Fréttablaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUPACUR 25. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Verðbréf: Dow Jones hækkar Yfirlýsing frá bin Laden: Hvetur Pakistana til andspyrnu STUÐNINGSMENN BIN LADENS Herskáir múslimar í Pakistan halda á myndum af Osama bin Laden og skæruliða með sprengjuvörpu. „Ameríka - við erum að koma" stendur á myndinni af skæruliðanum. dubaí. ap Osama bin Laden, sem bandarísk stjórnvöld hafa grunað- an um að hafa staðið að baki hryðjuverkunum þann 11. septem- ber, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti alla múslima í Pakistan til þess að koma með öll- um ráðum í veg fyrir að bandarísk- ir hermenn réðust inn í Pakistan og Afganistan „undir forystu kross- farans mikla Bush og fána kross- ins._“ í Pakistan hafa mótmælafundir verið haldnir nánast daglega und- anfarið í borgunum Karachi, Pes- hawar og Quetta, en múslimar þar álíta margir hverjir bin Laden vera hetju. Frá því hryðjuverkin í New York og Washington voru framin hefur bin Laden tvisvar sinnum neitað aðild að þeim, en minntist ekkert á ásakanirnar í þessari síð- ustu yfirlýsingu. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir þess hins vegar skammt að bíða að gögn sem sanni aðild bin Ladens að hryðju- verkunum verði gerð opinber. Leiðtogar Talibana í Afganistan sögðust á sunnudaginn hafa leitað hans en svo virtist sem hann sé far- inn úr landi. í gær hins vegar sagði Mohammad Omar, leiðtogi tali- bana, að Bandaríkin ættu að hafa sig á brott frá Sádi-Arabíu og brey- ta stefnu sinni gagnvart fsrael ef þeir vilja forðast að lenda í blóðug- um átökum við herskáa múslima. ■ new york. ap Dow Jones vísitalan hækkaði um 360 stig í gær, eða um 4,5%. Ekki er talið öruggt að mark- aðir hækki áfram á næstu dögum enda markaðir enn viðkvæmir vegna árásar hryðjuverkamanna á Bandaríkin fyrir tveimur vikum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 5,3%. Helstu skýringar hækkunarin- nar er talin að fjárfestar afréðu að fjárfesta á meðan hlutabréf eru á lágu verði.Verð þeirra sveiflast væntanlega á næstu vikum en fjár- festar velta nú vöngum yfir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka á meðan pólitískt ástand er enn ótryggt. ■ Andlát Samstöðu í Póllandi: varsjá. ap Lýðræðislega vinstri- bandalagið vann yfirburðasigur í kosningunum í Póllandi um helg- ina, en virðist þó ekki ætla að ná hreinum meirihluta á þingi eins og skoðanakannanir höfðu spáð. End- anlegar niðurstöður kosninganna verða ekki gerðar opinberar fyrr en á miðvikudag, en vandaðar út- gönguspár sýndu að bandalagið hljóti að öllum líkindum 41-42 pró- sent atkvæða, sem tryggja honum 219 þingsæti af 460. Tólf þingsæti vantar því upp á að flokkurinn verði með hreinan meirihluta. Næsti forsætisráðherra lands- ins verður því Leszek Miller, en hann hafði gert sér vonir um að þurfa ekki að leita eftir samstarfi við annan flokk. Það gæti kostað „erfiðar samningaviðræður, tíma- sóun, kannski heiftarlegar deilur,“ sagði Miller. Kosningar í Póllandi um helg- ina urðu mjög sögulegar, ekki síst fyrir þá sök að Samstaða, sá frægi flokkur sem Lech Walesa stýrði í eina tíð og á rætur að rekja til bar- áttu hugdjarfra verkalýðsfröm- uða gegn alræði Kommúnista- flokksins, náði ekki einum einasta manni inn á þing. Fall Samstöðu er hátt, því flokkurinn sigraði í síð- ustu kosningum og hefur farið með stjórnartaumana í landinu síðan. „Þetta er mikið áfall fyrir okk- ur,“ segir Jerzy Buzek, fráfarandi forsætisráðherra, en miklu at- vinnuleysi og sífelldum hneykslis- málum er kennt um hvernig fór. Ekki hefur gífurlegur fjárlaga- halli bætt úr skák. Fall Samstöðu kom þó fáum á óvart. Verkalýðsfélagið, sem upp- haflega myndaði kjarnann í flokknum, sagði skilið við stjórn- NÆSTI FORSÆTISRÁÐHERRA PÓLLANDS Leszek Miller, leiðtogi Lýðræðislega vinstribandalagsins, hlakkar ekkert alltof mikið til þess að standa í samningaviðræðum við aðra flok- ka um stjórnarsamstarf. málin fyrr á árinu og frammá- menn í flokknum hafa hver á fæt- ur öðrum verið að yfirgefa skipið og mynda nýja flokka. Borgaralegur vettvangur, sem er frjálslyndur flokkur fékk um 13 prósent atkvæða. Hægriflokk- urinn Lög og réttlæti virðist ætla að hljóta um 10 prósent. Pólski bændaflokkurinn hlaut um 8,7 prósent atkvæða. Einungis 47 prósent kosninga- bærra manna sá ástæðu til að mæta á kjörstað á sunnudaginn. Til marks um áhugaleysi pólskra kjósenda á hefðbundnum stjórn- málum er að tveir umdeildir smá- flokkar komust inn á þing. Þetta eru Sjálfsvörn, sem er flokkur bænda sem eru mikið á móti aðild- inni að Evrópusambandinu, og Bandalag pólskra fjölskyldna, sem er flokkur kaþólskra íhalds- raanna. ■ Stjómarskipti eftir sögulegar kosningar RÆÐUR FRAMTIÐARUPPBYGGINqq Það styttist í að samvinnunefnd sveitár- félaga um sameiginlegt svæðaskipulag'á höfuðborgarsvæðinu skili af sérJ b Svæðaskipulag: Lokatillögur að smella saman hófuðborgarsvæðið Vonir standa til að samvinnunefnd átta sveitar- félaga um sameiginlegt svæða- skipulag á höfuðborgarsvæðinu skili af sér í byrjun næsta mánað- ar. Á fundi nefndarinnar fyrir skömmu var samþykkt að standa fyrir opnu húsi í Ráðhúsinu 9. október n.k. þar sem fram fer loka- kynning á tillögum nefndarinnar um skipulag svæðisins sem nær frá Hvalfjarðarbotni að Straumi í Hafnarfirði. Þessi vinna er búin að standa yfir í tvö og hálft ár og er áætlaður kostnaður um 200 millj- ónir króna. í framhaldi af þessari lokakynningu hefst síðan lögform- legt kynningarferli ef að líkum lætur. Sigurður Einarsson arkitekt og fulltrúi í samvinnunefndinni segir að það hafi orðið alveg ótrúleg hugarfarsbreyting meðal sveitar- stjórnarmanna á svæðinu í kring- um þessa vinnu nefndarinnar. Sem dæmi nefnir hann að sameining slökkviliða og strætó á svæðinu megi að hluta til rekja til áhrifa af starfi nefndarinnar meðal sveitar- stjórnarmanna á svæðinu. ■ Stáltak: Oskar eftir greiðslustöðvun rekstur Stjórnendur Stáltaks lögðu í gær fram beiðni um að fyrirtækið væri sett í greiðslu- stöðvun svo því gæfist svigrúm til að endurskipuleggja fjárhag þess. Undanfarna mánuði hafa stjórnendur leitað leiða við að tryggja rekstur félagsins og segja að þrátt fyrir að árangur hafi náðst þurfi fyrirtækið á nokkru svigrúmi að halda. Ólafur Hilmar Sverrisson framkvæmdastjóri sagði að margir samvísandi þættir lægju að baki erfiðri stöðu fyrirtækis- ins. Samdráttur hefur verið í verkefnum fyrirtækisins nánast frá byrjun. Að auki hafa verkefni sem fyrirtækið hefur unnið kom- ið illa út og lítið eða ekkert verið upp úr sumum þeirra að hafa. Þá var sjómannaverkfallið í sumar ekki til þess að gera stöðuna auð- veldari. Tvö ár eru frá því Stáltak varð til við samruna Slippstöðvarinn- ar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík og varð Stáltak þá stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði. Þegar mest var STÁLTAK Stáltak lagði ( gær fram greiðslustöðvunar- beiðni, tveimur árum eftir að það var stofnað við samruna Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar, störfuðu um 260 manns hjá fyrir- tækinu en þeir eru nú 180 talsins. Fækkunina má að hluta rekja til þess að gripið hefur verið til upp- sagna en einnig munu menn hafa leitað í önnur störf og ekki verið ráðið í staðinn. ■ George W. Bush: Ætlar að stöðva fjár- streymi til bin Laden WASHI NGTQN.AP Ge- orge W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að stöðva alla reikninga og eignir Osama bin Laden og annarra kunnra hryðju- verkamanna í Bandaríkjunum. Þannig vill forset- inn þjarma að hryðjuverka- mönnum og gera starfsemi þeirra á endanum óvirka. undanfarið rætt við BUSH George W. Bush, Bandarikjaforseti, hefur haft I mörg horn að líta undanfarið. Bush hefur ýmsa þjóðar- leiðtoga og leit- að eftir stuðn- ingi þeirra í bar- áttunni gegn hryðjuverka- starfsemi. Hitti hann m.a. Vla- dimir Putin, for- seta Rússlands í þriðja sinn á skömmum tíma um helgina auk þess sem fyrir- hugaður er fundur með Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, í dag. q

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.