Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 22. nóvemer 2001 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Finnst þér rétt að hækka af- notagjöld RÚV? „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að RÚV eigi bara að vera á fjárlögum." Rúnar Sigurvinsson og Pálmi litli verkamaður KRINGLAN „Hér eru 105 verslanir en 55 í Smáralind þannig að það er miklu meiri breidd hér og við erum bjartsýn á að Kringlan haldi sínum hluti," segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. Ahrif Smáralindax sögð minni en reiknað var með: Kringlan heldur sjó verslun Einar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir áhrifin af opnun Smáralindar á að- sóknina að Kringlunni ekki hafa verið eins mikil og reiknað hafi verið með. „Það munar mjög litlu hjá okk- ur á þessum vikum frá því Smára- lind var opnuð og á sömu vikum í fyrra - sem reyndar var stærsta árið frá upphafi. Þetta eru mun minni áhrif en ég reiknaði með eða aðeins nokkurra prósenta fækkun gesta,“ segir Einar. Að sögn Einars hafa á bilinu 95 þúsund til 105 þúsund gestir heim- sótt Kringluna vikulega að undan- förnu. Samkvæmt upplýsingum frá Smáralind hafa heimsóknir þar verið um 120 þúsund á viku frá því opnunarhátíð lauk. Einar segist telja að fólk kunni að meta hversu fjölbreytt Kringl- an sé miðað við Smáralindina. „Það hefur verið unnið að því stöðugt frá því 1996 að stækka og endur- bæta Kringluna. Hér eru 105 verslanir en 55 í Smáralind þannig að það er miklu meiri breidd hér og við erum bjartsýn á að Kringlan haldi sínum hluta. En það er reynd- ar fleira sem hefur áhrif en opnun Smáralindar, til dæmis efnahags- aðstæður," segir hann. ■ Eigandi Vinnufatabúðarinnar segir stöðu Laugavegs sterka: Aukin sala þrátt fyrir Smáralind verslun Hildur Símonardóttir, kaupmaður í Vinnufatabúðinni á Laugavegi, segir tilkomu Smára- lindar engu hafa breytt fyrir verslun á Laugaveginum. „Margir sækja í persónulega þjónustu en sumir sækja verslun- arkjarna. Ég held að þessi fjöldi sem sótt hefur Smáralindina til þessa sé fyrst og fremst fólk sem þangað er komið til að skoða,“ segir Hildur. Hildur segir suma kaupmenn við Laugaveg hafa óttast Smára- lindina. „Það er þeir sem eru í beinni samkeppni í tískugeiranum sem voru uggandi. Það eru há- tískubúðirnar sem eru að kljást en VERSLUNARGATAN LAUGAVEGUR „Ég held að þessi fjöldi sem sótt hefur Smáralindina til þessa sé fyrst og fremst fólk sem þangað er komið til að skoða," segir Hildur Simonardóttir I Vinnufatabúð- inni. yfir heildina held ég að þetta hafi ekki haft áhrif á Laugaveginn," segir hún. Hildur segir engar beinar tölur liggja fyrir um heimsóknir í verslanir á Laugaveginum en seg- ir veltutölur hins vegar vera til marks um sterka stöðu verslana þar. Til dæmis hafi salan hjá henni í Vinnufatabúðinni var meiri í október nú en í sama mán- uði í fyrra. „Fólk gerir kröfur um persónu- lega þjónustu og það gerir verð- samanburð en meiri rekstrar- kostnaður í þessum verslunum hlýtur að renna út í verðlagið," segir hún. ■ Samfylkingin á Aicureyri: Líkur á skoð- anakönnun sveitarstjórnarmál Samfylkingin á Akureyri mun taka ákvörðun á fé- lagsfundi í næstu viku um hvaða leið verði farin við að velja fulltrúa á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Uppstillingarnefnd mun leggja fram tillögur um hvaða leið skuli farin. Oktavía Jóhannesdóttir, bæj- arfulltrúi, segist frekar eiga von á því að samþykkt verði að efna til skoðanakönnunar meðal félags- manna um hverjir skuli skipa list- ann. Sjálf mun hún gefa kost á sér og þess er vænst að Asgeir Magnús- son, hinn bæjarfulltrúi Akureyrar- listans, muni gera það einnig. ■ Evrópa, auðlindir stjórnmál Össur Skarphéðins- son, endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar, telur Evr- ópumálin standa upp úr að af- loknum aðalfundinum um helg- ina. „í fyrsta lagi lögðum við fyr- ir þingið 202 blaðsíðna bók stút- fulla af upplýsingum um kosti og galla Evrópusambandsins auk þess sem þar var að finna niður- stöðu 15 sérfræðinga um hver ættu að verða samningsmarkmið þjóðarinnar ef til umsóknar kæmi. í öðru lagi tók end- urkjörinn formað- ur afdráttarlausa afstöðu með því að ísland ætti heima í Evrópu- sambandinu því kostir aðildar væru fleiri en gallarnir. Og í þriðja lagi sam- þykktum við að lifa eins og við 4 kennum. Þ.e.a.s. að gefa öllum flokksmönnum tækifæri til að tjá sig um málið og setja það í flokkskosningu. Sú niðurstaða mótar svo afstöðu flokksins,“ sagði Össur og taldi Evrópumál- in skapa Samfylkingunni algjöra sérstöðu meðal annarra stjórn- málaflokka hér á landi. Þá sagði Össur lýðræðismál hafa skipt miklu máli á lands- fundinum. „Við ætlum okkur að berjast fyrir að landið verði gert að einu kjördæmi sem og að Össur segir að Samfylkingin ætli að ganga á undan með góðu fordæmi og opna bók- hald sitt I samræmi við frumvarp þar að lútandi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur segir það vera spillingu ef einstakir aðilar sölsa undir sig ráðandi markaðsaðild og láta kné fylgja kviði gagnvart neytendum. Hann vill efla Samkeppnisstofnun og gera henni fært að skipta upp stórum verslunarsamsteypum teknar verði upp þjóðaratkvæða- greiðslur í mun ríkari mæli. Þar skiptir máli að fundinn verði far- vegur til að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu jafnvel þótt Alþingi og ríkis- stjórn séu því mótfallin. Sömu- leiðis viljum við skýra mörkin milli framkvæmda- og löggjafar- valds og taka upp opnar rann- sóknarnefndir til að þingmenn geti betur sinnt eftirlitsskyldu sinni. Þá viljum við að þingmenn segi tímabundið af sér þing- mennsku við að verða ráðherrar, við viljum opna bókhald stjórn- málaflokkanna, þannig að fram komi hvaðan þeir þiggja fjár- framlög yfir ákveðinni upphæð og eins viljum við taka af öll tví- mæli um að flokkspólitík sé ekki ráðandi í ráðningu hæstaréttar- dómara." Össur segir samþykktir fund- arins um auðlindanýtingu vera merkilega stefnumótun. „Réttin- um til að nýta takmarkaðar auð- lindir í sameign þjóðarinnar á að deila út á jafnræðisgrundvelli, fyrst og fremst í gegnum markað þannig að allir hafi sömu mögu- leika á að afla sér heimildanna. Við það verður til auðlindagjald sem rennur þá til þjóðarinnar,“ sagði hann og nefndi að tekjurnar mætti nota til að lækka tekju- skatta almennings, einkum fólks með lágar og millitekjur. „Sér- staðan sem við höfum markað okkur á þinginu speglast einkan- lega á þremur sviðum: Evrópu, auðlindum og lýðræðismálum.“ ■ og lýðræðismál Samfylkingin hélt sinn fyrsta landsfund um sl. helgi. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins segir Samfylkinguna hafa skapað sér sérstöðu með lýðræðislegum vinnubrögðum og öílugri stefnumörkun. Hvalfj arðargöngin: Rætt um hækkanir gjaldskrár samgöngur Stjórn Spalai' ehf., sem á og rékur Hvalfjarðar- göng, ræddi á aðalfundi sínum 16. nóvember síðastliðinn, um nauðsyn hugsanlegrar gjald- skrárbreytingar sem kæmu til framkvæmda í upphafi næsta árs. Að sögn Gísla Gíslasönar, stjórnarformanns Spalar, hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin og beðið verði með þá ákvörðun fram yfir áramót. Hann segir þróun mála verið þá, þrátt fyrir aukna umferð um göngin, að sífellt fleiri hafi not- fært sér afsláttargjöldin. Það þýði að meðalgjald á hvern fólksbíl hafi rýrnað talsvert en á móti hafi skuldir hækkað vegna óhagstæðs gengis. Á aðalfundin- um kom fram að meira en helm- ingur langtímaskulda Spalar, rúmlega 3,3 milljarðar króna, sé skuld við bandaríska líftrygg- ---fel-'- . -------—L-: GÍSLI GÍSLASON Engin endanleg niðurstaða hefur verið tek- in um hvort hækkun galdskrár eigi sér stað. ingarfélagið John Hancock. Gengislækkunin hafi því komið illa við Spöl og hafi fyrirtækið leitað álits íslandsbanka á því hvort hagkvæmt væri að greiða upp þetta erlenda lán með inn- lendum lánum. Niðurstaða bank- ans hafi verið að slíkt væri óhag- stætt og því hafi ekkert verið að- hafst. Þess má geta að rekstrartap Spalar nam rúmum 220 milljón- um króna á rekstrarárinu 1. október til septemberloka 2001 miðað við 25 milljóna króna hagnað á fyrra rekstrarári. Á að-; alafundi Spalar sem haldinn var síðastliðinn föstudag kom fram að vegna gengismunar, vaxta og vaxtagjalda hafi fjármagns- kostnaður félagsins verið tvöfalt meiri á síðasta reikningsári, 1,3 milljarðar í stað 644 milljóna króna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.