Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 2
Ætlar þú að heimsækja
Smáralind á næstu dögum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
39%
Spurning dagsins í dag:
Á að flytja Rás 2 til Akureyrar?
Farðu irin á vísi.is og segðu
þína skoðun
Boðsferð styrktaraðila
KSÍ:
Ekkert
bruðl
EGGHRT
MAGNÚSSON
Eiginkonan með
en á kostnað
þeirra hjóna.
ferðalög „Við lítum á þetta sem
hluta af samskiptum okkar við
styrktaraðila okkar“, segir Egg-
ert Magnússon, formaður KSI,
um boðsferð nokkurra styrktar-
aðila sambandsins til Kaup-
mannahafnar í
tengslum við
landsleikinn við
Dani. „Styrktar-
aðilar okkar eru
Ijj að skilja milljón-
' I um í rekstur sam-
bandsins og með
——þessum hætti
viljum við styrkja
tengslin við þá og
veita þeim nýja
sýn á hvernig
knattspyrnusam-
böml starfa. I raun er þetta liður
af fjaröflun okkar og nokkuð
sem önnur knattspyrnusambönd
gera í mun meiri mæli.“
Sjö aðilar fóru frá íslandi í
tengslum við leikinn og tveir frá
Þýskalandi og gistu á Hotel
D’Angleterre, einu glæsilegasta
hóteli Danmerkur en flogið var á
Saga Class. Eggert segir að ekki
hafi verið bruðlað með fé heldur
hafi náðst hagstæðir samningar
með löngum fyrirvara. Eggert
og Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, voru
nokkrum dögum lengur en aðrir
í Kaupmannahöfn og segir Egg-
ert það vera vegna funda sem
þeir þurftu að sitja starfa sinna
vegna. ■
Sj álfstæðisflokkurinn
í Hafnarfirði:
Allir mega
kjósa
SVEITARSTJÓRNARMÁL Samþykkt var
á aðalfundi fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Hafnarfirði síð-
astliðið mánudagskvöld að hafa
prófkjör fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar opið þeim
stuðningsmönnum flokksins sem
eiga munu kosningarrétt í Hafn-
arfirði á kjördegi. Að sögn Krist-
ins Andérsen, formanns fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna, var
ákvörðunin tekin til þess að skapa
víðari breidd og einnig að skapa
lýðræðislegri leið til að koma að
vali fólksins. Sagðist hann bjart-
sýnn á komandi kosningar. „Það
er liðinn nokkuð langur tími frá
því sjálfstæðismenn hafa setið
heilt kjörtímabil og komið verk-
um til leiðar og verða þau nú lögð
í dóm kjósenda."
Kristinn sagði prófkjör fara
fram síðar í vetur en nákvæm
dagsetning væri enn ekki komin.
Sagði hann frambjóðendur sem
ætluðu að gefa kost á sér í kom-
andi kosningum vera farna að
hugsa sér til hreyfings. „Við ætl-
um að láta verkin tala og byggja á
því sem menn hafa verið að gera
undanfarin fjögur ár.“ ■
2
FRÉTTABLAÐIÐ
12. október 2001 FÖSTUDAGUR
Sjúkraliðar:
Launalöggan enn á vaktinni
verkalýðsmál Eitt af því sem tor-
veldað hefur lausn í kjaradeilu
Sjúkraliðafélag íslands við ríki og
sveitarfélög eru þeir samningar
sem þegar hafa verið gerðir við
sjúkraliða í öðrum stéttarfélögum.
Þá hafa sjúkraliðar haft veður af
því að „launalöggur" í öðrum stétt-
arfélögum á almenna markaðnum
þrýsti á að ekki verið samið við
sjúkraliðum á öðrum nótum en
samið hefur verið um við aðra.
Kristín Á. Guðmundsdóttir for-
maður Sjúkraliðafélagsins segir að
í samningaviðræðunum hafi komið
fram að ríkið vilji ekki semja um
meiri launahækkanir en það hefur
þegar samið vegna sjúkraliða sem
eru í starfsmannafélögum sveitar-
félaga eins og t.d. í Starfsmannafé-
lagi Akureyrar, STAK, með 70
sjúkraliða. Hún segir að samkvæmt
því sé ætlunin að láta samninga við
það félag ráða því að það verði al-
gjör ördeyða í stétt sjúkraliða ef
fram sem horfir. í því sambandi
bendir hún á að fjöldi sjúkraliða
hafi hætt störfum vegna lélegra
kjara og mikils álags. ■
KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR
FORMAÐUR SJÚKRALIÐAFÉLAGS
ÍSLANDS
Segir að sjúkraliðum sé gert að taka
því sem aðrir hafa samið um óháð
þeirra sérstöðu.
Slys:
Líðan 12 ára
stúlku svipuð
slys Kona og maður sem lentu í
grjóthruninu við fossinn Glym í
Hvalfirði 29. september síðastlið-
inn hafa verið útskrifuð af sjúkra-
húsi en þau hlutu töluverð meiðsli á
fótum. Tólf ára stúlka sem hlaut
mikla höfuðáverka í umferðarslysi
þegar ekið var á hana á gangbraut á
Háaleitisbraut 14. september sl. er
enn á gjörgæsludeild Landspítalans
í Fossvogi. Að sögn læknis er stúlk-
an ekki lengur í öndunarvél og líðan
hennar svipuð og áður. Ökumaður
sendibifreiðarinnar sem slasaðist
alvarlega er bifreið hans fór út af
Suðurlandsvegi við Svínahraun 18.
september sl. er á batavegi. ■
Sprengjur sagðar falla á
íbúðarhverfí og moskur
Þungum loftárásum haldið áfram. Amnesty International krefst skýringa á mannfalli óbreyttra
borgara. Bretar segja að ekki verði ráðist á Irak.
HORFT TIL HIMINS
Ibúar í Kabúl reyndu að koma auga á sprengjuflugvélar í gær, en nóttina áður gerðu bandarískar þotur hörðustu loftárásirnar á borgina
til þessa.
kabúl. ap Loftárásirnar á
Afganistan í fyrrinótt voru þær
öflugustu hingað til. Árásirnar
héldu síðan áfram í gærdag.
Sprengjum var meðal annars
varpað á Kabúl, sem er höfuð-
borg landsins, og Kandahar, þar
sem talibanar hafa höfuðstöðvar
sínar.
Talibanar fullyrða að á annað
hundrað manns hafi fallið í
sprengjuárásunum aðfaranótt
miðvikudags, og mannfall
óbreyttra borgara sé mikið.
Sendiherra talibana í Pakistan
sagði að meðal annars hefðu
fimmtán manns látist þegar flug-
skeyti lenti á mosku í Jalalabad.
Flóttamenn frá Afganistan,
sem voru komnir yfir landamær-
in til Pakistans, höfðu svipaða
sögu að segja fréttamanni AP-
fréttastofunnar í Pakistan: „Það
er ekki rétt að Bandaríkjamenn
hafi bara varpað sprengjum á
hernaðarmannvirki. Margar af
sprengjunum falla á íbúðar-
hverfi," sagði Nasibullah Khan,
sem hefur starfað í verksmiðju
nálægt flugvellinum í Kandahar.
Bandarískur embættismaður
fullyrti að tveir nánir ættingjar
Mohammads Omar, leiðtoga tali-
banahreyfingarinnar, hafi látist
í árásum á heimili Omars fyrsta
daginn sem loftárásirnar voru
gerðar. Talibanar fullyrða að
Omar sjálfur hafi sloppið lif-
andi.
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International hafa lýst
áhyggjum sínum af mannfalli
meðal óbreyttra borgara af völd-
um loftárásanna. Þau segja að
bandarískum og breskum stjórn-
völd beri að gefa skýringar í
hverju tilviki, þegar óbreyttir
borgara falla, þar sem greint
verði frá því hvað fór úrskeiðis.
Bandarísk stjórnvöld viður-
kenndu í gær að svonefndum
klasasprengjum hafi verið beitt í
Afganistan, þ.e. sprengjum sem
þeyta frá sér smærri sprengjum
við lendingu til þess að valda enn
meira tjóni.
Einnig hafa verið notaðar
þungar sprengjur sem eiga að
ráða við neðanjarðarbyrgi.
Margir telja að George W.
Bush Bandaríkjaforseti hyggist
fylgja árásunum í Afganistan
eftir með árásum á hryðjuverka-
hópa í öðrum löndum, þar á með-
al í írak.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Breta, sagði Bandaríkjamenn og
Breta vera sammála um að ekki
sé á dagskrá að fara út í hernað-
araðgerðir gegn fleiri löndum en
Afganistan, að minnsta kosti
ekki að svo stöddu.
„Við höfum ekki séð neinar
sannanir sem tengja írak við
ábyrgð á því sem gerðist þann
11. september," sagði Straw í við-
tali við fréttastofu BBC. ■
Margeir Pétursson:
Ekki viðurkenning á sekt
VERÐBRÉF Margeir Pétursson, stjórn-
arformaður MP-verðbréfa féllst á
að greiða 300.000 krónur í sekt til
yfirvalda vegna aðildar sinnar að
meintum innherjaviðskiptum
Gunnars Schevings Thorsteinsson-
ar, fyrrum stjórnarmanns í Skelj-
ungi, með bréf í félaginu. Gunnari
var gefið að sök að hafa hagnast á
grundvelli óopinberra upplýsinga
sem komu fram á stjórnarfundi
undir lok júní 1999. Fyrirtæki Mar-
geirs, MP-verðbréf hafði milli-
göngu um kaup Gunnars. Margeir
var á þessum tíma varamaður í
stjórn Skeljungs og sat nefndan
stjórnarfund.
„Málatilbúnaður á hendur mér
gekk út á að ég hefði átt að neita
viðkomandi einstaklingi um að eiga
viðskiptin. Fyrir því voru engar
forsendur. Viðkomandi kom fram
undir eigin nafni og tilkynnti við;
skiptin eins og lög gerðu ráð fyrir. í
því að samþykkja sátt fólst engin
viðurkenning á því að mér hefði
borið að synja um viðskiptin. Það
vakti eingöngu fyrir mér að forðast
málarekstur sem hefði getað dreg-
ist á langinn," segir Margeir. ■
MARGEIR PÉTURSSON
Greiddi sátt vegna meints brots
á lögum um verðbréfaviðskipti.
Hann segist hafa viljað forðast
málarekstur.
Hlutafj áraukning:
Islandssími
þarf meira
verðbréf Stjórn fslandssíma ætlar
að leggja fram tillögu á hluthafa-
fundi um forgangsréttarútboð til
hluthafa á 410 milljónum króna að
nafnvirði á genginu einum. Eyþór
Arnalds, forstjóri Íslandssíma, seg-
ir að útboðinu sé ætlað að rétta hlut
þeirra sem fjárfest hafa á háu
gengi í félaginu. „Þeir sem keyptu á
háu gengi hafa tækifæri til að
lækka meðalgengi sitt.“ Auk þess
ætlar félagið að afla 100 milljóna að
nafnvirði á markaðsgcngi sem ætl-
að er að tryggja fjármagn til fjár-
festinga í öðrum félögum. „í stað
þess að hörfa og eingöngu skera
niður ætlum við að halda sókn okk-
ar áfrarn," segir Eyþór. ■