Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. október 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Fyrrverandi sovéskir hermenn: Loftárásir tilgangslausar, landhernaður vonlaus MOSKVfl. ap Fyrrverandi sovéskir hermenn, sem börðust í Afganist- an, hafa í vaxandi mæli verið að lýsa áhyggjum sínum af hernaði Bandaríkjanna í Afganistan. Þeir segja sérstaklega að landhernaður þar sé dæmdur til þess að enda með hörmungum, og loftárásir komi að litlu gagni við að leita uppi hryðjuverkamenn. „Við notuðum flugvélar, þunga- vopn, nýjasta vopnabúnað, en ekk- ert kom að gagni,“ sagði Ruslan Aushev, forseti Ingúsetíu, sem er fyrrverandi foringi í sovéska hern- um. Ilann barðist í Afganistan á árunum 1980-82 og aftur 1985-87. „Hver einast: 'ðkomumaður eða útlendingur sem stígur þar fæti verður innari skamms óvinur. Þetta kom fyrir okkur og það mun koma fyrir Bandaríkjamenn, „ sagði hann. „Landslagið þarna er mjög margbrotið. Þarna eru þúsundir fjallaskorninga og það er mjög erfitt að finna Osama bin Laden,“ sagði hann ennfremur. Loftárásir eru tilgangslausar, segir Aushev, vegna þess að hern- aðarbyrgi eru út um allt landið, bæði skildu Sovétmenn eftir mörg byrgi og svo hafa fjölmörg verið byggð síðan. „Það verða loftárásir, en hvar eru bækistöðvarnar? Hvert einasta fjallagil getur verið bækistöð." ■ FYLGSNI í AFGANISTAN Liðsmaður Norðurbandalagsins, sem berst gegn talibönum í Afganistan, sést þarna koma út úr neðanjarðarbyrgi. Fjöldinn allur af slíkum fylgsnum er í Afganistan. ■f Norsk skoðanakönnun: 47% styðja árásirnar skoðanakönnun 47% Norðmanna styðja árásir Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan. 34% eru and- vígir árásunum og 19% eru óá- kveðnir. Þetta eru niðurstöður skoðanakannanar sem gerð var fyrir norska dagblaðið Aftenpost- en. Andstaðan við árásirnar var mest á meðal kvenna í landinu, en 43% þeirra voru á móti árásunum á meðan aðeins 32% voru þeim fylgjandi. 65% aðspurðra voru engu að síður fylgjandi stuðningi ríkis- stjórnar landsins við baráttu Bandaríkjanna og NATO gegn hryðjuverkum. g FJÖLMENNUR LANDSFUNDUR Á annað þúsund manns sitja landsfund Sjálfstæðisflokksins. í drögum að ályktun um sjávarútvegsmál er lagt til að stjórn fiskveiða byggi áfram á sömu forsendum og nú en verði að auki heildstætt. of fljótir á sér að taka afstöðu til frumvarpa sem ekki væru komin fram, þó svo menn gætu leitt lík- um að niðurstöðunni með hliðsjón af þeim skýrslum sem hefðu kom- ið fram um efnið. Ólíklegt þykir að mikillar stefnubreytingar sé að vænta frá landsfundinum þrátt fyrir að and- staða við núverandi kerfi og til- lögur endurskoðunarnefndar virðist fara vaxandi. Annars veg- ar vegna trausts stuðnings sem hefur verið við kerfið innan Sjálf- stæðisflokksins og hins vegar eins og einn Sjálfstæðismaður komst að orði: „Það er uppi á þeim manni typpið sem fer fram gegn Davíð í hokki Davíðs." binni@frettabladid.is Fólk má ekki verða betur sett eftir tjón Formaður efnahags-og viðskiptanefndar ekki sammála frumvarpi um breytingar á lögum um brunatryggingar. Vilhjálmur Egilsson telur ekki að eign sem þarfnist viðhalds eigi að vera bætt sem ný. brunabótamat „Eg er ekki sam- mála frumvarpinu. Það er trygg- ingafræðilega réttara að miða við afskriftir, við brunabótamat fast- eigna," segir Vilhjálmur Egilsson formaður efnahags-og viðskipta- nefndar varðandi frumvarp um breytingar á lögum um brunatrygging- ar. Með breytingun- um er gert ráð fyrir að afskriftir verði afnumdar og miðað verði við núvirði eigna við bruna- bótamat. í skýrslu sem Arnljótur Björnsson prófess- or gerði fyrir við- skiptaráðuneytið, kemur fram að venjulega svari vá- tryggingafjárhæð- in til þess verðgild- is sem húseigandi telur eignina hafa. Sé, hinsvegar, tryggingafjárhæð lægri en verðgildi eignarinnar er húseigandi undirtryggður og fær ekki fullar bætur fyrir tjón sitt. „Samkvæmt vátryggingalög- um getur fólk ekki fengið hærri bætur en tjóninu nemur. Það eina sem afnám afskrifta myndu leiða til væru hærri iðgjöld og fólk væri betur sett eftir tjónið," segir Vilhjálmur Egilsson. Einnig kem- ur fram í skýrslu Amljóts, að tryggingavernd í brunatjóni virð- ist vera minni hér á landi en í ná- grannalöndum okkar. Afskriftirn- ar geti í sumum tilvikum komið VILHJÁLMUR EGILSSON, FORMAÐUR EFNAHAGS- OG VIÐ- SKIPTA- NEFNDAR Það eina sem afnám afskrifta myndu leiða til væru hærri ið- gjöld af bruna- tryggingum. HÚSEIGENDUR Samkvæmt reglum um vátryggingar hafa húseignir hér verið undirtryggðar. sér illa fyrir húseigendur því þær aðstæður geti skapast að vátrygg- ingarbætur nægi ekki til að end- urbyggja húseign. í mörgum lönd- um sé því í boði núvirðistrygging sem byggir á því að vátrygginga- bætur greiðast án frádráttar vegna aldurs og notkunar. Þó sé tekið tillit til verðrýrnunar vegna minnkaðs notagildis. „Fólk á ekki að fá illa viðhaldna eign bætta sem um nýja væri að ræða, án þess að greiða neitt á milli,“ segir Vilhjálmur. „Þá er verið að ganga á rétt annari’a sem eru að tryggja vel við höldnum eignum. Þetta snýst því ekki um tryggingafélög- in, heldur fólkið, því við erum öll að tryggja I sama potti.“ arndis@frettabladid.is Námskeið í fullorðin- fræðslu kirkjunnar: Ljósi varpað á Islam fræðsla Fullorðinsfi-æðsla kirkj- unnar gengst fyrir námskeiði um Islam. Námskeið- inu er ætlað að koma til móts við spurningar sem hafa vaknað í hug- um fólks um trúar- brögð undanfarnar vikur. Fjallað verð- ur um upphaf, sögu, útbreiðslu og þjóðfélagsáhrif Islamstrúar, spurt um eðli kóransins, stöðu karla og kvenna, trú og stjórnmál og leitast við að varpa ljósi á islamskt þjóðfélag. Kennari er séra Þórhallur Heimis- son. Námskeiðið verður haldið í Háskóla íslands, aðalbyggingu, mánudagskvöldin 15. og 22. október, kl. 18.00 til 20.30. Skráning fer fram hjá Leik- mannaskóla Þjóðkirkjunnar. ■ FJALLAR UM ÍSLAM Þórhallur Heim- isson er leið- beinandi á námskeiði um Islam. Hann hefur numið trúarbragða- fræði og víða fjallað um Islam f samtímanum. Ötti við hryðjuverk í Noregi: Loka sendiráðinu hryðjuverk Bandariska sendiráðinu í Osló hefur verið lokað tímabundið fyrir almenningi. Þetta er gert vegna árásanna á Afganistan. Einnig var lýst yfir þakklæti til norskra stjórnvalda vegna stuðn- ings þeirra við Bandaríkin í barátt- unni gegn hryðjuverkum, að því er kemur fram í Aftenposten. Sendi- ráð Bandai'íkjanna út um allan heim hafa verið í viðbragðsstöðu síðan hryðjuverkaárásin var gerð á Bandaríkin og sérstaklega síðan loftárásirnar hófust á Afganistan. ■ Sjávarútvegur: Nýsköpun og aukin verðmæti fiskvinnsla Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu sem hefur það að markmiði að auka verðmæti sjávarfangs og ýta undir nýsköpun í greininni. Þetta er gert í framhaldi af tillög- um nefndar frá því í sl. viku um framtíðarmöguleika fiskvinnsl- unnar. í þeim efnum hefur Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins ver- ið falið að koma með tillögur er lúta að því með hvaða hætti slík vinna skuli unnin og tilgreina nauðsynlega samstarfsaðila innan og utan greinarinnar. Þessar tillögur eiga m.a. að ná yfir vinnslu og vöruþróun í hefð- bundnum fiskvinnslugreinum, vinnslu aukaafurða, leit að efnum sem ekki eru þegar nýtt í fisk- ÁRNI M. MATHIESEN SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Hamrar járnið á meðan það er heitt vinnslu, eflingu og frekari fjöl- breytni í fiskeldi og auknurn út- flutningi tækja og þjónustu. ■ Flugvellir í Pakistan og Bandaríkjamenn: Hernum heimiluð afnot ÍSLAMABAD, ap Stjórnvöld í Pakistan skýrðu frá því í gær að bandaríska hernum hefði verið gefin heimild til þess að nýta sér nokkra herflug- velli í Pakistan. Að minnsta kosti fimmtán bandarískar herflugvélar höfðu í gær lent á flugvellinum í Jakobabad undanfarna daga og bandarískir hermenn væru þegar komnir til landsins, að því er pakistanskir embættismenn full- yrtu. Þeir vildu þó elcki láta nafns síns getið. Anwat' Mehmood, talsmaður stjórnvalda í Pakistan, sagði Bandaríkjamennina ekki vera her- menn, og tók fram að eftir sem áður hefðu Bandaríkin ekki heim- ild til þess að gera árásir á Afganistan frá Pakistan. ■ VIÐBÚNAÐUR í QUETTA Þessi vopnaði lögreglumaður fylgist með mannlífinu í Qetta í Pakistan, reiðubúinn að taka í gikkinn ef hann sér ástæðu til.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.