Fréttablaðið - 15.10.2001, Síða 18

Fréttablaðið - 15.10.2001, Síða 18
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður Ég er að rifja upp Císla sögu Súrssonar mér til óblandinnar ánægju og ætla síðan að ná mér í myndbandið af Útlaganum og skoða það í þriðja eða fjórða sinn um helgina. ■ Elísabet Ásberg sýnir í Gallerí List: Lágmyndir úr silfri, tré og gleri myndlist Elísabet Ásberg opnaði á laugardag sína sjöttu einkasýningu í sýningarsal Gallerí List, Skipholti 50d. Þar sýnir hún lágmyndir unnar úr silfri, nýsilfri, tré og sandblásnu gleri. Elísabet hefur unnið við hönnun og smíði skartgripa frá ár- inu 1990. Hún byrjaði á grófari hlutum úr steinum og leðri en þró- aði svo skartið í fínni silfursmíði. Elísabet bjó í Bandaríkjunum frá árinu 1991 til ársins 1996 þar sem hún sótti námskeið í silfursmíði og hóf að sýna og selja skartið í galler- íum þar. í verkum hennar eru krossar og lífshringir mjög ráðandi form. Sýningin er opin virka daga frá 11-18 og laugardaga frá 11-14. Hún stendur til 27. október n.k. ■ 18 FRETTABLAÐIÐ 15. október 2001 MÁNUDACUR Karlmannahandbók: Karlmennska kennd í bók Sjarmerandi og skemmtileg SYNING bækur Karlmannahandbókin eftir Barböru Enander er komin út hjá Forlaginu. í handbókinni er karlmönn- um er kennd karlmennska sú sem felst í því að auka lífsánægju karlmanns og makan hans með því að huga fyrir alvöru að útlit- inu. „Margir halda nefni- lega að umhirða húðar, hárs og heilsu sé óþarfa pjatt, en þeir hafa rangt fyrir sér. Karlmannahandbókin sýnir skýrt og öfgalaust að karl- menn eru í raun alltaf að snyrta sig: Þeir fara í bað, þeir raka sig, þeir klippa á sér neglurnar, fara í sólbað ALLIR GETA LÆRT SITTHVAÐ UM KARL- MENNSKU Bókin kennir ung- um körlum að hafa sig til fyrir heiminn og hjálpar eldri körlum að halda útliti sínu og heilsu í toppformi. og bera á sig rakspíra. Bók- in bendir á þessar augljósu staðreyndir og segir um leið að það augljósa megi alltaf bæta til muna og nýta sér til að öðlast meiri lífs- fyllingu og betra útlit sem hrífur og heillar," segir í fréttatilkynningu útgef- anda. Höfundur hefur unn- ið sem blaðamaður fyrir sænsku útgáfu tímaritsins Men’s Health. Bókin kom út á hinum Norðurlöndunum fyrir skemmstu og hefur vakið mikla athygli, einkum í Svíþjóð og Noregi. Þýð- andi er Helga Soffía Einars- dóttir. ■ Þjóðleikhúskjallarinn býður um þessar mundir upp á söng- skemmtun sem skartar leikkon- unni Þórunni Lárusdóttur. Yfir- skriftin er kabarett og flytur Þór- unn lög úr ýmsum söngleikjum auk annarra söngperla höfunda á borð við Cole Porter, Gershwin og fleiri. Þórunn er glæsileg kona sem býr yfir mikilli útgeislun sem sannarlega skilaði sér út í salinn. Hún söng ekki einungis lögin með miklum glæsibrag heldur hafði uppi leikræna til- burði sem hún var fullfær um. Með Þórunni er valinkunnið lið hljóðfæraleikara. Þeir eru Kjart- an Valdimarsson, píanóleikari, Jó- Þióðleikhúskiallarinn Kabarett-sýning Þórunn Lárusdóttir hann Hjörleifsson, trommuleikari og Gunnar Hrafnsson, bassaleik- ari. Var flutningur þeirra með af- brigðum góður. Þá stigu á stokk tvær vinkonur Þórunnar, þær Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnarsdóttir og sungu eitt lag úr söngleiknum Chess. Þetta gerðu þær vægast sagt frábær- lega. Þeir sem vilja upplifa sjar- merandi, notalega og umfram allt skemmtilega kvöldstund, ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Kolbrún Ingibergsdóttir MANUDAGURINN 15. OKTÓBER FYRIRLESTRAR 12:10 Rannsóknarmálstofa í félagsráðgjöf í fundarherbergi félagsvísindadeild- ar í Odda. Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi á Landakoti, kynnir rannsókn sína á félagsaðstoð fyrir aldraða með heilabilun. Málstof- urnar eru opnar fyrir áhugamenn um þróun félagsráðgjafar jafnt inn- an Háskólans sem utan. 12.30 Myndasagan á tímum músarinn- ar. Bjarni Hinriksson myndasögu- höfundur fjallar um síðustu verk sín og veltir fyrir sér þeim áhrifum sem tölvan hefur haft á vinnuferlið. Fyrir- lesturinn er í LHÍ í Laugarnesi stofu 024. 16:30 Fyrirlestur í boði Örverufræðifélags íslands. Dr. Peter Gilbert frá Uni- versity of Manchester, flytur fyrir- lestur er nefnist: Formation of biofilm in hygienic conditions - a problem of control. í Læknagarði, sal á 1. hæð. Leikhúsunnendur! Ri & Föstudaga og laugardaga íveturfrákl. 18.00-21.00 12 rétta hlaðborð með forréttum og desertum. Kr. 3.200,- Með borðvíni hússins fyrir 4ra manna borð. Kr. 3.450,- Steikarhlaðborð n Vinsamlegast pantið borð í síma: 568 0098 flliBiRIKN MASJ VIKA 15.0KT. TIL 21.0KT. PAK SEM GÆMM SKSPTA Mftii Rafmagn í stað pappírs Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur heldur í dag fyrirlesturinn „Myndasagan á tímum músarinnar“ í húsi Listaháskóla Islands við Laugarnesveg um áhrif tölvunnar á gerð myndasagna. MYNDASöcuR Allar listgreinar verða að eiga sína óþekktaranga, í bókmenntafræðinni eru það lík- legast myndasögurnar. Þær eru líklegast eitt mest misskilda tjáningarform rithöfunda. Bjarni Hinriksson hefur tileink- að sér myndasöguformið og er meira að segja titlaður mynda- söguhöfundur í símaskránni. „Ég ætla að fjalla um það hvern- ig tölvan hefur smátt og smátt komið meira inn í gerð mynda- sagnanna," svarar Bjarni að- spurður um viðfangsefnið. „Þetta ætla ég að gera út frá mínum eigin myndasögum. Ég hef unnið síðustu 10 ár hjá Sjón- varpinu við tölvuteikningar. Vandist tölvunni í vinnunni og fór svo að færa mig að því að nota tölvuna við að gera mynda- sögurnar." Bjarni er hluti af Gisp! hópnum sem gefið hefur út myndasögurit með ójöfnu milli- bili um árabil. Sögur hans hafa einnig birst í Tímariti Máls og Menningar. „í myndasögum í dag er tölvan kannski helst notuð til þess að vinna bakgrunninn. Þá er farið út í þrívídd og allskyns brellur sem tölvan býður upp á. Tölvan gerir manni kleift að gera hluti sem maður gat ekki gert áður, en maður er ekkert endilega fljótari að því.“ Hug- takið myndasögur hefur með til- komu Netsins verið teygt til hins ítrasta. Meira að segja skapari Spiderman, Stan Lee, hefur opn- að á Netinu eitthvað sem hann kallar „gagnvirkar myndasög- ur“. Margir vilja þó meina að þar sé í raun um teiknimyndir en BJARNI HINRIKSSON Lifir í myndasöguheimum. ekki myndasögur að ræða. Um- fjöllunarefni Bjarna eru aðeins þær myndasögur sem prentaðar eru á pappír. Hann segir að með aukinni tölvutækni skapist nýjar vínnuaðferðir fyrir gerð þeirra sem hann ætli að gera sér að talsefni. „Það sem gerist er það að frummyndin er ekki lengur til, þetta er orðið rafmagn í stað pappírs. Þannig hverfur hug- myndin um frumeintakið. Enda- punkturinn í myndasögunni er virkilega í lokin, maður getur alltaf farið aftur, skoðað og breytt. Maður er ekki eins fastur með það sem maður er búinn að setja niður á blað. Á gamla mát- an var þessu alltaf skilað á tölvu- tæku formi til prentsmiðjunnar. Mér finnst mjög áhugavert að at- huga hvort það sé ekki hægt að útiloka alla milliliði og fullvinna myndasögunna beint inn á tölvu.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12:30 í dag, í gamla SS húsinu við Laugarnesveg. biggi@frettabladid.is BÍÓ MYNDLIST 22.30 Filmundur sýnir gamanmyndina Some like it Hot með Marilyn Monroe, Jack Lemmon, Tony Curtis í aðalhlutverkum. 500 kr. inn fyrir Filmundarfélaga og kr. 800 fyrir aðra. SYNINCAR Vettvangsrannsókn Kristínar Loftsdóttur mannfræðings meðal WoDaaBe fólksins í Níger til sýnis f Þjóðarbókhlöðu. Yftrskrift sýningarinnar er: „Hornin íþyngja ekki kúnni" og stendur hún til 9. nóvember. Elisabet Ásberg opnaði á laugardag sína sjöttu einkasýningu i sýningarsal Gallerí List, Skipholti 50d. Þar sýnir hún lág- myndir unnar úr silfri, nýsilfri, tré og sandblásnu gleri. Sýningin stendur til 27 október og er öllum opin. Opnunartími er virka daga frá 11-18 og laugardaga 11- 18. Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu- daga til 15. maí. Á ferð um landið með Toyota er yfirskrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbur áhugamanna. Sýningin er í salarkynnum nýrra bíla Toyota við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Ljósmyndir á sýningunni voru teknar á ferð klúbbsins um Suðurlandshálendið, í Þjórsárdal, Veiðivötnum, Dómadal, Land- mannalaugum, Fjallabaksleið og víðar. Sýningin er opin á opnunartíma sölu- deildar Toyota. Sýningin "Hver með sínu nefi" stend- ur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Að sýningunni standa fimm myndlistar- menn. Galleríið er opið milli klukkan 13 og 17, frá þriðjudegi til sunnudags. Sýningin stendur til 21. október. Vera Sörensen listamaður hefur opnað málverkasýningu í sýningarsal Gallerí Reykjavík. Sýningin er opin virka daga frá kl 13.00 til 18.00 og laugardaga frá ll.OOtil 16.00. Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóð- arbókhlöðunni. Þetta er fjórða sýning- in í sýningaröðinni Fellingar sem er samstarfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Islands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistar- kvenna. Opnunartími Kvennasögu- safnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga og eru allir velkomnir. Jón Valgard Jörgensen sýnir í Félags- starfi Cerðubergs. Sýndar eru lands- lagsmyndir, fantasíur, portrait teikningar og dýramyndir. Sýningin stendur til 9. nóvember. Opnunartlmar sýningarinn- ar: mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16. Linda Oddsdóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hlíðasmára 15. Á sýningunni eru ein- göngu olíumálverk sem eru unnin á þessu ári. Myndefnið er aðallega sótt í náttúru landsins. Opnunartímar virka daga frá 10 til 23 og um helgar frá 12 til 18. Sýningin stendur til 19 október. Kristjáns Davíðsson hefur opnað sýn- ingu á verkum sínum í gallerí i8. Sýn- ingin stendur til 27. október. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13 -17. Friðrika Ceirsdóttir sýnir grafíkverk og litljósmyndir ( sýningarsal félagsins (s- lensk grafík í Hafnarhúsinu, Tryggva- götu 17 ( inngangur hafnarmegin). Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu- dags frá kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis. Sýning á verkum Gisla Sigurðssonar stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Yfir- skrift sýningarinnar er RÆTUR. Sýningin er opin daglega nema mánudaga mílli 11- 17. Sýning á verkum Hjörlerfs Sigurðsson- ar listmálara stendur yfir I Listasafni Kópavogs. Sýndar eru vatnslitamyndir sem hvíla að mestu leyti á sérkennum japönsku pappírsarkanna. Sýningin er opin daglega nema mánudaga milli 11-17. 3Kristján Cuðmundsson hefur opnað einkasýningu ! Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10 - 17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19. I Listhúsinu í Laugardal stendur yfir málverkasýning Elisabetar Stacy Hurley. Elisabet er af íslenskum ættum en er búsett í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 31. október.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.