Fréttablaðið - 30.11.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN
LITLAR LÍKUR
A FRIÐI
Innan við þriðjungur
telur líkur á að friður
komist á í Afganistan?
Er friðar von í Afganistan
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Á ríkið að greiða fórnarlömbum bætur
ef mistök saksóknara koma í veg fyrir
að réttað verði yfir meintum afbrota-
mönnum?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
Byggðastofnun:
Flutningur
kostaði 40
milljónir
stjórnsýsla Heildarkostnaður við
flutning Byggðastofnunar frá
Reykjavík til Sauðárkróks er áætl-
aður 40 milljónir króna. Rúmur
helmingur þeirrar fjárhæðar, 25
milljónir króna, er tilkominn vegna
biðlauna starfsmanna sem létu af
störfum við flutninginn.
Þetta kemur fram í svari iðnað-
arráðherra við fyrirspurn Stefaníu
Óskarsdóttur, varaþingmanns
Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur
jafnframt fram að kostnaður við
ferðalög innanlands hefur vaxið úr
5,3 milljónum króna árið 1998 í 11,9
milljónir króna það sem af er þessu
ári. Ferðakostnaður árin 1999 og
2000 nam rétt rúmlega sjö milljón-
um króna hvort árið um sig.
Fram kemur að starfsmenn
Byggðastofnunar eru 18 nú en voru
22 fyrir ári síðan. Byggðastofnun
gerir hins vegar ráð fyrir að störf-
um á Sauðárkróki muni fjölga um
fimm til sex til viðbótar við þau
sem nú eru hjá stofnuninni. ■
Tilboði Þingvallaleiðar í
S/L hafnað:
Ný ferðaskrif-
stofa í undir-
búningi
ferðaskrifstofur Tilboði Þingvalla-
leiðar i þrotabú Samvinnu-
ferða/Landsýnar (S/L) var hafnað í
gær að sögn Þórs Ingvarssonar,
eins eigenda Þingvallaleiðar. Hann
vildi ekki gefa upp hvað hafi verið
boðið í fyrirtækið enda væru
samningaumleitanir í höndum lög-
fræðinga. Hann taldi óvíst hvort
gert yrði annað tilboð í S/L. „Við
förum kannski einhverja aðra leið
í þessu,“ sagði hann og útilokaði
ekki að stofnun nýrrar ferðaskrif-
stofu. „Við erum bara að hugsa um
að auka umsvifin, en viðræðurnar
við Samvinnuferðir hafa reyndar
staðið yfir í alla vega 2 mánuði og
ekki til komnar bara út af gjald-
þrotinu." ■
FRETTABLAÐIÐ
30. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR
Efnaeldur í Hringrás:
Tveir fluttir á slysadeild
elpur Tveir starfsmenn endur-
vinnslufyrirtækisins Hringrásar
við Klettagarða í Reykjavík voru
fluttir á slysadeild eftir að svokall-
aður efnaeldur kom upp í pressu
fyrirtækisins. Að sögn talsmanns
slökkviliðsins gátu starfsmenn
sjálfir ekki ráðið niðurlögum elds;
ins og því var kallað eftir aðstoð. í
ljós hafi komið að kviknað hafði í
karbít-efnablöndu sem ekki var
hægt að slökkva með vatni en sú að-
gerð hefði geta orsakað spreng-
ingu. Þá hafi verið gripið til duft-
slökkvitækis og eldurinn slökktur.
Starfsmennirnir voru fluttir á
slysadeild Landspítalans í Foss-
EFNAELDUR
Ekki reyndist unnt að slökkva eldinn með vatni en sú aðgerð hefði geta orsakað spreng-
ingu. Þvi var duftslökkvitæki notað til að ráða niðurlögum hans.
vogi með minniháttar öndunarerf- að efninu að sér sem orsakaði
iðleika en þeir reyndust hafa and- óþægindi í öndunarvegi. ■
Bill Grimsey er forstjóri:
,,Iceland“ fær J
nýtt nafn
breskt viðskiptalíf Breska matvæla-
og verslunarfyrirtækið „Iceland"
er búið að gefast upp á því að kenna
sig við okkar ástkæru fósturmold
og ætlar að skipta um nafn. Nýja
nafnið er „The Big Food Group.“
Fyrirtækið tapaði rúmlega 20
milljónum punda á því að selja „líf-
rænar“ fæðutegundir og neyddist
til að senda frá sér afkomuviðvörun
í byrjun þessa árs.
Athygli vekur að framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins ætlar ekki að
skipta um nafn í leiðinni, en hann
heitir Bill Grimsey. Ekki er vitað
hvort hann á ættir að rekja til
Grímseyjar. ■
Ákæruvald hefur ekki
skyldur við brotaþola
Hæstiréttur segir ad fórnarlömb afbrota eigi ekki rétt á bótum frá ríkinu
ef mistök ákæruvalds leiða til þess að ekki er unnt að rétta yfir meintum
brotamanni. 6,5 milljóna króna bótakröfu fórnarlambs nauðgunar
hafnað í Hæstarétti.
PÓMSMÁL Hæstiréttur hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að fórnar-
lömb afbrota eigi ekki bótakröfu
á hendur ríkisvaldinu ef athafnir
eða athafnaleysi saksóknara
verður til þess að ekki tekst að
rétta yfir meintum afbrota-
manni.
Þetta kemur fram í dómi
Hæstaréttar í máli konu sem
krafðist 6,5 milljóna króna bóta
af íslenska ríkinu í kjölfar þess
að ekki tókst að
—♦— rétta yfir karl-
Að auki hefði manni sem ákærð-
ákæruvaldið ur var fyrir að
brugðist þeirri nauðga henni.
skyldu sinni Maðurinn hélt af
að gæta þess landi brott
að brota- nokkrum dögum
mönnum sé eftjr að akæra Yar
refsað og að gefm ut og fekkst
brotaþolar fái hvorki framseldur
uppreisn æru. ae var rett?ð yflr
honum erlendis.
Lauk málinu með
því að ríkissaksóknari tilkynnti
konunni að ekki væru forsendur
fyrir að aðhafast frekar. Var því
aldrei dæmt í málinu.
Konan hélt því fram að mistök
ríkissaksóknara hefðu valdið því
að ekki hefði tekist að rétta í mál-
inu. Því hefði ekki verið hægt að
dæma í bótakröfu hennar á hend-
ur manninum. Að auki hefði
ákæruvaldið brugðist þeirri skyl-
du sinni að gæta þess að brota-
mönnum sé refsað og að brotaþol-
ar fái uppréisn æru. Konan segir
að eftir yfirheyrslur hjá lögreglu
hafi legið ljóst fyrir að maðurinn,
sem er grænlenskur, hafi ætlað
sér að halda af landi brott. Þrátt
fyrir þetta hafi hvorki verið kraf-
ist gæsluvarðhalds né farbanns.
Slíkt hafi verið mistök sem leiddu
til þess að ekki reyndist unnt að
rétta í málinu. Þar með hafi verið
HÆSTIRÉTTUR
Fórnarlamb afbrots getur lagt fram tjónakröfu þegar réttað er yfir ákærða en er að öðru
leyti ekki aðili að málinu.
gengið á efnahagsleg og félagsleg
réttindi hennar og krafðist hún
bóta fyrir það.
Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að tjónþoli skyldi eiga
kost á að setja fram bótakröfu í
máli sem er verið að fara að rétta
í en að öðru leyti eigi viðkomandi
ekki í réttarsambandi við ákæru-
valdið. Tjónþola sé ekki ætlað að
hafa áhrif á einstakar ákvarðanir
ríkissaksóknara og geti því ekki
haft uppi bótakröfu með vísan til
þess að frekari aðgerða hafi ver-
ið þörf. í dómnum segir m.a. að
bótaskylda geti komið til ef aðili
er úrskurðaður í gæsluvarðhald
eða settur í farbann að ástæðu-
lausu við málsmeðferð en slík
bótaskylda eigi ekki við gagnvart
tjónþola.
binni@frettabladid.is
Síbrotamaður dæmdur:
Þrjú ár fyrir hnífsstungu
dómsmál Hæstiréttur dæmdi
Garðar Garðarsson í gær í þrig-
gja ára fangelsi fyrir að leggja
til manns með hnífi í miðbæ
Reykjavíkur í ágúst á síðasta
ári. í dómi Hæstaréttar segir að
brot ákærða sé mjög alvarlegt
þar sem hann hafi lagt til fórnar-
lambsins með hættilegu vopni
og hafi hending ein ráðið því að
ekki hafi hlotist veruleg örkuml
eða bani af.
Hæstiréttur þyngdi dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur um eitt ár
en þar hafði Garðar verið dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi. Saka-
ferill Garðars, sem fæddur er
1965, hófst 1981 en frá 18 ára
aldri hefur hann hlotið á þriðja
tug refsidóma hér á landi og er-
lendis og níu sinnum gengist
undir dómssátt. Hann afplánar
nú fjögurra ára dóm vegna
þjófnaðar og tilraunar til þjófn-
aðar.
Garðar hefur ekki áður verið
dæmdur fyrir ofbeldisbrot hér á
landi en var dæmdur fyrir of-
beldisbrot í Danmörku þar sem
hann dvaldi 1993 - 1994. Þar var
hann dæmdur þrisvar til alls
fimm og hálfs árs refsingar og í
Þýskalandi var hann dæmdur í
nær tveggja ára fangelsi 1989. ■
ÍSLANDSBANKI
Niðurstaða Straums er ekki einsdæmi.
Níu mánaða uppgjör:
Straumur
tapað 1.500
milljónum
uppcjör Á tímabilinu frá janúar til
september á þessu ári er lokaniður-
staða rekstrarreiknings Fjárfest-
ingarfélagsins Straums neikvæð
upp á 1.500 milljónir og hefur félag-
ið þar með þrefaldað heildartap sitt
frá árinu 2000. í janúar sl. var
hlutafé þess aukið um 2.800 millj-
ónir í tengslum við samruna þess
við Vaxtasjóðinn hf. Af 11 milljarða
króna núverandi verðbréfaeign eru
um 6 milljarðar í innlendum hluta-
bréfum, tæpur milljarður í erlend-
um hlutabréfum, tæpir þrír millj-
arðar í skuldabréfum og afgangur í
bankainnistæðum og ýmsum kröf-
um. Fram kemur í tilkynningu fé-
lagsins að það muni leitast við að
bæta hag um 7.000 hluthafa með
því að auka áherslu á fjárfestingu í
óskráðum félögum á leið inn á
markað. Slök niðurstaða er í takt
við niðurstöður annarra fjárfest-
ingarsjóða sem byggja meginaf-
komu sína á hlutabréfakaupum.
Samanlagt tap Straums, íslenska
hugbúnaðarsjóðsins, Þróunarfé-
lagsins, Talentu-Hátækni og Eign-
arhaldsfélagsins Alþýðubankans á
fyrstu níu mánuðum ársins nam
rúmlega sex milljörðum. ■
Stjórnarformaður
Gildingar:
Uppstokkun
verður á Qár-
málcimarkaði
viðskipti „Ég get ekki upplýst neitt
um það,“ segir Þórður Magnússon,
stjórnarformaður fjárfestingarfé-
lagsins Gildingar, aðspurður um
hvort umræða sé meðal hluthafa að
sameinast annarri fjármálastofnun.
„Ég geri ráð fyrir að það séu vanga-
veltur í gangi á öllum vígstöðvum í
dag.“ Eftir að viðskiptaráðuneytið
dró starfsleyfi fjármálafyrirtækis-
ins Brunhams til baka hefur nokkur
umræða skapast um framtíð smær-
ri fyrirtækja. „Þetta umhverfi sem
er og hefur verið kallar á að fyrir-
tæki þurfa að endurmeta sína stöðu
og það er alveg ljóst að það verður
uppstokkun á fjármálamarkaðn-
um,“ segir Þórður. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins vilja
nokkrir hluthafa Gildingar að fé-
lagið kanni kosti sameiningar við
íslandsbanka. Þó mun ekki vera
einhugur um þá stefnu, en Þórður
neitaði ekki að um það hafi vei’ið
rætt. Aðpurður um hvort slíkar um-
ræður væru í gangi núna svaraði
Þórður: „Nei.“ ■