Airways og Virgin Atlantic. Boeing, stærsti NIÐURSKURÐUR 7000 manns hjá British Ainn/ays munu missa vinnu slna. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um rúm 35% síðan hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum áttu sér stað i síðustu viku. framleiðandi farþegaflugvéla í heiminum hefur einnig tilkynnt að allt að 30 þúsund starfsmönnum verði sagt upp. Þá tilkynnti breska flugfélagið British Airways í gær að 7000 starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp og að dregið verði úr starfsemi flugfélagsins um 10%. ■ grænmeti Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra segist stefna að því að geta kynnt tillögur um lækk- un á grænmetisverði fyrir jól. Hann hafnar því þó að tekn- ar verði upp beingreiðslur til garðyrkjubændur og seg- ir að ekki komi til greina að feiia niður tolla af fleiri grænmetistegundum þó hugsanlega megi lækka þá. Aðalmálið sé að lækka verð á íslensku grænmeti. „Það er flókið að fara í einhverjar beingreiðslur og kemur ekki til greina", seg- ir Guðni. Hann segir að það yrði afar erfitt fyrir ís- lenska garðyrkju ef tollar yrðu felldir niður á fleiri grænmetistegundum meðan aðrar þjóðir gerðu ekki slíkt hið sama og sú leið því ekki farin til að lækka grænmetisverð. Landbúnaðarráð- herra sagðist hins vegar vilja sjá samkomulag um að ríkið gæfi sitt eftir og að samstæða næðist milli bænda og kaupmanna um að lækka álagningu og verð á grænmeti. Hann vildi hins vegar ekki segja til um hvort það þýddi að hann legði til skattalækkun á grænmeti. Aðspurður hvort ekki væri rétt að leita einnig leiða til að lækka verð á kjötafurðum sagði Guðni að það væri ekki á dagskrá. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Aðalmálið er að lækka verð á ís- lensku grænmeti. Erlent grænmeti tollfrjálst 1. nóv- ember til 15. mars FRÁ AFGANISTAN Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir hættu á hungursneyð i Afganistan ef Bandaríkin ákveða að endurgjalda hryðjuverkin í New York og Washington með hernaði i þessu landi, þar sem fjórðungur íbúanna er nú þegar á mörkum þess að hafa til hnífs og skeiðar. Tíu ára „stríð“ í undirbúningi? Bush bjó þjóðina undir langa baráttu í sjónvarpsávarpi í nótt. Ekki mik- ilvæg skotmörk í Afganistan, segir varnarmálaráðherrann. BARÁTTAN GEGN HRYÐJUVERKUM í gærkvöldi flutti George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarp til banda- rísku þjóðarinnar í sjónvarpi. Ávarpið var flutt eftir að Frétta- blaðið fór í prentun, en samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar ætl- aði hann m.a. að segja Bandaríkja- mönnum að búa sig undir langa baráttu gegn hryðjuverkum, sem væri allt öðru vísi en önnur stríð. Margt hefur verið óljóst um það nákvæmlega hvers konar stríð það eigi að verða, og sumir leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki viljað kalla það stríð. Bandaríski herinn hefur kosið að kenna þessar aðgerðir við „óendanlegt réttlæti". Með þessari nafngift er óneitanlega gefið í skyn, að þær muni vart taka enda í bráð. „Bandaríkin og Bretland eru að setja saman leynilegar áætlanir um að hrinda af stað tíu ára stríði gegn hryðjuverkum", skrifar Michael Evans á vefútgáfu breska dagblaðsins Time í gær. Hann segist hafa heimildir fyr- ir því, að ekki verði ráðist í viða- mikla innrás í Afganistan né held- ur beinist aðgerðirnar eingöngu að því að ná Osama bin Laden. Hugmyndin sé frekar sú að hernaðarárásir, sem vissulega yrðu gerðar, væru aðeins hluti af viðameiri alþjóðlegum aðgerðum gegn hryðjuverkum þar sem allar aðferðir verði notaðar - efnahags- legar, pólitískar og diplómatískar. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru engu að síður byrjuð að styrk- ja herafla sinn á svæðinu í kring- um Persaflóa. Á annað hundrað herþotur eru nú þegar lagðar af stað frá Bandaríkjunum, auk sprengjuflugvéla, flugmóðurskipa og annarra herfarartækja. Hugsanlega er meginmarkmið þessara herflutninga eingöngu að sýna herstyrk Bandaríkjanna. En einnig gætu skyndiaðgerðir sér- sveita eða flugárásir verið í bí- gei’ð, enda er „Bush forseti sér meðvitaður um kröfur bandarísku þjóðarinnar um „hefnd“,“ segir Evans. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur þó bent á að ekki sé mikið um „mikil- væg skotmörk" í Afganistan. Það væru þá helst flugvellir, herstöðv- ar talibana og æfingabúðir bin Ladens, sem að öllum líkindum væru mannlausar hvort eð er. gudsteinn@frettabladid.is Árás á Ameríku: 6.333 saknað í NewYork new YQRK. ap Fjöldi þeirra sem talið er að hafi farist í World Ti’ade Center í New York þegar hryðjuverkamenn flugu tveimur flugvélum á tvíburaturnana er nú kominn upp í 6.573, að því er Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, sagði í gær. 6.333 er saknað en 240 eru látnir, svo staðfest sé. „Tölurnar geta hækkað eða lækkað," sagði hann og bætti því við að borist hefðu ábendingar um fleira fólk frá öðrum löndum sem talið er að hafi verið statt í byggingunum þegar þær hrundu. Hann sagði nánast öruggt að enginn myndi finnast á lífi úr þessu. ■ .*.. Hæstiréttur: Nunnur hunsuðu for- kaupsrétt dómsmál Nunnureglan St. Jósefs- systur og Samtök um kvennaat- hvarf voru í gær dæmd í Hæsta- rétti fyrir að hafa gert með sér kaupsamning um húseign við Bárugötu án þess að virða for- kaupsrétt þeirra sem seldu nunnureglunni húsið árið 1981. Hæstiréttur sneri þar með úr- skurði héraðsdóms í málinu. Kvennaathvarfið keypti húsið af St. Jósepssystrum í nóvember í fyrra fyrir 39 milljónir króna. Húsið höfðu nunnurnar keypt af . útgerðarmanninum Einari Sig- ui’ðssyni í ísfélagi Vestmanna en því fylgdi þá sú kvöð að Einar og afkomendur hans ættu að því for- kaupsrétt. Þessa réttar var ekki gætt þegar húsið var selt og hefur Hæstiréttur nú fyrirskipað að átta systkini og dánarbú tveggja þeirra sem eiga þennan forkaups- rétt geti gengið inn í hin umsömdu kaup og keypt húsið á því verði sem um hafi verið samið. Um er að ræða æskuheimili systkinanna. St. Jósefssystur eiga að greiða systkinunum eina milljón króna í málskostnað. ■ öjpi'ð í /teitiiiirwfrii firá mm á nmDFgniaina iiiil 2® effilir fimðnrætilrii ■' ; %, ‘ - - A'.r' ~.£ÍW*W W7Í ' * v . ' Vf.. If Skattlagning á lögboðnar brunatrvggingar: Af9.000 kr. iðgjaldi fara 7.000 til ríkisins SKATTHEIMTA Um áramót tók gildi veruleg hækkun á umsýslugjaldi sem tryggingafélögin innheimta með lögbundnum brunatrygging- um fyrir ríkisvaldið. Gjaldið er hluti af tekjustofni Fasteignamats ríkisins og er kveðið á um hækk- unina í lögum um brunatrygging- ar. Hækkunin er tímabundin, árin 2001 til 2004 og er ætlað að standa straum af kostnaði Fasteigna- matsins við að uppfæra og halda Landskrá fasteigna. Gjalddagar margra trygginga- félaga eru nú um mánaðamótin, en Vátryggingafélag íslands benti t.a.m. sérstaklega á það, í bréfi til viðskiptamanna sinna, að hækk- unin væri ekki frá tryggingafé- laginu komin. Sigmar Ármanns- son, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra tryggingafélaga, segir að brunatryggingariðgjaldið sjálft nemi ekki nema litlum hluta gjaldsins sem tryggingafélögun- um er gert að innheimta. „Kjarni málsins er að ríkisvaldið hefur notað lögboðnar brunatryggingar sem skattstofn. Ef miðað er við al- gengt iðgjald af íbúðarhúsnæði úr steini, mætti segja að af 10 millj- ón króna eign séu borgaðar um 9 SIGMAR ÁRMANNS- SON Sigmar segir umræðu um brunabóta- matið sem skattstofn hafa vantað. þúsund krónur. Þar af fara um 7000 krónur til ríkisins í formi gjalda en tæpar 2000 krónur renna til tryggingafélagsins," sagði hann. Gjöldin sem innheimt eru með brunatryggingunum eru: brunavarnagjald sem rennur til Brunamálastofnunar, umsýslu- gjald sem rennur til Fasteigna- mats ríkisins, gjald samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum til Ofanflóðasjóðs og viðlagatryggingaiðgjald sam- kvæmt lögum um viðlagatrygg- ingu.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.