Fréttablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 15. október
FRÉTTABLAÐIÐ
7
Bandarísk stjórnvöld:
Stappa stálinu í
óttaslegna borgara
WASHiNGTON. ap Bandarískir emb-
ættismenn álíta sendingar á miltis-
brandi vera hryðjuverk. Engar
beinar sannanir liggja hins vegar
fyrir því að þær tengist Osama bin
Laden. Bandarískir þingmenn
stöppuðu stálinu í óttaslegna landa
sína í gær og fullvissuðu þá um að
ríkisstjórnin sé tilbúin að fást við
hryðjuverk af þessu tagi. Þeir
hvöttu almenning til að sýna var-
kárni en missa ekki stjórn á sér af
ótta við hótanir al-Qaida samtak-
anna, sem bin Laden stýrir. Sam-
tökin hafa hótað því að fleiri
hryðjuverk séu á næsta leiti.
John Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
að verið væri að rannsaka uppruna
bréfanna. Greint var frá því á
laugardag að fimm starfsmenn
dagblaða í Flórída hefðu komist í
tæri við miltisbrand, en enginn af
þeim er sýktur af sjúkdóminum. í
siðustu viku lést myndstjóri síð-
degisblaðsins The Sun í Flórída, af
völdum miltisbrads. Sohail
Shaheen, talsmaður sendiráðs tali-
bana í Pakistan, sagði að hann teldi
að Bandaríkjastjórn færi villur
vegar með því að einblína á Osama
bin Laden í rannsókninni. Með því
gæfu bandarísk stjórnvöld öðrum
hryðjuverkasamtökum lausan
tauminn og viðbúið væri að þau
HUGSANLEGUR SYKLAHERNAÐUR
Bandaríska alríkislögreglan að störfum í
Flórída i höfuðstöðvum American Media.
nýttu sér ástandið og fremdu
hryðjuverk, jafnvel í nafni Osama
bins Ladens. ■
Ilögreglufréttír]
Mikil hálka myndaðist aðfara-
nótt laugardagsins og urðu
t.a.m. átta umferðaróhöpp í
Reykjavík vegna þessa. Að sögn
lögreglu reyndust þau þó ekki
vera alvarleg. Harður árekstur
varð um tíuleytið í á laugardags-
morgninum þegar tveir bílar
skullu saman. Engin slys urðu á
fólki en bílarnir skemmdust mik-
ið.
—-♦—
Bifreið valt við bæinn Auðnir í
fyrradag en bærinn er vest-
anmegin í Ólafsfirði. Talið er að
ökumaður hafi misst stjórn á bíln-
um í lausamöl. Engin slys urðu á
fólki en bíllinn er talinn nánast
ónýtur. Þá tóku lögreglan í Dalvík
og Ólafsfirði sex ökumenn fyrir
of hraðan akstur.
FLUGLEIÐIR
Hlé á flugi til New York eftir reglulegt áætl-
unarflug frá 1948.
Samdráttur hjá
Flugleiðum:
Flugi til New
York hætt í
tvo mánuði
millilanpaflug Mikill samdráttur
veróur í millilandaflugi Flugleiða
samkvæmt vetraráætlun. Dregið
er úr sætaframboði um 20%.
Munar þar mestu um að flugi til
New York verður hætt í tvo mán-
uði upp úr áramótum en þangað
hafa verið reglulegar áætlunar-
ferðir í rúma hálfa öld.
Samdrátturinn er heldur meiri
en gert var ráð fyrir í aðgerðum
félagsins vegna hryðjuverkanna
vestanhafs sem kynntar voru und-
ir lok síðasta mánaðar. Er það sagt
í samræmi við neikvæðari þróun
bókana en væntingar stóðu til.
Mestur niðurskurður er í flugi
til Bandaríkjanna og er það dreg-
ið saman um þriðjung. Mest verð-
ur dregið saman í flugi til New
York og ekkert flogið á þeirri
flugleið frá 9. janúar til 12. mars.
Þá dregst flug til Evrópu saman
um u.þ.b. 15% í samanburði við
áætlun síðasta vetrar. Mestur
samdráttur er í flugi til Amster-
dam, Frankfurt og Parísar en
minni í flugi til Skandinavíu og
Bretlands. ■
|lögreglufréttir|
Lögregian í Keflavík þurfti að
sinna fjórum útköllum vegna
útafaksturs aðfaranótt laugar-
dagsins og um morguninn. Rekja
mátti umferðaróhöppin til hálku
sem myndaðist. Ein bifreiðanna
var ekið ofan í djúpan skurð á
Njarðarbraut en þar voru fram-
kvæmdir í gangi vegna skólp-
lagna. Var bílnum ekið í gegnum
varúðarmerkingar og ofan í
skurðinn. Þá fóru tvær bifreiðar
út af á Reykjanesbraut á Strand-
arheiði og ein á Grindarvíkur-
veginum. Engin meiðsl urðu á
fólki og skemmdust bílarnir mis-
mikið.
—♦—
Brotist var inn í íbúðarhús-
næði í austurborginni í fyrr-
inótt og þaðan stolið tölvu. Þá
var farið inn í bifreið í Breið-
holtinu og stolið hljómflutnings-
tækjum.
Betri bruni
með metangasi
Tilraunir eru að hefjast með notkun á metangas til framleiðslu á raf-
magni og einnig í öðrum iðnaði. Þá er von á fleiri bílum sem ganga fyrir
gasinu til landsins.
Framkvæmda-
stjórinn segir
metangas
kjörið elds-
neyti bæði á
strætisvagna
og sorpbíla.
uivihverfisiviál Tvö ný verkefni eru
að fara í gang hjá gasorkufyrir-
tækinu Metani hf., annað í sam-
starfi við Borgarplast hf. og hitt í
samstarfi við Orkuveitu Reykja-
víkur. Björn H. Halldórsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
segir að uppgang-
ur sé í starfsem-
inni.
„Verkefnið með
Borgarplasti er
styrkt af Orkusjóði
og Átaki til at-
vinnusköpunar
2001. Borgarplast
er búið að setja
upp brennara sem
brennir bæði olíu og metangasi og
er aðallega að skoða hver áhrif
þess að nota metan verða á starfs-
umhverfið. Við erum svo að skoða
hvort henti að Ieggja leiðslu frá
Álfsnesi og út á Seltjarnarnes,"
sagði hann og tiltók að tilraunin
tæki um þrjá mánuði. Hann sagði
ekki standa til að nota rotþrærnar
frá Borgarplasti til metangasfram-
leiðslu að þessu sinni. „En það er
hægt að vinna metangas úr skolpi
og það er gert víða erlendis," sagði
hann.
„Svo er annað verkefni að fara
að stað, en Orkuveita Reykjavíkur
er búin að kaupa raforkustöð sem
keyrir á metangasi og hún er kom-
in upp í Álfsnes," sagði Björn og
vonaðist til að þar yrði farið að
framleiða rafmagn innan skamms.
„Framleiðslan verður u.þ.b. ein
gígavattsstund, en það er afl upp á
700 kílóvött til eins megavatts."
Björn sagði það e.t.v. lítið miðað
við virkjanir sem skiluðu um 200
megavöttum. „En mjór er mikils
BJÖRN H. HALLDÓRSSON
Framkvæmdastjóri Metans hf. er bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins en telur að e.t.v. kunni
að vanta pólitískan vilja til að hefja notkun gassins af fullum krafti. Hann segir að fyrstu
skrefin hafi verið tekin en fleiri bíla þurfi til að rekstur þeirra verði hagkvæmari.
vísir, ekki satt,“ bætti hann við og
sagði að vissulega mætti koma upp
fleiri slíkum stöðvum og víðar.
„Gasnotkunin er þó ekki orðin
mjög útbreidd ennþá. Hingað
komu upphaflega 20 smærri bílar
sem fjölgar í 34 núna um áramót-
in. Við erum auðviðtað stöðugt að
vinna í að fá fleiri til að kaupa
svona bíla, sérstaklega þá fyrir-
tæki með bílaflota," sagði hann og
taldi upp að fjölda fyrirtækja á
höfuðborgarsvæðinu sem notuðu
þá í dag, þar á meðal Símann,
Sorpu, Efnamóttökuna, Esso, og
fleiri. Björn segir metangas hafa
kosti langt umfram olíu og bensín.
„Umhverfisávinningurinn er svo
mikill. Það verður engin koltví-
sýringsaukning í umhverfinu.
Koltvísýringurinn sem verður til
úr lífrænu efni var tekinn úr and-
rúmsloftinu af þessu sama líf-
ræna efni þegar það varð til, þan-
nig að þetta er lokuð hringrás,"
sagði hann og bætti við að vélar
sem brenndu metani væru hljóð-
látari en aðrar vélar auk þess sem
reynslan hafi sýnt að margir hlut-
ir vélanna entust betur vegna
hreinleika eldsneytisins.
olio’frettabladid.is
Tilraunastofa Rauða
krossins í Afganistan:
Hugsanlega
notuð til
hryðjuverka
genf Talsmaður Alþjóða Rauða
krossins, sagði í gær að það væri
ósennilegt en ekki ómögulegt, að
tilraunastofa samtakanna í
Afganistan, þar sem framleitt
var bóluefni gegn miltisbrandi
gæti verið notuð til að búa til
mannskæða tegund veirunnar.
Kim Gordon-Bates sagði að
Rauði krossinn hefði áhyggjur af
málinu.
Hann sagði að Rauði Krossinn
hefði engar spurnir haft af því
hvað hefði verið gert við til-
raunastofuna síðan starfsmenn
samtakanna yfirgáfu Afganistan
16. september, í kjölfar árásanna
á Bandaríkin. Gordon-Bates stað-
festi frétt franska vikublaðsins
Journal du Dimanche af því að
tilraunastofan hefði vérið sett á
laggirnar á sínum tíma til að búa
til bóluefni fyrir dýr. ■
Ilögreglufréttir!
Frekar rólegt var í miðbænum
um helgina að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík. Ráðist var á
mann við skemmtistað í mið-
borginni aðfaranótt laugardags-
ins og hann sleginn í andlitið
með þeim afleiðingum að hann
nefbrotnaði. Um sexleytið í gær-
morgun var ráðist á annan mann
og honum veittir áverkar. Fór
maðurinn sjálfur á slysadeild. í
báðum tilfellum voru árásar-
mennirnir á bak og burt þegar
lögregla kom á staðinn.
IerlentI
Bandarískur hermaður í Tyrk-
landi slasaðist alvarlega eft-
ir að hafa fest sig á milli tveggja
vöruflutningabíla. Hann er
fyrsti bandaríski hermaðurinn
sem slasast sem starfað hefur að
baráttunni gegn hryðjuverkum.
Heimilisostur
- á daglegt brauð
Heimilisostur er bragðmildur ostur í stórum einingum
og því hagstæður til heimilisnotkunar. Hann er göður
á brauð, kex og hrökkbrauð, einn sér eða í matargerð.
www.ostur.is
Á
/
V ^
fslenskir ostar - hreinasta afbragð