Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 15
FIIVIIVITUPflGUR 27. september 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
Axgentína heiðrar
Maradona:
Treyja 10
sett til hliðar
knattspyrna Knattspyrnusam-
band Argentínu, AFA , hefur
ákveðið að hætta að nota landslið-
streyju númer 10 til að heiðra
Diego Armando Maradona. Sam-
bandið hefur farið þess á leit við
FIFA að landsliðið þurfi ekki að
nota treyjuna og verður hún til að
mynda ekki notuð í leik gegn Ur-
uguay í undankeppni HM þann 14.
nóvember. Ti-eyja númer tíu verð-
ur heldur ekki notuð hjá 21 árs og
yngri landsliðinu.
„Maradona hefur veitt okkur
svo mikla gleði í treyjunni og við
DIEGO ARMANDO MARADONA
Hefur oft verið nefndur bestl leikmaður
sögunnar.
viljum heiðra hann með þessu
uppátæki," sagði Julio Grondona,
forseti FAA.
Maradona sagði skilið við at-
vinnuknattspyrnu árið 1997 eftir
litríkan feril en hann var m.a. val-
inn besti leikmaður heims. ■
EFNILEGIR
Anthony Le Tallec (nr. 7) fagnar hér marki ásamt samherjum á Dwight Yorke leikvangin-
um í Trinidad og Tobago, í átta liða úrslitum gegn Brasiliu i heimsmeistarakeppni 17 ára
og yngri. Tallec er á leið til Liverpool ásamt félaga sinum Pongolle (nr. 9).
Stórliðin tryggja
sér stjörnur
framtíðarinnar
Heimsmeistarakeppni 17 ára og yngri í knatt-
spyrnu lýkur innan skamms. Stórlið Evrópu
hafa tryggt sér bestu leikmenn keppninnar.
Sextán ára gamall Frakki hefur slegið í gegn og
jafnað 16 ára gamalt markamet keppninnar.
knattspyrna Heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu, 17 ára og
yngri, fer nú fram í Trinidad og
Tobago. Þar mætast margir af
efnilegustu leikmönnum heims og
sýna listir sínar. Síðastliðnar vik-
ur hefur fjöldi útsendara frá
stærstu liðum Evrópu flykkst til
eyjaklasans til að berja knatt-
spyrnumennina ungu augum.
Margir af þeim eru algjörlega
óþekktir fyrir utan heimalönd sín
og þó margir af þeim hafi ekki
enn lokið skólagöngu býðst þeim
einstakt tækifæri á að komast að
hjá stórliðum úti í hinum stóra
heimi.
Þeir sem þykja skara fram úr á
mótinu hafa þegar gert samning
við stórlið í Evrópu. Enska úr-
valsdeildarliðið Liverpool hefur
til að mynda gert samning við
frönsku leikmennina Florent
Sinama Pongolle, 16 ára, og Ant-
hony Le Tallec, 17 ára, sem báðir
koma frá Le Havre. Þekking Ger-
ard Houlliers, stjóra Liverpool, á
frönskum efniviði á eflaust ekki
eftir að bregðast honum frekar en
fyrri daginn.
Pongolle hefur skorað átta
mörk í fjórum leikjum og er bú-
inn að jafna markamet keppninn-
ar sem Marcel Witeczek frá Vest-
ur-Þýskalandi setti árið 1985. Oft-
ar en ekki hefur Tallec lagt mörk-
in upp fyrir hann með frábærum
sendingum. Leikni þeirra kom
Frökkum í undanúrslit keppninn-
ar eftir sigur á Brasilíu í átta liða
úrslitum.
Nígería er einnig komið í und-
anúrslit keppninnar en liðið hefur
ekki tapað leik í mótinu. Það er
ekki síst fyrir hina ótrúlega snög-
gu framherja að liðið hefur lagt
hvern andstæðinginn á fætur öðr-
um.
„Við þurfum ekki að óttast
önnur lið,“ sagði Ikhayere Amun,
tæknilegur ráðgjafi liðsins en bú-
ast má við að einhverjir af níger-
ísku leikmönnunum muni gera
samning innan tíðar.
Sömu sögu er að segja af leik-
mönnum spútnikliðs mótsins
Burkina Faso. Þessar þjóðir mæt-
ast í öðrum undanúrslitaleiknum
en þær mættust í úrslitaleik Afr-
íkukeppninnar og þá fóru Níger-
íumenn með sigur af hólmi.
Frakkland og Argentína mætast í
hinum undanúrslitaleiknum.
Enska liðið Southampton hefur
einnig tryggt sér tvo leikmenn,
Ástralana Darren Broxton og Jay
Lucas en þeim síðarnefnda hefur
verið líkt við landa sinn Harry
Kewell, hinn frábæra sóknar-
mann Leeds.
PSV Eindhoven, sem er þekkt
fyrir gott unglingastarf, hefur
einnig krækt í tvo efnilega leik-
menn, hinn brasilíska Leandro og
bróðir hans. Þess má geta að Eið-
ur Smári Guðjohnsen og Ronaldo
léku um tíma saman í framlínu
hollenska liðsins.
Talið er að fleiri lið muni fylg-
ja í kjölfarið og tryggi sér stjörn-
ur framtíðarinnar en meðal þeir-
ra sem átt hafa útsendara á
keppninni eru Manchester
United, Aston Villa og Arsenal. ■
Úrvalsdeildin kærir Liverpool:
Brögð í tafli?
knattspyrna Stjórn ensku úr-
valsdeildarinnar hefur kært
Liverpool fyrir að hafa haft
brögð í tafli þegar liðið keyp-
ti þýska landsliðsmanninn
Christian Ziege frá Middles-
brough í fyrra. Leikmaður-
inn var einnig kærður fyrir
hlutdeild að málinu. Talsmað-
ur úrvalsdeildarinnar sagði
að Liverpool hefði haft sam-
band við Ziege með hugsanleg kaup
í huga án þess að ræða við stjórn
Middlesbrough. Samkvæmt regl-
um deildarinnar mega lið ekki
reyna að lokka til sín leikmann
nema með samþykki þess félags
sem hann er samningsbund-
inn.
„Ziege átti hræðilegt
tímabil hjá AC Milan og við
settum ákvæði í saminginn
þess efnis að hann mætti
fara ef honum gengi illa hjá
okkur,“ sagði Steve Gibson,
stjórnarformaður Middles-
brough.
„Hlutur liðsins var
tryggður með títtnefndu ákvæði
sem úrvalsdeildin setti og því höf-
um við ákveðið að leita réttar okk-
ar.“ Ef Liverpool verður fundið
sekt þarf það að borga 8 milljónir
punda í skaðabætur. ■
CHRISTIAN
ZIEGE
Drykkjulæti leikmanna Ghelsea:
S amningur inn
ekki í hættu
knattspyrna Flugfélagið Em-
irates Airlines hefur dregið
til baka þá frétt að 24
milljón punda samningur
félagsins við enska úr-
valsdeildarliðið Chelsea
sé í hættu vegna
drykkjuláta leikmanna á
hóteli í London, daginn
eftir hryðjuverkaárásina í
Bandaríkjunum.
Mike Simons, talsmaður fyrir-
tækisins, dró fréttina til baka í
gær og sagði:
„Það er ekkert til í því að við
ætlum að draga samninginn til
baka. Við munum standa við fjög-
urra ára samninginn sem
við gerðum við Chelsea.
„Það sem var haft
eftir talsmanni okkar
í fyrradag er hreinn
og beinn skáldskap-
ur. Félagið sjálft tek-
ur á agabrotum leik-
manna og sem styrkt-
araðilar viljum við ekki
hafa áhrif á ákvarðanir
Chelsea."
Forrráðamenn Chelsea hafa
einnig staðfest að Eiður Smári
Guðjohnsen hafi ekki verið á hót-
elinu þegar mestu drykkjulætin
voru höfð í frammi. ■
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Slmi 568-1500
AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
HENCO
Álpex rör
Sérlega meðfærileg
rör til vatns- og
hitalagna.
Val um presstengi
eða skrúfuð tengi
^ VA TNSVmKtNN ehf.
Ármúla 21, Sími: 533-2020