Fréttablaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
25. september 2001 ÞRIÐJUPACUR
LÖGREGLUFRÉTTIR J
Sveitarstjómarkosningar:
Lögreglunni í Reykjavík barst
tilkynning um stúlku sem
hafði hrasað og rotast á Stuð-
mannadansleik í austurborginni.
Meiðsl stúlkunnar eru talin
minniháttar en hún var flutt með
sjúkrabifreið á slysadeild.
—♦—
Áhugi hjá Reykjavíkurborg
á rafrænni kosningu
Maður var sleginn í höfuðið
með flösku á veitingahúsi við
Laugaveg. Maðurinn var fluttur á
slysadeild af lögreglu en hann var
með áverka á höfði. Um sama
leyti var óskað eftir aðstoð lög-
reglu á veitingahús í miðborginni
vegna manns sem var illa skorinn
í andliti. Hafði maðurinn verið
laminn í andlitið með flösku og
þurfti að flytja hann á slysadeild
með sjúkrabifreið. Maðurinn var
illa skorinn á vinstri vanga.
ráðhúsið Svo getur farið að kosið
verði rafrænt í borginni í sveitar-
stjórnarkosningunum næsta vor. í
það minnsta hafa embættismenn
borgarinnar verið að athuga þenn-
an möguleika að sögn Gunnars
Eydals skrifstofustjóra borgar-
stjórnar. Hann segir að til þess að
hægt verði að kjósa rafrænt verði
að koma heimild til þess i kosninga-
lögum til sveitarstjórna og er það
til skoðunar í dómsmálaráðuneyt-
inu. Verði það niðurstaðan mun það
koma í hlut félagsmálaráðuneytis-
ins að leggja fram frumvarp til
RÁÐHÚS
REYKJAVÍKUR
Gunnar Eydal, skrif-
stofustjóri borgar-
stjórnar, segir enga
ákvörðun liggja fyrir
en þessi möguleiki
sé til er skoðunar.
lagabreytinga á komandi þingi.
Gunnar segir að ef það verður
gert komi þrír möguleikar til
greina af hálfu borgarinnar. Fyrir
það fyrsta að hafa fyrirkomulag
kosninga með hefðbundnum hætti
og í öðru lagi að vera með rafræna
kjörskrá þannig að kjósendur eru
ekki bundnir fyrirfram við ein-
hvern ákveðinn kjörstað. Þriðji
möguleikinn er svo að kjósa alfarið
rafrænt eins og gert var í kosning-
unni um flugvöllinn. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
Tveir menn voru handteknir á
veitingastað með stolið debet-
kort. Höfðu þeir drukkið af barn-
um út á umrætt kort. Er lögregl-
an kom á vettvang hindruðu þeir
félagar lögreglumenn við störf
sín. Þeir voru handteknir bg flutt-
ir á lögreglustöð.
-—♦—
Maður á Vopnafirði, grunaður
um ölvun, missti vald á bif-
reið sinni og hafnaði á nærliggj-
andi húsi. Að sögn lögreglunnar á
Vopnafirði eyðilagði „stúturinn"
bifreiðina. Maðurinn var að koma
af dansleik með þátttastjórnend-
um Hausverks um helgar, sem
sýndur er á Sýn, og taldi viðmæl-
andi Fréttablaðsins ökumanninn
örugglega hafa fundið fyrir haus-
verknum.
Of lítið er gert úr vandanum
Ingibjörg Hafstað hefur áhyggjur af gengi tvítyngdra nemenda í framhaldsskólum. Hún leggur áherslu á að tvítyngdir nem-
endur, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir, hafi góð skilyrði til máltöku. Málefni þessara nemenda þarf að taka alvarlega.
STARFAR AÐ MÁLEFNUM NÝBÚA
Ingibjörg Hafstað er rússneskufræðingur að mennt. Hún var stundakennari við Hl' og
framkvæmdastjóri Kvennalistans þegar hún var beðin að kenna nokkrum rússneskum
börnum í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík. Síðan er hún ekki söm að eigin sögn.
nýbúar Vitað er að margir tví-
tyngdir nemendur eiga erfitt upp-
dráttar í framhaldsskólum. Mörg-
um unglingum af erlendum upp-
runa hefur vegnað vel í framhalds-
skólanámi. Gengi nemenda sem
þurfa stuðning í íslensku hefur
hins vegar verið rysjótt og vitað er
að brottfall þeirra úr framhalds-
skólum er mikið, þótt sérstök
skráning tvítyngdra nemenda í
framhaldsskólum sé nýhafin.
Ingibjörg Hafstað stofnaði um
síðustu áramót fyrirtækið Fjöl-
menningu ehf. sem starfar að þjón-
ustu við nýbúa. Ingibjörg hefur
starfað að námsmálum nýbúa síðan
1988, fyrst sem kennari, svo í
menntamálaráðuneytinu og á
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Ingibjörg segir að skipta megi í
þrennt þeim hópi nemenda sem á
erfitt með að fóta sig í framhalds-
skólum vegna tungumálaörðug-
leika.
í fyrsta lagi eru nemendur af ís-
lenskum uppruna sem dvalið hafa
lengi erlendis. Þennan hóp vantar
íslenskan skólaorðaforða þrátt fyr-
ir að hafa stundað framhaldsskóla-
nám erlendis. „Það er ekki tekið
nógu mikið mark á þessum vanda
vegna þess að fólki finnst þessir
krakkar alveg kunna íslensku,“
segjr Ingibjörg.
í öðru lagi eru nemendur af er-
lendum uppruna sem eru fæddir
hér á landi en hafa takmarkaðan
bakgrunn í móðurmáli sínu vegna
þess að þeir heyra það kannski ein-
göngu frá móður á heimili. Þessa
nemendur vantar málfarslegan
grunn til að takast á við nám. „Það
má segja að þetta sé fötlun," segir
Ingibjörg af því að þessi hópur hef-
ur ekki grunn í neinu tungumáli til
að byggja á.
I þriðja lagi eru nemendur sem
flytjast til landsins á viðkvæmu
skeiði í málþroskanum. Þessi hóp-
ur er með grunn í móðurmáli sínu.
„Þau eru mjög fljót að læra virkan
orðaforða jafnaldra sinna en hafa
ekki óvirkan orðaforða íslenskra
jafnaldra þótt hann sé fyrir hendi á
móðurmáli þeirra." Þessir nemend-
ur þurfa mikla aðstoð í viðhaldi
móðurmálsins samhliða því að þeir
tileinka sér óvirkan orðaforða jafn-
aldra sinna, annars geta þeir misst
sinn eigin óvirka orðaforða án þess
að hafa tileinkað sér þann íslenska.
Ljóst er að í heimi þar sem
flutningur fólks á milli landa er
mikill er verkefni skólakerfisins
við að koma til móts við tvítyngda
nemendur stórt.
steinunn@frettabladid.is
EIGNAKAUP FASTEIGNASALA - S: 520-6600
nakaup
Jakob Jakobsson sölumaöur.
Kristinn Kristinsson sölumaöur.
Sigurberg Guöjónsson hdl lögg. fasteigna-
og skipasali.
Reykjavíkurvegi 62
220 Hafnarfiröi
Fax: 520-6601
www.eignakaup.is
eignakaup@eignakaup.is
Opiö 9-17 alla virka daga.
EINBYLI
Vatnsleysuströnd
Vorum aö fá í einkasölu
þessa skemmtilegu eign í
friösælu nágrenni
Reykjavíkur. Falleg staöset-
ning og glæsilegt útsýni yfir
sjóinn ofl, tjörn er á lóöinni.
Eigninni fylgja lönd og fjörur.
Þetta er eign sem býöur
uppá ýmsa möguleika.
Verö tilboö.
FJOLBYLI
Sléttahraun
Vorum aö fá i sölu bjarta
og snyrtilega 88,5 fm íbúö
á góöum staö í Hafnarfiröi.
Nýbúiö er aö standsetja
húsiö allt aö utan. Góö
eign.
Verö 9,4 millj
2-3JA HERBERGJA
Vesturbær Rvk
Vorum að fá í einkasölu 70
fm ósamþykkta íbúö á
besta staö í vesturbæ
Reykjavíkur. íbúöin er meö
sérinngangi en þarfnast
aöhlynningar. íbúöin er
ósamþykkt en mögulegt er
aö fá hana samþykkta.
Áhvílandi ca 4,0 millj
Ásett verö 8,4 millj
3JA HERBERGJA
Siglufjörður
Höfum til sölu 3 herbergja
80 fm íbúö á neöri hæð
hússins viö Háveg á
Siglufirði. Um er aö ræöa
smekklega innréttaöa íbúö
meö parketi og flísum á gól-
fum. Þetta er fín eign til aö
bregða sér í á sumrin.
Verö 3,5 millj
ATVINNUHÚSNÆÐI
Arnarbakki Rvk
Vorum aö fá 450 fm hús-
næöi aö Arnabakka í
Reykjavík. Hér er húsnæði
sem hentar vel sem td.
líkamsræktarstöö.
Áhvílandi 11 millj. Ásett
verö er.22,0 millj
Gjótuhraun Hfj
Vorum aö fá nýtt 580 fm
atvinnuhúsnæði á besta
staö í Hafnarfirði. Þetta er
húsnæöi sem hentar vel
undir heildsölu eöa smáið-
nað af ýmsum toga.
Seljandi tekur VN sem
greiöslu kaupverðs.
Ahvílandi 46,5 millj en
ásett verö er 58,0 millj.
Tryggvabraut Akureyri
Til sölu er 335 fm atvinnu-
húsnæöi innréttaö sem
líkamsræktarstöö.
Húsnæöiö skiptist í tvo
sali, gufuböö, búningsklefa,
móttöku, flísar og parket
ofl. Þetta er eign meö
mikla möguleika. Athuga
skipti. Kaupandi skoðar VN
sem hluta greiöslu
kaupverös.
Áhvílandi 12 millj. ásett
verö er 19 millj
I SMIÐUM
Vogar Vatnsleysu
Vorum aö fá þessi fallegu
137 fm parhús. Gott útsýni
og stutt í skóla.Húsin ski-
last fullbúin aö utan meö
fullfrágenginni lóð en
fokheld aö innan.
Verö 8,9 millj.
OSKALISTINN
Erum með kaupanda að sérbýli á Álftanesi
Vantar raðhús í Norðurbæ fyrir ákveðinn kaupanda
Erum með kaupanda að raðhúsi við Hraunbrún í Hafnarfirði
Báru vantar 70-80 fm íbúð í Seljahverfi eða Bökkum í
Reykjavík
Jónu vantar 4 herbergja íbúð á 10 millj ekki blokk
Bryndísi vantar sérbýli, par eða einbýlishús
Eirík vantar 2 herb ekki dýrari en 7 milljónir
Einar vantar 2-3 herbergja íbúð í Hafnarfirði
Jón vantar 3 herb í eldra húsi helst í gamla bænum
VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGIMA Á SKRÁ - HJÁ OKKUR FÆRÐU AVALLT BESTU KJÖRIN