Fréttablaðið - 12.10.2001, Síða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
12. október 2001 FÖSTUDAGUR
Minningarathafnir í
Bandaríkjunum:
Mánuður frá
árásunum
árás A ameríku Mánuður var í gær
liðinn frá því hryðjuverkaárásirn-
ar voru gerðar á Bandaríkin.
Minningarathafnir vegna þeirra
sem létust voru haldnar víðsvegar
um landið. George W. Bush,
Bandaríkjaforseti, hélt ræðu við
minningarathöfn sem haldin var
fyrir utan Pentagon-bygginguna.
Bað hann skólafólk út um allt land
að flytja með sér hollustueið til
bandaríska fánans. Þúsundir
manna voru samankomnar við
bygginguna, þar sem alls 189
manns létu lífið. ■
Breyting á úthlutun fiár-
magns til grunnskóla
Reykjavíkur:
Miðað við
nemenda-
íjölda
skólamál Stefnt hefur verið að því
í nokkur ár að úthlutun fjármagns
vegna kennslu í grunnskólum
Reykjavíkur miðist við nemendur
í stað bekkjardeilda, eins og
lengst af hefur tíðkast. Unnið hef-
ur verið að undirbúningi þessarar
breytingar á Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur undanfarin ár. Skref-
ið var stigið til hálfs á þessu
skólaári og verður stigið til fulls
næsta haust.
Við bekkjarmiðaða úthlutun
gat fjárveiting milli skóla af svip-
aðri stærð orðið afar mismunandi,
eftir því hvernig nemendur röð-
uðust á árganga. Einnig gat einn
nemandi til eða frá í árgangi haft
mikil áhrif á fjárveitingu. Nem-
endamiðaða aðferðin er talin rétt-
látari og koma meira til móts við
einstaklinginn og þarfir hans.
Einnig er aðferðinni ætlað að
styrkja þá stefnu að losa um
bekkjarkerfið.
Breytingarnar koma misjafn-
lega við skólana. Þannig fá þeir
skólar sem hafa verið með fjöl-
mennar bekkjardeildir nú meira
fjármagn í sinn hlut en skólar með
fámennari bekkjardeildir minna. ■
^Annast veislur
heimahúsum.
Tek að mér innkaup og
matreiðslu. Tilvalið íyrir
saumaklúbba og aðra hópa
Upplýsingar gefur Shabana
Zaman í símum
V 659 3045/581 1465 J
Smáralind:
Ætla að „fríka“
út og versla
viðskipti Fimm vinkonur sátu í
bifreið fyrir utan Smáralind og
biðu eftir því að verslunarmið-
stöðin opnaði. Þetta voru þær
Hjödda, Inga, Erla, Erna og Þuríð-
ur. Sögðust þær vera fullar til-
hlökkunar eftir að skoða verslun-
armiðstöðina og væri ætlunin að
„fríka“ út í innkaupum, eins og
þær komust sjálfar að orði. Að-
spurðar um hvert mesta aðdrátt-
araflið væri í Smáralind svöruðu
þær einum rómi tískufataverslan-
irnar Zara og Mango. Stelpurnar
eru allar nemendur í Verzlunar-
skóla íslands og blaðamaður innti
þær eftir hvort þær væru nokkuð
að skrópa í skólanum. Sögðu þær
svo ekki vera en gátu engu lofað
að það gerðist ekki í framtíðinni.
Að lokum sögðust stúlkurnar ekki
vera í neinum vafa um að þær
ættu eftir að venja komur sínar í
Smáralind. ■
FIMM FULLAR TILHLÖKKUNAR
Stelpurnar sögðust vera algjörar búðarkerlingar og gátu engu lofað að þær myndu ekki
einhvern tímann skrópa í skólanum til að fara í Smáralind.
Bókstafstrú Vesturlanda?
Loftárásunum á Afganistan hefur víða verið mótmælt, þótt fréttir af því
fari ekki hátt. Repúblikani á Bandaríkjaþingi spyr hvort þær séu van-
hugsaðar. Frjálslyndi Vesturlanda sagt minna á bókstafstrú.
MÓTMÆLI f BERLfN
Þýskir mótmælendur voru ekkert að skafa utan af því frekar en venjulega: „Menning er
þjóðarmorð. Víetnam, Tripoli, Téténía, Bagdað, Júgóslavía - Stöðvið stríðið," stendur á
þessum mótmælaborða sem sjá mátti þar sem nokkur hundruð mótmælendur komu
saman f Berlín á mánudaginn.
VIÐBRÖCÐ Á VESTURLÖNPUM Ekki ei'
annað að sjá, en að yfirgnæfandi
meirihluti Bandaríkjamanna styðji
loftárásirnar á Afganistan. Jafnt
Repúblikanar sem Demókratar á
bandaríska þinginu hafa einnig
verið nánast einróma um réttmæti
árásanna.
Einn þingmaður, Repúblikaninn
Jim McDermott, lýsti þó á þriðju-
daginn efasemdum sínum um að
árásirnar á Afganistan væru nógu
vel ígrundaðar. „Þetta minnir ansi
mikið á írak. Saddam Hussein er
enn við völd,“ sagði hann í yfirlýs-
ingu sinni, sem er fyrsta opinbera
gagnrýni bandarísks þingmanns
eftir að árásirnar hófust. „Það er
almenningur í írak, en ekki
Saddam, sem þjáist enn vegna af-
leiðinganna af þessum loftárásum
og flugskeytaárásum sem gerðar
voru í Persaflóastríðinu og refsiað-
gerðunum sem við lögðum á þessa
þjóð í framhaldinu.“
Fjöldamótmæli hafa verið
skipulögð bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu, þótt fréttir af þeim
hafi ekki farið ýkja hátt. Þúsundir
mótmæltu loftárásunum í
nokkrum helstu borgum Evrópu á
mánudaginn, m.a. í London, Berlín,
Vín og Brússel. Einna öflugust g
hafa mótmælin verið í Þýskalandi |
og lögreglan þar á jafnvel von á
óeirðum. Víða hefur verið boðað til
mótmælafunda á föstudag og laug-
ardag.
í New York var einnig efnt til
fjölmennra útimótmæla á mánu-
daginn, þar sem fólk gekk um með
mótmælaspjöld. „Neitum stríði"
og „New York. Ekki í okkar nafni,“
mátti lesa þar meðal annars.
Þá hafa greinarhöfundar í
bandarískum og evrópskum blöð-
um sumir hverjir gagnrýnt loft-
árásirnar harðlega.
Madeleine Bunting, sem skrif-
aði grein á vefsíðu breska dag-
blaðsins Guardian á mánudag, seg-
ir að vestrænt frjálslyndi geti ver-
ið ekki síður óbilgjarnt og kreddu-
kennt eins og hin herskáu afbrigði
íslamskrar bókstafstrúar. Frjáls-
lyndið verði þá að bókstafstrú
Vesturlanda. „Þegar verst lætur
endurspeglar vestræn bókstafstrú
þau einkenni, sem hún hefur því-
líka andstyggð á í óvini sínum bin
Laden: í fyrsta lagi, hugmyndir
um eigin yfirburði án allra efa-
semda; í öðru lagi, fulla trú á því að
gildismati hennar sé hægt að beita
alls staðar; og í þriðja lagi, vilja-
skort til þess að skilja það sem er í
grundvallaratburðum öðru vísi en
hún sjálf.“ ■
RÁS 2 TIL AKUREYRAR
Hugmyndum um flutning Rásar 2 til Akur-
eyrar almennt vel tekið í þingsal.
RÚV til umræðu á þingi:
Rás 2 til
Akureyrar?
alþinci Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra sagði í fyrradag að
til greina kæmi að skilgreina Rás
2 sem miðstöð svæðisútvarpa og
flytja starfsemi hennar til Akur-
eyrar. Þetta kom fram í umræðu
um fjárhagsvanda Ríkisútvarps-
ins í utandagskrárumræðum á Al-
þingi.
Steingrímur J. Sigfússon átti
upphafið að umræðunni og gagn-
rýndi menntamálaráðherra
harkalega fyrir að Ríkisútvarpinu
hefði ekki verið tryggðar tekjur
til að standa undir starfsemi sinni
meðan kostnaður þess hefði auk-
ist og auglýsingatekjur dregist
saman. Steingrímur gagnrýndi að
afnotagjöld hefðu ekki fylgt verð-
lagi og sagði aðgerða þörf til að
bæta stöðu RÚV sem ætti við
þungan skuldabagga að glíma og
lífeyrisskuldbindingar sem hvíldu
þungt á því.
Menntamálaráðherra tók undir
að lífeyrisskuldbindingar RÚV
mætti taka til sérstakrar skoðun-
ar en veittist harkalega að Stein-
grími sem hann sagði óábyrgan í
málflutningi að ætla að leysa öll
mál með hærri álögum á borgar-
ana. ■
r FILTUBE 8,a.
Pressfittings
Ryðfrí stálrör
og press-
fittings
Stærðir: 12,18,22,28 og 35mm
Hagstætt verð!
VA TNSVIRKINN ohf.
Ármúla 21, Sími: 533-2020
Nóbelsverðlaun í efnafræði:
Spegilmyndir
sameinda
stokkhólmur. ap Tveir Banda-
ríkjamenn og einn Japani skipta
með sér Nóbelsverðlaununum í
efnafræði þetta árið. Bandaríkja-
maðurinn William S. Knowles og
Japaninn Ryoji Noyori fá helming
verðlaunanna, sem alls nema um
100 milljónum íslenskra króna, en
hinn helmingurinn kemur í hlut
Bandaríkjamannsins K. Barry
Sharpless. Allir fá þeir verðlaun-
in fyrir rannsóknir sínar á því
einkenni sumra sameinda að
koma fram í tvenns konar formi,
þar sem annað formið er eins og
endurspeglun á hinu, líkt og
hægri og vinstri hönd á fólki.
Nóbelsverðlaunanefndin í
Stokkhólmi kynnti verðlaunahaf-
ana í efnafræði í gær, en á mánu-
daginn voru Leland H. Hartwell,
Tim Hunt og Paul Nurse útnefnd-
ir Nóbelsverðlaunahafar í læknis-
fræði og á þriðjudag voru Eric A.
Cornell, Carl E. Wieman og Wolf-
gang Ketterle útnefndir Nóbels-
verðlaunahafar í eðlisfræði.
í dag, fimmtudag, verður til-
kynnt hver hlýtur bókmennta-
verðlaun Nóbels og á föstudaginn
verður sagt frá því hver hlýtur
friðarverðlaun Nóbels.
Nóbelsverðlaunin verða eins
og venjulega afhent þann 10. des-
NÓBELSVERÐLAUN I HEILA ÖLD
Við verðlaunaafhendinguna I Stokkhólmi I desember verður haldið upp á hundrað ára af-
mæli Nóbelsverðlaunanna. Þangað verður öllum núlifandi Nóbelsverðlaunahöfum boðið.
ember næstkomandi. Að þessu
sinni verður öllum núlifandi
Nóbelsverðlaunahöfum boðið á
samkomuna í tilefni af aldaraf-
mæli Nóbelsverðlaunanna.
Sænski iðnjöfurinn Alfred Nobel
stofnaði verðlaunin og var þeim
fyrst úthlutað árið 1901. ■