Fréttablaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 18
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Ólafur Kjartan Sigurðarson
söngvari við íslensku óperuna
Bókin á náttborðinu hjá mér þessa dagana er
ævísaga Péturs Á. Jónssonar óperusöngvara.
Bókina fékk ég úr dánarbúi móðurforeldra
minna og lít ég á hana sem hluta af skyldulesn-
ingu ungra söngvara í dag!
18
FRÉTTABLAÐÍD
25. september 2001 ÞRIÐJUPACUR
4=
'V
JPV útgáfa:
Rúmlega tuttugu bækur
bækur JPV útgáfa sendir á þessu
ári frá sér fjölbreytt úrval. Þar er
m.a. að finna stórvirki, handbæk-
ur og ævisogur.
Viðamesta verkið er ísland í
aldanna rás 1951-1975. Aðalhöf-
undur hennar er Illugi Jökulsson.
Ljósmyndarar á Islandi 1845-
1945 er um fyrstu öld ljósmynd-
unar hér á landi og er greint frá
öllum ljósmyndurum sem störf-
uðu á Islandi frá upphafi ljós-
myndunar og fram til stríðsloka.
Höfundur er Inga Lára Baldvins-
dóttir.
Einnig kemur út aukin og end-
urskoðuð útgáfa Orðastaðs - orða-
—ute——
Fræðslufundur skógræktarfélaganna:
Fjallaðum skógrækt
í Ölvisholti
skógrækt Skógræktarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu halda opinn
fræðslufund í sal Ferðafélags ís-
lands, Mörkinni 6. Fundurinn er í
umsjón Skógræktarfélags Mos-
fellsbæjar en þetta er jafnframt
fyrsti fræðslufundur haustsins í
fræðslusamstarfi skógræktarfé-
laganna og Búnaðarbanka ís-
lands. Aðalerindi kvöldsins flytur
Eiríkur Benjamínsson læknir og
mun hann fjalla um skógræktina í
Ölvisholti í Rangárvallasýslu. Þar
hóf faðir hans, Benjamín H.J. Ei-
ríksson fyrrv. bankastjóri, um-
fang mikla skógrækt fyrir
nokkrum áratugum. Eftir að hann
lést hefur fjölskyldan haldið skóg-
ræktarstarfinu áfram. Skógrækt-
in var Benjamín mikið hjartans
mál og í endurminningabók sinni,
SKÓGRÆKT
Benjamín HJ. Eiríks-
son, hagfræðingur
og fyrrum banka-
stjóri, hóf umfangs-
mikla skógrækt í
Ölvisholti í Rangár-
vallasýslu fyrir
nokkrum áratugum.
„í stormum sinna tíða“ segir hann
svo frá skógræktarstarfinu í
Ölvisholti. „Ég hef farið þangað
með fjölskyldunni þegar við höf-
um getað, plantað trjám, hlúð að
gróðri, reynt að græða upp landið.
Ræktun gefur lífinu mikið gildi.
Það er ótrúleg lífsreynsla að sjá
fræin breytast í gróður og gróður-
inn dafna. Menn gerast þátttak-
endur í sköpunarverkinu..". Fund-
urinn hefst kl. 20. ■
Til sölu vinnuskúrar
með rafmagni, hita og snyrtingu
Sandharpa og vörubíll (aníík)
Uppl. í síma 893 9957 (Jón)
SJÓVETTLINGAR 320
MITTISJAKKI
SMÍÐAVESTI
VESTISBUXUR
VINNUBUXUR
VINNUSKÓR
3.900
2.600
2.400
1.200
2.900
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
0PIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL10-18
LAUGARD 12-16
bók um íslenska málnotkun eftir
Jón Hilmar Jónsson, sem kom
fyrst út 1994 og var þá tilnefnd til
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna.
Björg - ævisaga Bjargar C.
Þorláksson er eftir Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur prófessor. Fáir
hafa þekkt sögu Bjargar en hér
vinnur Sigríður Dúna úr margvís-
legum heimildum og einkasöfnum
sögu einstakrar konu sem var
brautryðjandi meðal íslenskra
kvenna og lifði mikla umbrota-
tíma.
Gylfi Gröndal sendir frá sér
seinna bindi ævisögu Steins Stein-
ars - Leit að ævi skálds. Fyrra
bindinu lauk árið 1945 en eftir það
fóru í hönd bestu ár skáldsins,
sem Gylfi hefur grafið upp for-
vitnilegar heimildir um.
Konan í köflótta stólnum er
persónuleg reynslusaga um tíu
ára baráttu Þórunnar Stefánsdótt-
ur við þunglyndi en Þórunn skrif-
ar söguna sjálf. ■
ÍSLAND f ALDANNA RÁS
Fyrsta bindi kom út í fyrra og
seldist upp á hálfum mán-
uði. Nú tekur aðalhöfundur
bókanna, lllugi Jökulsson,
árin 1951-1975 fyrir.
ÞRIÐJUDAGURINN
25. SEPTEMBER
TÓNLEIKAR
20.00 Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan
Sigurðarson og Jónas lngimund-
arson endurflytja Gluntana, sæn-
ska stúdentasöngva, í Salnum.
FYRIRLESTRAR
12.05 Sverrir Jakobsson sagnfraeðingur
heldur fyrirlestur í hádegisfunda-
röð Sagnfræðingafélags íslands
sem hann nefnir „Sjálfsmyndir
miðalda og uppruni íslendinga".
Fundurinn fer fram í stóra sal
Norræna hússins og lýkur stund-
vislega kl. 13:00. Fundurinn er op-
inn öllu áhugafólki um sögu og er
aðgangur ókeypis.
20.00 Fyrsta umræðukvöld vetrarins um
lelkhús verður i Borgarleikhúsinu
á þriðju hæð. Dagskráin ber yfir-
skriftina "Draumaleikhúsið
mitt:„ Frummælendur eru Hall-
dóra Friðjónsdóttir blaðamaður
og gagnrýnandi á DV, Vígdís Jak-
obsdóttir leikstjóri og Harpa Arn-
ardóttir leikkona og leikstjóri. Allir
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur ókeypis.
FUNDIR
12.15 Kynningarfundar um verkefnið
Vísthópar, sem tengist umhverfis-
vænni lifnaðarháttum. Þátttakandi
úr visthópi lýsir reynslu sinní.
Fundurinn verður haldinn í hús-
næði Landverndar að Ránargötu
18. Boðið verður upp á vistvænar
veitingar.
20.00, Skógræktarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu efna til opins fræðslu-
fundar í sal Ferðafélags íslands,
Mörkinni 6. Aðalerindi kvöldsins
flytur Eiríkur Benjamínsson
læknir. Fjallar hann um skógrækt-
ina að Ölvisholti í Rangárvalla-
sýslu.
SYNINGAR
Síðastliðinn föstudag opnaði Kristín
Helga Káradóttir, myndlistarnemi í
Listaháskóla íslands, sýningu á
flöskuskúlptúr í Gallerí Nema hvað,
Skólavörðustíg 22c. Sýningin er opin
22,- 27.september frá 14-18.
Handritasýning í Stofnun Árna Magnús-
sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin
er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu-
daga til 15. maí.
Miðbærinn e
i
og sorphaugu
Samstarfshópurinn „Betri borg“ heldur í dag máljr
virðingar.“ Flosi Olafsson mun velta því fyrir sér á
hvort að óvirðing þjóðarinnar endurspeglist í miðt
Reykjavíkur.
ráðstefna „Ég lagði á flótta upp í
sveit, mér leiddist svo ástandið í mið-
bænum,“ segir Flosi Ólafsson sem
hefur búið í tíu ár í Reykholtsdaln-
um, en bjó áður í miðbæ Reykjavík-
ur í áratugi. „Ég er borinn og barn-
fæddur í Kvosinni og hafði alið allan
minn aldur niður við tjörn áður en ég
flutti hingað. Ég mun ræða það hvað
mér þykir vænt um miðbæ Reykja-
víkur."
Flosi er einn framsögumanna á
málþinginu í dag sem haldið er af til-
efni „Degi virðingar." Samstarfshóp-
urinn „Betri borg“ stendur fyrir mál-
þinginu en markmið hópsins er að
bæta menningu og yfirbragð mið-
borgarinnar.
Að mati Flosa hefur ástandið í
miðborginni versnað mjög undanfar-
in ár. „Miðbærinn er eins og sorp-
haugur. Á sunnudagsmorgnum er
Austurstræti alveg hreint viðbjóðs-
legt,“ segir Flosi sem er ekki þeirrar
skoðunar að hægt sé að skella skuld-
inni á borgaryfirvöld. „Þetta er
vegna þess að fólk er illa upp alið,
það er alls kyns skrílmennska og óár-
an ríkjandi, eiturlyf og brennivín.“
Flosi ætlar einnig að velta vöng-
um yfir því á málþinginu hvort að
skýiúng ástandsins sé sú að flestir
sem leggja leið sína í miðbæinn eru
þar aðkomumenn, sem eiga engar
bernskuminningar tengdar kenni-
leitunum þar. „Fólki er andskotans
sama um þessar reitur þarna.
Manni eins og mér sem er
þarna uppalinn er hins veg-
ar ákaflega sárt um mið-
bæinn."
Meðal annarra
framsögumanna á
málþinginu eru Guð-
mundur Andri Thors-
son, rithöfundur, sem
flytur framsögu und-
ir heitinu, „Hvað er
virðing“. Jóna Hrönn
Bolladóttir, mið-
borgarprestur, mun
ræða um mannskilning
okkar og Sigrún Þor-
steinsdóttir, grunnskóla-
nemi, mun varpa fram
spurningunni hvort ekki eigi
að sýna unglingum virðingu.
I samstarfhópnum „Betri
borg“ eru fulltrúar frá Félags-
þjónustunni í Reykjavík, Foreldra-
húsinuA'ímulausriÆsku, Hinu hús-
inu, fþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur, Lögreglustjóraemb-
ættinu, Miðbæjarstarfi KFUM og
K, Rauðakrosshúsinu, Samhjálp
og URKÍ og vilja samtökin vekja
athygli á því að við vöndum
framkomu okkar við hvort ann-
að.
sigridur@frettabladid.is
MYNDLIST
í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir
sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf
víkinganna í York . Um er að ræða
tvær sýningar, annars vegar endurgerð á
götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn-
ingu þar sem má sjá beinagrind og
hauskúpur víkinga sem féllu í bardög-
um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá
13 til 17 og standa til 1. október.
ingu áverkum sínum í galierí i8. Sýning-
in stendur til 27. október. Opið þriðju-
daga til laugardaga frá kl. 13 -17.
Jón Valgard Jörgensen opnaði á laugar-
dag sína fimmtu myndlistarsýningu í Fé-
lagsstarfi Gerðubergs. Sýndar eru lands-
lagsmyndir, fantasíur, portrait teikningar
og dýramyndir. Sýningin stendur til 9.
nóvember. Opnunartimar sýningarinnar:
mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl.
13-16.
Sýning á verkum Gísla Sigurðssonar
stendur yfir i Listasafni Kópavogs. Yfir-
skrift sýningarinnar er RÆTUR. Sýningin
er opin daglega nema mánudaga milli
11- 17.
Á ferð um landið með Toyota er yfir-
skrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbur
áhugamanna. Sýningin er í salarkynnum
nýrra bila Toyota við Nýbýlaveg í Kópa-
vogi. Ljósmyndir á sýningunni voru tekn-
ar á ferð klúbbsins um Suðurlandshá-
lendið, I Þjórsárdal, Veiðivötnum, Dóma-
dal, Landmannalaugum, Fjallabaksleið
og víðar. Sýningín er opin á opnunar-
tíma söludeildar Toyota.
Linda Oddsdóttir opnaði í gær sína
fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hliða-
smára 15. Á sýningunni eru eingöngu
olíumálverk sem unnin eru á þessu ári.
Myndefnið er aðallega sótt í náttúru
landsíns. Opnunartímar virka daga frá
10 til 23 og um helgar frá 12 til 18. Sýn-
ingín stendur til 19 október.
Sýning á verkum Hjörleifs Sigurðsson-
ar listmálara stendur yfír í Listasafni
Kópavogs. Sýndar eru vatnslitamyndir
sem hvíld að mestu leyti á sérkennum
japönsku pappírsarkanna. Sýningin er
opin daglega nema mánudaga milli 11-
17.
Kristjáns Davíðsson hefur opnað sýn-
Kristján Guðmundsson hefur opnað
einkasýningu í Listasafni Reykjavikur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10 -
17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19.
Fræðsluvísir:
Yfirlit yfir fræðslustarf
, fi
; . -
iV
ræðslu
menntamál Út er kominn Fræðslu-
vísir sem er kynningarhefti um
safnaheimsóknir og vettvangs-
ferðir sem standa grunnskóla-
nemum til boða í vetur. Fræðslu-
vísinum er dreift til grunnskóla-
kennara í Reykjavík og gefur
þeim yfirlit yfir framboð á
fræðslustarfi 21 aðila, safna og
ýmissa annarra.
Þetta er þriðja árið sem gefinn
er út kynningarbæklingur sem
þessi og standa fræðsludeildir Ár-
bæjarsafns - Minjasafns Reykja-
víkur og Listasafns Reykjavíkur
að útgáfunni. ■
SafMheímuiink j
Vtttvaagiferðir |
HANDHÆGT YFIRLIT
i Fræðsluvísi er greinargott yfirlit yfir þá
fræðslu sem grunnskólanemendum í
Reykjavík stendur til boða á vegum ýmissa
stofnana.