Fréttablaðið - 12.10.2001, Page 11
ppSTUDAGUR 12. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
Ríkisútvarpið:
62% andvíg einkavæðingu
Fiskvinnsla:
„Sigga á borði 22“
víkur fyrir vélum
skoðanakönnun 62,2% lands-
manna eru andvíg því að Ríkis-
útvarpið verði einkavætt að því
er fram kemur í skoðanakönnun
PriceWaterhouseCoopers.
Konur eru hlynntari einka-
væðingu RÚV en karlar og vilja
41% kvenna einkavæða stofnun-
ina en 35% karla. Ungt fólk er
hlynntara einkavæðingu en það
eldra, Rúmur helmingur 18-29
ára vill einkavæða stofnunina
en þrír af hverjum fjórum yfir
fimmtugu eru því andvígir.
Þegar horft er til menntunar
sést að stuðningur við einka-
væðingu RÚV er mestur meðal
þeirra sem hafa lokið bóklegu
framhaldsnámi en 51% þeirra
ÁFRAM f RÍKISEIGN
Prír af hverjum fimm eru andvígir sölu Rík-
isútvarpsins
eru fylgjandi einkavæðingu.
Andstaðan er hins vegar mest
meðal háskólamenntaðra en
73% þeirra eru andvíg einka-
væðingu. ■
verkalýðsmál Tæknin í fisk-
vinnslu er sífellt að aukast og
áður en langt um líður er búist við
nýrri vél sem bæði flakar og bein-
hreinsar. Aðalsteinn Á. Baldurs-
son sviðsstjóri matvæjasviðs
Starfsgreinasambands íslands
segir að það geti þýtt að ekki
verði þörf fyrir „Siggu á borði 22“
og í hennar stað verði vél, „Sigga
306.“ Aðspurður hvernig hægt sé
að bregðast við þessari þróun með
tilliti til afkomu fiskverkafólks
segir hann að það verði best gert
með því að hrinda í framkvæmd
tillögum nefndar sem hann átti
sæti í um framtíðarmöguleika
fiskvinnslunnar sem birtar voru
fyrir skömmu.
Hann segir að þessar tillögur
séu mjög raunhæfar, enda séu
þær í samræmi við það sem fisk-
verkafólk hefur lagt áherslu á.
Hann segist ætla að leyfa sér að
vera bjartsýnn á að þeim verði
hrint í framkvæmd því þær séu til
þess fallnar til að efla byggð í
landinu. Þessar tillögur miða m.a.
11
AÐALSTEINN Á. BALDURSSON
SVIÐSSTJÓRI MATVÆLASVIÐS
STARFSGREINASAMBANDSINS
Segir að vandamál margra fiskvinnslu-
stöðva sé hátt hráefnisverð
að því að auka hráefni til land-
vinnslunnar og stuðla að meiri
verðmætasköpun. ■
t LÖOfiEOLAM $
Ríkislögreglustjóri sat uppi
með kristnihátíðarkostnað
Embætti Ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið greitt fyrir yfirgripsmikinn undirbúning sinn
að kristnihátíð á Þingvöllum í fyrra.
ríkisfjármál Embætti Ríkislög-
reglustjóra fékk ekki greiddan
nema hluta af útlögðum kostnaði
vegna kristnihátíðar á Þingvöllum
í fyrra frá kristnihátíðarnefnd.
„Embættið fékk engar fjárveit-
ingar til að mæta auknum kostn-
aði vegna yfirgripsmikils undir-
búnings að kristnihátíð heldur að-
eins vegna beins kostnaðar sjálfa
hátíðardagana,“ segir í árskýrslu
Ríkislögreglustjóra. Þar er þetta
atriði nefnt sem ein skýringa á því
að rekstur embættisins fór fram
úr fjárveitingum fjárlaga.
„Yfirmenn fóru til dæmis í
skoðunaferðir og það er svona eitt
og annað sem hlaust kostnaður af.
Það var ekki beint gert ráð fyrir
þessu hjá kristnihátíðarnefnd.
Það voru ekki peningar til fyrir
þessu. Nefndin var fyrst og
fremst með fjárveitingu sem mið-
aðist við löggæsluna þessa tvo
daga sem hátíðin stóð,“ segir Jón
Bjai'tmars, yfirlögregluþjónn hjá
ríkislögreglustjóra, um viðbótar-
kostnaðinn sem ekki fékkst
greiddur. Hann segist ekki vita
hversu há upphæðin var sem
embættið vildi fá greidda auka-
lega.
„Fyrirkomulagið á þessu var
með þeim hætti að fjárveitingar
vegna kristnihátíðar voi-u saman,
þ.e.a.s. fjárveitingar vegna lög-
gæslunnar voru í sama potti og
annað er varðaði kristnihátíðina.
Þá var upphaflega gerð einhver
áætlun um það hvað mikið lög-
gæslan myndi kosta. Það var
svona fyrirfram áætlun en það er
kannski ekki hægt að sjá allt fyr-
ir,“ segir hann.
Að því er Jón segir var upp-
hæðin sem Ríkislögreglustjóri
fékk greidda sú sama eða örlítið
hærri en upphaflega var gert ráð
fyrir í áætlunum kristnihátíðar-
nefndar.
Júlíus Hafstein, framkvæmda-
stjóri kristnihátíðarnefndar, stað-
festir að embætti Ríkislögreglu-
stjóra hafi óformlega beðið nefnd-
ina um ótiltekið viðbótarfé vegna
hátíðarinnar. „Þeir fengu 21 millj-
ón króna. Það var í samræmi við
þeirra eigin áætlanir og það kom
ekki til greina af okkar hálfu að
bæta við þá upphæð,“ segir Júlí-
us.
„Útgjöld vegna hátíðarinnar
voru innan heimilda fjárlaga,
sagði í fréttatilkynningu sem for-
KRISTNIHATIÐ A ÞINGVÖLLUM
Július Hafstein, framkvæmdastjóri kristni-
hátíðarnefndar, segir nefndina hafa neitað
Ríkislögreglustjóra um viðbótarfé vegna
kristnihátiðarinnar.
sætisráðuneytið sendi frá sér í
maí í vor vegna uppgjörs kristni-
hátíðarinnar á Þingvöllum. í frétt-
inni sagði að heildarkostnaðurinn
við hátíðina hafi verið rúmlega
341 milljón króna.
gar@frettabladid.is
BYGG
Glæsilegar 2-7 herbergja íbúöir
Húsin eru meö utanhússklæðningu úr áli og því viðhaldslítil
• Vandaðar íslenskar innréttingar og AEG-tæki
• Flísalagöar suöursvalir eða sólverönd
• Einstök veðursæld
• Stæði í bílageymslu
• Afhending nú þegar
• Traustur byggingaraðili og viöurkennd efni
Berið saman verð, gæði og frágang
Sölumenn veröa á staðnum og geta veitt allar nánari upplýsingar. Verið velkomin.
FJARFESTING
FASTEIGNASALAíhf
Borgartúni 3“l
Sími 562 4250
Arkitekt: Björn H. Jóhonntsson FAÍ