Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 1
MENNING Rafmagn í stað pappírs FOLK Sjúkraliðar viðar en í heilbrigðisþjónustu bls 22 AFENGI Astand meðferðarmála aldrei jafnslœmt bls 8 fcaiNGHOLT LYKIU. AÓ OatSHl LlOf) 533-3444 % FRETTABLAÐIÐ 1 1 122. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 15. október 2001 Sjúkraliðar fella niður vinnu verkpall Sjúkraliðar hafa boðað á ný til verkfalls í dag og á það að standa til miðvikudags. Allt stendur fast í deilu sjúkraliða við við- semjendur sína. Rjúpnaveiðin byrjar skotveiði Rjúpnaveiðitíminn hefst í dag og stendur til 23. desember. Búast má við að rjúpnaskyttur fjöl- menni til fjalla en óvíst er um afla- brögð þvf víða þykir mönnum sem fuglinn sé með minnsta móti. VEÐRIÐ í DACI REYKJAVÍK Austan og síðar norðaustan 5-10 m/s og rigning öðm hverju. Hiti 5-10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 13-18 Skúrir 06 Akureyri (5 8-13 Skúrir Q8 Egilsstaðir © 8-13 Skúrir O7 Vestmannaeyjar Q 8-13 Skúrir O7 Kirkjan þingar kirkiuþing Kirkjuþing verður sett í dag og stendur næstu 10 daga í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þingið er öllum opið. Mörg mál verða til umræðu en nú verður hægt að fylgjst með afgreiðslu máia á netfanginu: www.kirkj- an.is/kirkjuthing. Marilyn í bíó kvikmyndir Filmundur sýnir gaman- myndina Some Like It Hot með Marilyn Monroe, Jack Lemmon og Tony Curtis í Háskólabíó kl. 22.30. Keflavík og Akur- eyri fá Fréttablaðið fréttablaðið. Frá og með deginum í dag geta Akureyringar og Kefl- i 1 víkingar nálgast ! * Fréttablaðið samdægurs í verslunum Hagkaups. KVÖLD IðTkV Ö L D | Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa íbúar höfuðborgar- svæðisins? Meðallestur 18 til 67 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 eintök 78% fólks les blaðið IFJOLMIÐLAKUNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DACANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Mikill ótti við hryðju- verk í Bandaríkjunum Bush hafnar umsvifalaust tilboði talibana um framsal bins Ladens til þriðja lands gegn sönnunum á sekt hans og því að hætt verði við frekari loftárásir. „Við vitum að hann er sekur,“ segir Bandaríkjaforseti. Tengsl miltisbrandstilfella við bin Laden ósönnuð. Talibanar örvæntingarfulbr. washincton. ap George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hafnaði um- svifalaust tilboði stjórnar talibana sem buðust til þess í gær að fram- —— selja Osama bin Laden, ef að Bandaríkjamenn hættu árásum á Afganistan. For- setinn, sem var ný- kominn frá Camp David eftir helgar- dvöl, sagði að árás- unum myndi ekki ljúka nema að tali- banar „framseldu hann, samverka- menn hans og alla gísla.“ Bush bætti við að sekt eða sak- leysi Osama bin Ladens væri ekki Mikill ótti hefur gripið um sig ! Bandaríkjunum vegna miltis- brandstilfella og hættunnar á nýjum hryðju- verkum. til umræðu „Við vitum að hann er sekur.“ Haji Abdul Kabir, aðstoðar- forsætisráðherra stjórnar talibana, tilkynnti blaðamönnum að taliban- ar væru reiðubúnir að framselja bin Laden, til þriðja lands, svo framarlega sem þeir fengju sann- anir um sekt hans. Tímasetning til- boðsins þykir jafnvel benda til þess að talibanar séu orðnir örvæntinga- fullir vegna árása Bandaríkja- manna sem hafa staðið í viku. Blaðamennirnir voru staddir á yf- irráðasvæði talibana í Afganistan, í boði þarlendra stjórnvalda sem sýndu þeim ummerki árása Band- ríkjamanna. Mikill ótti hefur gripið um sig í Bandaríkjunum vegna miltis- brandstilfella og hættunnar á nýj- um hryðjuverkum. Heilbrigðisráð- herra Bandaríkjanna, Tommy Thompson sagði að það væri klár- lega hryðjuverk að senda miltis- brand með pósti, eins og gert hefur verið. John Ashcroft, dómsmála- ráðherra sagði að verið væri að rannsaka hvort að Osama bin Laden bæri ábyrgð á sendingunum en of snemmt væri að segja til um það. Ashcroft vísaði á bug orðum talsmanns talibana í Pakistan, sem sagði það mistök að einblína á bin Laden í rannsókn á miltisbrandin- um. Hann gagnrýndi harðlega ný- legar hótanir stuðningsmanna bins Ladens um frekari hryðjuverk og ráðleggingar þeirra til múslima í Á AFGÖNSKUM SPÍTALA Lala Bidal heldur á Hazrat, fjögurra ára gömlum syni sínum á spítala I borgínni Jalalabad í Afganistan. Tali- banar segja þá báða hafa særst I árás Bandaríkjamanna sl. fimmtudag. Talibanar buðu blaðamönnum I gær að skoða ummerki árásanna I fyrsta skipti síðan þær hófust fyrir viku síðan. Meira bls. 2. Ný þriggja daga verkfallslota hjá sjúkraliðum hefst í dag: Undirbúa nú allsherjarverkfaU kjaradeila „Engin tilboð hafa borist frá ríkinu til að koma í veg fyrir þetta verkfall þannig að ríkissátta- semjari sá ekki ástæðu til annars en að boða til fundar 18. október," sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, en í dag hefst annað þriggja daga verkfall sjúkraliða sem stendur til 17. október. Kristín sagði að ef samkomulag næðist ekki tólf dög- um frá þessu verkfalli kæmi til annars verkfalls. Styttist þá í að enn fleiri sjúkraliðar færi út af Landspítala vegna uppsagna og framundan væru svartir dagar fyr- Bandaríkjunum um að forðast flug- vélar og háar byggingar. Loftárásir Bandaríkjamanna á Afganistan héldu áfram í gær. Á meðal skotmarka voru Kabúl og aðrar borgir í Afganistan. Einn yf- irmanna flugmóðurskipsins USS Enterprise sagði samtali við blaða- menn að verið væri að Ijúka við að eyðileggingu skotmarka sem flug- mönnum hefði mistekist að eyði- leggja í fyrri árásum. Þúsundir heittrúaðra Pakistana efndu til mótmæla í gær og reyndu að ráðast að flugvelli sem talið er að Banda- ríkjamenn hafi afnot af. Leiðtogar heittrúaðra Pakistana hvetja til þess að ríkisstjórninni verði steypt af stóli. ■ Alþjóðlegt fjársvikamál: Tugmilljóna bankasvik fiársvik Tali hefur verið gert að afhenda Ríkislögreglustjóra upp- lýsingar um farsímanotkun er- lends manns, sem er í gæsluvar- haldi hér á landi, vegna gruns um tugmilljóna fjársvik. Hæstiréttur kvað upp úrskui'ð þessa efnis á föstudag. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, saksóknara og yfirmanns efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjórans, tengir málið anga sína til nokkurra landa en það kom upp fyrir rúmlega tveimur vikum. Tveir Nígeríumenn eru í haldi vegna brota framinna hér á landi. Um er að ræða tilraunir til að selja innistæðulausar ávísanir og aðra pappíra í bönkum og koma ágóðanum úr landi. Heildarum- fang málsins skiptir tugum millj- óna króna en brotin hérlendis ná aðeins til hluta þeirra upphæða. ■ SJUKRALIÐAR í VERKFALLI Engar skurðaðgerðir verða gerðar af biðlistum á sjúkrahúsunum. ir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Kristín sagði í undirbúningi að senda atkvæðaseðla til allra sjúkraliða á landinu um hvort boða eigi til allsherjarverkfalls sem hæfist um miðjan nóvember. Þetta yrðu þrjú verkföll þrjá daga í senn. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Ríkisspítalanna, sagði engar sérstakar ráðstafanir verið gerðar umfram undanþágulista sem sjúkraliðarfélagið samþykkti að unnið væri eftir. „Við þurfum að loka aftur þeim deildum sem við opnuðum eftir síðasta verkfall. Þetta eru þrjár deildir á skurðsviði, barnadeild og ein á lyfjasviði." Anna sagði engar skurðaðgerðir framkvæmdar af biðlistum heldur einungis bráðaaðgerðir og aðgerðir á krabbameinssjúklingum. ■ | ÞETTA HELST | Davíð Oddsson hlaut 98% at- kvæða í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Geir H. Haarde hlaut 89% í varaformannskjöri. bls. 2. Markús Möller sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna niðurstöðu landsfundar um sjáv- arútvegsmál. bls. 23. Reiðir þorpsbúar gerðu aðsúg að erlendum blaðamönnum í þorpinu Karam í Afganistan í gær. Blaðamönnunum hafði verið hleypt inn í landið af talibönum til að líta á afleiðingar loftárása Bandaríkjamanna. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.