Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 22
1
HRAÐSOÐIÐ
22
FRÉTTABLAÐIÐ
15. október 2001 MÁNUDACUR
GUÐJÓN ARNGRÍMSSON
upplýsingafulltrúi Flugleiða
Handtekin
vegna sprengju-
hótunar
HVAÐ gerðist um borð í Flugleiðavél-
inni sem var að fara til Minneapolis á föstu-
dag?
Þrír farþeganna sem voru ölvaðir
voru með einhver leiðindi og létu
ummæli falla. Mat flugstjóri vélar-
innar aðstæður þannig að honum
þótti ástæða til að kalla til aðstoðar
bandarískra yfirvalda. Þetta voru
tveir karlar og kona.
HVAÐA
ummæii voru þetta?
Þetta voru ummæli um sprengjuhót-
un um borð í vélinni.
HVAÐ
gerðist þegar vélin lenti?
Bandarísk yfirvöld tóku á móti far-
þegunum í Minneapolis. Voru þeir
færðir til yfirheyrslu og tók hún
nokkra klukkutíma. Að yfirheyrslum
loknum var farþegunum sleppt.
HAFA verið
gefna út einhverjar kærur?
Það hafa engar kærur verið gefnar
út og málið verður því látið falla nið-
ur.
MUNU Flugleiðamenn gera eitthv
frekar í málinu?
Nei. Flugleiðir munu ekki kæra
ER einhver titringur meðal islenskra flug-
stjóra i kjölfar hryðjuverkanna?
Nei, þeir eru nokkuð rólegir í tíð-
inni. Þrátt fyrir það er litið á um-
mæli um sprengjuhótanir alvarleg-
um augum.
ER ölvun farþega almennt vandamál um
borð i islenskum vélum?
Nei, það tel ég ekki heldur hefur
þróunin orðið sú að hún hefur farið
minnkandi síðustu ár.
Cuðjón Arngrímsson er fyrrum blaðamaður og
hefur undanfarin ár verið upplýsingarfulltrúi
Flugleiða.
Frakkland:
Sjakalinn giftist lögfrædingnum sínum
parís. ap. Isabelle Coutant-Peyre,
lögfræðingur Sjakalans svokallaða,
staðfesti á föstudag að þau tvö
hygðust ganga í hjónaband við fyrs-
ta tækifæri, það er að segja um leið
og þau væru búin að ganga frá
skilnaði við núverandi maka. „Þetta
verður hjónaband byggt á ást og
virðingu," sagði Coutant-Peyre þeg-
ar hún tilkynnti um áform þeirra.
Carlos sjakali, heitir réttu nafni
Ilich Ramirez Sanchez. Hann er frá
Venesúela en situr í fangelsi í
Frakklandi fyrir morð sem hann
framdi þar á áttunda áratugnum.
Hann var um árabil eftirlýstur af
yfirvöldum um allan heim fyrir
þátt sinn í fjölmörgum ódæðisverk-
CARLOS SJAKALI OG COUTANT-PEYRE
Hjónaleysin í réttarsalnum í fyrra.
um. Hann var handtekinn í Súdan dóm.
árið 1994 og framseldur til Frakk- „Það er óramunur á þeirri
lands þar sem hann hlaut lífstíðar- ímynd sem fólk hefur af honum og
honum í raunveruleikanum," sagði
Coutant-Peyre á föstudag.
Ramirez Sanchez snerist til ís-
lamstrúar þegar hann átti heima í
Súdan og kvæntist múslimskri
konu. Á níunda áratugnum kvænt-
ist hann Magdalenu Kopp, þýskri
konu sem tengdist þýskum hryðju-
verkasamtökum.
Líklegt er talið að giftingin muni
eiga sér stað í La Sante fangelsinu
þar sem Sanchez er í haldi. Coutant-
Peyre sagðist telja að athöfnin
myndi eiga sér stað í síðasta lagi í
byrjun næsta árs. Hún vildi ekki
gefa upp hvernig athöfnin færi
fram en sagði bara að hún yrði
óhefðbundin. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
Aferðamálaráðstefnu Ferða-
málaráðs íslands sem haldin
verður seinni hluta vikunnar
verður meðal annars fjallað um
hvaða áhrif árás hryðjuverka-
manna á Bandaríkin mun hafa á
íslenskan ferðamannaiðnað. Svör-
in við þeirri spurningu eru ef-
laust margþætt en meðlimir í net-
klúbbi Flugleiða fengu eitt þeirra
sent í tölvupósti á dögunum. í
póstinum sem bar heitið Banda-
ríkin á betra verði var félögum
boðin fargjöld til Bandaríkjanna
á afar hagstæðu verði og hafa
margir velt fyrir sér hvort að
skýring þessa sé ekki sú hversu
mikið hefur dregið úr ferðalögum
Bandaríkjamanna.
Opnun Smáralindar verður Sig-
urði Péturssyni, Kremlverja,
efni til vangaveltna í nýjum pistli
á síðu Kremlverja. Ekki það að
Sigurður hafi
brugðið undir sig
betri fætinum og
farið í Smáralind-
ina heldur ber
hann saman það
sem honum stend-
ur til boða í sínum
heimabæ, ísafirði,
og fær þá niður-
stöðu að hann sé ekki að missa af
neinu. Sigurður flutti ásamt konu
sinni, Ólínu Þorvarðardóttur, til
ísafjarðar síðastliðið sumar en
hún tók eins og kunnugt er við
stöðu rektors Menntaskólans á
ísafirði. Ef marka má pistil Sig-
urðar láta þau hjónin engan
menningaratburð á ísafirði fram-
hjá sér fara og eru þau mjög
ánægð með framboðið.
Bók Pálma Jónassonar, frétta-
manns á fréttastofu Utvarps,
íslenskir auðmenn, á eflaust eftir
að gleðja margan forvitin náung-
an. Að því er frá greinir er mark-
mið bókarinnar að varpa ljósi
hverjir séu efnuðustu menn þjóð-
arinnar og hvernig þeir hafi kom-
ist til auðs og valda. Pálmi kemst
að þeirri niðurstöðu að íslenskir
milljarðamæringar séu rúmlega
50 talsins. Pálmi segir að verðmat
á eignum milljarðamæringa hafi
verið gert með aðstoð sérfræð-
inga, sem „eðli málsins sam-
kvæmt“ vilji ekki láta nafngreina
sig.
Nokkrir milljarðamæringanna
eru íslendingar sem hafa
„meikað það“ í útlöndum. Þar á
meðal er Björk Guðmundsdóttir.
Pálmi segir þó
engan vita hver-
su efnuð hún sé,
en flestir séu
sammála um að
auðæfi hennar
séu langt yfir
milljarðinum.
Annar íslending-
ur í útlandinu er
Ólafur Jóharm Ólafsson, hann
hefur „auðgast vel“ segir Pálmi
sem segir ljóst að auðæfi hans
séu sömuleiðis langt yfir millj-
arðinum fræga.
Meðal íslendinga Sem hafa
hagnast í útlöndum og eru
ekki eins þekkt og Björk og Ólaf-
ur er Sonja Wendel Benjamins-
Sjúkraliðar víðar en
í heilbrigðisþjónustu
Kristín Á. Guðmundsdóttir, Formaður Sjúkraliðafélags íslands, hefur
unnið að félagsmálum sjúkrjaliða um langa hríð. Kristín útskrifaðist
sem sjúkraliði árið 1982 og starfaði um 15 ára skeið á skurðdeild
Landspítala. I dag hófst önnur þriggja daga verkfallslota sjúkraliða.
VERKFALL SJÚKRALIÐA „Starfið er
fyrst og fremst fólgið í að hjúkra
fólki, meðal annars á skurðdeild-
um og lyf- og handlækninga-
deildum. Þar eru störf sjúkraliða
fólgin í að sinna þeim sjúku.
Störfin eru mjög nátengd þeirri
klínísku hjúkrun sem fram fer á
deildinni og í rauninni er starf-
vettvangur sjúkraliða fyrst og
fremst við rúm sjúklinganna,"
segir Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags ís-
lands, spurð í hverju starfið
felist.
Fyrstu sjúkraliðarnir á ís-
landi voru útskrifaðir á Akur-
eyri í maí árið 1966. Fagfélag
sjúkraliða var stofnað 21. nóv-
ember sama ár. Kristín segir
margt hafa breyst á þeim tíma
og störf sjúkraliða hafi verið að
dreifast víðar en innan heil-
brigðisþjónustunnar. Meðal ann-
ars hafi þeir tekið að sér störf
innan félagsþjónustu. Sjúkra-
liðanám á Islandi er sjö anna
nám í fjölbrautakerfinu. Sá sem
lært hefur sjúkraliðun þarf að fá
leyfi heilbrigðisráðuneytisins til
að starfa innan heilbrigðiskerf-
isins. Hann fær til þess leyfis-
bréf sem hann kaupir líkt og
hjúkrunarfræðingar, læknar og
aðrir sem hafa löggildingu ráðu-
neytisins. Kjarnaskóli heilbrigð-
isgreina er Ármúlaskólinn en
sjúkraliðar eiga kost á því að
taka viðbótarnámskeið til að við-
halda menntun sinni.
„Vel flestir sjúkraliðar eru
komnir með í kringum 200
kennslustundir í námskeiðum.
Þá eru mjög margir búnir að
fara í hálfs árs viðbótarnám. Og
nokkrir hafa tekið það á fleiri en
FORMAÐUR FRÁ UPPHAFI
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, hefur gegnt formennsku
frá stofnun félagsins árið 1992.
einu sviði,“ segir Kristín. Hún
segir að til standi að bjóða upp á
1 árs viðbótarnám fyrir sjúkra-
liða í tengslum við öldrunar-
hjúkrun. Flest námskeiðin, sem í
boði eru, eru innan fjölbrauta-
kerfisiris en einnig í Endur-
menntunarstofnun Háskóla ís-
lands.
Kristín er útskrifaðist sem
sjúkraliði árið 1982. Hún starf-
aði fyrst um sinn á lungnadeild á
Landspítalanum og fór þaðan á
skurðdeild þar sem hún starfaði
næstu 15 árin. Kristín þekkir vel
til verkfallsmála en hún hefur
verið formaður Sjúkraliðafé-
lagsins frá stofnun þess árið
1992. Þar á undan var hún vara-
formaður fagfélags sjúkraliða
1984 - ‘86 og formaður frá ‘86. Að
sögn Kristínar er þetta ekki
fyrsta skiptið sem félagsmenn
leggja niður vinnu í skamman
tíma. Árið 1992 lögðu þeir niður
vinnu í 2 sólarhringa eftir að
hafa verið samningslausir í 15
mánuði. Það nægði þeim til að
knýja á um kjarasamning.
kristjang@frettabladid.is
son. Sonja, sem fædd er 1916,
giftist Argentínumanningum Vitt-
oriano Alberto Zorilla, sem var
sterkefnaður. Ilún sá hins vegar
um að margfalda auðinn með út-
sjónarsömum verðbréfaviðskipt-
um. Að sögn Pálma bjuggu þau í
New York og umgengust þotulið-
ið. Sonja mun vera skráð til heim-
ilis á Seltjarnarnesi í dag.
*
Avefsíðu Frétta í Vestmanna-
eyjum var gerð skoðanakönn-
un meðal bæjarbúa hvort rétt
hafi verið hjá bæjaryfirvöldum
að taka á móti íslandsflugi en
ekki flugfélaginu Jórvík með
blómvendi. Af þeim 183 bæjarbú-
um sem tóku afstöðu kom í ljós
að yfirgnæfandi meirihluti fannst
það ekki rétt eða 81,42%. Fengu
bæjaryfirvöld því greinilega
skömm í hattinn með því að hafa
gert upp á milli flugfélaga með
þessu móti.