Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 27. september 2001 FIMIViTUDACUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífsnám- skeiðahaldari. Ég er alltaf að lesa nokkrar bækur. Núna eru á náttborðinu bækumar Heartbreaking Work of a Staggering Cenius sem er skáldsaga eftir David Eggers, Women on top eftir Nancy Friday en hún safnar fantasíum kvenna. Loks er ég að lesa Women's Sexuality eftir Caroi Ellison. Litháensk þjóðlagatónlist: Leika á hjarðmannahljóðfæri tónleikar Þjóðlagahljómsveitin Sutaras frá Litháen verður með tónleika á Kringlukránni í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Sutaras, sem er einn þekktasti þjóðlagahópur Litháens, hefur leikið þjóðlagatónlist síðastliðinn áratug og á að baki um 1500 tón- leika. Hljómsveitin er skipuð fimm atvinnutónlistarmönnum sem bæði syngja og dansa og hvetja áheyrendur til að taka þátt og skemmta sér. Notast er við hjarðmannahljóðfæri auk sígildra hljóðfæra. Dagskrá Sutaras sam- anstendur af tveimur þáttum. Sá fyrri nefnist „Gömul litháensk þjóðlög á hljóðfæri" og sá síðari „Litháensk skemmtun, dans og söngvar í lok tutt- ugustu aldar og upphafi 21. aldar.“ Klukkan 22.00 á föstudag leikur sveitin á Kaffi Reykjavík. Á laug- ardag verður hún í Deiglunni á Akur- eyri og hefjast tón- leikarnir kl. 21.30. Á sunnudag verða tónleikar með Sutaras í norræna húsinu og hefjast þeir kl. 16. ■ SUTARAS Hljómsveitin Sutaras er einn þekktasti þjóðlagahópur Litháa. Hljómsveitina skipa fimm atvinnutónlistarmenn. Vatnadísir í Laugardal: Listdans í laug listdans Vatnadísirnar sýna listir sínar í Laugardalslaug í kvöld kl. 20 á vegum Orkuveitu Reykjavík- ur og Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þá mun stúlknakór einnig syngja töfrandi tóna undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Vatnadísirnar eru stúlkur á aldr- inum 13-15 ára og munu þær sýna listdans í vatni. Iþrótt þessi er ný af nálinni hér á landi en keppt er í vatnadansi á Ólympíuleikunum. Dísirnar hafa heillað alla þar sem þær hafa komið fram en þjálfari stúlknanna er Rosmary Kajioka. Aðgangur er ókeypis og eru áhorfendur beðnir um að koma vel klæddir þar sem dagskráin fer fram utandyra. ■ BORGARLEIKHÚSIÐ KRISTNIHALD UWDIR JÖKLI e. Halldór Laxness i leikgerð Sveins Einarssonar FRUMSVNING fös. 28. sept. kl. 20:00 UPPSELT 2. sýning sun. 30. sept. kl. 20 - UPPSELT 3. sýning fim. 4. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 4. sýning fös. 5. okt. kl. 20 - N0KKUR SÆTI 5. sýning lau. 13. okt. kl. 20 - N0KUR SO 6. sýning sun. 14. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI 7. sýning fim. 18. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI 8. sýning fös. 19. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐILÚKUNUM e. Rav Coonev___________ Lau. 29. sept. kl. 20 - ÖRFFÁ SÆTÍ Lau. 6. okt. kl, 20 - LAUS SÆTI Fös. 12. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau. 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös. 26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler___________________ I dag 27.sept.kl. 20-ÖRFÁSÆTI Lau. 29. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sun. 30. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI50. sýning Fim. 4. okt. kl. 20 - UPPSELT Fös. 5. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau.6. okt. kl. 20 - N0KKUR SÆTI Fim.11.okt. kl. 20-LAUSSÆTI Lau. 13. okt. kl. 20-LAUSSÆTI Litla svið: ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab____________ Lau. 29.sept.kl. 20-UUSSÆTI Lau.6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim. 11. okt. kl. 20-LAUSSÆTI Fös. 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. ABEiNS þessar sýningar Munið áskriftarkortin Kortasölu lýkur um helgina VERTU MEÐ í VETUR!!! MIÐASALA 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Bókhald & Ráðgjöf «ími: 821-1313 FIMMTUDAGURINN 27. SÉPTEMBER LEIKHÚS_____________________________ 20.00 Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftír Edward Albee sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Píkusögur eftir Evu Ensler sýnt á þriðju hæð Borgarieikhússins. TÓNLEIKAR___________________________ 20.00 Tónleikar i Salnum í kvöld undir yfirskriftinni Kóngur, kjáni, ill- menni. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Franz Carda á píanó. Efnisskráin er tileinkuð bassanum og hans ólíku hlutverk- um í óperunni. 21.00 Tónleikar á Cauknum í tilefni þess að IO ár eru liðin frá því að platan Nevermind með hljóm- sveitinni Nirvana kom út Hljóm- sveitirnar Quarashi, Ensími, Botnleðja, Mínus, Klink, Gra- veslime og Noise leika. 21.00 Þjóðlagasveitin Sutaras frá Lit- háen leikur á Kringlukránni. FYRIRLESTRAR________________________ 16.15 Málstofa í læknadeild H.í. Mar- grét Birna Andrésdóttir mun flyt- ja erindi er hún nefnir: Afkom- endarannsókn Hjartaverndar. Málstofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, efstu hæð en kaffiveitingar eru frá 16:00. 17.15 Flötur - samtök stærðfræðikenn- ara stendur fyrir málfundi i tilefni af degi stærðfræðinnar undir yfirskríft- inni: „Þurfa allir að læra stærð- fræði?" Fundurinn verður haldinn í Odda, stofu 101. Frummælendur eru Benedikt Jóhannesson stærð- fræðingur og forstjóri Talnakönnun- ar, Hreinn Pálsson heimspekingur, Jón Torfi Jónasson prófessor I upp>- eldis- og menntunarfræði og Sig- ríður Laufey Gunnarsdóttir skóla- stjóri Baugsskólans. BÍÓ________________________________ 20.30 Goethe-Zentrum á 3.hæð Lauga- vegi 18 sýnir þýsku gamanmynd- ina "Fussball ist unser Leben" frá árinu 2000. ( myndinni, sem lýsír lífi 'Titia mannsins" á hlýleg- an hátt, segir frá hópi kunningja sem lifa fyrir fótbolta. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 22.30 Filmundur sýnir gamanmyndina LesVacances De M. Hulot í leik- stjóm Jacques Tati i Háskólabíói. SKEMMTANIR__________________________ 20.00 Vatnadísirnar sýna listdans í Laugar- dalslaug og stúlknakór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur. H látur jf rir aíia Hláturinn losar um spennu og eykur vellíðan. Trimmar innyflin, styrkir ónæmiskerfið, linar verki og sársauka. Leysir úr læðingi sköpunar- kraftinn og lífsgleðina. Tilvalið fyrir fyrirtæki sem vilja efla starfsandann, og auka vellíðan starfsmanna sinna, einbeitingu og afkastagetu. jjpg Hlátursnámskeið Fyrirtæki, félög, hópar 1/2 tími 1.000 kr. 3ja. tíma 5.000 kr. Verð á mann. yj.l t/ii $: 82oO 82,88, h©fid@isj.i$ HlaEjandi Líf 14/aridi loíf ficfera L>íf Filmundur sýnir Les Vacances De M. Hulot: Ein frægasta gamanmynd allra tíma kvikmyndir Filmundur sýnir í kvöld í Háskólabíói gamanmyndina Les Vacances De M. Hulot í leikstjórn Jacques Tati. Myndin er ein þekk- tasta kvikmynd leikstjórans og jafnframt ein frægasta gaman- mynd allra tíma. í myndinni bregður herramaðurinn Hulot sér í frí og dvelur á strandhóteli. Ýmsar kostulegar persónur eru kynntar til sögunnar og á Hulot í mesta basli í samskiptum sínum við þær þrátt fyrir góðan vilja. Les Vacances De M. Ilulot er önnur mynd Tati í fullri lengd, og sú fyrsta af fjórum þar sem Tati túlkar hina kostulegu persónu herra Hulot, sem átti eftir aö verða afar vinsæl um allan heim. Tati sækir til meistara þöglu myndanna hvað stíl varðar og hef- ur oft verið Iíkt við menn á borð við Chaplin og Keaton. Látbragð, umhverfishljóð og tónlist koma að miklu leyti í stað tals og er óhætt að segja að Tati sé einn af helstu meisturum gamanmyndanna. Undir ærslafullu yfirborðinu glittir þó alltaf í hárbeitta þjóðfé- lagsádeilu, en Tati hafði áhyggjur af afdrifum mannkynsins í heimi sem einkenndist af síauknum hraða og tæknivæðingu. Les Vacances De M. Hulot er gerð 1953 en Tati gerði einungis fjórar myndir næstu tvo áratugi. Sýningin hefst kl. 22.30 í kvöld og verður endursýnd á mánudag. Myndin er 114 mínút- ur að lengd. ■ FYRSTA AF FJÓRUM Jacques Tati skrifaði, leikstýrði og lék að- alhlutverkið i myndinni. Hinar myndirnar sem hann gerði um Monsineur Hulot voru Mon Oncle árið 1958, Playtime árið 1967, ogTrafic 1971. Plötusnúðarnir DJ Reynir (drum & bass) og DJ Bjössi Brunhani (techno) munu tæta dansgólf Café 22 i kvöld. SÝNINGAR________________________ í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vfgaferli og Götulíf víkinganna f York . Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. MYNPLIST________________________ Guðný Magnúsdóttir listakona opnar í dag kl. 18 vinnustofusýningu I tilefni flutnings vinnustofu hennar á Lindar- götu 14. Sýningin stendur til 14. októ- ber. Jón Valgard Jörgensen opnaði á laugar- dag slna fimmtu mynd Sýningin stendur til 9. nóvember. Kristfn Helga Káradóttir, myndlistar- nemi ( Listaháskóla Islands, sýnir flöskuskúlptúr í Gallerí Nema hvað, Skólavörðustig 22c. Sýningin er opin frá 14 -18. Siðasti sýningardagur. Linda Oddsdóttir opnaði í gær sina fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hlíða- smára 15. Sýningin stendur til 19 októ- ber. Kristjáns Davíðsson efur opnað sýn- ingu áverkum sínum í gallerí i8. Sýning- in stendur til 27. október. Opið þriðju- daga til laugardaga frá kl. 13 -17. Friðrika Geirsdóttir sýnir graffkverk og lítljósmyndir í sýningarsal félagsins (s- lensk grafik í Hafnarhúsinu, Tryggva- götu 17 . Mörg andlit bassasöngvarans: Kóngur, kjáni, illmenni tónleikar Bjarni Thor Kristins- son, bassasöngvari og Franz Carda píanóleikari, koma fram í kvöld, kl. 20, á fyrstu tónleikun- um í annarri röð Tíbrártónleika í Salnum. Á efnisskránni eru ýmis verk sem bregða upp svipmynd- um af bassanum í ýmsum óper- um. Bjarni tekur á sig gervi kóngs, kjána, prests, illmenni, gjálífismanns, heimsspekings og skemmtikrafts í aríum eftir tón- skáldin Wagner, Verdi, Offen- bach, Mozart, Rossini og Gers- hwin svo fátt eitt sé nefnt. Bjarni Thor Kristinsson hélt til framhaldsnáms við Tónlistar- háskólann í Vín eftir söngnám á íslandi. Árið 1997 var hann ráð- inn sem einn af aðalsöngvurum Þjóðaróperunnar í Vín (Wiener Volksoper) samhliða því að koma fram sem gestasöngvari við ýmis óperuhús, m.a. Ríkisóp- eruna í Berlín, íslensku óperuna og óperuna í Wiesbaden. Bjarni sneri sér alfarið að lausa- mennsku árið 1999 og hefur sungið víða eftir það, m.a. við Parísaróperuna og Teatro Massimo á Sikiley. Franz Carda er Austurríkis- maöur búsettur í Vín. Að loknu námi við píanóleik, sögu og tón- mennt var hann ráðinn við Tón- listarháskólann í Vín þar sem hann hefur starfað síðan sem prófessor í tón- og hljómfræði. BJARNI THOR KRISTINSSON OG FRANZ CARDA Koma fram á tónleikum i Salnum í kvöld. Samhliða þessu hefur Franz Carda tekið þátt í margvíslegu tónlistarstarfi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.