Fréttablaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 1
MÖNNUNARMÁL
Ný lög
nauðsyn
bls 8
TVITYNGI
Of lítið gert
úr vandanum
bls 10
ÚTLÖNP
Miðbœrinn
eins og
sorphaugur
bls 8
una.nez
FRETTABLAÐIÐ
108. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 25. september 2001
ÞRIÐJ U DAGUR
Kóngafólk
hjá forseta
heiivisókn Jóakim
prins af Danmörku
kemur til íslands í
dag ásamt eigin-
konu sinni Al-
exöndru prinsessu
og syninum Nikolai.
Þau eru hér á landi
í boði Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta og munu snæða kvöldverð
að Bessastöðum í kvöld.
Endurskoðunar-
nefnd opinberar
fiskveiðistjórn Nefnd sem hefur
unnið að endurskoðun á stjórn fisk-
veiða kynnir tillögur sínar. Meiri-
hluti skipaður tveimur þingmönn-
um Sjálfstæðisflokks og tveimur
starfsmönnum ráðuneyta skilar
sínum tillögum en fulltrúar Fram-
sóknar, Samfylkingar og Vinstri-
grænna skila hver sínu álitinu.
VEDRID í DAG 1
REYKIAVÍK Hæg austlæg eða
breytileg átt, bjart veður og
hiti 9 til 14 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður © 3-5 Skýjað ../12
Akureyri © 3-5 Bjart Q12
Egilsstaðir © 3-5 Bjart ©13
Vestmannaeyjar © 3-5 Bjart -10
Sjálfsmyndir
og ímyndir
fyrirlestur Sverrir Jakobsson f jall-
ar um sjálfsmyndir miðalda og
uppruna íslendinga í samnefndum
fyrirlestri á hádegisfundi Sagn-
fræðingafélags íslands í Norræna
húsinu sem hefst klukkan eitt.
Handboltinn
að byrja
hanpknattleikur íslandsmótið í
handbolta hefst í kvöld klukkan 20
með f jórum leikjum. Þór mætir
HK á Akureyri, FH tekur á móti
UMFA, Selfoss sækir Gróttu KR
heim og ÍBV fær KA í heimsókn.
IKVÖLDIÐ í KVÖLDI
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 (þróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hversu margir
á aldrinum
25 til 39 ára
fengu dagblað
á heimili sitt
í morgun?
Samkvæmt könnun
PriceWaterhouseCoopers
á útbreiðslu Fréttablaðsins
og áskrift að Morgun-
blaðinu virka daga.
.. . ______________________3ISINS A ALDRINUM
D5 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT
KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLÍ 2001.
Gjaldið fari í fiskeldi
og ferðaþjónustu
Meirihluti endurskoðunarnefndar í sjávarútvegi vill ekki aðeins veiðileyfagjald. Þeir vilja einnig
að hluta gjaldsins verði varið til uppbyggingar á landsbyggðinni.
fiskveiðistjórn Nefndin sem falið
var að endurskoða stjórn fiskveiða
skilar tillögum til ráðherra í dag.
Nefndin hefur klofnað í fernt.
Meirihlutinn er á einu máli. í til-
lögu hans er gert ráð fyrir veiði-
leyfagjaldi, sem getur numið allt
frá einum til tveimur milljörðum
króna á ári. Upphæðin á að ráðast
af gengi sjávarútvegs hverju sinni.
Meirihlutinn gengur lengra og
leggur til að ráðuneytum verði
falið að ráðstafa hluta þeirra tekna
sem fæst með veiðileyfagjaldinu.
Þar er mælst til þess að peningum
verði varið til fiskeldis, ferðaþjón-
ustu og hátækniiðnaðar.
Heimildamenn Fréttablaðsins
herma að í starfi nefndarinnar
hafi verið reynt að ná sáttum um
fyrningarleið, það er að ákveðinn
hluti úthlutaðra veiðiheimilda
skilist til ríkisins á hverju ári. Sá
kvóti sem þannig safnast saman
verði meðal annars notaður til að
opna kerfið þannig að nýliðar geti
komist að og hafið útgerð. Minni-
hlutinn lagðist gegn frekari út-
færslu á þeim hugmyndum um
fyrningar sem voru ræddar í
starfi nefndarinnar.
Minnihlutinn skilar þremur
niðurstöðum. Árni Steinar Jó-
hannsson, þingmaður Vinstri
grænna, hefur skilað tillögum um
fyrningarleið, sem mun ekki vera
fjarri því sem rætt var í nefnd-
inni. Hann vill að farin verði fyrn-
ingarleið. Einn af heimildarmönn-
um Fréttablaðsins sagði að tillög-
ur Árna Steinars séu ágætar, en
fann þeim það til foráttu að þær
kalli á mikil og endurtekin afskipti
stjórnmálamanna. Þeir sem rætt
var við finna ekki síst að þeim
áhrifum sem stjórnmálamönnum
eru færð í tillögu þingmannsins.
Ekki náðist til Kristins H.
Gunnarssonar, en hann er einn
þriggja þingmanna í minnihlutan-
um. Ekki er búist við öðru en nið-
urstaða hans verði friðsöm, þar
sem þingmaðurinn er i nokkuð
erfiðri stöðu sem fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í nefndinni. Krist-
inn mun hafa fundað með öðrum
þingmönnum flokksins. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokks skipa meirihluta
ásamt formanni nefndarinnar,
Friðriki Má Baldurssyni og Krist-
jáni Skarphéðinssyni frá við-
skiptaráðuneytinu.
Jóhann Ársælsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, hefur skilað
niðurstöðum sem virðast ekki lík-
legar til að vekja hrifningu ann-
arra nefndarmanna.
sme@frettabladid.is
4.-— "íir.'.'í'jö-?- 'J'."
.«351________
.--.-..'ý':.' ■■■■zi.. ,
... -J&
-' -z'
LEIFAR STRfÐS Stúlka stendur við skriðdreka sem hersveitir Sovétmanna skildu eftir þegar þær fóru frá Afganlstan. Norðurbandalagið
notast við suma þeirra en meðlimir þess börðust margir gegn innrás Sovétríkjanna á sínum tíma.
Rússland:
Pútín til
í slaginn
moskva. ap. Vladimír Pútín sagði í
ræðu í gær að Rússar myndu auka
stuðning við stjórnarandstöðu í
Afganistan og að þeir væru til-
búnir til að sjá þeim sem berðust
gegn Talibönum fyrir vopnum og
hernaðargögnum. Pútín sagði ein-
nig að Rússar myndu leyfa flug-
vélum hjálparsamtaka að fljúga í
lofthelgi landsins, yrði ráðist á
Afganistan. Forsetinn sagði að
leiðtogar ríkja Mið-Asíu hefði
ekki þvertekið fyrir að leyfa
Bandaríkjamönnum notkun á loft-
helgi sinni í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum.
Pútín hefur ekki tekið jafn
skýrt fram áður hvernig Rússar
hyggist styðja við bakið á Banda-
ríkjamönnum í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum. Hann sagði
að Rússar myndu deila leynileg-
um upplýsingum sem þeir byggju
yfir um hryðjuverkamenn. ■
Fleiri fljúga til Vestmannaeyja:
Hvattir af Eyjamönnum
FÓLK
Stór
bílasýning
SAMGðNGUR „Við höfum fengið
fjölmargar hvatningar frá fyrir-
tækjum, einstaklingum og bæjar-
yfirvöldum í Vestmannaeyjum um
að við hæfum flug þangað á nýjan
leik og ákváðum á endanum að
verða við þeim og bjóða aftur flug
til Eyja“, segir Omar Benedikts-
son framkvæmdastjóri íslands-
flugs um þá ákvörðun flugfélags-
ins að hefja aftur flug til Eyja en
þangað hefur félagið ekki flogið
síðan það átti í harðri samkeppni
við Flugfélag íslands.
Ómar segist gera ráð fyrir að
milli 30.000 og 40.000 farþegar
fari milli lands og Eyja og að það
sé markmið félagsins að ná góðri
sneið af þeirri köku. „Markmiðið
er þó fyrst og fremst að rekstur-
inn standi undir sér. Við munum
því ekki ganga langt í að elta
hvern og einn einasta farþega á
lægstu fargjöldum. Við munum þó
leitast við að gera sem best við
farþega."
Félagið mun fljúga 24 ferðir í
viku og notar til þess 19 sæta
Dornierflugvélar sem eru sams
konar vélar og félagið notaði í
fluginu fyrir nokkrum árum.
Meira á blaðsíðu 8.
ÍÞRÓTTIR
Handknatt-
leikurinn
stendur á
tímamótum
SÍÐA 14
1 PETTA HELST |
Sjúkraliðar lögðu til breytta
launatöflu á fundi með samn-
inganefnd sveitarfélaga. bls. 2
Samgönguráðherra er enn
bjartsýnn á sölu Landssímans
þrátt fyrir litla sölu. bls. 4.
Stáltak óskaði í gær eftir
greiðslustöðvun svo fyrirtæk-
inu gæfist svigrúm til endur-
skipulagningar. bls. 9
Svo getur farið að kosið verði
með rafrænum hætti í næstu
borgarstjórnarkosningum.
bls. 10