Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
22. nóvemer 2001 FIMMTUDAGUR
H RAÐSOÐIÐ
SICRÚN ÁRMANNS
REYNISDÓTTIR
formaður Samtaka gegn fátækt
Miðstéttin
sögð óttast
fátæktina
HVERSU mikil fátækt er hér á landi
að ykkar mati?
„Hún er að vaxa. Ástandið var
slæmt fyrir ári síðan þegar við
stofnuðum samtökin en þetta er
orðið verra. Hingað til okkar er t.d.
farið að hringja fjölskyldufólk úr
miðstétt. í þessum hópi eru m.a.
hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar,
lögregla, slökkvilið og ýmsir aðrir
til viðbótar við þá hópa sem minnst
mega sín í samfélaginu. Þótt það
megi halda að flest miðstéttarfólk
hafi það svona þokkalegt þá segist
það hafa mjög miklar áhyggjur af
efnahagsástandinu og er óttaslegið
yfir því að geta ekki staðið við sín-
ar fjárhagslegu skuldbindingar.
Þetta fólk segist hafa fjárfest í fast-
eignum og öðru með tilheyrandi
lántökum í góðri trú um að stöðug-
leikinn mundi haldast eins og
stjórnvöld hafa haldið fram. Þessi
ótti er farinn að verða mjög áber-
andi meðal venjulegs vinnandi
fólks.“
HVAÐ getið þið gert?
„Við hlustum á fólkið og reynum að
hjálpa því í samskiptum þess við
kerfið við að ná rétti sínum þegar
svo ber undir eins og t.d. við Skatt-
inn,Tryggingastofnun og félags-
málayfirvöld. Fólkið er oft mjög
niðurbrotið, afskaplega dofið og
jafnvel grátandi. Frá því samtökin
voru stofnuð í ágúst í fyrra hafa
hringt til okkar um 5 þúsund
manns. Eitthvað af því hefur hringt
oftar en einu sinni og sumir hafa
samband vegna þess að því ofbýður
hvernig ástandið er orðið.“
HVAÐA fjárhagslega viðmiðun hafið
þið á fátækt?
„Ég tel að þeir séu fátækir sem gert
er lifa á 60-70 þúsund króna mánað-
arlaunum. Ég tel það algjört lág-
mark fyrir einstakling að hafa 100
þúsund krónur á mánuði eftir skat-
ta til að skrimta og hærri upphæð
fyrir barnafólk. Sem dæmi veit ég
um konur sem neyðast til að vera í
sambúð vegna þess að þær geta
ekki séð sér farborða með börnin
sín og sumar hafa farið í vændi.
Nýlega hafði kona samband sem
skildi við manninn sinn og reyndi
að kaupa sér íbúð fyrir sig og börn-
in. Hún gafst upp og fór aftur til
mannsins sem samþykkti það vegna
barnanna, en þetta samband er ást-
laust.“
Sigrún Ármanns Reynisdóttir er for-
maður Samtaka gegn fátækt. Samtökin
voru stofnuð 30. ágúst 2000 og eru
rekin í sjálfboðavinnu.
Heimssamtök klósetta:
Arlegur klósettdagur
sincapúr.ap Ákveðið hefur verið
að halda upp á sérstakan klósett-
dag í heiminum þann 19. nóvem-
ber ár hvert. Þessu hafa „Heims-
samtök klósetta" nú lýst yfir, en
alls eru 17 þjóðir meðlimir í sam-
tökunum. Jack Sim, formaður
samtakanna, segir að dagurinn
verði framvegis notaður til að
vekja athygli á þörfinni fyrir góð
klósett í heiminum.
Alls voru níu atriði samþykkt
á ráðstefnu samtakanna, sem ný-
lega var haldin í Singapúr. Meðal
annars skal birta þarfar upplýs-
ingar um klósett á vefsíðu sam-
takanna, bæta þarf umhverfi kló-
setta víðsvegar um heiminn auk
þess sem samtökin skulu „starfa
í sátt og samlyndi að því mark-
miði að bæta klósettaðstöðu fyrir
allar manneskjur í heiminum."
Samþykkt hefur verið að
halda næstu klósettráðstefnu í
Kóreu, en þar er að finna bestu
en jafnframt dýrustu klósettað-
stöðu í heiminum. Þar á eftir, árið
2003, mun Indland halda ráð-
stefnuna, en þar er hægt að kíkja
við á eina klósettsafninu sem fyr-
irfinnst í heiminum. „Við viljum
að fólk tali um klósett og brjóti
tabúið sem fylgir þeim málefnum
sem tengjast því,“ sagði Jack
Sim. Hefur hann m.a. lagt til að
meiri áhersla verði lögð á að sýna
klósett í kvikmyndum en verið
hefur. ■
„OPIN" KLÓSETT
Einn fulltrúanna sem sóttu ráðstefnuna tekur mynd af hinum einstöku „opnu" klósettum
sem finna má í Singapúr-dýragarðinum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Heimildir Fréttablaðsins
herma að meiri ró verði yfir
bæjarstjórnarkosningum í Vest-
urbyggð á Vestfjarðarkjálka, á
næsta ári en oft áður. Tala menn
jafnvel um að núverandi bæjar-
fulltrúar verði bara klappaðir
upp. Sátt og bróðerni mun hafa
ríkt í bæjarmálapólitíkinni og
fulltrúar íbúanna nokkuð sam-
stíga í ákvörðunum sínum. Þá er
ekki vitað til þess að einhverjir
nýir bíði eftir að komast að í
bæjarpólitíkinni en vitanlega
ekki hægt að útiloka að þeir
skjóti upp kollinum þegar líður
að kosningum. Það er mál manna
að ekki verði í alvöru farið að
huga að uppröðun á lista fyrr en
um áramót.
Nokkuð hefur verið rætt um
að fólk úr Alþýðuflokknum
gamla, sem Guðmundur Árni
Stefánsson ku vera formaður í,
hafi ekki séð ástæðu til að mæta
á landsfund Sam-
[ fylkingarinnar.
Urslit í kjöri til
| framkvæmda-
stjórnar sýna
kannski hver
hlutföllin voru en
þar náðu kjöri
fimm fyrrum
allaballar og ein kvennalistakona.
Fimm af þessum sex einstakling-
um setja stórt spurningamerki
við inngöngu íslands í ESB, en
það hefur verið baráttumál krata
frá árinu 1995.
En það var ekki bara ESB um-
ræðan sem fór þversum ofan
í kok krata á þessu þingi, þar
sem ekki var hægt að taka af-
stöðu til málsins. Nafnið hefur
farið í taugarnar á þeim frá upp-
hafi og hafa margir viljað að orð-
in “jafnaðarmannaflokkur ís-
lands“ bætist við eða hreinlega
komi í staðinn
fyrir nafnið Sam-
fylking. Ekki var
hægt að taka af-
stöðu til þess
máls heldur og
var öllum ágrein-
ingsmálum skotið
í hendur annarra.
Reyndar ætlaði fundarstjóri að
sniðganga tillögu Ástu Ragnheið-
ar um nafn á Samfylkinguna
þangað til athugasemd var gerð
við fundarstjórn með
frammíköllum.
• •
Ossuri Skarphéðinssyni, for-
manni Samfylkingarinnar,
var tíðrætt að ungir jafnaðar-
menn hafi komið vel út á þessu
jingi. Þetta hafa ungliðar tekið
undir en samt
náði bara einn
ungur jafnaðar-
maður kjöri í
kosningum til
flokkstjórnar
Samfylkingarinn-
ar, sem fer með
málefni flokksins
á milli landsfunda. Það ku líka
vera lýðræðislegt að beita
svokölluðum kynjakvótum en
tveir frambjóðendur duttu út
vegna þess að konur fylltu ekki
þann kynjakvóta sem ætlast er
til og þeim skipt út fyrir tvær
konur.
Umfjöllun um
kvíðaköst og streitu
kom á óvart
Niðursveiflan í efnahagsmálum undanfarið hefur haft víðtæk áhrif.
Hún hefur komið við buddur landsmanna og er að sögn margra far-
in að hafa áhrif á heilsu fólks og þá sérstaklega hjá hinum ungu starfs-
mönnum verðbréfafyrirtækja.
FINNUR REYR STEFÁNSSON
I markaðsviðskiptum l'slandsbanka segir helgar- og kvöldvinnu hafa minnkað frá því
sem áður var.
líferni „Hérna er lítil vinna um
helgar og á kvöldin, ólíkt því sem
var fyrir nokkrum árum. Þá var
vinnutíminn almennt lengri,"
sagði Finnur Reyr Stefánsson,
framkvæmdastjóri markaðsvið-
skipta íslandsbanka í samtali við
Fréttablaðið í gær.
„Hér er töluvert af fjöld-
skyldufólki með ung börn. Það er
hluti af okkar starfsmannastefnu
að fólk eigi sitt einkalíf og frí-
tíma.“
Finnur Reyr segist ekki hafa
orðið var við heilsubrest hjá
starfsfólki. „Við höfum ekki orð-
ið vör við breytingar til hins
verra. Það er ekkert öðruvísi í
þessari starfsgrein en öðrum,
menn verða einstaka sinnum
þreyttir eða veikir en við rekjum
slíkt ekki til breytinga á markaði.
Okkur kom á óvart umfjöllun um
kvíðaköst og mikla streitu starfs-
manna á fjármálamarkaði í ný-
legri grein í Morgunblaðinu enda
bankinn ekki með í umræddri
rannsókn. Hér eru menn í góðu
andlegu og líkamlegu ástandi og
sinna heilsu sinni.“
í markaðsviðskiptum íslands-
banka er meðal vinnuvika 45-50
stundir og að sögn Finns er með-
al starfsaldur þar um fimm ár og
lífaldur um 30 ár. Þessi meðalald-
ur endurspeglar kannski að ein-
hverju leyti hraðan vöxt fjár-
málageirans á liðnum árum.
„Það kemur að sjálfsögðu fyr-
ir að fólk þurfi að vinna auka-
vinnu en helgar- og kvöldvinna
hefur minnkað á síðustu árum.
Það er líklegt að það verði hægari
vöxtur stöðugilda í okkar at-
vinnugrein á næstu árum en á s.l.
þrem til fjórum. Sama gildir
væntanlega um margar atvinnu-
greinar í landinu."
kristjan@frettabladid.is
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, gerir atkvæða-
greiðslur á fundinum að umtals-
efni á vefsíðu sinni og bendir á
að mun fleiri taka þátt í að móta
stefnu Sjálfstæð-
isflokksins en
Samfylkingarinn-
ar. „150 manns
greiddu atkvæði
um menn í fram-
kvæmdastjórn og
minnir sú tala á
hinn mikla mun,
sem er á þessum fundi og lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins, þar
sem tæplega 900 manns taka þátt
í atkvæðagreiðslum. Þá má minn-
ast þess, að um 700 manns tóku
þátt í atkvæðagreiðslu á síðasta
aðalfundi Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, og mun fleiri sækja
þing Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna en landsþing Samfylk-
ingarinnar."
Ég er ekki að byrja ó
rifrildi. Þetfa
er það
sama og
við óttum
síðast
liðinn
föstudag.