Fréttablaðið - 12.10.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 12.10.2001, Síða 4
wiis m i « i < < m‘i-1 » i . t SVONA ERUM VIÐ ÍBÚAR YFIR 65 ÁRA j NOKKRUM RÍKJUM ÁRIÐ 1999 Hlutfall eldri borgara er lágt hérlendis mið- að við í OECD ríkjunum. Flestir fullorðnir eru í Sviþjóð en þar er hlutfall 65 ára og eldri rúm 17%. Þróunin í flestum vestræn- um ríkjum er í átt til hærra hlutfalls eldri borgara og gera spádómar ráð fyrir að um 30% ibúa verði yfir 65 ára innan ekki mjög langs tíma. Svíþjóð i 17,8% IJapan 16,7% Frakkland j 15,9% Danmörk 15% Hoiland 13,5% Bandaríkin 12,6% ísland 11,5% Tyrkland 5,3% I Meðaltal OECD 13% AMNESTY INTERNATIONAL Stjórnvöld hvött til fordæma hatursárásir á fólk af erlendum uppruna vegna árásanna á Bandarikin. Islandsdeild Amnesty International: Baráttan hefti ekki mannrétt- indi mannréttindi íslandsdeild Am- nesty International hefur sent forsætisráðherra bréf þar sem að samtökin fordæma árásirnar á Bandaríkin, og fara fram á að þeir sem ábyrgir eru fyrir henni verði sóttir til saka. Samkvæmt Jó- hönnu K. Eyjólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra íslandsdeildar Amnesty lýsa samtökin jafnframt yfir áhyggjum sínum yfir því að baráttan gegn hryðjuverkum geti leitt til þess að mannréttindi fólks verði skert. Amnesty hvetur ís- lensk stjórnvöld til að leggja sitt á vogarskálarnar til aðstoðar af- gönsku flóttafólki, með framlög- um til stofnana og félagasamtaka. Auk þess að veita afgönskum flóttamönnum hæli hér á landi, verði þess óskað. ■ Námskeið fyrir skóla- hjúkrunarfræðinga: Skólakerfíð og foreldrar heilsucæsla Um tuttugu hjúkrun- arfræðingar hafa nýverið hafið störf við grunnskólana á höfuð- borgarsvæðinu. Hjá Heilsugæsl- unni í Reykjavík var ákveðið að taka á móti þessum nýju starfs- mönnum með námskeiði og aðlög- un fyrir starfið. Á námskeiðinu er farið yfir lög og reglugerðir um skóla og heilsugæslu og skóla- kerfið kynnt. Rætt er um sam- skipti við foreldra og leiðir til að komast inn í skólasamfélagið. Margrét Héðinsdóttir og Sigrún K. Barkardóttir hjúkrunarfræð- ingar eru leiðbeinendur á nám- skeiðinu. ■ Innbyrðis átök Palestínumanna: Hamas segir Arafat skapa sér óvinsældir gaza. ap Eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum hafa Árafat og aðrir leið- togar Palestínumanna viljað koma af sér hryðjuverkastimplinum, sem ísraelsmenn hafa óspart notað. Herskáir Palestínumenn lýsa hins vegar fullum hálsi yfir stuðningi við Osama bin Laden. Lögreglan í Palestínu hefur handtekið um það bil 50 mótmælendur í kjölfarið á of- beldiskenndum mótmælaaðgerð- um, sem efnt var til í vikunni til stuðnings Osama bin Laden. Verstu átökin sem lengi hafa orðið milli Palestínumanna inn- byrðis urðu á mánudaginn þegar lögreglan beitti byssum, kylfum og táragasi gegn hundruðum mótmæl- enda sem vopnaðir voru byssum og grjóti. Flestir mótmælendanna voru stuðningsmenn Hamas. Lögreglan lét jafnframt loka öll- um skólum og leyfði erlendum fréttamönnum ekki að fara inn á Gazasvæðið á mánudag og þriðju- dag. Þessum aðgerðum var aflétt í gær, en íslamski háskólinn í Gaza er áfram lokaður, en þaðan koma flestir mótmælendurnir. Hin herskáu Hamas samtök segja leiðtoga Palestínumanna fyr- ir vikið hafa skapað sér auknar óvinsældir. „Mikil reiði ríkir gagn- vart palestínskum stjórnvöldum,“ sagði Mahmoud Zahar, leiðtogi Hamas samtakanna. ■ AFTUR ( SKÓLANN Allir skólar á Gazasvæðinu voru lokaðir á mánudag og þriðjudag vegna innbyrðis átaka Palestínumanna. Miltisbrandur í íslenskri grund A Suðurlandi hefur verið gerð skrá yfir bletti þar sem vitað er til að miltisbrandur gæti leynst í jörð. Bakterían myndar gró eða spora og get- ur legið í dvala áratugum saman. Hvorki embætti yfirdýralæknis né Hollustuvernd halda skrá yfir slíka staði á landsvísu. heilsuvernd Miltisbrandur getur leynst í jörðu hér á landi og ráð- leggja sérfræðingar að farið sé að öllu með gát rekist menn á dýra- bein við uppgröft. Sigurður Sig- —♦— urðarson, dýra- læknir á Keldum, segist vita um nokkra bletti þar sem miltisbruna- skepnur hafi verið grafnar og telur mikilvægt að þeir sem þekki. til slíkra bletta láti vita af þeim þan- nig að hægt sé að vara sig á þeim. Hann segir að síð- Yfirdýralæknir segir ekki haldna skrá yfir urðu- narstaði hjá embættinu, en þeir séu auðþekktir vegna kalks sem hræin liggi í- ......♦.... ast hafi komið upp miltisbrands- sýking á Þórustöðum í Ölfusi árið 1966. „Þar komu upp dýrabein þegar tekinn var skurður. Meðal beinanna var lesk- jað kalk sem gefur til kynna að drepin hafi verið heil hjörð og átt að sótthreinsa með kalkinu.“ Sigurður segir að kýr hafi komist í beinin og þannig hafi sjúk- dómurinn komið upp aftur. „Það er alveg öruggt að þarna hafði þá ekki verið hreyfð jörð í um 30 ár og engar sögur af miltisbrandi í um 70,“ sagði hann og MILTISBRANDSBAKTERÍA Vitað er til að bakterlan geti lifað von úr viti en hún er landlæg víða um heim. I Bandaríkj- unum eru smit sem komið hafa upp í Flórída rannsökuð sem sakamál. SIGURÐUR SIG- URÐARSON, DÝRALÆKNIR Sigurður segir að sér sé ekki grun- laust um að álagablettir hafi orðið til á stöðum þar sem menn vissu til að alls ekki mátti grafa. bætti við að vissara væri að menn væru meðvitaðir um þessa hættu þar sem verið væri að grafa. „Og komi þeir niður á hræ er rétt að fara varlega og hafa samband við embætti yfirdýralæknis eða við þjóðminjavörð til að fá upplýsing- ar. Svo hafa líka verið grafin hræ af skepnum sem hefur verið farg- að vegna riðu og verið er að reyna að kortleggja það á sem nákvæm- astan hátt því riðan getur lifað lengi í jörðinni þótt það sé ekki sambærilegt við miltisbrandinn. Við höfum hvatt til að gróðursett væru tré á slíkum greftrunarstöð- um til að menn virði friðhelgina því ekki höfum við tök á að gera þetta allt að álagablettum," sagði Sigurður. Katrín Andrésdóttir, héraðs- dýralæknir á Selfossi, segir að dýralæknar séu alltaf á varðbergi gagnvart miltisbrandi enda sé hann landlægur víða í heiminum og alltaf hætta á að hann berist til landsins. Hún segir að til sé skrá yfir þekkta urðunarstaði og henni hafi verið komið til yfirdýralækn- isembættisins. „En það geta verið blettir hingað og þangað þar sem þetta er djúpt í jörðu og getur enst von úr viti,“ sagði hún. oli@frettabladid.is Byggðastofnun: Fyrrum starfsmaður sviptur biðlaunum bankamenn Samband íslenskra bankamanna, SÍB, mun á næst- unni senda biðlaun fyrrverandi starfsmanns Byggðastofnunar til innheimtu að öllu óbreyttu, en þessi starfsmaður hefur verið tekinn af biðlaunum sem hann hefur fengið í þrjá mánuði af tólf. Ástæðan fyrir því að Byggða- stofnun hefur tekið þennan eina starfsmann af sex út af biðlauna: skrá er vegna þess að stofnunin telur að honum hafi verið boðið sambærilegt starf eins og hann hafði en því hefði hann hafnað. Því vísar SÍB alfarið á bug. , Friðbert Traustason formaður SÍB segir að Byggðastofnun hermi upp á þennan starfsmann að hann hafi hafnað starfstilboði sem hann fékk í gegnum GSM- síma hjá Tryggingastofnun. Hann segir að viðkomandi hafi aldrei verið lofað þessu starfi auk þess sem það sé alls ekki sambærilegt, hvorki í laúnum, FRIÐBERT TRAUSTASON FORMAÐUR SÍB Segir að Byggðastofn- un hafi ekki marga daga til stefnu áður en málið fari I innheimtu viðfangsefni eða starfsstöðu eins og virðingu og ábyrgð miðað við það sem hún hafði hjá Byggða- stofnun. ■ HÁTÍÐARSALURINN VÍGÐUR Með byggingu og frágangi hátíðarsalarins er síðasta byggingaráfanga Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ lokið samkvæmt þeim samningi er gerður var um skólabygging- una árið 1993. Garðabær: Nýr hátíðar- saJur tekinn í notkun vIcsla Nýr hátíðarsalur Fjöl- brautaskólans í Garðabæ var formlega vígður á miðvikudag. Með salnum fá nemendur nýtt mötuneyti og setustofu og er hann búinn fullkomnustu tækjum. Sal- urinn tekur um 550 manns í sæti og er hugsaður sem fjölnotasalur fyrir skólann og bæjarfélögin tvö, Garðabæ og Bessastaðahrepp. Aðstaða verður góð fyrir leiksýn- ingar, tónleika, fundi og móttökur. Nú þegar er farið að huga að ým- iss konar sýningum og samkom- um á vegum bæjarfélaganna. Þá verða á næstunni haldnir tónleik- ar þar sem Vínardrengjakórinn syngur 12. og 13. október. Einnig mun Sinfóníuhljómsveitin halda tónleika 1. desember nk. og Vla- dimir Askenashy heldur píanótón- leika 21. janúar nk. ■ Bandaríska útlendinga- eftirlitið: Ekkju vís- að úr landi new york Breskri konu Deena Gil- bey að nafni, sem missti manninn sinn í hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin, hefur verið gert að fara úr landi þar sem hún var þar á forsendum dvalarleyfis eigin- manns síns. „Eiginmaður minn var myrtur í þessu landi, líkamsleifar hans eru ennþá einhvers staðar undir rústunum og nú eru bandarísk stjórnvöld aftur að ganga á milli bols og höfuðs á okkur,“ sagði Gil- bey við breska dagblaðið Daily Telegraph. Nokkrum dögum eftir að eig- inmaður Gilbeys dó í árásunum var henni sagt að hún væri orðin ólöglegur innflytjandi. Dvalar- leyfi mannsins hennar tryggði henni rétt til að búa í Bandaríkj- unum án atvinnuleyfis. Eftir að hann dó rann dvalarleyfi hennar sjálfkrafa út. Þetta hefur sett bandaríska útlendingaeftirlitið í vanda, en Gilbey er ekki sú eina sem er í þessari stöðu. Sam- kvæmt upplýsingum frá útlend- ingaeftirlitinu er um hundrað manns í sömu stöðu. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.