Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Mikil eftirspurn eftir nautalundum: Uppruna ekki getið á veitingahúsum nautakiöt „Auðvitað væru allir ánægðastir með að geta boðið bara íslenskt kjöt og þetta væri ekkert mál,“ sagði veitingamaður í Reykjavík um innflutning nauta- lunda. Hann sagði aðstæður þó vera þannig að ef veitingahús ætluðu að bjóða upp á nautalundir, þá væri ekki annað að gera en flytja þær inn. „Venjulegt veitingahús er með svona 3 til 4,5 tonn á ári og þú getur rétt ímyndað þér hvað þarf að slá- tra mikið til að hafa upp í það,“ sagði hann og bætti við að uppruna kjötsins væri ekki getið á matseðl- inum hjá honum og taldi að flest veitingahús hefðu þann háttinn á. „En ég geri það, verði farið fram á það, það er ekkert mál,“ sagði hann. Kjötbankinn ehf., í eigu Guð- geirs Einarssonar, kjötiðnaðar- meistara og fjölskyldu hans, flutti fyrir helgi inn um 2 tonn af finnsk- um nautalundum sem einkum er ætlaðar í sölu til veitingahúsa. Guð- geir segir eftirspurnina gífurlega og að fyrirtækið anni ekki eftir- spurn. Hann segir lundirnar með einhverja sterkustu vottun á nauta- kjöti sem embættismenn landbún- aðarráðuneytisins höfðu séð. Vegna þess hve kjötið er ný komið í hús segir hann sölu á því ekki enn hafna, Kjötumboðið hafi haldið að sér höndum og viljað sjá hver þró- un mála yrði eftir alla kúariðuum- ræðuna. „Riðan lét Finnland alveg eiga sig og svo eru þeir líka með sinn eigin stofn. Þetta er kostur sem við bjóðum upp á og allir með- vitaðir um hvað þeir eru að kaupa,“ sagði hann. ■ NAUTAKJÖT Ónefndur veitingamaður taldi ekk- ert kjöt standast því innflutta sem nú er i sölu snúning hvað gæði varðaði nema kannski „skipakjöt- ið" en það myndi enginn viður- kenna að vera með í sölu, enda lögbrot að smygla kjöti. ísraelskir vísindamenn: Smíðuðu sýrutölvu vísindi ísraelskir vísindamenn hafa fundið upp örsmáa tölvu, sem er gerð úr kjarnsýrusameindum og efnahvötum. Ehud Shapiro nefnist forsprakki vísindamannanna, sem starfa við Weizmann-stofnunina í ísrael. Vísindamennirnir telja að tölva af þessu tagi geti þegar fram líða stundir unnið með kjarnsýrur innan mannslíkamans, leitað uppi afbrigðilega starfsemi og jafnvel búið til lyf á staðnum. Sem stendur telja þeir þó að hún gagnist einkum til þess að raðgreina kjarnsýrur. Frá þessu er skýrt í nýjasta hefti tímaritsins Nature. ■ skatta. Þeir eru einnig uggandi um oli@frettabladid.is hægristjónn. 27.995 Kosningar sem lúta dönskum lögmálum Forsætisráðherra segist hafa búist við minni mun í dönsku þingkosningunum sem fram fóru um sl. helgi. Davíð segir Poul Nyrup Rasmussen ekki hafa notið mikils persónulegs fylgis í Dan- mörku, en mat hann mikils sem samstarfsmann og kunni vel við hann. stjÓrnmál „Úrslit kosninganna í Danmörku eru mjög athyglisverð og sveiflan heldur meiri en ég bjóst við,“ sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra um úrslit dönsku þingkosninganna. „Mér sýndist að minn ágæti vinur Poul Nyrup Rasmussen væri að vinna sig á, en það hefur ekki dugað til,“ sagði Davíð og bætti við að sér hafi fall- ið ágætlega að starfa með honum og kunnað persónulega vel við hann. „Mér þótti því miður að hann tapaði kosningunum, jafnvel þótt hann sé krati," bætti hann við. Davíð taldi ólíklegt að kosn- ingaúrslitin hefðu í för með sér DAVÍÐ ODDSSON Danir, vinir okkar eru svo miklir húmoristar, að auðvitað þarf hægriflokkurinn sem vinnur að heita „Vinstri." mjög miklar breytingar fyrir danskt þjóðlíf. „Það verður jú áfram um minni- hlutastjórn að ræða. Þó verða áhrifin væntan- lega einhver. Það urðu miklar breyt- ingar þegar Schlúter tók við á sýnum tíma. Þá var mikil efna- hagsleg stöðnun hjá krötunum og hann reif það allt upp og Danir urðu efnahagslegt stórveldi á nýjan leik. Núna er hins vegar staðan ágæt að mörgu leyti.“ Davíð taldi ekki hægt að draga þá ályktun að hægrisveifla væri í uppsiglingu í Evrópu. „Ef við horf- um til Þýskalands þá eru ný af- staðnar kosningar í Berlín þar sem niðurstaðan fór mjög til vinstri. Áður voru kosningar í Hamborg þar sem sveiflan var til hægri. Svo sjáum síðustu kosningar í Bret- landi þar sem Blair hélt nánast óbreyttum styrk á milli kosninga. Ég held við verðum að horfa á þetta sem einstakar kosningar sem lúta dönskum lögmálum. Eg hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir um bílskýlið: Ekki nógir hagsmunir til að fara að reglum skipulacsmál Steinunn Valdís Óskarsdóttir, meðlimur skipu- lags- og byggingarnefndar og full- trúi í borgarstjórn Reykjavíkur, segir það hafa verið of harkalegt að gera íbúanum í Bröndukvísl 22 að fjarlægja skýli sem hann hefur byggt í óleyfi við húsið. Því hefði borgarstjórn samþykkt að ekki verði farið að nið- urstöðu skipulags- nefndar og úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um að rífa bæri skýlið. „Ástæðan fyrir því að borgarráð sneri við ákvörð- un skipulags- nefndar byggði meðal annars á því að fram- kvæmdin er kom- in upp og að hún er ekki það mikið íþyngjandi fyrir nágrennið. Það væri því mjög stór og afdrifarík ákvörðun af hálfu stjórnvalda að fara fram á það við eigandann að hann rífi skýlið," segir Steinunn. Steinnun segir að þrátt fyrir niðurstöðu fyrrgreindra nefnda sé ákvörðun borgarráðs og borg- arstjórnar nú „ekki tekin út í blá- inn“: „Ef ég man þetta rétt þá er sú ákvörðun að leyfa þessari framkvæmd að standa tekin með- al annars með það í huga að verið væri að taka meiri hagsmuni um- fram minni,“ segir hún. STEINUNN VALDÍS ÓSK- ARSDÓTTIR „Það er þannig að í nágrannasamfé- lagi koma stund- um upp lítil mál sem verða að stórum málum," segir borgarfull- trúinn. BRÖNDUKVÍSL 22 Borgarstjórn segir hagsmuni eiganda þessa skýlis vera meira en nágrannanna sem kærðu og því fái skýlið að standa jafnvel þó það sé byggt I óleyfi í andstöðu við deiliskipulag. Tveir nágrannar mannsins í Bröndukvísl 22 höfðu kært skýlið og Steinunn viðurkennir að það sé í andstöðu við gildandi deiliskipu- lag. „Það er þannig að í nágranna- samfélagi koma stundum upp lítil mál sem verða að stórum málum. Þegar búið er að framkvæma svona - þó í óleyfi sé - þarf auðvit- að að meta það hversu mikill skaði það sé í raun fyrir umhverfið. Stundum eru það harkaleg við- brögð að gera fólki að rífa slíkt. Þar með er ég ekki að réttlæta að menn framkvæmi svona í óleyfi því menn eiga auðvitað alltaf að ekkert á móti því að þetta væri hægrisveifla, en ég lít bara ekki á að svo sé.“ Aðspurður sagðist Davíð ekki telja að hægt væri að heimfæra ósigur Pouls Nyrups í Danmörku upp á íslenskar aðstæður, en því hefur verið fleygt að ákveðin þrey- ta hafi verið að komið fram í kosn- ingunum vegna þess hve hann hef- ur verið lengi við völd. „Poul Nyr- up hafði persónulega lent illa í því, og var í skoðanakönnunum númer 47 yfir þá stjórnmálamenn sem Danir meta mest. Ég held að ekki sé hægt að færa það yfir á fsland." Sænskir stjórnmálamenn um Dani: Óttast áhrif Folkepartiet kosnincar Viðbrögð stjórnmála- manna í Svíþjóð við dönsku kosn- ingunum markast að nokkru leyti af stöðu þeirra í litrófi stjórnmál- anna. Sósíaldemókratar harma út- reið bræðraflokksins og Gudrun Schyman formaður vinstrimanna óttast að árangur danska Folke- partiet leiði til harðnandi afstöðu til innflytjenda. „Það ræðst af því hvernig Venstre tekur á málum og hversu háðir þeir verða Folkeparti- et. Göran Persson, forsætisráð- herra, segir þá staðreynd að sigur borgaraflokka, bæði í Danmörku og Noregi eigi rætur í harðari af- stöðu til innflytjenda, skelfilega þróun. Hann á ekki von á því að takist að mynda sterka stjórn í framhaldinu. Fulltrúar hægriflokka fagna sigri félaga sinna og finna sam- hljóm í hugmyndum um niður- skurð í velferðarkerfi og lækkun sækja um svona til byggingaryfir- valda,“ segir Steinunn og ítrekar að skilboð borgaryfirvalda til íbú- anna séi þau að fara að reglum og lögum: „En í þessu tilfelli var það mat okkar að það væri of harkaleg að- gerð að gera manninum það að fara að rífa þetta niður - það væru ekki þeir hagsmunir í húfi sem réttlættu það,“ segir hún. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ætla kærendurnir tveir að nú að leita til Skipulagsstofn- unar með það að skýlið vei'ði fjar- lægt. UPPATIU FINGUR DEMANTAHÚSIÐ K R1N G L U N NI -4-12 SÍMl 588-9944 Rafvirki óskast Tengi s.f. Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík, óskar að ráða rafvirkja tii viðhalds og þjónustustarfa. Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Starfsreynsla er æskileg. Nánari upplýsingar í síma 898-4790 gar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.