Fréttablaðið - 12.10.2001, Side 6

Fréttablaðið - 12.10.2001, Side 6
SPURNING DAGSINS Hvað myndir þú gera ef þú værir forsætisráherra? „Ég vil frekar vera fjármálaráðherra. Þá myndi ég hækka laun eldri borgara og ör- yrkja." ■ Margrét Friðriksdóttir- fjármálaráðherra? EINELTI Ef til vill leiðir könnunin í Ijós þátt eineltis í sjálfsvígshegðun ungmenna. Myndin er sviðsett. Könnun og ungmenni: Athuga sjálfsvíg heilbrigðisiviál Landlæknisemb- ættið og fyrirtækið Rannsóknir og greining standa saman að rannsókn á sjálfsvígshegðun ungs fólks hér á landi. Rannsókn- in tekur til ungmenna á aldrinum 14 til 20 ára árin 1992 og 2000. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sem hefur umsjón með verkefninu hjá Rannsóknum og greiningu segir að unnið sé úr spurninga- listum sem lagðir voru fyrir ungt fólk í grunn- og framhaldsskólum þessi ár. „í könnuninni sem var gerð núna árið 2000 og einnig 1992 voru spurningar sem snúa að sjálfsvígshegðun ungs fólks,“ sagði hún og bætti við að m.a. væru athugaðar tilraunir til sjálfsvíga, sjálfsvígshugleiðing- ar ungmenna og sjálfsvígshegð- un vina þeirra og ættingja. Þá sagði hún að skoða ætti hvort þeir sem féllu í áhættuhóp leit- uðu frekar til sérfræðinga með sín mál en ungt fólk almennt og til hverra þá. Bryndís gerði ráð fyrir að niðurstöður rannsóknar- innar yrðu birtar í febrúar eða mars á næsta ári. ■ Bandalag háskólamanna: Undrun og vonbrigði SKATTAMÁL Björk Vilhelmsdóttir formaður Bandalags háskóla- manna, BHM, segir að félagsmenn hafi orðið fyrir miklum vonbrigð- um að í skattatillögum stjórnvalda skuli ekki hafa verið tekið tillit til ítrekaðra sjónarmiða þeirra um að afborganir af námslánum séu frá- dráttarbærar frá tekjuskattstofni. í þessu sambandi sé það undrunar- efni að þeim sé gert hærra undir höfði sem fjárfesta í fyrirtækjum en þeim sem fjárfesta í menntun þar sem menn fá t.d. skattaafslátt fyrir hlutabréfakaup. í ályktun stjórnar BHM er m.a. minnt á að í mörgum tilvikum nema afborganir af námslánum svipaðri upphæð og ráðstöfunar- tekjur eins mánaðar. Stjórnin telur því að það sé kominn tími til að fyrrum lánþegar Lánssjóðs ís- lenskra námsmanna fái laun í tólf mánuði eins og flestir aðrir. Bent er á að miðað við 270 þúsund króna heildarlaun á mánuði, eða rúmar 3 milljónir á ári séu afborganir af námslánum rúmar 154 þúsund krónur á ári. ■ FRETTABCÁÐ'IÐ 12. október 2001 FÖSTUDÁGÚr Nóbelsverðlaun í bókmenntum: Naipaul fær Nóbelinn STOKKHÓLMUR Breski rithöfundur- inn V.S. Naipaul, sem fæddur er í Trinidad, fær bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hann er þekktur fyrir smásagnaskrif og stærri skáldsög- ur en þó fyrst og fremst fyrir ferðalýsingar sínar. Naipaul hefur áður fengið ýmis bókmenntaverðlaun og þykir einn merkilegasti enskumælandi ferðabókahöfundur heimsins í dag. Þessi tilnefning kemur nokkuð á óvart, og áttu menn frekar von á að bandarískir höfundar á borð við Joyce Carol Oates, John Updike eða Norman Mailer hrepptu NÓBELSRITHÖFUNDUR Breski rithöfundurinn V.S. Naipaul, sem fæddur er í Trinidad, fær bókmenntaverð- laun Nóþels í ér. Valið kom honum og mörgum öðrum á óvart, þrátt fyrir að hann hafi oft verið nefndur til sögunnar þegar verðlaunin ber á góma. hnossið í ár, auk þess sem sænska ljóðskáldið Tomas Tranströmer var ofarlega á lista hjá þeim sem hvað mest hafa spáð í spilin í þetta sinn. Naipaul byrjaði ungur að skri- fa, enda hafði hann lofað föður sín- um að verða rithöfundur, en faðir hans var prentari og blaðamaður við lítið héraðsfréttablað í Trini- dad. Fyrsta bók hans kom út þegar hann var 23 ára gamall, en Naipaul vakti fyrst athygli fyrir skáldsög- una A House for Mr. Biswas, en í henni lýsti hann lífi föður síns. Hún kom út árið 1961, þegar Naipaul var 29 ára gamall. ■ Bandarískir vísindamenn: Konur fá þriðjungi lægri laun WASHINGTON.AP Kvenkyns vísinda- menn fá borgað u.þ.b. þriðjungi lægri laun en karlkyns starfsbræð- ur þeirra í heilbrigðis- og líftækni- geiranum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í stærstu könnun sem gerð hefur verið á launum vísinda- manna í landinu. Laun kvenna nema að meðaltali um 7,2 milljón- um króna á ári á meðan karlar fá að meðaltali um 9,4 milljónir á ári. Þetta er um 31% launamunur. Nið- urstöður kannanarinnar birtust í tímaritinu „Science." ■ FRÉTTASKÝRING Athygli manna beinist að sjávar- útvegsmálum Andstaða margra Sjálfstæðismanna við stefnu flokksins í sjávarútvegs- málum beinir athyglinni að umræðu um þann málaflokk á landsfundi flokksins. Nokkrir þingmanna flokksins hafa lýst sig andvíga stefnu end- urskoðunarnefndar og boða aðrar leiðir. stjórnmál Búast má við nokkuð fjörugum umræðum um sjávarút- vegsmál á landsfundi Sjálfstæðis- flokks. Fjölmargir þingmenn flokksins og aðrir málsmetandi menn hafa lýst andstöðu við þá leið sem boðuð er í áliti meirihluta endurskoðunarnefndar fiskveiði- stjórnunarkerfisins og tekið er undir í drögum að sjávarútvegsá- lyktun fundarins. Viðbúið er að einna mest fari fyrir Vestfjarðaþingmönnum flokksins og stuðningsmönnum þeirra. Einar Oddur Kristjánsson hefur gagnrýnt sjávarútvegsráð- herra harkalega fyrir þá stefnu sem hann hefur framfylgt og ít- rekað lýst því yfir að vel komi til greina að ganga í lið með þing- mönnum annara flokka til að koma í veg fyrir að smábátaflot- inn lognist út af vegna ákvarðana stjórnvalda. Hann segist þó hafa fulla trú á því að Sjálfstæðismenn hafi skilning á því að ekki náist sátt um stjórn fiskveiða nema með því að ná sátt um smábátaút- gerð. „Það verður að ná sátt um smábátaútgerð því það er fleinn í holdi og líknagli í því að einhver sátt geti náðst. Það er ömurlegt að KREFST BREYTINGA Einar Oddur segist aldrei sætta sig við auðlindagjald eða atlögu að smábáta- veiðum. RANGAR FORSENDUR Kristinn Pétursson hefur um árabil sagt stjórn fiskveiða byg- gða á röngum for- sendum. menn skuli vera svo veruleika- fyrrtir að halda að skattur á út- gerðina sé leið til einhverrar sátt- ar, að þjóðnýting sé leið til sáttar. Ég mun aldrei styðja þetta.“ Meðal þeirra sem líklegir eru til að láta sín taka í umræðunni er Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri á Bakkafirði, sem hefur um árabil haldið því fram að fiskveiðistefnan sé byggð á fölskum grunni. „Þær vonir sem ég hef alið í brjósti í ellefu ár snú- ast um að menn setjist niður og geri sér grein fyrir því að kenn- ingar í fiskihagfræði eru ekki þau raunvísindi sem menn reiknuðu með.“ Hann segir skoðanir manna hafa breyst nokkuð eftir að í ljós kom að helmingur þorskstofnsins hafði týnst á tveimur árum. Menn séu samt ekki nógu heiðarlegir við sjálfa sig og sumir virðist enn í blekkingarleik. „Það er skylda okkar í sjávarþorpunum að gera grein fyrir því að það hefur verið gengið allt of langt í þessari svokölluðu stjórnun fiskveiða á röngum forsendum. Það er hins vegar ekkert einfalt mál að komast úr því öng- stræti sem fiskveiðistjórn- in er komin í.“ Fleiri málsmetandi menn í Sjálfstæðisflokknum hafa verið á annarri skoðun í sjávarútvegs- málum en forystan. Pétur Blöndal hefur í tvígang lagt til að veiði- heimildum verði árlega deilt út meðal þjóðarinnar sem geti leigt afnotaréttinn til útgerða. Hann andmælti einnig tillögum meiri- hluta endurskoðunarnefndar sem hann taldi hafa misst af tækifæri til að fara leið til markaðsvæðing- ar í úthlutun veiðiheimilda. Þá er stutt síðan Markús Möller gagn- rýndi stjórnvöld harkalega fyrir stefnu sína og taldi hana hafi brugðist í vörn sinni fyrir hags- munum þjóðarinnar gegn ágengni LÍÚ. í þennan hóp bættist svo Gunnar I. Birgisson á þriðjudag þegar hann lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja lagafrumvarp sem byg- gði á tillögum meirihluta endur- skoðunarnefndar. Þegar Fréttablaðið ræddi við Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra í gær sagði hann ómögulegt að segja til um hvernig umræð- urnar um sjávarútvegsmál á landsfundinum myndu verða. Að- spurður hvort andstaðan sem hef- ur komið fram innan flokksins væri ekki til marks um að breyta þyrfti þeirri stefnu sem hefði ver- ið boðuð sagði hann að menn væru Össur Skarphéðinsson: Lýsir yflr vantrausti á Hrein Loftsson EINKAVÆÐING Össur Skarp- héðinsson, formaður Sam- fylkingar, telur að Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingarnefndar, geti ekki sinnt starfi sínu lengur vegna umsvifa hans í at- vinnulífinu. Jafnframt seg- ir Össur umsvif Hreins að miklu leyti tilkomin eftir að hann gerðist formaður einkavæðingarnefndar. Hreinn er stjórnarformað- ur Baugs og Tryggingamið- stöðvarinnar hf. I yfirlýs- s ingu vegna ummæla Össurar heldur Hreinn því fram að hann sé ekki í aðstöðu til að misnota að- stöðu sína og að nefndin fylgi skýrum, opinberum reglum. HREINN LOFTSSON Segist ekki í að- stöðu til að misnota stöðu „Telja stjórnvöld ekki eðlilegt að einkavæðingar- nefnd hlíti sömu siðareglum og forstjóri Símans? Er það eðlilegt að einn og sami maðurinn sé að selja ríkis- fyrirtæki fyrir hádegi en sé að kaupa og selja á markað- inu eftir hádegi?“ spyr Öss- ur. „Frá því Hreinn Loftsson varð formaður einkavæð- ingarnefndar hafa persónu- leg umsvif hans í viðskipta- lífinu aukist verulega. Ég tel það ekki eðlilegt að mað- ur sem kominn er í hans stöðu sé að stýra einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Reglur um viðskiptasið- ferði ættu ekki síst að gilda um Hrein Loftsson þar sem hann hef- ur gerst sjálfskipaður forgöngu- maður hinnar nýju skírlífisstefnu á viðskiptasviðinu," segir Össur. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Beinir spjótum sínum að Hreini Loftssyni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.