Fréttablaðið - 21.09.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 21.09.2001, Síða 22
22_______________FRÉTTABLAÐIÐ.............21, septem.ber.20p1, föstudagur Utanríkisráðherra Rússlands býður fram aðstoð við Bandaríkin: Hafa ítök í landamæraríkjum Afganistcin Allir búnir í mútum Karlakór Reykjavíkur fagnar 75 ára afmæli í ár. Af því tilefni verða hátíðartónleikar í Háskólabíói á föstudag. Ekkert aldurstakmark í kórnum en æskilegt að menn kunni eitthvað fyrir sér í nótnalestri og séu búnir í mútum. tónleikar „Yfirhöfuð eru þetta menn sem eru komnir til að vera þegar þeir á annað borð eru komnir inn. Menn eru auðvitað á ýmsum aldri. Nokkrir búnir að vera þarna á bilinu 40 til 50 ár og aðrir skemur," segir Björn Jóns- son, kórfélagi og annar bassi í Karlakór Reykjavíkur. Karlakórinn heldur upp á 75 ára afmæli sitt um þessar mund- ir. Á föstudag verða sérstakir há- tíðartónleikar í Háskólabíói þar sem meðal annars verður frum- flutt nýtt lag Páls P. Pálssonar, Dansandadans, við texta Sjón. Bernharður Wilkinsson stjórnar tónleikunum. í desember eru fyrirhugaðir sérstakir aðventu- tónleikar í Hallgrímskirkju í til- efni afmælisársins. Þá verður saga Karlakórsins gefin út á bók þessu ári. í Karlakórnum eru alls um 70 manns og hefur Björn verið meðlimur þar um fjögurra ára skeið. Að eigin sögn hefur hann sungið í karlakórum síðan 1990 og syngur nú í Karlakór Kjalnes- inga samhliða starfi sínu hjá Karlakór Reykjavíkur. Hann segir kórinn leggja mikið upp úr því að vera ávallt með ferskustu og bestu raddir á hverjum tíma og endurnýjun kórfélaga sé því lífsnauðsynleg. „Kórnum ber að auglýsa á hverju ári eftir nýjum kórfélög- um. Þeim ber að standast radd- próf hjá söngstjóra og æskilegt að menn kunni eitthvað fyrir sér í nótnalestri og tónfræði auk þess sem reynsla af söng sakar ekki. Það er enginn lágmarksaldur en aðalatriðið að menn séu búnir að ganga í gegnum mútur,“ segir Björn og hlær við. Þess má geta að yngstu menn í kórnum eru í KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Björn Jónsson, kórfélagi og annar bassi, segir gaman að syngja í jafn stórum kór og Karlakórnum þar sem vandað sé til verka. kringum tvítugt og sá elsti 76 ára. Auk aðalkórsins er starfrækt- ur kór fyrir eldri kórfélaga og segir Björn flesta þá sem hætta í aðalkórnum fara yfir í eldri kór- inn. Mjög öflugt kvenfélagsstarf er einnig innan kórsins og halda eiginkonur kórfélaga utan um það starf. Björn nefnir sem dæmi að þegar félagsheimili kórsins, Ýmir, var opnað hafi kvenfélag Karlakórsins fjár- magnað að mestu kaup á flygli af Steinway-gerð fyrir 6-7 milljónir króna. „Auðvitað er Karlakór Reykjavíkur einn besti karlakór landsins og gaman að syngja í svona stórum og öflugum kór þar sem er vandað mjög vel til verka. Þetta er gömul og merk stofnun, ef það má orða það svo, og vel þekkt nafn sem allir þekk- ja,“ segir Björn. kristjangeir@frettabladíd.is árás Á ameríku Utanríkisráðherra Rússa, Igor Ivanov, átti fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, í vikunni. Þar til- kynnti hann að Rússar myndu ekki leggjast gegn því að Banda- ríkjamenn fengju afnot af land- svæði þriggja fyrrum Sovétlýð- velda sem eiga landamæri við Afganistan. Ríkin sem um ræðir eru Tadjíkistan, Úsbekistan og Túrkmenistan en Rússar hafa mikil ítök í þessum ríkjum þó tíu ár eru liðin frá því að Sovétríkin liðuðust í sundur. ívanov átti ein- nig fund með Bush Bandaríkja- forseta þar sem hann sagði meðal annars að Rússar myndu heita fullum stuðningi við Bandaríkja- menn. „Það verður að ríkja ein- hugur meðal ríkja heims um að berjast sameiginlega og af heilum hug gegn hryðjuverkum. Við ræddum við forsetann um ákveðnar aðgerðir í þá átt,“ sagði ívanov. Rússar hafa í gegnum tíð- ina þurft að glíma við hryðju- verkamenn á rússneskri grundu og nægir að nefna sprenginguna í lestargöngunum við Pushkín-torg í fyrra. g HITTIR RÁÐAMENN ígor (vanov ræddi við Bush Bandaríkjaforseta (vikunni. irmi«irrimwiiivirnyiTiwiwwwiimiii[mTtfiiiimirrm»iimwÉfiaMmaiawrriiaiwia»itMB^»i!SBg«ia^>!^ FRETTIR AF FÓLKI ótrúlega margir ekið óvarlega. Ásdís segist sjálf heldur kjósa tívolí bíla til að leika sér, alvöru bíla til að komast á milli staða. Sjálfsagt fleiri sem gætu tekið undir þessi orð. Væntanleg er bók Jóhönnu Kristjónsdóttur sem fjallar um dvöl hennar í Egyptalandi og Sýrlandi. Að því er greinir frá á bókavefnum á Strikinu segir bókin frá námi hennar í arabísku í þessum löndum og fólki sem varð á vegi hennar þar. Hún fléttar einnig inn fróðleik um menningarheim heimshlutans en það efni vekur ugglaust forvitni margra sem ekki hafa ferðast á þessar slóðir sem eru mikið í heimsfréttum, nú sem fyrr. Sem kunnugt er þinguðu ungir Sjálfstæðismenn síðustu helgi og voru hæstánægðir með helg- ina. Ágúst Ágústsson, einn rit- stjóri politik.is, vefs ungra Sam- fylkingarmanna, vorkennir þeim hins vegar heil ósköp. í pistli í á vefnum segir að þrátt fyrir að oft reynist erfitt að vera ungur Sam- fylkingarmaður (vegna lélegs gengi í skoðana- könnunum og ax- arskafta þing- manna), þá sé öllu verra að vera ungur Sjálfstæðismaður. Ágúst segir ungum Sjálfstæðismönnum vera vorkunn vegna þess að stefnumál þeirra frá ómunatíð, „lægri skattar og minna bákn,“ hafi verið hunsuð í valdatíð Dav- íðs Oddssonar, opinber gjöld á einstaklinga hafi nefnilega þre- faldast í tíð hans. „Davíð Oddsson er fyrst og fremst íhaldsmaður, alls enginn frjálshyggjumaður eins og margir ungir sjálfstæðis- menn virðast halda,“ segir Ágúst. Tónleikar Jose Carreras í vik- unni vöktu verðskuldaða at- hygli, enda stórkostlegur söngv- ari þar á ferð. Tónleikarnir voru eins og kunnugt er haldnir í Laug- ardalshöll enda ekki stóru tónlist- arhúsi til að dreifa hér á landi. Andríkispennar voru eins og fleiri ánægðir með viðburðinn. Ávarp menntamála- ráðherra, Björns Bjarnasonar, af tilefninu, vekur hins vegar minni hrifningu þeirra á andriki.is. „Markvisst er unnið að því að skapa hér hinar bestu aðstæður til tónlistarflutnings. Undanfarn- ar vikur hefur farið fram hug- myndasamkeppni um skipulag í miðborg Reykjavíkur og við höfnina, þar sem tónlistarhúsið mun rísa. Þegar húsið kemur til sögunnar munum við njóta þess enn betur en til þessa að fá frábæra tón- listarmenn í heim- sókn,“ segir í því og vekja orðin litla hrifingu hjá þeim. Orð menntamálaráðherra eru áróður einn því ekki hefur verið tekin ákvörðun um að reisa tónlistar- hús fyrir opinbert fé. Áróður menntamálaráðherra beinist ekki síst að alþingismönnum segja Andríkismenn, ætlunin er að telja þeim trú um að búið sé að ákveða að byggja húsið. Ekki mikil trú sem þeir hafa á þekkingu alþing- ismanna. * Asdís E. Petersen, kynningar- stjóri hjá Ríkisútvarpinu, skrifar í pistli á vefinn konur.is um vöntun á tívolí-bílum hér á landi. Eftir reynslu hennar af keyrslu norður til Akureyrar veltir hún fyrir sér hvort ekki sé tími til kominn að opna tívolí hér á landi þar sem hægt væri að keyra tívolí-bíla. Ásdísi blöskrar nefnilega mjög aksiurslagið á vegum úti og bendir á að það hafi 'Kartjyrír öCC tíCefní [ ÞRUDA „Áítu nokkuð „Langt síðan vasapeningur- inn minn var hækkaður!" kort?" HRAÐSOÐIÐ ÞÓRÐUR KRISTINSSON kennslustjóri Háskóla íslands mym Geta verður um heimildir HVER eru fordæmi þessa máls hjá Há- skóla fslands með lögfræðinginn sem sviptur hefur verið embættístitli? „Ég man ekki eftir neinu dæmi eins og þessu - ekki eftir að viðkomandi nemandi er brautskráður." HVERNIG fylgist Háskólinn með því að nemendur eigni sér ekki verk annarra víð prófúrlausnir? „Lokaritgerðir eru gerðar í samráði við umsjónarkennara sem eiga að fylgjast með að ekki sé haft rangt við. Það er óskráð og skráð regla að menn nýti sér ekki heimildir án þess að þeirra sé getið.“ HEFUR svindl yfirleitt verið vaxandi vandamál í Háskóla fslands? „Nei, en það kemur alltaf fyrir ann- að slagið að fólk verður uppvíst að slíku. Það eru sjö þúsund nemendur í skólanum og þetta kemur auðvitað alltaf fyrir en er ekki algengt miðað við nemendafjöldann. HVAÐA viðurlög eru við svindli? „Þetta er tvíþætt. Annars vegar er það deildin sem ógildir viðkomandi próf en hins vegar er það rektor og háskólaráð sem ákveða hvaða aga- viðurlögum er beitt. Þau geta verið áminning og það er í sjálfu sér viss refsing að svindlið verður uppvíst því menn mega aðeins þreyta hvert próf tvisvar." HEFUR komið til brottvikningar? „Það getur komið til þess tímabund- ið á meðan viðkomandi er að bæta ráð sitt og jafnvel að fullu og öllu.“ HVAÐA stöðu er mál nemandans sem sviptur hefur verið embættistitlinum í núna? „Deildin hefur afgreitt málið fyrir sitt leyti og síðan mun það koma til umfjöllunar hjá háskólayfirvöldum hvort viðkomandi nemanda sé heim- il innritun að nýju.“ HVAÐA áhrif hefur tölvubyltingin haft á möguleika nemenda annars vegar til að hafa rangt við og skólayfirvalda hins veg- ar að verjast þvf? „Hún hefur örugglega haft þau áhrif að nemendur geta nálgast efni á auð- veldari hátt. Það má kannski segja að skólayfirvöld eigi líka hægara um vik að kanna hvaðan efnið kemur.“ Þórður Kristinsson er 48 ára M.litt í heim- speki frá Edinborgarháskóla og kennslu- stjóri Háskóla íslands frá árinu 1988. IRYGGISKERFI nSRaflagnir íslands Sími 511 1122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.