Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 27. september 2001 FIMIVITUPACUR VIUA VEIÐI- LEYFAGJALD Drjúgur meirihluti er sammála því að leggja veiðileyfagjald upp á einn til tvo milljarða á útgerðina eins og meirihluti endurskoð- unamefndar leggur til. Ertu sammála því að leggja 1 -2 milljarða veiðileyfagjald á útgerðina? Niðurstöður gærdagsins á www.viár.is Spurning dagsins í dag: Næst einhvern tíman sátt um stjórn fiskveiða? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun ___J ____________ FISKVEIÐAR Markmiði kvótalaga um verndun og upp- byggingu fiskistofna hefur ekki náðst að mati þingflokksformanns Framsóknar Fiskveiðar: Vonbrigði með kvóta- kerfið sjávarútvegur Uppbygging helstu fiskistofna hefur valdið vonbrigð- um að mati Kristins H. Gunnars- sonar þingflokksformanns Fi'am- sóknarflokksins. í greinargerð með séráliti hans vegna lokaá- kvörðunar nefndar um endur- skoðun laga um stjórn fiskveiða kemur m.a. fram að veiðar á þors- ki hafa aðeins í eitt ár af síðustu tíu, eða 1991 náð 250 þúsund tonn- um en í átta ár af tíu árunum þar á undan. Þar kemur einnig fram að helming síðasta áratugar hafi veiðin verið minni en 200 þúsund tonn á ári en aldrei næstu tíu ár þar á undan þrátt fyrir að fylgt hafi verið ráðgjöf fiskifræðinga. í áliti sínu bendir hann á að það sé eðlilegt að lagt sé mat á það hvernig til hefur tekist um upp- byggingu fiskistofna þegar verið sé að endurskoða kvótalögin. í því sambandi minnir hann á að mark- miðið með setningu laganna hafi verið að vernda fiskistofnana og byggja þá upp. Þá hafi sú hagræð- ing sem orðið hefur í útgerð með framsalinu ekki stuðlað aó minnk- un flotans. ■ —♦— OPEC-ríkin: Ekkert sam- komulag vín. ap Ekki náðist samkomulag á óformlegum fundum fulltrúa OPEC ríkja í Vínarborg í gær um að draga úr olíuframleiðslu til að hækka olíuverð. Stefnt hafði verið að því að komast að niðurstöðu í gær en formlegum fundi var frestað þar til í dag. Þrátt fyrir það héldu fulltrúar OPEC-ríkj- anna áfram að funda fram eftir kvöldi í von um að komast að sam- komulagi. Teikn eru á lofti um að ekki verði ákveðið að draga úr ol- íuframleiðslu þar sem menn ótt- ast að verðhækkun á olíu verði til þess að dýpka enn niðursveiflu í efnahagslífi heimsins. ■ ÍLÖGREGLUFRÉTTIR Strætisvagn ók á 12 ára dreng við biðskýli við Vífilsstaðaveg í Garðabæ um fjögurleytið í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var hann fluttur á slysadeild en meiðsl hans eru minniháttar. Óljóst er um tildrög slyssins og er málið í rannsókn. Stuðningur við Norðurbandalagið: Pakistönum líst ekkert á islamabad. ap Pakistanar hafa varað Bandaríkin og bandamenn þeirra við því að blanda sér í innanlands- stríðið í Afganistan. Bæði Rússar og Bretar hafa haft samband við Norðurbandalagið, sem árum sam- an hefur barist við talibana og hef- ur hluta Afganistans á valdi sínu. Donald H. Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, hef- ur sagt að Norðurbandalagið „geti komið að góðu gagni“ í baráttunni gegn A1 Quaida, hryðjuverkasam- tökum Osama bin Ladens í blikuna Afganistan. „Þeir vita hvernig land- ið liggur," sagði hann á föstudaginn. „Þeir hafa hugmyndir um það, hvernig takast eigi á við taliban- ana.“ Vladimir Pútín Rússlandsfor- seti hefur einnig lofað Norður- bandalaginu liðsinni. Pakistanar eru afar tortryggnir gagnvart Norðurbandalaginu, ekki síst vegna þess að það hefur unnið náið með indversku leyniþjónust- unni RAW. Pakistanar hafa áratug- um saman barist við Indverja í Kasmír-héraði og stirt hefur verið á LOFAR HÁLFRI MILLJÓN PAKISTANA Fazl-ur-Rahman, leiðtogi múslima í Pakistan, segir að meira en hálf milljón Pakistana sé reiðubúin til að fara yfir landamærin til Afganistans að berjast með talibönum. milli landanna allt frá stofnun þeir- ra beggja um miðja síðustu öld. Pakistanar sæju eina verstu martröð sína rætast, ef ný stjórn í Afganistan væri hliðholl Indverj- um en andstæðingur Pakistana. Hins vegar benda Pakistanar einnig á, að ef Vesturlönd ganga í lið með Norðurbandalaginu til að berjast gegn talibönum, þá gætu þeir gengið að því vísu að stuðn- ingsmenn talibana í Pakistan og víðar í nágrannalöndunum myndu ganga til liðs við þá. ■ Enginn vaíi á sekt bin Laden Utanríkisrádherra segir engan vafa leika á sekt Osama bin Laden. Bandaríkjamenn hafa ekki óskað beins stuðnings NATO en segjast gera það ef þörf krefur. EKKERT SAMBÆRILEGT GERST Spurður hverju sætti að íslensk stjórnvöld væru herskárri í yfirlýsingum en oft áður sagði utanríkisráðherra ástæðuna að menn hefðu aldrei áður staðið frammi fyrir öðru eins og hryðjuverkunum í Bandaríkjunum. Hins vegar mætti ekki jafna tali um aðgerðir við ákalli á hernað og stríð. Halldór er hér nokkurra áhrifamanna. hryðjuverk „Það er mitt mat að enginn vafi leiki á að al-Quaida samtökin standa að baki árásinni og tengsl þeirra við stjórn Tale- bana eru afar sterk“, sagði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra eftir fund varnarmálaráð- heri’a Atlantshafsbandalagsins í gær þar sem Paul Wolfowitz, varavarnarmálaráðherra Banda- ríkjanna fór yfir aðgerðir Banda- ríkjamanna eftir hryðjuverkin 11. september síðast liðinn. Halldór segir að ekki sé aðeins um að ræða aðgerðir hryðjuverka samtaka heldur tengist ákveðin ríki þessu líka. „Hér er um utan- aðkomandi árás á Bandaríkin að ræða og Atlantshafsbandalagið hefur þegar líst því yfir að árás á Bandaríkin sé árás á öll aðildai'- ríki bandalagsins." Samkvæmt sáttmála Atlantshafsbandalagsins eiga Bandaríkjamenn kröfu á því að önnur aðildai'ríki komi þeim til aðstoðar. Bandaríkjamenn hafa ekki óskað eftir aðstoð annarra aðildarríkja en Wolfowitz sagði í gær að ef Bandaríkjamenn þyrftu á sameiginlegum aðgerðum að halda myndu þeir fara fram á þær. Wolfowitz sagði hernaðarað- gerðir að svo stöddu litlu skila þar sem ekki væri vitað hvar skipu- leggjendur hryðjuverkanna væru staddir. í millitíðinni vilja Banda- ríkjamenn helst að önnur aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins að- stoði þau með því að afla upplýs- inga um starfsemi Osama bin Ladens. Igor Ivanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, átti fund með starfsbræðrum sínum innan Atl- antshafsbandalags og var afdrátt- arlaus í máli sínu og útilokaði ekki sameiginlegar hernaðaraðgerðir ef nauðsyn krefði að sögn Itar- Tass fréttastofunnar. Wolfowitz lagði þó áherslu á að hernaðarað- gerðir væru aðeins einn þáttur í baráttunni gegn hryðjuverkum fleira þyrfti að koma til ef ráða mætti niðurlögum á stoðkerfi hryðjuverkamanna. binni@frettabladid.is Kaffi Stígur fái 14 daga frest til að útvega tryggingar: Uthlutað vínveitingaleyfi fyrir mistök borgarinnar sveitarstjórnir tbúar hússins að Rauðarárstíg 33 hafa krafist þess að leyfi til veitingarekstrar á jarð- hæð hússins verði afturkallað. I húsinu hefur verið rekinn veitingastaður frá árinu 1992, nú síðast undir nafninu Kaffi Stígur. Þrír íbúar hússins, sem segjast tala fyrir hönd húsfélagsins, segj- ast verða fyrir meira eða minna ónæði af völdum gesta Kaffi Stígs og það sama eigi við um aðra sem leið eiga fram hjá húsinti. Eftir að hafa kannað málið hjá m.a. byggingarfulltrúa og lög- reglustjóra telur skrifstofustjóri borgarstjórnar ekki tilefni til að verða við ósk húsfélagsins. Hins vegar segir hann að vegna mis- taka af hálfu Reykjavíkurborgar við afgreiðslu umsóknar núver- andi áfengisleyfishafa hafi leyfið verið gefið út í ágúst 2000 án þess að fyrir lægi fullnægjandi trygg- ing. Því uppfylli leyfishafinn ekki skilyrði laga fyrir leyfinu. Skrifstofustjórinn hefur bent borgarráði á að samkvæmt áfeng- islögunum skuli sveitastjórn aft- urkalla leyfi til áfengisveitinga uppfylli leyfishafinn ekki skil- yrði. Hann lagði til við borgarráð að eiganda Kaffi Stígs yrði gefinn tveggja vikna frestur til að afla trygginganna en borgarráð frestaði afgreiðslu málsins á þriðjudag. ■ KAFFI STÍGUR Skrifstofustjóri borgarstjórnar hefur við nákvæma rannsókn fundið út að Reykjavíkurborg gerði mistök við útgáfu áfengis- veitingaleyfis til Kaffi Stigs og leggur til að staðurínn fái tvegg- ja vikna frest til að leggja fram tryggingar sem skortir. ÁBURÐARFLUGVÉL Hópur manna frá Mið-Austurlöndum spurðu starfsmenn fyrirtækis við Belle Glade flugvöllinn í Flórída ítrekað út í áburðarflugvélar þá mánuði sem liðu áður en hryðjuverkaárásin átti sér stað. 20 manns kærðir í Bandaríkjunum: Grunaðir um aðild að illvirkjum WASHINGTON.AP Frá því hryðju- verkaárásin á Bandaríkin var gerð hafa um 20 manns verið kærðir fyrir að hafa á ólöglegan hátt komist yfir leyfi til að flytja eiturefni á milli staða. Talið er að einhverjir þeirra gætu hafa verið í tengslum við þá sem rændu flug- vélunum fjórum í hryðjuverka- árásinni. John Ashcroft,. dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði að upplýsingar þær sem væru í fórum alríkislögreglunnar, FBI, gæfu til kynna að líkur $éu á því að fleiri hryðjuverk hafi verið fyrirhuguð. Fyrir tveimur mánuð- um síðan bar dærndur samstarfs- aðili hryðjuverkamanna m.a. vitni fyrir dómstólum þar sem hann játaði að hafa verið þjálfaður í Afganistan í að fremja efnavopna- árás. ■ • -.♦-...• Hreinn Loftsson: Skil ekki . • • Ossur EINKAVÆÐINGARNEFND „Ég skil ekki gagnrýni Össurar Skarphéðinsson- ar um við höfum frestað Lands- símaútboðmu fram á haust til þess að hygla Íslandssímamönnum, að spilling hafi ráðið ákvörðun okkar,“ segir Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar. „Það er út í hött að ég leggi mannorð mitt að veði til að þjóna óskilgreindum hagsmunum Islandssíma." Össur sagði 1 Fréttablaðinu í vikunni að ákvörðun nefndarinnar um frestun útboðsins hafi verið grunsamleg, stofnað hafi verið „hollvinabanda- lag til að hjálpa gælufyrirtæki." Hreinn bendir á að óvissa hafi verið um útboð Simans fram á síð- asta dag þingsins í vor. „Á meðan við vorum að velta vöngum yfir hinni pólitísku ákvörðun birti ís- landssími útboðslýsingu sína þar sem kom fram að jieir myndu halda sitt útboö í lok maí. Markaðssér- fræðingar ráðlögðu okkur eindreg- ið frá því að fara af stað eftir miðj- an júní,“ segir Hreinn og tekur fram að menn hafi á þessum tíma jafnframt verið vongóðir um að markaðsaðstæður glæddust fyrir haustið. „Þetta geröi það að verkum að við ákváðum að vera með útboð- ið í haust en ekki í vor.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.