Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN SUMIR FYLGJAST MEÐ DÖNUM Rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni sagðist fylgjast með dönskum stjórnmálum. Fylgistu með dönskum stjórn- málum? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.visir.is lá 60% 40% Spurning dagsins í dag: Hefur þú áhyggjur af falli krónunnar? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun I __________________ Bandarísk kona á tíræðis- aldri: Lést af völd- um miltis- brands bandaríkin í gær lést 94 ára kona, Ottilie Lundgren, í Connecticut í Bandaríkjunum af völdum miltis- brands, sem hún hafði andað að sér. Hún hafði legið fimm daga á sjúkrahúsi, eða frá því á föstudag í síðustu viku, og hafði þá verið veik í tvo daga. Ekkert var vitað um það hvar eða hvenær hún hefði smitast. Ottilie Lundgren bjó í litlum bæ sem heitir Oxford og hefur lítið farið út úr húsi býsna lengi. Það var helst að hún skryppi í hárgreiðslu og í kirkju, þegar hún treysti sér til. Rann- sókn málsins beinist helst að því að miltisbrandur hafi borist henni með pósti. ■ —♦— Yfirmaður herráðs Bandaríkjanna: Ekki nóg að ná bin Laden STRÍÐIÐ j AFGANISTAN Richard B. Myers, yfirmaður herráðs Banda- ríkjanna, sagði í gær að stríðinu í Afganistan myndi ekki ljúka þótt Osama bin Laden næðist. Banda- ríkin eru á höttunum eftir for- ystusveit A1 Kaída samtakanna, og Osama bin Laden er aðeins einn af forsprökkum hennar. Myers hitti í gær helstu yfirmenn herafla Atlantshafsbandalagsins í Brussel og skýrði jafnframt æðstu stofnun Nató, Atlantshafs- ráðinu, frá gangi mála í Afganist- an. ■ —♦— Arborg: Líkur á sam- eiginlegu framboði SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR „Mér sýnist að það sé fullur vilji til þess að fara þá leiðina að styðja Ár- borgarlistann og vera með í því framboði", segir Þorsteinn Ólafs- son, sem hefur verið framarlega í óformlegum félagsskap Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs í Árborg. Vinstri-grænir funduðu á þriðjudagskvöld og ræddu kom- andi sveitarstjórnarkosningar en ákváðu að fresta formlegri ákvarðanatöku um hvort farið yrði í sameiginlegt framboð þar til á formlegum stofnfundi flokks- deildar. „Við ætlum að stofna deildina formlega á mánudag og taka þá um leið formlega afstöðu til framboðs með Árborgarlista", segir Þorsteinn. Árborgarlistinn bauð fram við sveitarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árurn síðan ogfékk þá þrjá af níu bæjarfulltrúum. ■ 2 22. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR Níu mánaða uppgjör Flugleiða: Milljarður hefur tapast vegna hryðjuverkanna uppgjör Flugleiðir segja neikvæð áhrif hryðjuverkanna á Bandarík- in nema 450 milljónum króna og þegar á heildina er litið um allt að milljarð í árslok. Þá segir að áhrif- anna muni gæta á næsta ári og fé- lagið grípi til ráðstafana til að bregðast við þessum aðstæðum. Eftir rekstur fyrstu níu mánuði ársins skiluðu Flugleiðir hagnaði upp á 358 milljónir króna. í níu mánaða uppgjörinu er miðað við 18% tekjuskatthlutfalls í stað 30% þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki en samþykkt lögin. Ahrif þessara breytinga nema 206 millj- ónum og til viðbótar kemur sölu- hagnaður á bréfum í French Tel- ecom upp á 292 milljónir. Samtals eykur þetta hagnað upp á 498 milljón króna. Gert er ráð fyrir að tapið á ár- inu muni vera um tveir milljarðar og segja Flugleiðamenn félagið vera í erfiðari stöðu en flest al- þjóðaflugfélög, sem séu í samn- ingaviðræðum við ríkistjórnir um leiðir úr vandanum. Vísað er í rík- isstyrki Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. ■ 35 vestrænir mótmæl- endur í Kína: Reknir úr landi kína Kínversk stjórnvöld ráku í gær 35 vestræna mótmælendur úr landi, en þeir höfðu efnt til mótmælaaðgerða á Tiananmen torgi í miðborg Peking. Mótmælin beindust gegn framgöngu kín- verskra stjórnvalda gagnvart trú- arhreyfingunni Falun Gong. Ilreyfingin var bönnuð í Kína árið 1999, og segja talsmenn hennar að síðan þá hafi meira en 300 með- limir hennar látist af völdum pyntinga og illrar meðferðar í kín- verskum fangelsum. Vestrænu mótmælendurnir voru m.a. frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi, Kanada, ír- landi, ísrael, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi. ■ LÍFEYRISSJÓÐURINN HLÍF ER í PESSU HÚSI VIÐ BORGARTÚN Sjóðurinn hefur skilað mjög góðri ávöxtun undanfarin ár en smæð hans hefur hamlað starfseminni. Rannsókn á Kaupþingsmmálinu kemur á slæmum tíma fyrir sjóðinn sem leitar eftir sameiningu við Sameinaða lífeyrissjóðinn. Þarf að sameinast stærri lífeyrissjóði Fæð sjóðsfélaga, slæm aldursskipting og mikil eign í óskráðum bréfum stendur Lífeyrissjóðnum Hlíf fyrir þrifum. Framkvæmdastjórinn rek- inn vegna rannsóknar á meintum auðgunarbrotum hans og sonar hans sem var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi. Brotin virðast ekki hafa valdið sjóðin- um tjóni segir stjórnarformaðurinn. li'feyrissjóðir Lífeyrissjóðurinn Hlíf er í viðræðum við Sameinaða lífeyrissjóðinn (SAL) um að starf- semi sjóðsins verði felld inn í SAL. Stjórnarformaður Hlífar fundaði með stjórnendum SAL í gær þar sem þessi mál voru rædd í skugga þess að sjóðurinn hefur dregist inn í rannsókn á meintum auðgunarbrotum sjóðsstjóra hjá Kaupþingi. Föður sjóðsstjórans hefur verið vikið úr starfi fram- kvæmdastjóra lífeyrissjóðsins en þeir feðgar eru taldir hafa nýtt sér lífeyrissjóðinn við auðgunar- brot sín. Finnbogi Finnbogason, stjórn- arformaður Hlífar, segir að sam- einingarviðræðurnar við SAL tengist ekki málum feðganna en sagði að þau gæti vissulega haft einhver áhrif á sameininguna meðan menn væru að fara yfir starfsemi sjóðsins. Hann sagði að svo virtist sem sjóðurinn hefði ekki beðið tjón af athæfi feðganna en sagði of snemmt að fullyrða nokkuð um það að stöddu. Utanað- komandi aðilar væru fengnir til að fara yfir starfsemina og gæti orðið bið í því að sjóðurinn sam- einaðist öðrum meðan sú athugun stæði yfir. „Við höfum verið að skoða möguleika á sameiningu um nokk- urra ára skeið vegna þess að sjóð- urinn er of lítill“, segir Finnbogi. „Við eigum að vera með 800 sjóðs- félaga samkvæmt lögum en þeir eru ekki nema um helmingur þess. Aldursskiptingin er líka óheppileg, við erum með marga eldri sjóðsfélaga og reynst erfitt af þeim sökum að greiða þeim jafn háar bætur og aðrir þrátt fyr- ir góða ávöxtun." Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemd við starfsemi sjóðs- ins og fundið að því að of stór hluti sjóða Lífeyrissjóðsins væri í óskráðum hlutabréfum. Finnbogi segir að mönnum hafi verið þetta ljóst en segir sjóðinn ekki hafa haft svigrúm til að losa sig við þau bréf. Eitt af því sem sjóðurinn hefði séð sem lausn á þessu væri að sameinast stærri sjóði með hlutdeild í óskráðum bréfum inn- an hámarksmarka. binni@frettabladid.is Fjarðabyggð: Hafna fram- boði undir merkjum Samfylkingar framboðsmál Smári Geirsson for- seti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir að þegar sé hafinn undirbún- ingur undir fram- boð fjarðalistans fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar n.k. vor. Hann segir að það hafi aldrei komið til greina að bjóða fram undir merkj- um Samfylkingar. Það sé einkum vegna andstöðu heimamanna við stefnu flokksins í stóriðjumálum og sömuleiðis séu menn á öndverðum meiði við fyrn- ingarstefnu flokksins í sjávarút- vegsmálum. Fjarðalistinn hefur 7 af 11 fulltrúum í bæjarstjórninni en við næstu kosningar verður bæjarfulltrúum fækkað í 9. Hann segir að ákveðið hafi ver- ið að fara leið uppstillingar við val á frambjóðendum á listann. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um það hvort einhverjar breytingar kunna að verða á skipan manna á listanum frá því sem var við síð- ustu kosningar. Það eigi jafnt um sig sjálfan sem og aðra sem sitja í bæjarstjórninni af hálfu Fjarða- listans. ■ SMÁRI GEIRSSON Segir að Fjarða- listinn eigi ekki samleið með Samfylkingu í veigamiklum mál um | smáttT I^hádeginu í gær var skrifað undir stofnanasamningsþátt kjarasamninga lögreglumanna eftir langa og stranga útreikn- inga. Þessi þáttur samninganna gekk út á yfirfærslu í nýtt launa- kerfi sem byggir á persónu- bundnu mati á menntun og reynslu hvers lögreglumanns fyr- ir sig. —♦— Kýr frá norðurhluta eyjarinn- ar Hokkaido í Japan hefur greinst með kúariðu. Er þetta annað kúariðutilfellið til þessa í landinu. Kúariða hefur ekki gre- inst í öðrum Asíuríkjum en Jap- an. Greiðsluafkoma ríkissjóðs: Enn umtalsverður samdráttur GREIÐSLUAFKOMA Útgjöld ríkissjóðs hækka um 24 milljarða króna, frá því sama tíma í fyrra, samkvæmt greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði þessa árs, eða um 15 prósent sem er svipað hlutfall hækkunar og var fyrstu níu mán- uði ársins. Heildartekjur ríkis- sjóðs hækka um 12,5 milljarða króna, eða um einu prósentustigi meira en fyrstu níu mánuði árs- ins. Tekjuaukningin er að mestu vegna aukinnar innheimtu skatta á tekjur og hagnað, auk trygg- ingagjalds, eða 8,5 milljarða um- fram áætlun. Eignaskattar eru rúmlega þrjúhundruð milljónum umfram áætlun fyrstu tíu mánuði ársins, en voru nær alveg sam- kvæmt áætlun fyrstu níu mánuð- ina. Veltuskattar lækka, hinsveg- ar um tæplega hálfan milljarð króna, en lækkunin nam 1,5 millj- arði fyrstu níu mánuði ársins. Samkvæmt greiðsluafkomu ríkis- sjóðs endurspeglar þessi þróun áfram töluverðan samdrátt milli ára, fyrst og fremst vegna veru- legs samdráttar í útgjöldum til neyslu. ■ HLUTFALLSLEGUR MUNUR Á SKATTTEKJUM RÍKISSJÓÐS Breytingar frá fyrra ári % jan-sept jan-okt Skatttekjur í heild 6,5 7,3 Skattar á tekjur og hagnað 21,2 21,2 Tekjuskattur einstaklinga 17,0 17,1 Tekjuskattur lögaðila 36,4 35,9 Skattur á .fjármagnstekjur 32,3 33,4 HLUTFALLSLEGUR MUNUR Á SKATTTEKJUM RÍKISSJÓÐS Á VÖRUR OG ÞJÓNUSTU Breytingar frá fyrra ári % jan-sept jan-okt Skattar af vöru og þjónustu -2,2 -0,5 Virðisaukaskattur -0,9 0,7 Aðrir óbeinir skattar -4,4 -2,6 Þar af: Vörugjöld af ökutækjurp -42,3 -40,8 Vörugjöld af bensíni -3,5 -2,6 Þungaskattur 0,8 0,8 Áfengisgjald og hagn. ÁTVR -1.9 -1,7 Annað 5,6 9,8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.