Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS
Hvernig lýst þér
á efnahagsástandið?
Mér líst bara þokkalega á það. Ég hef engar
sérstakar áhyggjur enda þýðir það ekkert
þetta reddast alltaf hérna á (slandi. Ég
stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og hver
er sinn gæfusmiður.
Ólafur Guðlaugsson auglýsingateiknari
RÍKISLÖG-
REGLUSTJÓRI
Ríkislögreglustj óri:
Skírteini með
leysitækni
ökuskírteini í dag hefur ríkislög-
reglustjóri útgáfu nýrra ökuskír-
teina sem eiga að vera mun end-
ingarbetri og ör-
uggari með tilliti
til fölsunar en nú-
verandi skrtreini.
Nýju skírteinin
eru unnin með
leysitækni þannig
að upplýsingar á
kortinu og myndin
er grafin inní
kortið sjálft.
Vandamál hef-
ur verið með núverandi kort þar
sem myndirnar hverfa stundum
af skírteinum eða dofna og fólk
verður óþekkjanlegt. Þeír sem
þannig er ástatt um fá nýtt skír-
teini sér að kostnaðarlausu en
eldri gerðir skírteina halda gildi
sínu.
Ljósmynd þar að fylgja um-
sókn um nýtt ökuskírteini þar sem
ekki er lengur aðgangur að
myndabanka Reiknistofu bank-
anna.
Reiknistofa bankanna hefur
séð um framleiðslu á ökuskírtein-
unum frá árinu 1997 en ekki er til
tækjabúnaður hér á landi til að
framleiða nýju skírteinin og hefur
verið samið við þýskt fyrirtæki
um framleiðsluna. b
I HÁSKÓLINN I
T Tnglingahreyfingar stjórnar-
andstöðuflokkanna hafa sent
frá sér sameiginlega ályktun þar
sem tíu þúsund króna hækkun
innritunargjalda við Háskóla ís-
lands, Kennaraháskóla íslands og
Háskólann á Akureyri er mót-
mælt. Er litið á fyrirhugaða
hækkun sem tilraun til að koma á
almennum skólagjöldum við skól-
ana enda sé hækkunin ætlað að
standa undir kostnaði við kennslu
samkvæmt nýju fjárlagafrum-
varpi. Segir í ályktuninni að
hækkunin brjóti gegn lögum.
FRÉTTABLAÐIÐ
15. okróber 2001 MÁNUDAGUR
Yfirdýralæknir:
Atak gegn ólöglegu kjöti
landbúnaður Embætti yfirdýra-
læknis hefur farið þess á leit að
passað sé upp á að óstimplað og
ólöglegt kjöt sé ekki tekið inn í
eftirlitsskyld fyrirtæki svo sem
kjötvinnslur, mötuneyti, stóreld-
hús og verslanir. Embættið fór
fram á að Hollustuvernd ríkisins
beindi tilmælunum til heilbrigðis-
eftirlits sveitarfélaganna. Halldór
Runólfsson, yfirdýralæknir, segir
ástæðu þessar tilmæla vera að
sláturtíð standi yfir og líklegra en
ella að slíkt kjöt slæðist með.
Hann segir þó ekkert sérstakt
benda til að ólöglegt kjöt sé frek-
ar í umferð nú en áður. „Laga-
heimildir til heimslátrunar eru
mjög þröngar, en eigandi lögbýlis
má slátra eigin fé heima á lögbýli
til eigin nota. Það er hins vegar
bannað að gefa þetta, selja eða
gera nokkuð annað við það en að
slátra og éta heim á bænum.
Allir sem eru með matvæli í
sölu eða vinnslu verða að vera
með kjöt úr sláturhúsum og fyrir
því eru góð og gild rök,“ sagði yf-
irdýralæknir sem jafnframt
skrifaði Meistarafélagi kjötiðnað-
armanna hvattir þá til að forðast
að taka að sér vinnslu á ólöglegu
kjöti.
Þá óskaði yfirdýralæknir eftir
því við dómsmálaráðuneytið að
það fari þess á leit við lögreglu-
Þessir girnilegu bitar eru örugglega stimpl-
aðir og vottaðir í bak og fyrir.
stjóra um land allt að aukið verði
eftirlit með ólöglegu kjöti. Hall-
dór fjallar nánar um þessi mál í
grein í næsta eintaki Bændablaðs-
ins. ■
Gangandi vegfarendur:
Ljós á Hofs-
vallagötu
samgöngur Kjartan Magnússon
og Kristján Guðmundsson, full-
trúar Sjálfstæðisflokks í sam-
göngunefnd Reykjavíkur, hafa
lagt til í nefndinni að sett verði
upp gangbrautarljós á Hofsvalla-
götu við gatnamót Sólvallagötu.
Þeir segja Hofsvallagötu nú vera
einu götuna í gamla vesturbænum
þar sem 30 km hraðatakmörk
gildi ekki. Þar sé ökuhraði því
mun meiri en annars staðar í
hverfinu með tilheyrandi slysa-
hættu fyrir gangandi vegfarend-
ur, ekki síst skólabörn og eldri
borgara. ■
Enginn staður á íslandi á
heimsminjaskrá UNESCO
A sjöunda hundrað menningar- og náttúruminjar eru nú á alþjóðlegri heimsminjaskrá.
Enn er enginn staður hér á landi á listanum en unnið er að því að tilnefna Skaftafell og Þingvelli.
Ekki er talið að barrskógur á Þingvöllum eða lúpína í Skaftafelli muni koma í veg fyrir það.
heimsminjar Samningur um vernd-
un menningar- og náttúi-uarfleifðar
heims varð til á þingi UNESCO árið
1972. World Heritage List, eða
heimsminjaskráin, er listi yfir þá
staði sem vernda á samkvæmt
samningnum. Tæplega 700 staðir í
122 löndum eru nú á heimsminja-
skránni og teljast flestir þeirra til
menningarminja. Dæmi um staði
eru Kínamúrinn, gömlu miðbæir
borganna Prag, Havana og Vilnius,
Dómkirkjurnar í Hróarskeldu og
Durham, Galapagoseyjar og fjöldi
þjóðgarða.
ísland hefur verið aðili að þess-
um samningi frá
1996. Síðan þá hef-
ur verið unnið að
því að íslenskir
staðir kæmust inn
á menningarminja-
skrána en enginn
staður er þó kom-
inn þangað enn.
Árið 1996 gaf nor-
ræna ráðherra-
nefndin út skýrslu
um heimsminjar á
Norðurlöndum.
Skýrslan var unnin
af þverfaglegum
vinnuhópi á árun-
__ um 1993-1996 og
eru í henni gerðar
tillögur um 21 mögulegt
heimsminjasvæði á Norðurlöndum.
Af þessu 21 svæði eru fimm ís-
lensk, Þingvellir, Surtsey, Mývatn,
Snorralaug í Reykholti og Víðimýr-
arkirkja í Skagafirði.
Nú er starfandi fjögurra manna
íslandsnefnd sem er skipuð fulltrú-
um frá menntamálaráðuneyti og
Island hefur
verið aðili að
samningnum
frá 1996. Síð-
an þá hefur
verið unnið að
því að íslensk-
ir staðir
kæmust inn á
menning-
arminjaskrána
en enginn
staður er þó
kominn þang-
að enn.
BARRIÐ EKKI FYRIRSTAÐA
Þingvellir er annar tveggja staða á islandi sem unnið er að, að komist á heimsminja-
skrána. Hinn er Skaftafell í öræfum.
m
FYRIRTÆKJASALA
ISLANDS SSlSASo
.■YrilRTÆKI TIL SOLU
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
Gissur V. Kristjánsson hdl. og
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
SÖLUSTJÓRI
GUNNAR JÓN YNGVASON
HUSGAGNAVERSLUN sérhæfð mjög
þekkt verslun í vönduðum klassa húsgögn-
um ásamt húsbúnaði, Besti tíminn fram-
undan
SPQRTBAR með veitingasölu í úthverfi ,
15 ár sami eigandi, mikil traffik og góð af-
koma
ÖFLUGT ÞEKKT VERKTAKAFYRIRT í
KJARNABQRUN STEYPUSÖGUN og fl
ársvelta 90 millj næg verkefni framundan
LÍTIL HEILDSALA á matvörumarkaði ,
hentug viðbót eða sem aukavinna verð 1,2m
GULLSMÍÐASTQFA á Laugavegi
BAKARÍ. brauð, kökur, kaffi, flott fyrirtæki
með góða vinnuaðstöðu, mjög góð af-
koma.
VEITINGAST.VIDEOLEIGA.SJOPPA , við
stóran framhaldsskóla í Hafnarfirði, allar
innréttingar, tæki og búnaður nýr og mjög
vandaður, 2 bílal, velta 80milj verð 19 milj
HEILDSALA MEÐ BYSSUR QG FL mjög
þekkt umboð, fín velta , besti timinn er
núna
SERHÆÐ VIDEQL TQPP AFKQMA eða
ca 4 n 5 millj á ári, góður þægilegur rekstur
BÓKA.RITFANGA OG DÓTAVERSLUN í
miðbæ Garðabæjar, 30 ára fyrirtæki.
FRAMLEIÐSLA Á FISKRÉTTUM öflugt vel
búið fyrirtæki í góðum rekstri.
HEF KAUPANDA AÐ GÓÐRI SÉR
VERSLUN EÐA STÓRRI HEILDSÖLU
GÓÐ SALA NÚNA VILT ÞÚ SELJA ?
VANTAR FYRIRTÆKI SEM MÁ FLYTJA
ÚT Á LAND STÓR OG SMÁ
Atvinnuhúsnæði
SMIÐSHÖFÐI 276
fm, hurð 3,75 m bjart
gott húsnæði, laust
mjög fljótlega.
AKRALIND 500m í Smáralind 300 fm
120/180 bjart nýtt húsnæði með 2 innkh
VANTAR 100 -200 fm HÚSEIGN MEÐ
INNK.HURÐ TIL LEIGU EÐA SÖLU
l NÁTTÚRUARFLEIÐ[
Náttúrufyrirbæri sem samanstanda af
eðlisfræðilegum og lífrænum mynd-
unum eða þyrpingum slíkra myndana
sem hafa sérstakt alþjóðlegt gildi frá
fagurfræðilegu eða vísindalegu sjónar-
miði;
Jarðfræðilegar eða eðlislandfræðilegar
myndanir, og vel afmörkuð svæði sem
eru heimkynni dýra- og plöntuteg-
unda í útrýmingarhættu, sem hafa
sérstakt alþjóðlegt gildi frá sjónarmiði
vísinda eða náttúruverndar;
Náttúruvætti eða vel afmörkuð svæði
í náttúrunni sem hafa sérstakt alþjóð-
legt gildi frá sjónarmiði vísinda, nátt-
úruverndar eða náttúrufegurðar.
Skilgreining á menningararfleifð
i samningi um verndun menningar- og
náttúruarfieifðar heimsins.
umhverfisráðuneyti, forstjóra
Náttúruverndar ríkisins og þjóð-
minjaverði. Nefndin vinnur að því
að undirbúa íslenskan tillögulista
en þegar er ákveðið að sótt verði
um að þjóðgarðurinn í Skaftafelli
og Þingvellir fari inn á heimsminja-
skrána. Gert er ráð fyrir allt að
tveggja ára vinnu við að undirbúa
það að Skaftafell og Þingvellir fari
á .heimsminjaskrána. Meðal þess
sem"þarf að gera til undirbúnings
er að vinna kort yfir náttúrufar og
menningarminjar á báðum svæðun-
um, semja lýsingar af þeim og taka
ljósmyndir. Alþjóðleg nefnd fer
yfir umsóknir og var hluti nefndar-
innar hér á ferðinni fyrir nokkrum
árum. Helstu fyrirstöður eru taldar
að sandarnir til sjávar frá Skafta-
felli tilheyra ekki þjóðgarðinum og
að Þingvallasvæðið sé varla talið
nógu stórt.
steinunn@frettabladid.is
MENNINGARARFLEIÐ
MINNISVARÐAR: Verk á sviði bygging-
arlistar, höggmyndir og málverk, hvers
kyns fornminjar, áletranir, hellahíbýli
og samsetning þátta sem hafa sér-
stakt alþjóðlegt gildi frá sögulegu, list-
rænu eða vísindalegu sjónarmiði;
PYRPINGflR BYGGINGA: Þyrpingar
aðskilinna eða tengdra bygginga, sem
vegna byggingarlistar, heildstæðs yfir-
bragðs eða hvernig þær falla að
landslagi, hafa sérstakt alþjóðlegt gildi
frá sögulegu, listrænu eða vísindalegu
sjónarmiði;
STflÐIR: Mannvirki eða sameiginleg
verk manna og náttúru, og svæði með
fornum menjum sem hafa sérstakt al-
þjóðlegt gildi frá sögulegu, fagurfræði-
legu, þjóðfræðilegu eða mannfræði-
legu sjónarmiði
Skilgreining á menningararfleifð
i samningi um verndun menningar- og
náttúruarfleifðar heimsins.
Árni Þór Sigurðsson:
Ekki glatað fé þótt skipt
hafi verið um skoðun
FLUGVÖLLUR „Það var ekki
búið að negla neitt niður
varðandi flugvöllinn," segir
Árni Þór Sigurðsson, for-
maður skipulags-og bygg-
inganefndar Reykjavíkui'-
borgar. „Sett var fram um-
ræðutillaga í vor sem gerði
ráð fyrir því að eftir árið
2016 yrði einungis pláss
fyrir eina flugbraut í Vatns-
mýrinni og það yrði norður-
suðurbrautin. Við höfum
snúið þessu við í endanlegri
tillögu og höldum rými fyr-
ir austur-vestur brautina."
Breytingarnar, segir Árni
ÁRNIÞÓR
SIGURÐSSON
Ekki hefur verið
sérstakt tilefni til
að ræða við sam-
gönguráðherra
varðandi það að
önnur flugbraut
verði notuð.
Þór, vera byggðar á athuga-
semdum við fyrri tillög-
unni, meðal annars frá íbú-
um í Þingholtum og bæjar-
yfirvöldum í Kópavogi. Ný-
búið er að leggja fé í endur-
nýjun norðui'-suðurbrautar-
innar, sem gert er ráð fyrir,
í tillögum skipulags-og
bygginganefndar, að verði
lögð niður. „Það eru ekki
glataðir fjármunir, þótt
búið sé að leggja fé í endur-
bætur á norður-suðurbraut-
inni, því flugvöllurinn verð-
ur eins og hann er til ársins
2016,“ segir Árni Þór.
FLUGVÖLLURINN
Breytingar á því hvaða flugbraut skuli not-
uð byggja á athugasemdum frá íbúum.
Hann segir að brautin hefði
ekki getað dugað þar til hún yrði
aflögð þar sem að ástand hennar
hafi verið orðið mjög slæmt. „Við
höfum ekki rætt þetta sérstaklega
við samgönguráðherra," segir
Árni Þór. „Ekkert sérstakt tilefni
er til þess, þar sem að eingöngu er
verið að skipta um skoðun varð-
andi hvaða braut verður áfram.“>