Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 24
FRÉTTABL/
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
Vie SEGIUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á lfíSÍf.ÍS Fyrstur með fréttirnar
50% afsláttur
Bland í poka á
laugardaginn
Lyngási 17 Garðabæ
Aádeaínti
Kr. 1090
Grensásvegur 10 Sími 553 88 33
Guð blessi
veröldina!
Guð blessi Ameríku eru huggun-
arorð sem Bandaríkjamenn
grípa til á þessum erfiðu tímum eft-
ir grimmilega árás hryðjuverka-
manna á New York og Washington. Á
námsárum í Bandaríkjunum þótti
mér kraftaverki líkast að hægt væri
að halda saman svo fjölmennri þjóð
á svo stóru landssvæði undir einum
fána og einni ríkisstjórn. Mér þótti í
raun stórmerkilegt að aldrei örlaði á
andúð á milli fylkja, þrátt fyrir ólík-
ar aðstæður og jafnvel uppruna.
—♦—
NIÐURSTAÐA MÍN VARþá og
er reyndar enn að markvisst þjóð-
erniskennt uppeldi eigi stærstan
þátt í því hve sameinuð þessi mikla
þjóð stendur. Þjóðerniskenndin er
sterk og allsstaðar er alið á henni -
íbúar örvaðir til takmarkalausrar
ástar á fósturjörð, fána og frelsi.
Gott og vel. Þessi stefna hefur borið
árangur og með henni hefur tekist
að reka nokkuð friðsamlegt samfé-
lag um árabil, með undantekningum
þó. Allt á sér hinsvegar dökkar hlið-
ar og hættan við þjóðerniskenndina
er hve hratt hún getur umhverfst í
fasisma, ofstæki og hroka. Að auki
getur hún dregið úr forvitni um lifn-
aðarhætti og hugsanir annarra þjóða
og þjóðarbrota - alið á fávisku - því
til hvers að kynna sér hvernig aðrir
hugsa og hafa það? Það er betra að
venja þá af því.
--^---
UM HELGINA HORFÐI ÉG Á
hersýningu frá West Point í New
York á CNN sjónvarpsstöðinni, þar
sem tárvotur og klökkur fréttamað-
ur lýsti stemmningunni á staðnum
og sagði loftið mettað stolti og dýrð-
arljóma hernaðarátaka. Sjónvarps-
stöðvar renna líka stöðugt eftir
skjánum fyrirsögnum svo sem: Hið
nýja stríð Ameríku og Ameríka í
stríði.
——
VIÐ HÖFUM EKKERTlærtogég
sem var svo vitlaus að hafa trú á
vestrænni siðmenningu. Stríðsdans-
inn magnast og allir dansa með. Við
marserum eins og fyrir mörgum öld-
um, strápils eða felulitir, stríðsmáln-
ing eða stálhjálmar, spjót eða byssu-
stingir, grjótkast eða eldflaugar. Það
kemur út á eitt. Nú skal hvetja ungt
fólk til að deyja fyrir málstað, fyrir
frelsi og framtíð. Fórnarlömbin í
New York skulu hafa látið lífið fyrir
stolt og dýrðarljóma styrjaldarinnar.
Ef bandarísk stjórnvöld halda sínu
striki verða þau að líta út fyrir
landssteinana þegar þau biðja um
guðs blessun og biðja almættið að
blessa alla veröldina í leiðinni. ■
Bubbi Morthens mun mæta í ýmsa skóla landsins á næstu mánuðum og fjalla
um tækifærin í Iffinu og gildi þess að velja rétt. Ef skóli þinn eða nemendafélag
hefur áhuga á að fá Bubba í heimsókn er einfaldast að sækja um það á
www.bubbi.esso.is.
Notum Safnkortið gegn fíkniefnum
í hvert sinn sem Safnkortið er notað til kaupa á eldsneyti lætur Olíufélagið hf.
ESSO ákveðna fjárhæð af hendi rakna til forvarnarverkefna. Þannig fékk
Foreldrahúsið 600.000 kr. síðasta sumar og Jafningjafræðslan 300.000 kr.
Leggðu átaki gegn fíkniefnum lið - notaðu Safnkortið alltaf þegar þú setur
á tankinn!
Þú getur sótt um Safnkort á næstu ESSO-stöð eða á heimasíðu okkar
www.essp.is.
www.bubbi.esso.is
Olíufélagiðhf
www.esso.ls
Uili FRYSTIKISTUR - NÝKOMNAR
Blákaldar
staðreyndir
Vörunr. Heiti Brútto Lítrar Netto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. ■1» sem fylgja Læsing Einangrun þykkt rmm. Rafnotkun túv 18*C umhv.hlta kWh/24 klsL Verfc
12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 39.900
23HL HFL 230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 30.000
29HL HFL 290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 44.900
38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 49.900
53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 S9.900
61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 66.900
BRÆOURNIR
ORMSSON
HEIMILISTÆKI
Lágmúla 8 • Sími 530 2800