Fréttablaðið - 21.09.2001, Síða 8

Fréttablaðið - 21.09.2001, Síða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 21. september 2001 FÖSTUPAGUR Föst á hálendinu: Óttuðust að missa af flugi lögreglumál Erlendu ferðafólki var komið til aðstoðar í fyrrinótt en tvö dekk á bílaleigubíl þeirra voru orðin loftlaus á Kjalvegi við Hagavatn. Hafði fólkið samband við neyðarlínuna sem kallaði til aðstoðar lögreglunnar á Selfossi sem kom fólkinu til hjálpar og flutti til byggða. Fólkið hafði góða hugmynd um hvar það væri statt og fannst rétt eftir miðnætti. Ferðafólkið, sem voru tvær konur og einn karlmaður, var orðið áhyggjufullt um að verða eftir á íslandi þar sem það átti pantað flug frá Keflavík í gærmorgun. ■ Ossur Skarphéðinsson: Auðlinda- gjald í stað tekjuskatts SKATTAR „Það á þegar í stað að lækka tekjuskatt þeirra sem eru verst staddir. Það á afnema skatta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Einnig á að draga úr skattgreiðsl- um á aldraðra. Það er rang- látt að þeir borgi hærri f j á r - magnstekju- skatt en þeir sem eru í fullu fjöri. Til langs tíma er ég þeirrar skoð- unar að það eigi, í vaxandi mæli, að flytja skattheimtuna yfir í auðlinda- gjald. Það á til dæmis að af- ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON Tekjur af auðlindum eiga ekki að bætast við tekjur ríkissjóðs. Þær eiga að lækka tekjuskattinn. nema gjafakvótann og setja hann á leigumarkað þar sem afrakstur- inn rennur til ríkisins, það á líka að vera auðlindagjald fyrir orku- réttindi og líka fyrir fjarskiptar- ásir,“ sagði Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar. Hann segir að þessi gjöld eigi að nota til að lækka tekjuskattinn. „Það hefur orðið útgjalda- sprenging undir forystu Sjálf- stæðisflokksins þar sem hvert gæluverkefnið á fætur öðru hefur runnið í gegnum fjárlög. Ég hef varað við því að þegar dregst saman minnka tekjur ríkisins en útgjöldin ekki. Fyrir mér er það merki um að stjórn þeirra á fjár- málum ríkisins hefur brugðist." ■ Hærri skattgreiðslur: Efitir öðru skattar „Þetta er eins og annað hjá núverandi valdhöfum sem hafa lofað skattalækkunum fyrir hverjar kosningar", segir Sverrir Hermannsson um það að skatt- greiðslur al- mennings hafa nær tvöfaldast á síðasta ára- tug. „Fólk hlýt- ur að fara að átta sig á und- ir hvaða stjórn menn búa. Þarna er beitt skattaokri og mannsson gengið að al- Eftir öðru að skatt- menningi á greiðslur hækki þrátt sama tíma Og fyrir að valdhafar lofi þessir menn skattalækkunum. eru ag ýthluta gefins hund- ruðum milljarða til örfárra manna af sjávarauðlind okkar. Því miður erum við aðeins farin að sjá topp- inn á ísjakanum því það er hroll- vekja framundan í íslensku efna- hagslífi." ■ Fjr.is spyr hvort framundan sé: Tímabil frekari samdráttar efnahagsmál í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins er velt upp spurningunni hvort botni hagsveiflunnar sé náð eða hvort framundan sé tímabil samdráttar í íslensku efnahagslífi. í ritinu er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins muni lækka nokkuð að raungildi frá því í fyrra, jafnvel um eitt til tvö prósent. Þá er rædd þróun einkaneyslu og segir að á tíma- bilinu maí til júní hafi samdrátt- ur numið yfir fjórum prósentum að raungildi. Sömu þróunar er sagt hafa gætt í öðrum greinum og að verulega hafi hægt á al- FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA I vefriti fjár- málaráðuneytis- ins er spáð að hryðjuverkin I Bandaríkjunum verði til að dragi úr hag- vexti. mennum veltubreytingum að undanförnu. Einnig er tínt til að greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins hafi reynst neikvæð um rúma 4 millj- arða króna, sem sé fimm og hálf- um milljarði lakara en sama tímabili árið áður. Jafnframt er talið að áhrif hryðjuverkanna í Bandaríkjunum geti orðið til að draga enn frekar úr hagvexti, bæði þar og í öðrum ríkjum heims. „Líklegt verður þó að teljast að áhrifin [á íslenskt efnahagslíf] muni helst koma fram í minnkandi umsvifum í ferðaþjónustu og flugsamgöng- um. Hvað aðrar útflutnings- greinar varðar er enn of snemmt að segja til um hver áhrifin gætu orðið,“ segir í ritinu. ■ 90% af húsnæði Smára- lindar í útleigu Búast við fimm milljón manns á ári og 12-14 milljarða króna veltu. Framkvæmdir allar á áætlun. Opnað fyrir almenning 10. október. SMÁRALIND Smáralind er þannig skipuð að fólk getur fundið á ákveðnu svæði í húsinu þann varning sem það leitar að. Þannig verða t.d. raftækjaverslanir á sömu slóðum, tlskufataverslanir, snyrtivöruverslanir, þjónusta os.frv. Var þetta hugsað svo fólk þyrfti ekki að hlaupa húsið á enda I sínum erindargjörðum. viðskipti „Við erum á áætlunum með framkvæmdina í öllum aðal- atriðum og verkefnið allt í heild sinni, sagði Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, en samkvæmt áætlun á verslun- armiðstöðin að opna fyrir al- menning 10. október nk. Pálmi sagði búið að leigja út 90% af leigurými í húsinu. „Auðvitað ætluðum við okkur að vera lengra komin á sínum tíma en það er töluvert langt síðan að við gerðum okkur grein fyrir að það væri óraunhæft að reikna með að vera með húsið fullt í starfsemi þegar það væri opnað.“ Pálmi sagði það ekki þekkjast í sam- bærilegum verkefnum erlendis að búið væri að ráðstafa öllu leigurými og gætu því menn vel við unað. Við opnun Smáralindar verða rúmlega sextíu verslanir með starfsemi og þar koma til með að vinna í kringum 900 manns. Sagð- ist Pálmi reikna með því að um fimm milljónir manna kæmu í verslunarmiðstöðina yfir árið í heild. „Við reiknum með því að markaðshlutdeild okkar verði í kringum 10-12% af þessari teg- und verslunar sem samsvarar 12- 14 milljörðum á ári.“ Verslanir í Smáralind verða opnar frá klukkan ellefu að morgni til klukkan átta að kvöldi virka daga, klukkan tíu til sex á laugar- dögum og klukkan tólf til sex á sunnudögum. Húsið sjálft verður opið almenning frá klukkan átta á morgnana og fram til miðnættis. „Við væntum þess að fólk finni fyr- ir ánægjulegri tilfinningu þegar það gengur inn í þessa fallegu og spennandi byggingu. Þarna verða glæsilegar verslanir, veitingastað- ir, kvikmyndahús, þjónusta, menn- ingar- og listviðburðir og óvæntar uppákomur," sagði Pálmi. kolbrun@frettabladid.is Verslunarrými auð á Laugaveginum: Segir eftirspurn óbreytta Einar segir breytingar á rekstri nýrra fyrirtækja og þjónustu áberandi á Laugaveginum. Að- spurður segist hann ekki telja að þróun verði á fjölgun veitingahúsa og segir þá tölu nú þegar ótrúlega háa eða um hundrað og fimmtlu talsins. viðskipti Athygli hefur vakið að nokkur verslunarrými á Laugaveg- inum virðast hafa staðið auð um nokkurn tíma. Einar Örn Stefáns- son, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lags miðborgarinnar, var spurður að því hvort menn hefðu orðið varir við að verslunareigendur veigruðu sér við að hefja rekstur á Laugaveg- inum. „Við höfum ekki orðið vör við það heldur er stöðug eftirspurn eft- ir verslunarrýmum samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölum. Reyndar hafa örfá staðið auð nokk- uð lengi sem hafa þótt óhentug til verslunarreksturs." Einar sagði þetta vera kjallararými og minni rými í eldri húsum. Kunnugt er að tvær vinsælar tískuverslanir flytja sig af Lauga- veginum og inn í Smáralind. Einar sagði ekkert sérstakt um það að segja nema það virtist óvenjumik- ið á þessum tíma. Sagði hann menn ekki áhyggjufulla vegna samkeppninnar við Smáralind heldur fulla bjartsýni. „Neytendur virðast skiptast í tvo hópa, þá sem versla í verslunarmiðstöðum og hina sem kjósa miðbæinn. Teljum við að klasarnir muni taka við- skiptavini hvor frá öðrum heldur en miðbænum." í ljósi þess að vin- sælar verslanir eru að fara úr miðbænum svo og ýmis þjónustu- fyrirtæki sem þegar eru farin, var Einar spurður að því hvort menn óttuðust ekki minni aðsókn á Laugaveginn. „Nei í sjálfu sér ekki. Það kemur alltaf eitthvað annað í staðinn." ■ Ölvaður ökumaður: Ók á skilti og ljósastaur LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík handtók mann grunaðan um ölvun við akstur á Reykjanes- brautinni um sexleytið í gær- morgun. Maðurinn var stöðvaður eftir nokkra eftirför en sést hafði til hans þar sem hann ók á bið- skyldumerki við Jórufell í Breið- holti. Þá ók sami maður utan í ljósastaur á Breiðholtsbrautinni. Náði lögreglan að stöðva öku- manninn á Reykjanesbraut þar sem hann var handtekinn og færð- ur á lögreglustöðina. Þar var tekið úr honum blóðsýni og fékk hann að gista fangageymslur og sofa úr sér ölvímuna. ■ PENINGAR Fjármálaráðuneytið segir uppgjörið vera sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit og tölurnar því ekki sambærilegar við ríkis- reikning eða fjárlög sem sett séu fram á rekstrargrunni Greiðsluafkoman fyrstu átta mánuði ársins: Ríkissjóður 7 milljarða í mínus efnahagsmál Tölur fjármálaráðu- neytis um greiðsluafkomu ríkis- sjóðs fyrstu átta mánuði ársins sýna að handbært fé frá rekstri er nei: kvætt um 6,9 milljarða króna. í fyrra var staðan jákvæð um 7,1 milljarð. í tilkynningu ráðuneytis- ins segir að niðurstaða sé rúmlega 4,7 milljörðum króna lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Jafn- framt segir að heildartekjur ríkis- sjóðs hafi hækkað um 8,7 milljarða króna frá sama tíma í fyrra, einkum vegna aukinnar innheimtu tekju- skatta. Útgjöld hafi hins vegar hækkað mun meira, eða um 22,5 milljarða króna. „Tæplega helming útgjaldaukningarinnar má þó rekja til sérstakra tilefna," segir í tilkynn- ingunni og sagt að aðrar hækkanir milli ára skýrist að miklu leyti af áhrifum kjarasamninga, gengis- lækkunar krónunnar og almennra verðlagshækkana. ■ fjarlækningar Franski skurðlæknirinn Jacques Marescaux er þarna staddur í Manhattan að gera skurðaðgerð á sjúklingi I Frakklandi. Óvenjuleg skurðaðgerð: Sjúklingur- inn var hand- an hafsins parís. ap Óvenjuleg skurðaðgerð átti sér stað þann sjöunda septem- ber síðastliðinn. Hún fór þannig fram að skurðlæknar í New York gerðu gallblöðruaðgerð á 68 ára konu sem var stödd á sjúkrahúsi í Strasborg í Frakklandi. Læknarn- ir notuðu fjarstýrðan tækjabúnað, en þetta er fyrsta skurðaðgerðin sem framkvæmd er með þessum hætti. Frá henni var skýrt í gær og henni verður lýst í grein í tíma- ritinu Nature á næstunni. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.