Fréttablaðið - 30.11.2001, Page 18
HVAÐA PLÖTU ERTU AÐ
HLUSTA Á?
Góð byrjun
„Ég er að hlusta á Símple Things, fyrstu
breiðskífu Zero 7. Góð plata."
Hrafnhildur Guðrúnardóttir nemi
Píkusögur í kvöld:
Sögur á
táknmáli
leikhus í gærkvöldi var 75. sýn-
ing á leikritinu Píkusögur eftir
Eve Ensler í Borgarleikhúsinu.
Verkið hefur verið leikið fyrir
fullu húsi frá frumsýningu í maí.
í kvöld er einstök sýning því
þrír táknmálstúlkar stíga á svið
með leikkonunum og túlka verk-
ið jafnóðum yfir á táknmál.
Vegna mikillar aðsóknar verður
sýningin í kvöld á Nýja sviðinu.
Leikkonurnar í Píkusögum, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Jóhanna
Vigdís Guðmundsdóttir og Sóley
Elíasdóttir verða hver fyrir sig
með túlk með sér. Túlkarnir
verða að flytjendum eins og
leikkonurnar, fylgja þeim í svip-
brigðum og þurfa að kunna leik-
ritið jafn vel. ■
BORGARLEIKHUSIÐ
STORA SVIÐIÐ 0%; NYJA SVIÐIÐ
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen ________
/ leikgerðArthurs Miller
lau. 1-des. kl. 20 NOKKUR SÆTI
Sun. 9. des. kl. 20 UUS SÆTI
Áskriftargestir munið valmöguleikann
BLlÐFINNUR e. Þorvald Þorsleinsson__________
Sun. 2. des. kl. 14 NOKKUR SÆTI
Lau. 8. des. kl. 13 ath. breyttan sýn.tíma - allur
ágóði rennur til Jólasöfnunar Rauða krossins
og Hjálparstarfs kirkjunnar
Sun. 9. des. kl. 14 LAUS SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JðKLI e. Halldór Laxness
Sun. 2. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös.7. des. kl. 20 - UUS SÆTI
MEÐ VÍFIÐILÚKUNUM e. Ray Coonev_____________
Lau. 8. des. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Lau. 29. des. kl 20 - UUS SÆTI
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Sun. 2. des. kl. 20 N0KKUR SÆTI
Fös. 7. des. kl. 20 UUS SÆTI
ÞRIÐJA HÆÐIN
PlkUSÖGUR e. Eva Ensler__________
I kvöld kl. 20 ÖRFÁ SÆTI, táknm.túlkuð
Sun.2.des.kl. 20 N0KKUR SÆTI
Fös. 7. des. kl. 20 UUS SÆTI
Lau. 8. des. kl. 20 UUS SÆTI
LITLA SVIÐIÐ
DAUÐADANSINN eftir Auqust Strindfaerq
I samvinnu við Strinúberghópinn
Lau. 1. des. kl. - 20 NOKKUR SÆTI
SÍÐASTA SÝNINC
SÍMI: 568 8000
Ef til vill er æviferill Halldórs
Björnssonar besta svar
manna við æskudýrkuninni sem
tröllríður öllu. Hann er sönnun
þess að menn geta blómstrað þó
langt sé liðið á ævina.
Halldór hefur verið á kafi í
verkalýðsbaráttunni í nær 40 ár
og hefur því óneitanlega frá
mörgu að segja á þeim vettvangi,
baráttu fyrir bættum kjörum al-
mennings, samstarfi við mæta
menn innan verkalýðshreyfingar-
innar og átökin við Guðmund J.
Guðmundsson eftir að sá síðar-
nefndi valdist til forystu í Dags-
Björn Ingi Hrafnsson,
Mál og menning 2001, 261 bls.
brún. Þá kemur hann inn á einka-
líf sitt, sætar stundir jafnt sem
erfiðleika, og þræðir saman við
athafnalífið þegar við á.
Endurminningar Halldórs eru
unnar með miklum ágætum. Það
virðist heiðarlega sagt frá
atburðum og stíllinn er fjörlegur.
Fyrir áhugamenn um verka-
lýðsbaráttu á seinni hluta 20. ald-
ar er Fram í sviðsljósið áhuga-
verð og skemmtileg lesning.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu 568 8000 opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
30. nóvember 2001 FÖSTUDACUR
BÆKUR
Ellismellur á tímum
æskudýrkunar
FRAM í SVIÐSUÓSIÐ
FÖSTUDACURINN
30. NÖVEIVIBÉR
FYRIRLESTRAR_______________________
12.20: Á málstofu efnafræðiskorar flytur
Helga Cunnlaugsdóttir, Mat-
vælarannsóknum Keldnaholti, er-
indið: "Lífhvata-efnahvörf í
supercritical koltvísýringi „. Mál-
stofan er í stofu 158, VR-II, Hjarð-
arhaga 4-6.
RÁÐSTEFNUR_________________________
13.00: Viðskípta- og hagfræðideild Há-
skóla islands efnir til ráðstefnu á
Radisson SAS, Hótel Sögu, Þing-
sal A. Fjölmargir flytja erindi og
þar á meðal Agúst Einarsson,
sem ræðir um stöðugleika fjár-
málakerfis og fjármálaeftirlit og
Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri
Norræna fjárfestingarbankans
sem flytur erindið Áhætta og eftir-
lit.
14.00: Cuðfræðistofnun Háskóla ís-
lands gengst fyrir málþingi sem
tileinkað er dr. Sigurbirni Einars-
syni biskupi í tilefni af níræðisaf-
mæli hans 30. júni s.l. Málþingið
verður haldið í Hátíðarsal Háskóla
íslands. Yfirskrift málþingsins er
Trúarbragðafræði við dögun 21.
aldar.
UPPLESTUR__________________________
20.00: Judith Hermann les úr bók sinni
"Sommerhaus spáter," sem hef-
ur komið út á íslensku. Judith
skaust upp á stjörnuhimininn í
Þýskalandi fyrir bókina sem þykir
lýsa vel hvernig kynslóðirnar upp-
lifa hina nýju Berlín. Haldið af
Goethe-Zentrum á Laugavegi 18,
3. hæð.
SKEIVIIVITANIR_____________________
18.00: Börkur og Daði úr Jagúar leika
djass, fönk og jólatónlist á gítar
og hljómborð á Vegamótum.
20.00: Rímnaflæði í Félagsmiðstöðinni
Gerðubergi. Rímnaflæðið verður
tekið upp og gefið út á geisladisk
en 15 keppendur hafa skráð sig
til leiksins.
21.00: Tveir breskir atvinnugrínistar,
Howard Read og Alun Cochra-
ne, skemmta í Kaffileikhúsinu
ásamt íslenska grínistanum Ágús-
tu Skúladóttur.
TÓNLEIKAR
20.00: Föstudagsbræðingur á Kakóbar
Hins hússins. Á bræðingnum er
Stappfullt af röppurum
Guru, sem er einn virtasti tónlistarmaður rappsins, kemur til landsins
á morgun. Beðið er eftir tónleikum hans á Gauknum með mikilli eft-
irvæntingu.
tónleikar Rappaðdáendui’ Reykja-
víkur hafa nóg á sinni könnu
þessa dagana. Fyrir utan að hlus-
ta á nýju íslensku rappplöturnar
tvær eiga þeir þess kost að fara á
Gauk á Stöng á morgun, þar sem
Guru treður upp.
Guru er þeim vel kunnur, sem
hafa fylgst með tónlistinni í gegn-
um árin. Hann er fyrrum meðlim-
ur sveitarinnar Gang Starr, auk
þess að gera Jazzmatazz plöturn-
ar, þar sem hann nær í ýmsa
þekkta tónlistarmenn til að spila
sálartónlist og djass. ísland er
síðasti viðkomustaður hans í
kynningarferð fyrir plötuna
Baldhead Slick and the Click í
Evrópu. Með honum kemur rapp-
arinn Krumbsnatcher, sem á m.a.
lag í kvikmyndinni Training Day.
„Það er búið að seljast vel í
forsölu og það verður stappfullt á
morgun," segir Róbert Aron
Magnússon, umsjónarmaður út-
varpsþáttarins Krónik, sem
stendur að tónleikunum ásamt
Gauknum. Staðurinn hentar Guru
vel því hann segist sjálfur vilja
halda litla tónleika.
„Ég er búinn að heyra í tón-
leikahöldurum í Evrópu, sem
Guru hefur komið núna fram
hjá og þeir segja hann fara á
kostum. Hann kynnir nýju plöt-
una en tekur líka sígilt efni frá
Gangstarr og af Jazzmatazz
plötunum."
Þeir sem hita upp fyrir Guru
eru plötusnúðurinn Friðrik
Fingaprint og rappararnir Maggi
og Anthony, sem eru að kynna
nýtt efni. Kvöldið byrjar upp úr
tíu en Guru stígur á sviðið eftir
miðnætti. Hægt er að nálgast
miða á Gauki á Stöng. ■
HVALREKI
Tónleikar Guru standa yfir í einn og hálfan tíma og ætlar hann að taka gömul lög, sem
eru öllum áhugamönnum um rapp vel kunn.
að þessu sinni er boðið upp þrjár
hljómsveitir, Lokbrá, sem spiíar
tilraunakennt framúrstefnurokk,
Anonymous, sem spilar raftónlist
og dj. Gummo, sem þeytir rokk
og ról skífum af gamla skólanum.
Aldurstakmark eru 16 ár.
20.30 Kvennakórinn Vox Feminae held-
ur tónleika í Kristskirkju. Á efnis-
skrá þeirra eru trúarleg verk eftir
m.a. Atla Heimi Sveinsson og
Þorkel Sigurbjörnsson.
21.00 Clapton-kvöld á Kringlukránni
með Páli Rósinkranz og hljóm-
sveit.
23.00 Útgáfutónleikar Sólstrandargæj-
anna í tilefni nýju plötunnar "Alltí
Cúddí!". Tónleikarnir eru haldnír
á Gauk á Stöng.
LEIKHÚS__________________________
20.00: Syngjandi í rigningunni sýnt á
Stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00: Píkusögur sýndar í Borgarleik-
húsinu og túlkaðar jafnóðum á
táknmál.
20.00: Engiabörn sýnd í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu. Aukasýning vegna
mikillar eftirspurnar.
SÝNINGAR___________________________
Maður, lærðu að skapa sjálfan þig
heitir sýning um sögu Bjargar C. Þor-
láksson sem stendur yfir í Þjóðarbók-
hlöðunni. Það er Kvennasögusafnið
sem setur sýninguna upp.
Farðu í gott
bað fyrir jólin
Ilma hornbaðkar
meö nuddi, 135x135x58h
129.490 kr
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is