Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐ1Ð 22. növemer 2001 FIMMTUDACtlR SVONA ERUM VID DAVÍÐ í 9. SÆTI Halldór Ásgrímsson talaði mest allra ráð- herra á síðasta Alþingi. Annars töluðu ráð- herrar þannig: RÁÐHERRAKLUKKUSTUNDIR Halldór Ásgrimsson 10:59 Valgerður Sverrisdóttir 9:28 Páll Pétursson 8:48 Geir Haarde 7:56 Sturla Böðvarsson 7:25 Sólveig Pétursdóttir 7:22 Guðni Ágústsson 6:31 Jón Kristjánsson (Ingibjörg Pálmadóttir) 5:19 Davíð Oddsson 5:09 Siv Friðleifsdóttir 4:58 Björn Bjarnason 4:26 Árni M. Mathiesen 3:54 LÁTINN KONUNCUR Konungurinn ásamt Tuanku Siti Aishar, drottningu (til hægri), við hátíðlega athöfn í Kuala Lumpur í mars fyrr á þessu ári. Konungur Malasiu: Lést 75 ára að aldri KUALA LUMPUR.MALASÍU.AP Abdul Aziz Shah, konungur Malasíu, lést í gær 75 ára að aldri á sjúkrahúsi. Hafði hann átt við heilsuerfiðleika að stríða undanfarnar vikur í kjöl- far hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir. Shah tók við kon- ungsembætti árið 1999 eftir að hafa verið kosinn af soldánum landsins. Konungsembætti Malasíu er formlegt embætti sem tekur ekki þátt í daglegri stjórnun landsins. „Það er með mikilli eftir- sjá og sorg sem ég tilkynni lát Yang di-Pertuan Agong Salahuddin Abdul Aziz Shah,“ sagði Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, í sjónvarpsávarpi í gær. ■ .—♦— Fjöldi breskra lungna- sjúklinga: Helmingi yfir meðal- tali ESB LONDON.AP Tvöfalt fleiri deyja af völdum lungnasjúkdóma í Bret- landi heldur en í öðrum löndum Evrópu, ef miðað er við meðal- fjölda þeirra sem deyjö úr slíkum sjúkdómum í öllum ríkjum Evr- ópusambandsins. Fleiri deyja nú í Bretlandi af völdum Iungnasjúk- dóma heldur en af völdum krabbameins og hjartasjúkdóma. Af hverjum 100 þúsund mönnum í landinu deyja 105 af völdum lungnasjúkdóma, miðað við 30 í Ástralíu, 34 á Ítalíu og 35 í Sviss- landi. Lungnasjúkdómar kosta heilbrigðiskerfi Bretlands um 360 milljarða króna á ári.g I INNLENT I Iðnaðarmenn hafa unnið hörð- um höndum að því að gera við skemmdir sem urðu á brú Slétt- baks þegar brotsjór reið yfir skipið út af Vestfjörðum. Skipta þurftivum töluverðan hluta tækja- búnaðár,og yfirfara þann búnað sem ekkí þurfti að endurnýja. Eru bundnar vonir við að skipið geti haldið til veiða um helgina eða í byrjun næstu viku. Slys vegna lausra knattspyrnumarka: Tengjast ofitast knatt- spyrnufélögum slys „Lífshættuleg slys á börnum vegna lausra knattspyrnumarka eru tíð hér á landi þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir til að fá eigend- ur til að festa þau niður“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Árverkni, verkefnastjórn um slysavarnir barna og unglinga, hefur sent frá sér. Þar segir að í könnun sem Árverkni lét gera kom í ljós að frá árinu 1986 hafa 43 börn orðið fyrir lífshættuleg- um áverkum. Algengustu áverk- arnir hafi orðið á líffærum í kvið- arholi en sum börnin hafi hlotið brot á höfuðkúpu eða blæðingar inn á heila. Dæmi eru um að eitt barn hafi hlotið varanlegum heilaskaða. Þá hafi 100 börn orðið fyrir öðrum áverkum í samtali við Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóra Árverkni, kom fram að fjöldi slysa hefur aukist frá síðasta ári og tengdust í flestum tilfellum knattspyrnufélögum landsins. „Það hefur gengið þokkalega að fá sveitarstjórnir til að festa niður LAUS KNATTSPYRNUMÖRK Að sögn Herdísar L. Storgaard eru til ýmsar auðveldar lausnir til að festa mörk og hafi ver- ið gefið út fræðslurit um markafestingar. mörk sem eru í þeirra eigu en hjá legt mál að knattspyrnufélögin knattspyrnufélögum mörgum byði börnum til sín til íþróttaiðk- hverjum eru þessi mál í miklum unar en sýndu svo ekki ábyrgð ólestri.“ Herdís sagði það alvar- sína og gættu að öryggi þeirra. ■ Utgerðir fá afslátt af listaverði olíu Verðmunur á skipaolíu hér á landi og erlendis ekki eins mikill og LIU segir. Ekki fengust samanburðartölur frá olíufélögunum eða upplýsing- ar um hversu mikill afslátturinn sé. MIKIL OLfUNOTKUN FISKISKIPA ' Útgerðir kaupa um 300 milljón lítra af olíu á skip sín á hverju ári. Hver króna skiptir þvi miklu máli fyrir útgerðina. Margir tengja kaup sín á ollu heimsmarkaðsverði segja olíufélögin. verðmyndun Geir Magnússon, for- stjóri ESSO, segist ekki hafa skoð- að sérstaklega nýjustu tölur Land- sambands íslenskra útvegsmanna um verðsantanburð á olíu til fiski- skipa hér á landi og erlendis. Áður hafi útvegsmenn í Vestmannaeyj- um kært verðmyndun á olíu hér og í Færeyjum. Þá kom í Ijós að borið var saman skráð verð á Is- landi en tilboðsverð í Færeyjum, sem sé ekki sambærilegt. Geir segist hafa skoðað verð á sams konar olíu til fiskiskipa í Noregi í september á þessu ári og þá kom í Ijós að verðið á lítra þar var 51 króna. Eftir að hafa dregið mengunarskatt frá þá kostaði líterinn af skráðu verði kr. 34,36. ,;Ekki þurfa þeir að flytja það til Islands. Þeir framleiða þetta sjálfir." LÍÚ segir að verðmunur á olíu til fiskiskipa hér á landi og erlend- is hafi aukist um 117% frá því árið 1996. Ef miðað er við olíuverð í Rotterdam samkvæmt Platts skýrslu er munurinn nú 11,06 krónur. Árið 1996 var þessi munur 5,06 krónur. Hækkun um eina króna nemur um 300 milljónum í aukin útgjöld fyrir útgerðarmenn. Samúel Guðmundsson hjá Olís segist telja að verðmunur á olíu til fiskiskipa hér á landi og erlendis sé ekki eins mikill og útgerðar- menn segja. Margir viðskiptavin- ir kaupi olíu á verði sem tengist heimsmarkaðsverði og fá afslátt frá listaverði, sem taka mið af magni og kjörum. Hann vildi ekki afhenda fréttablaðinu viðmiðun- arverð á olíu erlendis sem Olís miði við máli sínu til stuðnings. Gunnar Kvaran, kynningafull- trúi hjá Skeljungi, segir mjög margar útgerðir vera með sér- iðnaður Forsvarsmenn Vestur- byggðar eru þessa dagana að kynna sér rekstur kalkþörunga- verksmiðju Celtic Sea Minerals í grennd við Cork á írlandi. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir verið að skoða möguleikann á að koma upp slíkri verksmiðju í Arnarfirði en At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða fari fyrir rannsóknum á svæðinu. „Svo er spuríiíng hvort það nær máli að vinna þetta og selja þannig að skili afrakstri og árangri. Þannig að við ætlum að sjá hvernig þeir bera sig að í útlandinu," sagði Jón Gunnar samninga um verð á olíu til fiski- skipa. Utgerðarmenn séu því ekki að bera saman sambærilega hluti þegar þeir bera saman listaverð á olíu hér á landi og erlendis. Hann og taldi ekki loku fyrir það skotið að irska fyrirtækið kæmi að rek- stri slíkrar verksmiðju hér heima með einum eða öðrum hætti. „Það er einhver áhugi hjá þeim að koma að vinnslunni í Arnarfirðinum ef um semst. Þeir eru með þekking- una og samböndin og ekki ólíklegt að það sé stysta leiðin til að koma þessu í gang að eiga við þá sam- ytarf. Það þarf að finna þessu far- veg í sölu einhvern veginn.“ Jón Gunnar sagðibjartsýnústu áætlan- ir gera ráð fyrir að hægt verði að hefja vinnslu árið 2003, en bætti við að nokkrar rannsóknir ættu vildi ekki gefa upp hvað útgerðir væru að fá mikinn afslátt. Þess vegna þarf að bera saman lista- verð í samanburöi við útlönd. bjorgvin@frettabladid.is JÓN GUNNAR STEPÁNSSON Fulltrúar Vesturbyggðar fóru utan í morgun til að kynna sér starfsemi Celtic Sea Miner- als á Irlandi og eru væntaplegir aftur til lahdsins á sunnudag. eftir að eiga sér stað og jafnframt þyrfti starfsemin sjálfsagt að fara í mat á umhverfisáhrifum. ■ HÆSTIRÉTTUR Vélstjóri fær greiddar 3,3 milljónir vegna vangoldinna launa en stýrimaður fyrirgerði rétti sínum. Hæstiréttur hafnar kröfu stýrimanns: Ekki greidd laun af nauðung- arsöluverði dómsmál Hæsitréttur hefur dæmt að lettneskur vélstjöri af fiski- skipinu Vídalín skuli fá greiddar 3,3 milljónir króna af nauðungar- söluverði skipsins. Með þessu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms Austurlands nær óbreytta. Hæstirréttur hnekkti hins veg- ar þeirri niðurstöðu héraðsdóms að greiða bæri íslenskum stýri- manni af skipinu tæpar 500 þús- und krónur. Lettneski vélstjórinn starfaði um borð í Vídalín um hálfs árs skeið á árinu 2000. Útgerðin skuldaði honum umtalsverðar fjárhæðir er skipið var selt nauð- ungarsölu fyrir 100 milljónir króna síðla það ár og krafðist hann greiðslu af söluandvirðinu. íslendingurinn, sem ráðinn var sem stýrimaður og afleysinga- skipstjóri, taldi að útgerðarmað- urinn hafi rekið sig þegar hann hafi sagst telja Vídaín óhaffært en það átti að fara til veiða í Smuguna. Hæstiréttur sagði hins vegar Vídalín hafa haft haffærisskír- teini frá Siglingastofnun og stýri- maðurinn hafi sjálfur gengið úr skipsrúminu. Þannig hafi hann slitið ráðningarsambandi sínú við útgerðina og fyrirgert rétti til greiðslu úr hendi fyrirtækisins. ■ Flúðu af vettvangi: Elt uppi af eiganda bif- reiðarinnar lögreglumál Maður og kona voru handtekin af lögreglunni í Kópa- vogi eftir að hafa keyrt bifreið sinni á annan og flúið af vettvangi um sjöleytið í fyrrakvöld. Hafði bifreiðin runnið til í hálku á gatna- mótum Listabrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Eigandi bílsins sem keyrt var á elti uppi parið og kallaði í leiðinni eftir aðstoð lögreglunnar. Fundust þau í vesturbæ Kópa- vogs og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þau voru undir áhrif- um áfengis. Voru þáu flutt í fanga- geymslur lögreglunnar þar sem þau gistu yfir nóttina og yfirheyrð í gærmorgun. ■ Bæjarfulltrúar Vesturbyggðar: Skoða verksmiðju á Irlandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.