Fréttablaðið - 21.09.2001, Side 10

Fréttablaðið - 21.09.2001, Side 10
10 FRETTABLAÐIÐ 21. september 2001 FÖSTUPAGUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINST AFGANISTAN Stríðshrjáð og kúguð þjóð Afganistan á ekki að gjalda hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum, segir miðnefnd SHA. Gegn striðs- æsingum Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga ályktar: árásin A ameríku Samtök her- stöðvaandstæðinga taka undir hina almennu fordæmingu á hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um 11. september og lýsa yfir samúð með þeim sem eiga um sárt að binda vegna þeirra og banda- rísku þjóðinni í heild. Eftir þessa atburði höfum við orðið vitni að samhug um allan heim sem er nánast einstakur í mannskynssögunni. Slíkur sam- hugur og svo almenn fordæming á ofbeldi er sterkasta vopn sem hugsast getur í baráttunni fyrir friðsamlegum heimi. Það er hörmulegt til þess að vita ef reiði og hefndarhugur bera skynsemi ráðamanna ofurliði og gripið verði til hefndaraðgerða sem munu ógna lífi og öryggi al- mennra borgara og jafnvel stefna heimsfriðnum í hættu. Á sama hátt og Samtök her- stöðvaandstæðinga fordæma hryðjuverkin 11. september for- dæma þau þær stríðsæsingar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú uppi með samþykki annarra NATO-ríkja og hafa þegar hrakið fjölda afganskra borgara á flótta. Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess að ríkisstjórn Is- lands taki afstöðu gegn þessari stríðsæsingastefnu Bandaríkja- stjórnar og geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessum hryllilegu hryðju- verkum verðj svarað með öðrum hryðjuverkum gegn saklausum borgurum. Samtök herstöðvaandstæðinga skora á almenning að sýna stríðs- hrjáðri og kúgaðri þjóð Afganist- an sömu samúð og bandaríska þjóðin hefur fengið á undanförn- um dögum og sameinast í and- stöðu við að hún verði látin gjalda hryðjuverkanna í Bandaríkjun- um. ■ Múslimar kveði sjálfir niður trúarofstækið Víða í ríkjum múslima geisar borgarastríð milli fólks með miðaldasýn og framfarasinnaðs nútímafólks. Miðaldamennirnir afbaka fyrirmæli Kóransins og lesa inn í þau rétt- lætingu á heilögu stríði, himnaríkis- vist með aðdáun- arfullum meyjum fyrir þá sem fórna sér í sjálfs- fyrir trúna, og kúgun kvenna. „Hryðjuverk eru leynivopn ólögmætra valdhafa" morðsárásum skefjalausa Hryðjuverkastarfsemi þrífst ein- göngu í þeim ríkjum múslima sem eru á fallandi fæti, eru stöðnuð, veikluð og stjórnað af ólögmætum valdhöfum - en ekki í löndum sem eru á uppleið. Hún er leynivopn valdhafa til þess að hefna fyrir niðurlægingu fyrr og síðar, m.a. af völdum Bandaríkjamanna og annarra vestrrænna þjóða, og til þess að beina sjónum landsmanna sinna frá innri hnignun að ytri óvini. Blaðamenn sem þekkja vel til Arabaheimsins skrifa margir um nauðsyn þess að láta ekki hefndir vegna árásarinnar á Bandaríkin bitna á þeim múslimum sem lifa í nútímanum. Gallinn er sá að margir leiðtoga Arabaríkja skipta um hlutverk eftir aðstæðum, og eru ýmist í gervi þjóðarsmiða, einræðisherra, ættarhöfðingja, friðarsinna eða skæruliðafor- ingja. Dálkahöfundurinn William Safire í New York Times setur ......... Mál manna Einar Karl Haraldsson skrifar um hlut múslimskra trúarleiðtoga traust sitt á það að hófsamir trú- arleiðtogar múslima noti tæki- færið til þess að stöðva heilaþvott róttækra trúarofstækismanna. Að þeir nýti það samskiptanet sem fólgið er í nærsamfélögum músli- ma og trúarsamkomum til þess að vitna um það að í Kóraninum er mælt svo fyrir að bannað sé að deyða saklausa. Þar er einnig þá viðvörun að finna að slíkir morð- ingjar muni þjást vegna sinna synda. Þeir eigi fyrir höndum refsingu á himnum en ekki sælu- vist. Til þess að einhver von eigi að vera til framfarasóknar og al- mennrar velferðar í ríkjum múslí- ma þurfa þeir sjálfir að kveða nið- ur trúarofstækið og grimma mið- aldahugsun sem fyrst og fremst bitnar á konum og börnum, en bannar um leið alla framþróun. ■ Verður lát og næsta árás hljóð- vopnin ósýnileg? Möguleiki á sýklaárás hryðjuverkamanna veldur áhyggjum. Viðbúnaður heilsugæslu talinn óviðunandi og bóluefni af skornum skammti. SÝKLAHERNAÐUR Einkennin gætu í upphafi minnt á inflúensu og því gætu liðið nokkrir dagar áður en menn átta sig á hvað við er að eiga, - nýja, hljóðlega árás hryðjuverkamanna með ósýni- legum vopnum, sem eru mann- skæðari en nokkur vopn sem beitt hefur verið hingað til. Áhyggjur sérfræðinga í bar- áttu gegn hermdarverkum bein- ast þessa dagana meðal annars að efnavopna- og sýklahernaði. Þeir eru ekki á einu máli um líkurnar á hryðjuverkaárás af —— þessu tagi en tvennt virðist ljóst, hvað sem ásetningi hugsan- legra gernings; manna líður. í fyrsta lagi að tæknin er til stað- ar, sem gerir kleift að dreifa sýklum með úða eða dufti yfir staði þar sem fjöldi er saman kominn og smita þannig fjöl- da fólks af bólu- sótt eða miltis- brandi. í öðru lagi að heilsugæslan í Bóluefni og sýklalyf sem duga í barátt- unni við þetta eru af skorn- um skammti. „Litið hefur verið fram hjá fjárþörf heilsu- gæslunnar við allan þann undirbúning sem átt hefur sér stað vegna hryðjuverka- árása," —*.— Bandaríkjunum og á öðrum Vest- urlöndum er vanbúin til að takast á við afleiðingar slíkrar árásar. Bólusótt og miltisbrandur eru þeir tveir sjúkdómar sem menn hafa fyrst og fremst áhyggjur af þegar kemur að sýklahernaði. Heilsugæslulæknar í Banda- ríkjunum hafa litla fræðslu feng- ið um hættuna og hafa ekki verið þátttakendur í þeim veikburða tilraunum til almannavarnaáætl- ana sem gerðar hafa verið vegna þessarar hættu. Bóluefni og sýklalyf sem duga í baráttunni við þetta eru af skornum skammti. „Litið hefur verið fram hjá fjárþörf heilsu- gæslunnar við allan þann undir- búning sem átt hefur sér stað vegna hryðjuverkaárása," segir Michael Osterholm, forstjóri ■$m \ mm GASGRÍMAN Lögreglumenn í New York sjást þessa dagana með gasgrímur en óvissa er um til hvaða ráða stuðningsmenn Osama bin Laden og aðrir hryðjuverkamenn kunni að grípa næst. smitsjúkdómamiðstöðvar Minne- sota-háskóla. Bólusótt var öldum saman skæð drepsótt víða um heirn en var útrýmt fyrir um það bil tutt- ugu árum. Sýkillinn er þó til í til- raunastofum í Bandaríkjunum og á ýmsum stöðum í fyrrum Sovét- ríkjunum. Væri bólusóttarsýkl- um dreift á Vesturlöndum mundu þeir sem óafvitandi yrðu við- staddir slíka hljóðláta árás vera gangandi smitberar dögum sam- an áður en afleiðingarnar kæmu í ljós. Sjúkdómurinn er bráðsmit- andi og er talinn draga um 30% þeirra sem sýkjast til dauða. Um 12 milljónir skammta af bóluefni gegn bólusótt í Bandaríkjunum og framleiðsla á 40 milljón skömmtum til viðbótar stendur yfir en þær birgðir verða ekki til fyrr en að nokkrum árum liðnum. Miltisbrandur er bakteríu- sjúkdómur, sem leggst oftast á búfé en sýkillinn hefur verið þró- aður til nota í efnahernaði. Sjúk- dómurinn er ekki bráðsmitandi eins og bólusótt en talinn draga um 90% þeirra sem sýkjast til dauða á fáeinum dögum. Talið er að nú séu aðeins um sextíuþúsund skammtar af bólu- efni gegn miltisbrandi til í Bandaríkjunum og er allur sá skammtur ætlaður hermönnum. Frá árinu 1970 hefur fjöldi her- manna verið bólusettur gegn sjúkdóminum, t.d. allir þeir sem börðust í Persaflóastríðinu, en ekkert er til handa almenningi, að því er greint var frá í frétt í Washington Post í vikunni. Gæði bóluefnisins er umdeild og sjón- um hefur m.a. verið beint að því sem hugsanlegum orsakavaldi þeirra þrálátu veikinda sem hrjáð hafa marga hermenn úr Flóabardaga. Tilraunum til að bæta úr og þróa bóluefnið hefur miðað hægt. Talið er að írak og fleiri lönd, þar sem stjórnvöld hafa verið tal- in hliðholl hryðjuverkamönnum, ráði yfir miltisbrandi og öðrum sýklavopnum. ■ [ORÐRÉTT Eflum persónuvernd og höfnum Stórabróður eftirlit „Ég lét þess strax getið í fjölmtðlum að ein afleiðing þess- ara skelfilegu atburða yrði sú, að reynt yrði að efla hið alsjáandi auga Stórabróðurs og auka eftir- lit á kostnað persónuverndar. Mér fannst líklegt, að í þeirri spennu og öryggisleysi sem eðli- lega gætir í kjölfar atburðar af þessum toga þá muni spretta upp menn sem vilja ganga langt í skráningum, og uppsetningu gagnabanka og raunar hverskyns hátæknieftirliti, í því skyni að fylgjast með mögulegum misind- ismönnum. Ég held að menn eigi að standa mjög gegn slíkum til- raunum. Það væri mikill ósigur ef hryðjuverk glæpamanna yrðu í reynd til að breyta samfélagsgerð okkar og lífstíl með því að ganga á persónuvernd einstaklingsins með þeim hætti. Satt að segja finnst mér nú eftir að hafa fylgst með fjölmiðlunum að ástæðan fyrir því að óþokkarnir náðu að taka flugvélarnar yfir hafi legið í því að reglum var ekki nægilega fylgt, fyrir nú utan það að regl- urnar á flugvöllum í Bandaríkj- unum virðast að minnsta kosti í framkvæmd vera slakari en í Evrópu. Það ættu menn að skoða áður en forsögn Orwells um Stóra bróður í bókinni frægu, 1984, verður tekin upp.“ Össur Skarphéðisson, formaður Samfyikingarinnar, í Vikuviðtalinu á Samfylking.is ÖSSUR skarphéðinsson Menn eiga að standa mjög gegn því að auka eftirlit á kostnað persónuverndar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.