Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 16
16 FRETTABLAÐIÐ 27. september 2001 FIMMTUPACUR INTER FIERFLY COLT JR. Margir litir. St: 120-170 cm Kr. 7.860, FIERFLY DOT. Margir litir. St: S - XL Kr. 9.980,- FIERFLY CALOS Margir litir St: S - XL Kr. 9.9S0,- Leitaðu ekki langt yfir skammt og komdu til okkar vanti þig úlpu. Við eigum allt það nýjasta frá öllum helstu sportmerkjunum. 8.990 * NORTHBROOK KAPA IM.3irg.ir írtir. St:: S« - 42. Kr S..9'94\- VINTERSPORT QC m HÁSKÓLABÍÓ kl. 6,8 og 101 |j kl 10 www.samfilm.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 vnr 26a ICATS & DOGS m/ islensku tali______________kl. 6j |'/ITj jCATS & DOGS m/ ensku tali kl. 81 pIT| jSHREK m/ íslensku tali kl• fi'HrSsl Lyktar eins og táningsandi I þessum mánuði eru 10 ár liðin frá útgáfu breiðskífunnar Neverm- ind með Nirvana. I tilefni þess stendur Radíó X fyrir minningartón- leikum þar sem íslenskar rokksveitir votta plötunni virðingu sína. NIRVANA Creinileg áhrif þeirra mátti heyra strax hjá íslenskum hljómsveitum eftir útgáfu breið- skífunnar Nevermind. FRÉTTIR AF FÓLKI Söngkonunni knáu Kylie Minogue er spáð söluhæstu breiðskífu i Bretlandi á þessu ári. Nýjasta smáskíf- an hennar „Can’t Get You Out Of My Head“ hefur einokað toppsæti breska listans frá útgáfudegi en breiðskífan Fever er væntanleg í búðir l.október. Randy Jackson, bróðir Mikka og fyrrverandi liðsmaður í Jackson 5, er í lagavandræðum eftir að hafa reynt að svindla á kerfinu. Hann hafði lýst sig gjaldþrota árið ‘96 en gaf ekki upp 14.000 dollara sportbíl. Hann átti allt að 5 ára fangelsi yfir höfði sér en lögmenn hans sömdu um skilorðsbundinn dóm. Brosmilda vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger hefur höfð- að mál gegn fyrirtæki sem fram- leiðir fjárhættu- spilakassa. Þetta gerði hann eftir að hann rakst á einn slíkan sem var hannaður eft- ir Terminator 2. Kassinn studdist ekki aðeins við ímynd kappans í leyfisleysi heldur líka rödd. Hann fer fram á tæplega 2078 milljónir króna í skaðabætur. Þeir sem þekkja Arnold vita að það þýðir ekkert að setja kassann upp aftur eftir að hann yfirgefur svæðið, því hann kemur alltaf aftur! Svo virðist sem liðsmenn The Pogues hafi loks fyrirgefið fyrrum söngvara þeirra Shane MacGowan fyrir framhjáhöld með sopanum. Mac- Gowan var rekinn árið ‘91 vegna of- neyslu áfengis og eiturlyfja. Sveitin hætti fjórum árum síðar. En nú hefur hún tekið upp þráðinn að nýju með Mac- Gowan innanborðs. Sveitin hyg- gst halda nokkra tónleika í Lund- únum í desember. tónlist Það eru nokkur lög í rokksögunni sem höfðu það mik- il áhrif að menn muna jafnvel hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu þau fyrst. Lagið „Smells Like Teen Spirit“ með Nirvana hljómaði og sást fyrst í poppþætti Skúla Helgasonar í Ríkissjónvarpinu föstudags- kvöldið 22. nóvember ‘91. Það þótti þá skemmtileg staðreynd að hljómsveitin Nir-Vana með Páli Rósinkrans í fararbroddi hafði keppt við Sororicide til úr- slita í Músiktilraunum nokkrum mánuðum fyrr. Lagið náði þó ekki vinsældum hér á landi fyrr en í mars ‘92, þar sem X-ið var ekki til og útvarpsstöð fram- haldsskólanna, Útrás, tók ekki lagið í spilun fyrr en eftir ára- mót. Meistarastykki Nirvana, Nevermind, var því ekki vinsæll jólapakki á útgáfuári sínu, þrátt fyrir að platan hafi verið komin í búðir um allan heim þann 24. september. Grunge-byltingin mætti því, eins og svo margar aðrar tónlistarbylgjur, seint að íslandsströndum. Enda voru ekki margir hér á landi með MTV eða álíka sjónvarpsstöðv- ar. Flestir rokkáhugamenn þekkja svo framhaldið. Þrátt fyrir að flestir hafi verið honum ósammála, sagði Kurt Cobain sjálfur alltaf í viðtölum að hon- um finndist hljómsveitin sín í raun ekki vera að gera nýja hluti. Hann sagði t.d. um þetta ákveðna lag að það væri í raun bara „Pixies stæling". En það breytir því ekki að með útgáfu Nevermind breyttist andlit rokksins, og það hélst þar til Cobain skaut það af nokkrum árum seinna. Það þykir víst að Nirvana setti svip sinn á tónlist hljómsveita hér á landi, jafnt sem annarsstaðar. í kvöld ætla nokkrar þeirra að votta plötunni virðingu sína í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá útgáfu hennar. Hljómsveitirnar sem fram koma eru Botnleðja, Quarashi, Ensími, Mínus, Úlpa, Klink, GraVeslime og Noise. Allar sveitirnar munu leika eitt Nirvana lag með sínum hætti. Allar sveitirnar gefa vinnu sína en það stendur til að ágóði þeirra renni til styrktar baráttunni gegn einelti. Tónleik- arnir verða á Gauk á Stöng og hefjast kl. 21. Inngangseyrir er 700 kr. biggi@frettabladid.is NABBI Næsl skallu bora rélla mér þurrku, ókei? S- Nabbi minn, það eina sem ég gerði var að bleyto pultann og Eurrka sósu af inninni ó þér!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.