Fréttablaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
25. september 2001 PRIDJUDACUR
HRAÐSOÐIÐ
EGGERT MAGNÚSSON
formaður KSÍ
Spila með
hjartanu
HVERNIG finnst þér íslandsmótið
að þessu sinni hafa verið?
„Mér finnst Símadeildin hafa verið
mjög skemmtileg og spennandi frá
fyrstu umferð til þeirrar síðustu.
Það réðust ekki úrslit á toppi né
botni fyrr en í síðustu umferð og
þannig á það að vera. Það hafa aldrei
verið fleiri áhorfendur og það hlýtur
að segja að við erum á réttri leið í
fótboltanum."
HEFUR
fótboltinn verið að breytast
á síðustu árum?
„Já. Til dæmis hefur umfjöllun um
fótbolta breyst. Hún er miklu meiri
og það er miklu meira sýnt af fót-
bolta í íslensku sjónvarpi. Fótboltinn
er auðvitað langstærsta íþrótta-
greinin og ég tel þetta því mjög já-
kvætt.“
HVERT er helsta einkenni islenska
fótboltans um þessar mundir?
„Helsta einkenni íslensks fótbolta í
mínum huga hefur alltaf verið að
menn æfa mikið í langan tíma fyrir
stutt keppnistímabil. Menn eru að
æfa í ellefu mánuði en spila í aðeins
fjóra eða fimm mánuði í íslandsmót-
inu sjálfu. Aðstæður hafa oft verið
erfiðar og eru það enn. Það þýðir að
í íslenskum fótbolta spila menn með
hjartanu. Þeir eru líkamlega sterkir
en oft hefur kannski vantað knatt-
tæknina en það hefur verið að breyt-
ast líka.“
HVERNIG er hægt að styrkja betur
afkomugrundvöll fótboltans?
„Ég held að afkomugrundvöllurinn
sé dálítið háður afkomunni í þjóðfé-
laginu almennt á hverjum tíma.
Núna hefur verið smá bakslag í
efnahagslífinu og það kemur niður á
fótboltanum. Það er erfiðara að
sækja pening út í atvinnulífið og
mér finnst menn víða á sama tíma
hafa verið að gíra sig niður. íslands-
meistararnir sjálfir í Símadeildinni
tóku nú aldeilis til í sínum herbúðum
fyrir þetta tímabil og það virðist
ekki hafa gert þeim annað en gott.
Vestmannaeyingar sem urðu nú í
öðru sæti gíruðu sig mjög mikið nið-
ur líka. Menn verða náttúrlega að
læra að haga seglum eftir vindi. Það
þarf fyrst að hyggja að því hvaða
tekjur menn hafa og síðan að eyða í
samræmi við það. Það er hin ein-
falda hagfræði."
Eggert Magnússon er 54 ára og er formað-
ur Knattspyrnusambands fslands.
Fyrrverandi konungur Afgana:
Býður fram aðstoð sína
róm. ap. Mohammad Zahir Shah,
fyrrverandi konungur Afganistan,
á sér þann draum að Afganir muni
falast eftir aðstoð hans við að setja
á laggirnar friðsamlega stjórn í
landinu. Zahir býr í útjaðri Róma-
borgar og lætur Iítið fyrir sér fara.
Hann ver dögunum 1 garði sínum,
les franskar bækur og fer í göngut-
úra.
Eftir nýjustu þróun heimsmála
þá hafa andstæðingar Talibana bor-
ið víurnar í Zahir en konunglegir
ráðgjafar segja að Zahir láti sér
ekki dreyma um að taka við krún-
unni á nýjan leik. Ástæða þess gæti
reyndar verið sú að Zahir óttist um
líf sitt. Fjölmargir ættingjar hans
hafa fallið fyrir morðingjahendi í
Pakistan í gegnum tíðina og gerð
var atlaga að Zahir á heimili hans
fyrir nokkrum árum.
Zahir er menntaður í Frakklandi
og margir heittrúarmenn urðu and-
snúnir honum vegna þeirra umbóta
í frjálsræðisátt sem hann stóð fyrir
í stjórnartíð sinni. Stjórnarskrá
Afganistan frá árinu 1964 tryggði
konum til að mynda réttindi til
náms og vinnu. Talibanar afnámu
þau er þeir komust til valda árið
1996.
Zahir tók við krúnunni í
Afganistan 19 ára gamall þegar fað-
ir hans var myrtur árið 1933.
Frændur hans stýrðu landinu fyrir
hann næstu 20 árin og einn þeirra
Mohammad Daoud var lengi við
stjórnvölinn. Zahir öðlaðist ekki
raunveruleg völd fyrr en hann bol-
aði Daoud frá völdum árið 1963,
Áratug síðar hefndi Daoud harma
sinna og steypti Zahir af stóli þegar
Zahir var í fríi á Ítalíu þar sem
hann hefur dvalið æ síðan. ■
MOHAMMAD ZAHIR SHAH
Pó að Zahir þætti ekki vera atkvæðamikill I
stjórnartíð sinni þá minnast margir Afganir
hans með velvild enda ekki verið friðsam-
legt I landinu síðan á dögum hans.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hreinn Lofts-
son, formað-
ur einkavæðing-
arnefndar, er
hvorki efstur á
vinsældalista
samgönguráðu-
neytisins né ís-
landssíma um
þessar mundir. Hreinn lét þau
orð falla í Kastljósinu í síðustu
viku að sölu Símans hafi verið
frestað sl. vor af tillitssemi við
Íslandssíma hf.
Össur Skarphéð-
insson, formaður
Samfylkingarinn-
ar, greip ummæl-
in á lofti og hefur
notað þau sem
barefli á Sturlu
Böðvarsson, sam-
gönguráðherra,
og Sjálfstæðis-
Hokkinn yfirleitt.
Össur segir að
hollvinabandalag
Sjálfstæðisflokksins hafi lagt á
ráðin og hyglt vinum sínum í ís-
landssíma með þeim hugsanlegu
afleiðingum að minna fáist fyrir
Símann fyrir vikið.
Innan samgönguráðuneytisins
mun sjóða á mönnum vegna
ummæla Hreins sem hafa komið
Sturlu í erfiða stöðu en hann hef-
ur litlum vörnum komið við
vegna málsins. Forystumenn ís-
landssíma eru sömuleiðis óhress-
ir með að athyglin skuli beinast
með þessum hætti að fyrirtækinu
vegna niðurstöðunnar í einka-
væðingu Símans.
Hrein Loftsson ber einnig á
góma í viðtali Ásgeirs Frið-
geirssonar, Pressunni, við Guð-
mund Franklín
Jónsson, fjár-
málamann í New
York, um einka-
væðingu á ís-
landi. Guðmund-
ur Franklín veltir
m.a. vöngum yfir
hlutverki einka-
væðingarnefndar og segir óhepp-
legt að Hreinn „sé þegar mikil-
virkur á hlutabréfamarkaðinum
og sé fyrir hádegi að selja bréf
ríkisins en eftir hádegi að sinna
persónulegum viðskiptum á
marlcaði." Hreinn er stjórnarfor-
maður Baugs hf. og bendir Ás-
geir á að í sömu viku og útboð
Landssímans stóð yfir birtust
fréttir af viðskiptum hans með
hlutabréf í tryggingafélagi. ,,“Er
það siðferðilega rétt að hann
geysist á sama tíma um víðan
völl og kaupi hlutabréf hér og
þar. Slíkt yrði a.m.k. ekki talið
eðlilegt hér í Bandaríkjunum.
Hann er á hálum ís.“ segir Guð-
mundur," í viðtalinu við Ásgeir.
Myndlistasýningin “Ferða-
fuða“ var opnuð í Slunkaríki
á ísafirði sl. laugardag. Sýnendur
eru svo margir að þeir kæmust
ekki fyrir í sýningarsalnum, seg-
ir á fréttavef Bæjarins besta.
Blaðamaður telur og heppilegt að
verkin sem eru til sýningar eru
öll í smærri kantinum, enda varla
Myndsímar
eru framtíðin
Túlkar og tölvur eru að breyta samskiptamöguleikum heyrnarlausra.
I vikunni er fyrirlestraröð í tilefni tíu ára afmælis Samskiptamiðstöð-
var heyrnarlausra og heyrnarskertra í hátíðarsal Sjómannaskólans.
NÝIR MÖGULEIKAR
Trausti Jóhannesson flytur fyrirlesturínn Að vera heyrnarlaus í íslensku samfélagi.
Hann segir samskiptaörðugleika fyrri ára hafa verið mikla en með tilkomu túlka og
tölva hafa samskiptin tekið stakkaskiptum.
fyrirlestraröð Fyrirlestraröðin
hefst í dag og henni lýkur á
föstudag. Hún fer fram í hátíðar-
sal Sjómannaskólans og hefjast
fyrirlestrarnir kl. 15.30 daglega.
Efni þeirra snertir starfssvið
stofnunarinnar á ýmsa vegu, er
t.d. um táknmálstúlkun og tví-
tyngi heyrnarlausra.
Á föstudaginn flytur Trausti
Jóhannesson fyrirlesturinn Að
vera heyrnarlaus í íslensku sam-
félagi. Trausti er 37 ára kerfis-
fræðingur, sem hefur verið
heyrnarlaus frá fæðingu. Hann
lítur á táknmál sem móðurmál
sitt.
„Ég ætla að tala um uppvaxt-
arárin og samskiptaerfiðleikana
sem einkenndu þau,“ segir
Trausti um fyrirlesturinn. „í
langan tíma þurftu öll mín sam-
skipti við umheiminn að fara í
gegnum fjölskylduna."
Trausti byrjaði í rafvirkjun í
Iðnskólanum í Reykjavík 18 ára.
Námið gekk vel vegna þess að
kennararnir gátu líka kennt hon-
um einsömlum utan kennslu-
stundar. Þegar það gekk ekki
lengur þurfti Trausti að hætta í
rafvirkjun.
„Það er ekki fyrr en nokkrum
árum seinna að ég komst í sam-
band við tvo túlka, nýlega
menntaða í Danmörku. Vegna
þeirra gat ég farið á tölvubraut í
Iðnskólanum og var allt í einu í
sömu stöðu og aðrir nemendur.
Þó dönsk tákn læddust inn á milli
í samræður okkar og við þurft-
um að semja fjölmörg tölvu-
tengd nýyrði var munurinn ótrú-
legur.“
Með tilkomu túlkanna standa
heyrnarlausir nemendur á fram-
haldsskólastigi jafnvígir öðrum
nemendum. Nú eru 15 túlkar
starfandi en árið 1997 útskrifað-
ist fyrsti árgangurinn úr tákn-
málsfræði i Háskóla íslands.
Túlkarnir anna ekki eftirspurn. í
dag eru 13 í námi.
Trausti er netstjóri Sam-
skiptamiðstöðvar heyrnarlausra
og heyrnarskertra, auk þess að
sjá um myndbandagerð fyrir
stofnunina. Hann vottar það að
tölvubyltingin hefur haft mikil
áhrif á líf heyrnarlausra. Smá-
skilaboð GSM-símana, MSN
hraðskilaboð á Netinu og önnur
textaskilaboð eru mikil þægindi.
„Draumurinn er að í framtíð-
inni verði myndsímar á öllum
heimilum heyrnarlausra. Þeir
tengjast í gegnum miðstöð, þar
sem túlkur þýðir samtalið. Þá
geta heyrnarlausir haft sam-
skipti úr mismunandi bæjar-
hlutum. Hér eru tengingarnar
til staðar en aðeins þrír mynd-
símar til. Þeir eru algengir í Sví-
þjóð og Finnlandi og þar eru ein-
nig túlkar. Þetta eru fremstu
þjóðirnar á þessu sviði. En hér
eru aðeins 200 manns heyrnar-
lausir, sem gerir það að verkum
að ný tækni sem þessi breiðist
hratt út.“
halldor@frettabladid.is
pláss til annars. Brugðið var á
það ráð vegna þrengslanna að
koma veitingaborði fyrir ut-
andyra, enda var víst veður gott
fyrir vestan um helgina. Það
hafði þann góða kost í för með
sér að gestir gátu gengið um með
glös í hendi án þess að eiga á
hættu að rekast á aðra sýningar-
gesti í þrengslunum.
Einn fremsti trommuleikari í
rokksögu íslands, Gunnar
Jökull Hákonarson, lést sl. laug-
ardag. Gunnar Jökull var þekktur
fyrir trommuleik sinn í hljóm-
sveitunum Trúbrot og Náttúru.
Sú fyrrnefnda gaf meðal annars
út plötuna Lifun sem er mikið
meistarastykki í tónlistarsögu ís-
lands. Hróður Gunnars Jökuls
barst víða á þessum tíma og mun
honum hafa verið boðin trommu-
leikarastaða í hljómsveitinni Yes.
Gunnar Jökull átti við veikindi að
stríða sem drógu hann til dauða.
„Þetta er afi -
hann hefur
lifað tímana
tvenna - ef
ekki þrenna."