Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 18
HVER ER TILGANGUR
LÍFSINS?
Leti og kókdrykkja
„Að vera latur og drekka mikið
Kóka-Kóla."
Sindri Eldon Þórsson
nemi
BORGARLEIKHÚSIÐ
STORA SVIDIÐ
FJAMDMflÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
/ leikgerðArthurs Miller
I kvöld kl. 20 NOKKUR SÆTI
Lau.l.des. kl. 20 LAUS SÆTI
Áskriftargestir munið valmöguleikann
BLlÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson_____
Sun. 25. nóv. kl. 14 ÖRFÁ
Sun. 2. des. kl. 14 LAUS SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldðr Laxness
Lau.24. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Sun. 2. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
MEÐ VlFIO ILÚKUNUM e. Rav Coonev_______
Ikvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös. 23. nóv. kl. 20 - UPPSELT
Lau. ^des. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
SIMI: 568 8000
NYJA SVIÐIÐ
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Lau. 24. nóv. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
Sun. 2. des. kl. 20 LAUS SÆTI
ÞRIÐJA HÆDIN
PlKUSÖGUR e. Eva Ensler_____________________
Fös. 23. nóv. kl. 20 UPPSELT
Lau 24. nóv. kl. 16 á Kirkjubæjarklaustri
og kl. 21 I Vik
Sun. 25. nóv. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
Þri. 27. nóv. leikferð á Akranes
Fim. 29. nóv. kl. 20 LAUS SÆTI, 75. sýn.
Fös. 30. nóv. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI, táknm. túlkuð
LITLA SVIÐIÐ
DAUÐADANSINN eftir August Strindberq
isamvinnu við Strindberghópinn
Lau. 24. nóv. kl. 20 NOKKUR SÆTI
Lau. 1. des. kl. 20 LAUS SÆTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Simi miðasölu 568 8000 opnar kl. 10 virka dag.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
22. nóvemer 2001 FIMMTUDAGUR
19. sýning fös. 23. nóv. ki. 20.00 - LAUS SÆTI
Lokasýning lau. 24. nóv. kl. 19.00 - LAUS SÆTI
Allra síðustu sýningar
ÓPERA Á TÍMAMÓTUM
Málþing í Islensku óperunni
á Degi tónlistar 22. nóv. kl. 13-17
Allir velkomnir - aögangur ókeypis
Miöasaia opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram aö sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-19 virka daga.
Simi miðasölu: 5114200
Frelsi fórnað fyrir öryggi:
Persónufrelsi
á stríðstímum
spiallfundur Heimdallur heldur op-
inn spjallfund um persónufrelsi á
stríðstímum á Kofa Tómasar fræn-
da, Laugavegi 2, klukkan 20.30 í
kvöld. í kjölfar árásanna á Banda-
ríkin hafa stjórnvöld á Vesturlönd-
um gripið tO róttækra aðgerða til að
auka öryggi borgaranna. Er réttlæt-
anlegt að skerða frelsi einstakling-
anna í þágu öryggis og hversu langt
má ganga?
Gestir fundarins verða Karl
Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgun-
blaðsins, Tómas Ingi Olrich, for-
maður utanríkismálanefndar al-
þingis og Hörður H. Helgason, lög-
fræðingur Persónuverndar. ■
>
$
JÓHANNESBRAHMS
Markaði djúp spor í tónlistarsögunni. Leit
stöðugt um öxl og sótti innblástur allt aftur
til endurreisnar. Bach og Beethoven voru
honum mikilvægar fyrirmyndir.
Tónleikar S.Í.:
Helgaðir
Brahms
tónleikar í kvöld eru Brahms tón-
leikar hjá Sinfóníunni. Hljómsveit-
arstjóri á tónleikunum er Gregor
Biihl og einleikari er franski píanó-
leikarinn Philippe Bianconi. A efn-
isskránni eru Píanókonsert nr. 2 í B-
dúr, op. 83 og Sinfónía nr. 2 í D-dúr,
op. 73.
Þýski hljómsveitarstjórinn
Gregor Búhl hefur komið fram sem
gestastjórnandi með mörgum
hljómsveitum í Evrópu, m.a. Út-
varpshljómsveitunum í Berlín og
Hamborg og dönsku útvarpshljóm-
sveitinni.
Philippe Bianconi stundaði pí-
anónám í konservatóríunni í heima-
borg sinni, Nice, og síðar í París hjá
Gaby Casadesus, ekkju hins þekkta
píanóleikara og tónskálds Roberts
Casadesus. Frumraun hans í
Carnegie Hall árið 1987 tókst ein-
staklega vel og hann nýtur mikillar
virðingar vestan hafs. ■
—♦—
Islenska óperan:
Á tímamótum
málpinc Ópera á tímamótum er yfir-
skrift málþings sem haldið verður í
fslensku óperunni í dag á milli kl. 13
og 17. Umræðuefnið er framtíð ís-
lensku óperunnar. Fjallað verður
sérstaklega um tvö áhersluatriði
varðandi framtíð íslensku óperunn-
ar annars vegar stöðu Óperunnar
sem menningarstofnunar, og fram-
tíðarhúsnæði Óperunnar. Á mæl-
endaskrá eru meðal annarra Bjarni
Daníelsson, óperustjóri, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, óperusöngv-
ari og Helgi Gunnarsson, verkfræð-
ingur hjá VSÓ og starfsmaður verk-
efnisstjómar um byggingu tónlist-
arhúss og ráðstefnumiðstöðvar. ■
FIMMTUDAGURINN
22. NÓVEMBER
FYRIRLESTRAR_______________________
20.30: Oddur Friðrik Helgason, ætt-
fræðingur, heldur fyrirlestur á veg-
um Ættfræðifélagsins í fundarsal
Þjóðskjalasafns íslands að Lauga-
vegi 162, á 3. hæð. Fyrirlesturinn
nefnir hann "Staða og framtíð
íslenskrar ættfræði." Að loknu
erindi Odds verður kaffihlé, en
síðan mun hann svara fyrirspurn-
um fundarmanna.
16.00: Dr. Ellen Gunnarsdóttir heldur
fyrirlestur á vegum rannsókna-
stofu í kvennafræðum í Norræna
húsinu. Fyrirlesturinn nefnist Kon-
ur og alþýðumenning í barrokk
Mexíkó; Lífshlaup Franciscu de
los Ángeles, 1674-1744.
UMRÆÐUR, FUNPIR OG FLEIRA
8.30: Opnunarhátíð í Salaskóla í
Kópavogi. Skólinn verður opinn
foreldrum og öllum öðrum sem
áhuga hafa á að kynna sér starf
skólans. Sérstakar uppákomur
verða kl. 8:30 og 11:00. Kl. 15.00
verður skólinn formlega opnaður
með athöfn fyrir boðsgesti og
m.a. verður tekin fyrsta skóflus-
tunga að næsta áfanga skólans.
13.00: Málþing í fslensku óperunni
um óperu á tímamótum. Mál-
þingið fjallar um framtíð is-
lensku óperunnar og verða fram-
sögur og almennar umræður að
þeim loknum. Málþingið stendur
til kl. 17.00.
17.00: Félagsmálaráðherra, Páll Péturs-
son, veitir Starfsmenntaverðlaun-
in 2001 í húsnæði Hótel- og mat-
vælaskólans, Digranesvegi 51 í
Kópavogi.
20.00: Dagskrá helguð Einari Kárasyni
á Súfistanum, bókakaffi í verslun
Máls og menningar við Laugaveg.
Þar verður ný skáldsaga Einars,
Óvinafagnaður, kynnt og örnólf-
ur Thorsson mun stýra umræð-
um. Sýnt verður brot úr glænýrri
kvikmynd, Fálkum, sem félagarnir
Einar Kárason og Friðrik Þór Frið-
riksson skrifuðu handrit að, en
myndin er enn f vinnslu.
20.00: íslenska málfræðifélagið býður
til spjallkvölds í Skólabæ. Á dag-
skrá verða reglur um íslenska
stafsetningu og þá einkum
kostir og gallar við auglýsingu
menntamálaráðuneytísins frá
1974 og 1977. Fundarstjóri verður
Margrét Guðmundsdóttir en
frummælendur eru Baldur Sig-
urðsson dósent við Kennarahá-
skóla fslands, Erna Erlingsdóttir
prófarkalesari og Sigurlín Her-
mannsdóttir ritstjóri á þingfunda-
sviði Alþingis. Þeir munu segja frá
reynslu sinni af stafsetningarregl-
unum og svo verða umræður.
20.30: Borgarafundur I Borgarbyggð.
Opinn kynningarfundur um Stað-
ardagskrá 21 I Borgarbyggð
verður haldinn f Hótel Borgarness.
20. 30: Heimdallur heldur opinn spjall-
fund um persónufrelsi á stríðstím-
um á Kofa Tómasar frænda,
Laugavegi 2.
Misstu ekki af vandaðri
jólamyndatöku!
Gerðu verðsamanburð.
Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færö í
myndatökunni stækkaðar og fullunnar.
Innifaliö í myndatökunni:
12 stækkanir 13 x 18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm
og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma.
Ljósmyndastofan Mynd
sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 3020
Tímafiskur og
tónlist úr tré
Hljómsveitin Geirfuglar spratt upp úr vinskap og nú er Qórða plata
sveitarinnar komin út. Hún heitir Tímafiskurinn og í kvöld halda
Geirfuglarnir útgáfutónleika.
GEIRFUGLARNIR
tónlist Hljómsveitin Geirfuglar
er þekkt fyrir skemmtilega
tónlist og sprellfjörugt fas. f
kvöld heldur hún útgáfutón-
leika til að fagna útgáfu fjórðu
plötunnar sinnar. Freyr Eyj-
ólfsson, sem syngur og leikur á
gítar, munnhörpu og mandólín i
sveitinni var nývaknaður þegar
Fréttablaðið sló á þráðinn til
hans til að spyrja frétta af nýja
gripnum. „Við reynum alltaf að
finna einhverjar nýjar slóðir og
það má segja að þessi plata sé
akústískari en þær fyrri. Tón-
listin er meira úr tré en áður,
var það ekki einhver sem sagði
að tónlist 21. aldarinnar yrði úr
tré?“
Þrettán lög eru á disknum
sem ber nafnið Tímafiskurinn,
hvers vegna skyldi það vera?
„Þetta er svona táknrænt, ljóð-
rænt og symbólískt nafn. Sagði
Steinn Steinarr ekki að tíminn
væri eins og vatnið? Og það eru
jú fiskar í vatninu, annars verð-
ur bara hver að skilja þetta fyr-
ir sig, ég treysti mér eiginlega
ekki til að túlka þetta frekar,“
segir Freyr.
Eins og ýmsar hljómsveitir
spruttu Geirfuglarnir upp úr
vinskap hljómsveitarmanna
sem eru auk Freys, Halldór
Gylfason, söngvari,
Þorkell Heiðarsson, sem leik-
Hressir og hugsandi menn sem spila
ur á harmónikku, píanó, orgel
og fleira, Andri Geir Árnason,
sem leikur á trommur og slag-
verk og Stefán Már Magnússon
sem leikur á gítar, bassa, píanó,
munnhörpu og fleira. „Þetta
hefur eiginlega undið upp á sig
eins og snjóbolti, við erum
gamlir vinir sem hittumst einu
sinni í viku, stillum saman
strengi og fáum útrás fyrir
sköpunargleðina. Hún er kraft-
urinn á bak við hljómsveitina."
.útdauða tónlist í takt við tíðarandann".
Tónleikar kvöldsins hefjast
kl. tíu. Sérstakir gestir Geir-
fuglanna verða pönkskáldið
Ceres 4 og rapparinn Sesar A.
Að sögn Freys verða mest-
megnis leikin lög af nýju plöt-
unni, „annars er aldrei að vita
hvað gerist þegar gleðin hefur
tekið völd.“ Eitthvað að lokum
Freyr? „Það er bara eitt sem
gildir í lífinu, það er að vera
hress!“
sigridur@frettabladid.is
TÓNLEIKAR______________________________
19.30: Brahms tónleikar hjá Sinfóní-
unni. Hljómsveitarstjóri á tónleik-
unum er Gregor Biihl og einleik-
ari er franski píanóleikarinn Phil-
ippe Bianconi. Á efnisskránni eru
Píanókonsert nr. 2 í B-dúr, op. 83
og Sinfónía nr. 2 ( D-dúr, op. 73
en bæði verkin bera snilli Jóhann-
esar Brahms gott vitni.
20:00: Útgáfutónleikar áhafnarinnar á
Mánabergi sem er nú að gefa út
sinn fyrsta geisladisk, Roðlaust og
beinlaust Haldnir á Kaffi
Reykjavlk.
22.00: Útgáfutónleikar Geirfuglanna á
Kaffi Reykjavík. Geirfuglarnir eru
þar að fagna nýútkominni plötu,
Tlmafiskinum. .Auk þeirra koma
fram Ceres 4 og Sesar A
23.00: Rúnar Júlfusson að kynnir nýút-
komna plötu sína „Leið yfir" á
Kringlukránni.
20.00: Tónleikar Jet Black Joe á Gauk á
Stöng. Forsala á miðum hefst kl.
16.00.
21.00: Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar
Úlpu sem nýlega gaf út sína
fyrstu breiðsklfu "mea culpa" hjá
HITT, útgáfuforlagi Eddu - miðlun-
ar & útgáfu. Tónleikarnir eru á
Nasa.
21.00: Kvintettinn Meski heldur tónleika
á Múlanum, Húsi Málarans.
Kvintettinn skipa þeir Davíð Þór
KVIKMYNDIR
Jónsson, píanó, Eiríkur Orri Ólafs-
son, trompet, Leifur Jónsson,
básúna, Valdimar Kolbeinn Sigur-
jónsson, kontrabassa og Matthías
Hemstock, trommur. Kvintettinn
leikur tónlist úr eigin sarpi ásamt
lögum eftir Eric Dolphy, Joe
Lovano og fleiri.
20.30: Kvikmyndasýning I Goethe-
Zentrum, Laugavegi 18, 3. hæð.
Það er þýska myndin "Beim
náchsten KuB knaii ich ihn
nieder" (One More Kiss And He
Is Dead) frá árinu 1995 sem verð-
ur sýnd (með enskum texta).