Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 14
1
Michael Owen Thierry Henry Liverpool Arsenal 13 9
Ruud van Nistelrooy Man Utd 9
Bellamy Newcastle 8
Jimmy Floyd Hasselbaink Chelsea 8
David Beckham Man Utd 7
Laurent Robert Newcastle 7
Nolberto Solano Newcastle 7
]4
Epson deildin:
Annar sigur
Þórsara
körfuknattleikur Um helgina fór
fram önnur umferð Epson deild-
arinnar í körfuknattleik. íslands-
meistararnir úr Njarðvík unnu
sinn annan sigur í röð þegar þeir
lögðu Breiðablik með 101 stigi
gegn 84. Þór Akureyri lagði
Hauka að velli með 98 stigum
gegn 85 fyrir norðan. Nýliðarnir í
Stjörnunni í Garðabæ töpuðu fyr-
ir Keflavík með 85 stigum gegn
93. Á Sauðárkróki tóku heima-
menn í Tindastóli á móti Hamri
frá Hveragerði og var um jafnan
og spennandi leik að ræða.
Heimamenn fóru með sigur af
hólmi 88-86.
FRETTABLAÐIÐ
|R SIGUR
ÍR vann sinn fyrsta sigur í Epson deildinni
þegar liðið lagði Skallagrim að velli I Breið-
holtinu í gær.
ÍR lagði Skallagrím frá Borga-
nesi að velli með 86 stigum gegn
69 og Grindvíkingar töpuðu öðr-
um leik sínum í röð, nú fyrir KR
90-94. ■
15. október 2001 MÁNUDAGUR
Gerard Houllier:
A batavegi eftir aðgerð
knattspyrna Gerard Houllier,
stjóri Liverpool, er á batavegi eft-
ir hjartaaðgerð sem hann gekkst
undir um helgina. Houllier féll
niður á meðan leikur Liverpool og
Leeds fór fram í ensku úrvals-
deildinni á laugardaginn var.
„Aðgerðin gekk mjög vel og
Gerard er á batavegi," sagði með-
al annars í tilkynningu frá Liver-
pool.
„Eins og venja er eftir slíkar
aðgerðir verður fylgst með hon-
um í ákveðinn tíma.“
Ekki er vitað hvenær eða hvort
Houllier snýr aftur til starfa en
Phil Thomasson, aðstoðarmaður
hans, mun stjórna liðinu þegar
GERARD houllier
Franski stjóri Liverpool hefur náð ótrúlega
góðum árangri með liðið og kom því með-
al annars í Wleistaradeildina.
það mætir Dynamo Kiev í Meist-
aradeild Evrópu á morgun. ■
ÍDróttir
áSýn
15.-21. október
mán- Heklusport
fim kl. 22.30
mán Tottenham - Derby
Enski boltinn kl. 18.50
Þri Arsenal - Panathinaikos
Meistarakeppnin kl. 18.35
Dynamo Kylv - Liverpool
Melstarakeppnin kl. 20.40
mið Man Utd. - Deportivo
Melstarakeppnin kl. 18.40
Bayem M. - Spartak Moskva
Meislarakeppnin kl. 20.40
fim Leeds - Troyes
Evrðpukeppni félagsliða kl. 18.45
ig fös,
fau Spænski boltinn
kl. 19.25
..... -
23.45
ítalsld
hoitinn
sun
Leeds
Chelsea
Enski
boltinn
www.syn.is
eða I slma 515 6100
Tyson er kominn
á kreik á ný
Mike Tyson sigradi Brian Nielsen á laugardaginn var. Bardaginn var flautaður af í sjöundu lotu
Tyson segist ætla að ná heimsmeistaratitlinum þótt hann sé svolítið ryðgaður.
HÖGGÞUNGUR
Brian Nielsen fékk að kynnast höggþunga Mike Tyson á laugardaglnn þegar þeir áttust við í Kaupmannahöfn. Hér ýtir dómari leiksins
Tyson út í horn eftir að hann var búinn að slá Nielsen niður I þriðju lotu.
hnefaleikar Mike Tyson sigraði
hinn danska Brian Nielsen, á
tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu í
hörkuviðureign í Kaupmannahöfn
á laugardaginn var. Tyson segist
þurfa að liðka sig aðeins til en
þetta var fyrsti bardagi hans í heilt
ár, frá því hann lagði Andrew
Golota í Las Vegas í október á síð-
asta ári.
Tyson olli nokkrum vonbrigðum
í bardaganum, þótt hann hefði sigr-
að í öllum lotunum. Þetta var
lengsti bardagi sem hann hefur
þreytt í fimm ár en hann hefur
aldrei verið þyngri, rúm 108 kíló.
Hann byrjaði bardagann af miklum
krafti og blóðgaði Danann strax í
annarri lotu og sló hann niður í
þeirri þriðju. Nielsen neitaði hins-
vegar að gefast upp og kom Tyson
á óvart með þrautseigju. í sjöundu
lotu þurfti Daninn hinsvegar að
játa sig sigraðann þegar dómarinn
blés bardagann af þar sem vinstra
augað á honum var orðið svo bólgið
að hann var hættur að sjá.
„Ég prófaði hann en hann sá
ekkert," sagði Steve Smoger, dóm-
ari, sem i kjölfarið ræddi því við
Mike Hall, þjálfara Nielsen og
ákvað að hætta bardaganum.
„Ég vildi heyra Nielsen segja
það og spurði hvort hann væri bú-
inn að gera sér grein fyrir ósigrin-
um. Hann svaraði því játandi.“
Þetta er í annað sinn sem Niel-
sen er sleginn niður en hann hefur
aldrei verið rotaður.
„Augað á mér sökk bara dýpra
og ég var hættur að sjá þegar síð-
ustu höggin komu,“ sagði Nielsen
eftir bardagann.
„Ég gerði mitt besta en varð
fyrir miklum vonbrigðum. Ég vona
að fólk fari nú að sýna mér virð-
ingu því ég er alvöru hnefaleika-
kappi."
Tyson segir að Nielsen hafi
komið sér á óvart.
„Hann átti nokkur góð högg og
gerði þetta að alvöru bardaga,"
sagði Tyson.
„Ég var svolítið ryðgaður en ég
vissi ekki að hann væri svo góður.
Þetta var ekki auðvelt kvöld og ég
reyndi að kýla hann í allan skrokk-
inn.“
Þótt Tyson hafi ekki staðið und-
ir þeim væntingum sem gerðar
voru til hans hefur hann einsett
sér að ná aftur heimsmeistaratitl-
inum í þungavigt. Hann er efstur á
heimslistanum og geri sér vonir
um að mæta sigurvegaranum úr
bardaga Hasim Rahman og
Lennox Lewis, sem fer fram þann
17. nóvember.
„Ég mun berjast við hvern sem
er en ég þarf tvo alvöru bardaga
áður en ég fer að keppa um titil.
Tveir bardagar í viðbót og ég er
tilbúinn," sagði heimsmeistarinn
fyrrverandi kokhraustur. ■
LokahófKSI:
Gunnlaugur og Olga best
knattspyrna Gunn-
laugur Jónsson úr
ÍA og Olga Færseth
úr KR voru kosin
bestu leikmenn
Símadeildar karla
og kvenna árið 2001
á lokahófi Knatt-
spyrnusambands
íslands á föstudag-
inn. Skagamenn
unnu öll verðlaunin
í karlaflokki, en auk
verðlauna Gunn-
laugs var Grétar
Rafn Steinsson val-
ÞAU BESTU OG EFNILEGUST
Gunnlaugur Jónsson og Olga Færseth voru valin bestu leik-
menn Símadeildarinnar. Dóra Stefánsdóttir og Grétar Rafn
Steinsson voru valin þau efnilegustu.
inn efnilegasti leikmaðurinn og
Hjörtur Hjartason var marka-
hæstur og fékk fyrir vikið gull-
skóinn.
Dóra Stefánsdóttir úr Val var
valin efnilegasti leikmaðurinn í
Símadeild kvenna en Olga Fær-
seth varð markahæst.
Kristinn Jakobsson var valinn
besti dómarinn.
Ólafur Þórðarson þjálfari ís-
landsmeistara Skagamanna var
valinn þjálfari ársins í vali
íþróttafréttamanna en þeir
völdu einnig úrvalslið Síma-
deildar karla. ■
EMU-19:
Góður
árangur hjá
strákunum
knattspyrna íslenska karlalands-
liðið skipað leikmönnum 19 ára og
yngri sigraði Úkraínu með einu
marki gegn engu í undankeppni
Evrópumótsins. Hannes Þ. Sig-
urðsson, leikmaður FH, skoraði
eina mark leiksins. Tékkar sigr-
uðu Andorra 12-0 og tryggðu sér
þar með sigur í riðlinum með hag-
stæðara markahlutfall en íslend-
ingar. Þetta er aldeilis góður ár-
angur hjá íslenska liðinu og óhætt
að segja að framtíðin sé björt. ■
LOKASTADAN í RIDLINUM
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Tékkland 3 2 1 0 17 : 3 7
Island 3 2 1 0 10 : 2 7
Úkraína 3 1 0 2 4:4 3
Andorra 3 0 0 3 0 : 22 0