Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN FARI HVERCI Tveir þriðju hlutar kjósenda á visi.is eru andvígir hug- myndum mennta- málaráðherra um flutning Rásar 2 til Akureyrar. Á að flytja Rás 2 til Akureyr- ar? Niðurstöður gærdagsins ý www.visir.is Já Nei Spurning dagsins í dag: Er niðurstaða landsfundar Sjálfstæðis- flokksins grundvöllur sáttar i landinu um fiskveiðistjórnina? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun ________ Stækkun Hótel Esju: Byggingarleyfl ekki enn verið gefið út skipulacsmál Framkvæmdir við stækkun Hótel Esju eru þegar hafnar þrátt fyrir að ekki liggi fyrir byggingarleyfi af hálfu borgaryfirvalda vegna fram- kvæmdanna. Þyrping hf., sem á Hótel Esju, hyggst reisa átta hæðir ofan á fyrstu hæð aust- urhluta hússins fyrir fundar- og hótel esja hótelstarfsemi og Undirbúningur að lyftuhÚS Og fleira stækkun Hótel við vesturendan. Esju er hafinn fyr- Sunnan hÚSS á að rr nokkru en leyf- byggja einnar Og ið fyrir fram- ag hjllta tveggja kvæmdunum er * ,____; JEl.. enn ekki fengið. ^æða byggingu fyrir raðstefnur og heilsurækt. Jafnframt á að breyta innra fyrirkomulagi hót- elsins og samræma útlit alls húss- ins. Þá ætlar Þyrping að byggja tveggja hæða 626 fermetra opið bílgeymsluhús fyrir 49 bíla vest- an hótelbyggingarinnar. Stækkun hótelsins að öðru leyti nemur 6678 fermetrum. Sótt hefur verið um leyfi fyrir þessari stækkun Hótel Esju hjá byggingarfulltrúanum í Reykja- vík en afgreiðslu málsins var frestað í síðustu viku vegna þess að gögn skorti með umsókninni. ■ Á VESTURBAKKANUM Palestínsk böm fylgjast með ísraelskum skriðdreka á leið um borgina Hebron á Vesturbakkanum. Vesturbakkinn: Einn forsprakka Hamas skotinn til bana jerúsalem. ap Palestínumaður, sem sakaður hafði verið um að standa á bak við sjálfsmorðsárás á diskó- tek í Tel Aviv sem varð 22 að bana, var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum í gær. Maðurinn, Abed-Rahman Hamad, var svæð- isleiðtogi Hamas, róttækra sam- taka múslima. Spenna jókst í kjöl- farið og Hamas-samtökin hafa hótað því að gera hefndarárás. Þúsundir Palestínumanna fyl- gdu Hamad til grafar í gær. ísra- elsk stjórnvöld höfðu farið fram á það við stjórn Palestínumanna að hún tæki Hamed höndum. Honum var sleppt lausum fyrir mánuði síðan, eftir stutta fangavist. ■ 2 15. október 2001 MÁNUDAGUR Pakistan: Mannskæð mótmæli gegn árásum islamabad. ap Til harðra átaka koma í gær á milli herskárra músli- ma og pakistönsku lögreglunnar í borginnig Jacobabad í suðurhluta Pakistan í gær. Þeir fyrrnefndu höfðu efnt til mótmæla gegn afnot- um Bandaríkjamanna af flugvelli borgarinnar. Lögregla og hersveitir beittu táragasi í tilraun til að leysa upp mótmælin en mörg hundruð múslimar voru á leið til flugvallar- ins. Þúsundir mótmælenda voru samankomnir á vegum fyrir utan borgina en pakistanska óeirðalög- reglan kom í veg fyrir að þeir kæmust inn í borgina, sem hefur verið lokað af. Eftir nokkra tíma féllust þeir á að halda leiðar sinnar. Einnig kom til átaka í tveimur þorp- Næsta einkavæðing á orkumarkaði Landsfundi Sjálfstæðisflokks lauk í gær. I stjórnmálaályktun er hröð vaxtalækkun sögð meginforsenda uppbyggingar í atvinnulífi. Stefnt að 12 mánaða fæðingarorlofi sem verður að fullu millifæranlegt. um í útjaðri borgarinnar. Að sögn lögreglunnar í Jac- obabad lést einn og 24 særðust í átökunum og voru nær 400 manns handteknir vegna mótmælanna. Einn lést í átökunum fyrir utan borgina. Margir Pakistanar eru mjög andsnúnir þessari ákvörðun stjórnvalda og hvöttu sumir for- sprakka mótmælanna í gær til þess að stjórnvöldum yrði steypt af stóli. Leiðtogar pakistanskra múslima hafa hvatt til þess að allsherjar- verkfall verði í dag. ■ ÁRÁSUM MÓTMÆLT „Bush hundur, Tony hundur" stendur á dúkkunni sem Pakistanar, andsnúnir árásum á Afganistan, brenndu í mót- mælum í borginni Peshawar í gær. ---+---- Þá var sam- þykkt að legg- ja til að opin- ber birting álagninga- og skattskráa verði lögð af. —— LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS I stjórnmálaályktun á 34. lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem lauk um helgina í Laugardalshöll, voru efnahagsmál í forgrunni. Fram kemur að hröð vaxtalækkun sé ein af meginforsendum nýrra fjárfestinga og uppbyggingar í at- vinnulífinu, eink- um vegna mikils vaxtamunar milli íslands og annarra landa um þessar mundir. Aðilar að gerð kjarasamn- inga eru hvattir til að hafa baráttu gegn verðbólgu að leiðarljósi. Þá er lýst yfir einörð- um stuðningi við áform um upp- byggingu nýrrar stóriðju á Aust- urlandi og við Hvalfjörð en drög að ályktun um orkumál voru sam- þykkt svo að segja mótatkvæða- laust. Almenningur er hvattur til að kaupa hlut í ríkisfyrirtækjum við einkavæðingu þeirra og lagt er til að næstu stóru aðgerðir í einkavæðingarmálum á eftir sölu Landssímans og eignarhlutum ríkissjóðs í Landsbankanum og Búnaðarbankanum verði á orku- markaði. í ályktun um skattamál var samþykkt að tekjuskattur á fyr- irtæki yrði lækk- aður í 10% en ekki 15% eins og fram kom í upphaflegu tillögunum. Fram kom að endur- skoða þyrfti stjórnkerfi Há- skólans þannig að ákvarðanataka yrði virkari. í tengslum við hryðjuverkin í Bandaríkjunum 98% ATKVÆÐA 98% landsfundarfulltrúa endurkusu Davíð Oddsson til formennsku í flokknum. Geir H. Haarde hlaut 89% atkvæða til áframhaldandi varaformennsku. Þegar hann sleit lands- fundinum sagðist Davið vona að niðurstaða fundarins um hóflega veiðileyfagjald væri til þess fallin að setja niður illvigustu deilur um fiskveiðistjórnina. Á landsfundinum var samþykkt að stefna að 12 mánaða fæðingar- var bent á að íslendingar þyrftu að gera áætlanir um viðbrögð ef hryðjuverkahópar veldu ísland til óhæfuverka sinna. Þá var sam- þykkt að halda áfram á braut sam- einingar sveitarfélaga og auka einkavæðingu í starfsemi sveitar- félaga. MIDSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Alls greiddu 803 landsfundar fulltrúar atkvæði í kosningu um 11 manna 1 miðstjóm Sjálfstæðisflokks. Eftirtaldir hlutu kosningu í miðstjórnarkjöri: Ásta Þórarinsdóttir hagfræðingur 486 atkvæði. Birgir Ármannsson lögfræðingur 418 atkvæði. Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur 633 atkvæði. Elínbjörg Magnúsdóttir verkalýðsforingi á Akranesi 57Ö atkvæði. Ellen Ingvadóttir löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi 506 atkvæði. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri 610 atkvæði. Jón Helgi Björnsson framkvæmdastjóri 442 atkvæði. Jón Magnússon verkfræðingur 418 atkvæði. Magni Kristjánsson skipstjóri og framkvæmdastjóri 447 atkvæði. Magnús Þór GyÍfason framkvæmdastjóri SUS 457 atkvæði. Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri 553 atkvæði. orlofi sem yrði millifæranlegt að fullu milli foreldra. Þá var sam- þykkt að leggja til að opinber birt- ing álagninga- og skattskráa verði lögð af. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju var felld og sömuleiðis tillaga um lækkun sjálfræðisaldurs úr 18 í 16 ár. Ályktun um að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafé- lag var hins vegar samþykkt. Sérstök vísindanefnd var skipuð í fyrsta sinn á landsfundinum. Lagði hún meðal ann- ars til að hlutverk rík- isins í vísindarann- sóknum yrði eflt enn frekai’. kristjangeir@ frettabladid.is Blaðamenn í Afganistan: Formannskjör: Davíð fékk 98% atkvæða landsfundur Davíð Oddsson var í gær endurkjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins með 98% at- kvæða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 849 atkvæði Aðeins 20 lands- fundafulltrúar greiddu öðrum en Davíð atkvæði til formennsku. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra var endurkjörinn varafor- maður flokksins með 89,4% at- kvæða eða 761 atkvæði alls. Alls tóku 851 landsfundarfulltrúi þátt í varaformannskjörinu. 27 þeirra greiddu Birni Bjarnasyni atkvæði sem varaformanni. ■ SJALDSÉÐ A SLÉTTU Elstu menn á Melrakkasléttu muna ekki eftir jafnlítilli rjúpu og nú. Rjúpnaveiði hefst í dag: Stofn í sögulegu lágmarki á Melrakkasléttu RJÚpan „Hann er í sögulegu lág- marki, það er mjög lítið af rjúpu hérna,“ segir Brynjólfur Sigurðs- son, fyrrverandi skytta og fuglaá- hugamaður á Kópaskeri, um rjúpnastofnin á Melrakkasléttu. Rjúpnaveiði hefst í dag. „Það var óvenju lítið strax í vor og núna sést hún ekki. Ég fór upp í fjöllin í gær og ég sá ekki eitt einasta kvikindi. Ég var með góðan kíki og kíkti í allar áttir.“ Brynjólfur segir að þar sem jörðin sé enn auð, en rjúpan orðin hvít, gætu þær leynst ofar á hálendinu. Hann segir að fólk hafi orðið vart við örfá rjúpnapör í sumar en nú óttist hann að fálkinn hafi sótt hart að þeim. Brynjólfur segist t.d. á göngum sínum um sléttuna hafa séð mikið fiður úr rjúpum sem hafði verið sundrað. „Ég hefði nú mælst til þess að skera framan af rjúpnatímanum eða þá bara að hún yrði alfriðuð. Það hefði verið mikið vit í því. Mér líst ekki á það að senda menn á stofninn eins og hann er núna.“ Brynjólfur segist ekki vita hvernig ástandið sé lengra upp til heiðanna en að hann hafi þó heyrt að það væri svipað allsstaðar. ■ |erlent| Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að leggja til fjögurra daga vinnuviku hjá fyrirtækinu. Tillagan er viðbrögð við tapi sem flugfélagið hefur orðið fyrir síð- an hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað. Framkvæmdastjóri Luft- hansa, Júrgen Weber, sagði að Lufthansa væri í samvinnu við verkalýðsfélög og fulltrúa starfs- manna að leita leiða þannig að ekki þyrfti að grípa til uppsagna. Hitta fórnarlömb loftárásanna karam. ap Reiðir þorpsbúar gerðu aðsúg að erlendum blaðamönnum í þorpinu Karam í Afganistan í gær. Blaðamönnunum hafði verið hleypt inn í landið af talibönum til að líta á afleiðingar loftárása Bandaríkjamanna. „Þeir ætla að drepa okkur! Þeir eru komnir til að leita upplýsinga, til að segja flugvélum hvar á að varpa sprengjum!" kölluðu reiðir þorps- búar. Ferð blaðamannanna í þorpið Karam, í fjöllum í austurhluta Afganistan, er sú fyrsta inn á yfir- ráðasvæði talibana síðan árásir Bandaríkjamanna á Afganistan hófust, 7. októbei'. Talibanar, sem fylgdu blaðamönnum til þoi-psins, halda því fram að 200 íbúar hafi látist í loftárásum þar á fimmtu- dag. Ef svo er árásin sú mann- skæðasta hingað til. „Það er saklaust fólk sem býr hér,“ sagði einn þorpsbúa, Gul Mohammed, „Ilér er engin her- stöð. Hverju eru þeir að leita að í Afganistan? Hvar er Osama bin Laden. Hann er ekki hér. Hvers vegna vörpuðu þeir sprengjum á okkur?“ Blaðamönnum reyndist erfitt að henda reiður á hversu margir hefðu látist í árásinni en sögðu að minnsta kosti 18 nýtekn- ar grafir hefðu verið í þorpinu. Þorpsbúar sögðu flest fórnar- lömbin hefðu verið grafin í fjöll- unum í kring. ■ Á myndinni sjást blaðamenn í heimsókninni i þorpinu Karam.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.