Fréttablaðið - 30.11.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 30.11.2001, Síða 6
SPURNING DAGSINS FRÉTTABLAÐIÐ Ætlar þú að sjá kvikmyndina um Harry Potter? „Ég fer án efa á hana með dóttur minni. Hún er búin að lesa allar bækurnar og ég býst við því að gera það líka." Ingibjörg Hafsteinsdóttir BLIKKANDI PUNKTAR Þetta er eitt af nýu tækjunum. Það sýnir strax hvar á líkamanum málmhlutir leynast þegar fólk gengur í gegnum málmleitarhlið. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum: Tækjafram- leiðendur taka við sér atlantic city. ap Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september hefur athygli manna beinst mikið að öryggi í flugferðum. Hátækni- fyrirtæki hafa heldur betur tekið við sér og keppast við að setja á markaðinn alls konar ný tæki, sem eiga að tryggja betur öryggið í háloftunum. Eitt slíkt tæki getur skotið ör- bylgjum í gegnum vínflösku um borð í flugvélum, svona rétt til þess að ganga úr skugga um að í flöskunni sé raunverulega vín, en ekki til dæmis nítróglyserín eða bensín. Annað tæki tekur stafrænar ljósmyndir af fólki sem gengur í gegnum málmleitarhlið á flug- völlum. Blikkandi punktar sjást á myndinni þar sem málmhluti er að finna á líkama fólks. Þriðja tækið ber saman munstrið í augnasteinum fólks, og er þá aðeins fátt eitt talið af slík- um öryggistækjum sem voru til sýnis alþjóðlegri ráðstefnu um ör- yggisbúnað fyrir flugþjónustuna, sem haldin var í Atlantic City í Bandaríkjunum nú í vikunni. ■ Tveir menn handteknir á Ítalíu: Grunaðir um tengsl við al-Qaeda iviilan.ítalíu.ap ítalska lögreglan réðst í gær inn í þónokkur bæna- hús múhameðstrúarmanna í norðurhluta landsins og handtók tvo menn sem sakaðir eru um að hafa verið í tengslum við al-Qa- eda, hryðjuverkasamtök Osama bin Laden. Mennirnir sem eru frá Marokkó og Túnis, voru teknir höndum á heimili skammt frá menningasetri múslima í borginni, þar sem þeir störfuðu. Hafa þeir verið ákærðir fyrir að hafa undir höndum sprengiefni, eiturefni og fölsk skilríki. Að sögn lögreglunnar hafði annar maður að auki, Remadna að nafni, sem er alsírskur og var handtekinn af lögreglunni fyrr í þessum mánuði, haft samband við háttsetta samstarfsaðila bin Laden í Afganistan í gegnum gervihnattarsíma. Þar ræddi hann um að senda þeim menn til herbúða al-Qaeda í Afganistan. ítalskir rannsóknarlögreglu- menn höfðu fylgst náið með bænahúsunum um nokkurra mánaða skeið í samvinnu við Bandaríkjamenn. Remadna starfaði einnig við menningar- setrið í Milan og segja Banda- rískir ráðamenn að setrið ásamt moskum í borginni hafi verið notað undir starfsemi bin Laden í Evópu. ■ HANDTEKINN Yassine Chekkouri frá Marokkó er annar mannanna sem handtekinn var í gær. Hann er talinn hafa verið í nánum tengsl- um við al-Qaeda hryðjverkasamtökin. Óvissa hjá starfsfólki j arðvinnu verktaka Jarðvinnuverktakar verða að fækka fólki um þriðjung á næstunni. Þau fáu verkefni sem til eru unnin langt undir kostnaðaráætlun. samdráttur Talið er að jarð- vinnuverktakar verði að fækka starfsfólki sínu að meðaltali um þriðjung á næstunni. Það gæti haft í för með sér að hundruð starfsmanna muni missa atvinn- una á næstu vikum. í nýlegri könnun meðal iðnfyrirtækja um ástand og horfur kom í ljós að í einstökum iðngreinum sé ástandið hvergi verra en hjá jarðvinnuverktökum. Þetta kem- ur fram á heimasíðu Samtaka iðnaðarins í grein sem Árni Jó- hannsson skrifar. Þar kemur fram að í haust hafi samdráttur- inn í verkefnum verið harkalegri og víðtækari en oft áður. Nær ekkert sé boðið út af nýjum verk- efnum. Þá séu þau fáu verk sem boð- in eru út unnin fyrir verð sem sé Af hálfu jarð- vinnuverktaka er staðhæft að síðasta góðæri hafi hvorki fært þeim hærri verð eða betri afkomu held- ur aðeins meiri kostnað ..^.... langt undir kostn- aðaráætlun eða á hálfvirði. Af ein- stökum landssvæðum sé ástand- ið sýnu verst á suðvesturhorni landsins eftir mikið þenslutíma- bil. Af hálfu jarðvinnuverktaka er staðhæft að síðasta góðæri hafi hvorki fært þeim hærra verð eða betri afkomu heldur að- eins meiri kostnað. Fyrir vikið hafi fyrirtækin ekki geta styrkt eiginfjárstöðu sína og því sé tap- þol þeirra lítið. Þá bætir það ekki úr skák að stjórnvöld áfor- mi að skera niður framlög til JARÐVEGSVINNA Svo virðíst sem harður vetur sé framundan hjá þeim, sem hafa atvinnu af jarðvegsfram- kvæmdum vegamála. Gangi það eftir er talið að sá niðurskurður geti jafngilt veltu 7 - 8 stærri jarð- vinnufyrirtækja með samtals um 300 ársverk. Eina ljósið sem þessi fyrirtæki sjá er að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir með tilheyrandi virkjunarfram- kvæmdum. grh@frettabladid.is Nýtt á ísiandi Fyrsta sendingin af OPTIMUM vélunum er komin OPTIMUM borvélar OPTIMUM rennibekkir OPTIMUM bandsagir OPTIMUM borfræsivélar og fylgihlutir Gæðavörur sem létta mönnum lífið! OPTIMUM, stærsta vélasala Evrópu á þessu sviði, valdi Fossberg sem umboðsaðila sinn á (slandi. ©FOSSBERfi stórmarkaður iðnaðarman ■ iðnaðarmannsins Suðurlandsbraut 14 - Sími 5757600 Baráttan gegn hryðjuverkamönnum: Mannréttindasam- tök hafa áhyggjur london. genf. ap í gær sendu yfir- menn þriggja alþjóðlegra mann- réttindastofnana frá sér yfirlýs- ingu þar sem stjórnvöld ríkja heims voru hvött til þess að láta ekki herta löggjöf gegn hryðju- verkum brjóta á almennum mann- réttindum. „Tilgangur aðgerða gegn hryðjuverkum er að vernda mannréttindi og lýðræði, en ekki að grafa undan þessum grundvall- arverðmætum samfélaga okkar,“ sagði í yfirlýsingunni, sem þau Mary Robinson mannréttindafull- trúi Sameinuðu þjóðanna, Walter Schwimmer, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og Gerard Stoud- mann, yfirmaður mannréttinda- mála Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, undirrituðu. Alþjóðlegu mannréttindasam- tökin Amnesty International hvöt- tu jafnframt í gær stjórnvöld á Spáni til þess að framselja ekki til Bandaríkjanna fanga, sem grun- aðir eru um að hafa starfað með A1 Kaída, samtökum Osama bin Ladens, nema tryggt sé að þeir eigi hvorki yfir höfði sér dauða- refsingu í Bandaríkjunum né heldur að mál þeirra fari fyrir herdómstól þar í landi. Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, hafði áður sagt að ekki kæmi til greina að framselja fangana nema að uppfylltum þessum skilyrðum, en í ræðu sem hann hélt í gær virtist hann draga heldur í land með það. 30. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR Ástralskur togari: Leikjatölva varð háseta aðbana brisbane. ap Richard Wells, 19 ára háseti á áströlskum togara, sat við borð úr málmi í káetu togarans og var að leika sér að leikjatölvu þeg- ar brotsjór reið skyndilega yfir. Leikjatölvan var tengd rafmagni og þegar káetan fylltist af sjó varð Wells fyrir raflosti með þeim afleiðingum að hann lét þar lífið. Þrír aðrir í áhöfn togarans urðu einnig fyrir raflosti og minni hátt- ar bruna þegar þeir reyndu að bjarga Wells. ■ Rannsóknarnefnd flugslysa: Verklags- reglur verði yfirfarnar flugöryggi Rannsóknarnefnd flugslysa telur ástæðu til að Veð- urstofan yfirfari vandlega reglur sem veðurfræðingar styðjast við þegar þeir gefa út tilkynningar um hættulegt veður. Þetta er með- al þeirra tillagna sem nefndin ger- ir eftir rannsókn atviks í desem- ber s.l. þegar Fokkervél Flugleiða lenti í vandræðum vegna mikillar ísingar. Veðurstofan hafði gefið út við- vörun um ísingarhættu en eftir að flugmaður hafði tilkynnt að hann hefði flogið í gegnum varúðar- svæðið var viðvörunin ekki fram- lengd. Fokkervélin lagði af stað þegar viðvörunin rann út og lenti í miklum vandræðum vegna ísing- ar sem olli því að hreyfill stöðvað- ist tvisvar og ekki sást út um rúð- urnar. Flugvélin sem var á leið frá Reykjavík til ísafjarðar varð að lokum að leita til Egilsstaða. Auk yfirferðar Veðurstofunnar leggur RNF til að flugmenn verði hvattir til að tilkynna um afbrigði- leg veðurskilyrði og að Flugmála- stjórn og Veðurstofa fari sameig- inlega yfir verklagsreglur um til- kynningar til flugumferðarþjón- ustu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIRl Maður var fluttur á slysadeild eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns. Áreksturinn varð rétt fyrir klukkan átta í gærmorg- un. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild Landspltalans í Fossvogi en hann kvartaði yfir eymslum hálsi og baki. Barn sem var í bílnum sakaði ekki. Þá sluppu farþegar strætisvagnsins ómeidd- ir. Fólksbíllinn skemmdist þannig að nauðsynlegt reyndist að flytja hann í burtu með kranabifreið. KANADAÞING SAMÞYKKIR HRYÐJUVERKALÖG Víða á Vesturlöndum hafa stjórnvöld ann- að hvort þegar samþykkt eða þau hafa í hyggju að samþykkja hertar öryggisráðstaf- anir vegna óttans, sem hryðjuverkamenn hafa valdið. Þessi mynd var tekin á þjóð- þingi Kanada þegar slík lög voru samþykkt þar nú í vikunni. Amnesty International sagði að með því að standa fast við fyrri yfirlýsingar sínar sýndu þau öðr- um ríkjum, sem hugsanlega kæmust í svipaða stöðu, gott for- dæmi. ■ AP/CP, TOM HANSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.