Fréttablaðið - 30.11.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.11.2001, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ Vinsælir galdrar Kvikmyndin um Harry Potter er frumsýnd í dag. Drengurinn snýr öllu á annan endann, ekki með göldrum, heldur með vinsældum sínum. Búið er að selja fimm þúsund miða í forsölu fyrir helgina. Myndin er sýnd á klukkutíma fresti frá ellefu á morgnana til miðnættis út um allt land og búist er við ac allt að tuttugu þúsund manns sjái hana. ■ "]¥réttir'a'f'f'óliuT“'" Vestfirskar jólasveinahúfur eru þær vinsælustu á Vestfjörðum. Þær eru framleiddar á Saumastof- unni Strönd ehf. á Barðaströnd. „Kristján Þórðarson á Breiðalæk á Barðaströnd og framkvæmdastjóri saumastofunnar segir að fyrirtæk- ið hafi um nokkurra ára skeið saumað þessar húfur. Stærstu selj- endurnir eru Húsasmiðjan og Byggt og búið í Reykjavík en auk þess eru húfurnar seldar í verslun- um víða um land. Kristján segir að þær séu mjög vinsælar enda gerð- ar úr miklu betra efni en gengur og gerist. Megi í raun segja að þarna sé um varanlegar flíkur að ræða. Þær eru unnar úr þykku flísefni og það sama má segja um jólalúffur sem einnig eru fram- leiddar í saumastofunni," segir í frétt Bæjarins besta. Davíð Guðjónsson, pistlahöfund- ur Deiglunnar er ekki ánægður með myndbirtingar af líkum tali- bana sem gerðu uppreisn í virki norðan við Mazar-e-Sharif í vikunni. „En myndskeið Stöðvar tvö og for- síða Morgunblaðsins var heldur ekki til þess ætluð að miðla fréttum - heldur til að selja.... En eru neyt- endur þá „fórnarlömb" fjölmiðla og óhefts fréttaflutnings þeirra? Nei, valdið hlýtur að liggja hjá neytand- anum - okkur. Fjölmiðlar hafa birt- ingarvald yfir fréttaefni sínu en það eru neytendur sem skapa eftir- spurnina ... En aftur á móti ef okkur mislíkar eitthvað þá verðum við að láta í okkur heyra - og það er til- gangur þessarar greinar." Clinton kemur fullur að landi seg- ir í fyrirsögn á Víkurfréttum. Þaó er þó ekki forsetinn fyrrverandi sem um ræðir heldur smábátur í Keflavík sem kom fullfermdur af ýsu til lands í vikunni. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, fær hrósið hjá Maddömunni í vikunni „Fyrir það að vera einlægur og góður leiðtogi." 22 30. nóvember 2001 FÖSTUDACUR • Indónesískar vændiskonur: Mótmæla lokun vændishúsa SURABAYA.INP0NESiU.flP Hundruð indónesískra vændiskvenna mót- mæltu í gær ákvörðun stjórn- valda í landinu um að loka vænd- ishúsum á meðan á ramadan stendur, sem er föstumánuður múslima. Konurnar fylktu liði ásamt eigendum vændishúsanna að þinghúsbyggingu Java eyju og höfðu uppi hörð mótmæli. „Ekki fordæma okkur sem siðleys- ingja,“ mátti sjá á einum mótmæl- endaborðanna. „Við erum aðeins að reyna að lifa af,“ sást á öðrum. Stjórnvöld í Indónesíu, sem er fjölmennasta múslimaríkið í heimi, hafa fyrirskipað lokun næturklúbba, kráa og vændishúsa vegna ramadan. Þúsundir manns sem starfa í iðnaðinum hafa misst vinnu sína af þessum sökum. ■ MÓTMÆLI Vændiskonurnar mótmæla ásamt eigend- um vændishúsanna í bænum Surabaya, austur af Java i Indónesíu. K/tbÁI Krakkar ekki leiddir inn í svartagaldur Hilmar Örn Hilmarsson galdra- og tónlistarmaður segist ekki vera mikið með á Harry Potter nótunum, þar sem hann hafi aðeins lesið þrjár fyrstu bækurnar. caldrar Það er ekki erfitt að ímynda sér Hilmar í kennara- hlutverki við Hogwartsskóla. Synd og skömm að skólinn skuli aðeins vera til í ævintýraheimi Harry Potters. En hversu skylt er það námsefni, sem þar er kennt, þeim galdraheimi sem Hilmar þekkir? „Höfundurinn [J.K. Rowlingj tekur litla hluti hér og litla hluti þar. Ég held samt að ásatrúa- eða kristið fólk geti haldið ró sinni, það er ekki verið að leiða krakka inn í einhvern svarta- galdur," segir Hilmar með veikri röddu sem er í engu sam- ræmi við hversu snögglega hann hendir orðunum út frá sér. Það er nánast eins og munnur- inn ráði ekki við straumhraða hugmyndflæðisins. „Hún notar t.d. sagnaminni úr grískri goða- fræði, 1001 nótt, ýmsum þjóð- sögum og ævintýrum. Þetta er mjög svipað eins og þegar Ge- orge Lucas leitaði beint í smiðju Joseph Campell’s goð- sagnafræðings og fékk hug- myndina af „hinum útvalda" í Sjörnustríði þaðan. Sá sem veit ekki hver hann er og elst upp hjá skyldmennum, Harry og Luke Skywalker eru skyldir." Hilmar segist ekki skynja það að J.K. Rowling hafi sökkt sér í mikla rannsóknavinnu á hinu dulræna áður en hún hóf skriftir. Hann segir hana þó lík- legast hafa flett eitthvað upp í alfræðiorðabókum þar sem hún GAMLA KÚSTABRAGÐINU ER ÓSPART BEITT í HEIMI HARRY POTTER Galdrar og hið dulræna er allsráðandi I heimi Harrys. En hversu djúpt er farið ofan I hið dulræna I sögunum um Harry? styðjist við þekkt nöfn. Rowling leikur sér í kringum klysjur fantasíubókmennta, dæmi er t.d. að galdramenn og nornir fljúga um á kústsköftum. Er slíkt eitthvað sem galdramenn dagsins í dag trúa að sé fram- kvæmanlegt? „Ég trúi engu, en vil trúa öllu. Maður er í upp- reisn gegn þessum gráa hvers- dagsveruleika og Harry er ágætis flóttaleið. Allt sem læt- HILMAR ÖRN HILMARSSON Sér möguleika þar sem aðrir sjá ekki möguleika. ur ímyndunaraflið blómstra er heilbrigt. Að sjá möguleika þar sem aðrir sjá ekki möguleika.“ Nokkrir búðareigendur í Bretlandi hafa neitað að selja börnum leikföng sem tengjast myndinni í ótta um að krakk- arnir leiðist út í kukl. Er Harry að ná að galdra fram alvarlegan áhuga almennings á hinu dul- ræna? „Þetta er afl sem virkar þannig að því meira sem það er þjappað niður kemur það sterkara upp aftur. Þetta er línudans á milli trúar og vísinda sem hefur verið mikið í gangi síðust 200 árin í hinum vest- ræna heimi. Ég held að þetta sé bara bylgja, svipað og gerðist í kvikmyndum um ‘78.“ Og að lokum er við hæfi að spyrja hvernig honum finnist bækurn- ar um Harry Potter? „Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera neitt þrekvirki í bók- menntunum en ég myndi segja að þetta væru mjög þarfar bækur. Þetta hefur t.d. hvatt son minn sem er 12 ára til þess að lesa, það eru kannski hinu einu sönnu töfrar Harry’s." biggi@frettabladid.is Barnamyndatökur Jólatilbod I 0 myndír I 5x2 i cm og 10 stk. jólokort adeins kr, 1 QAf Ég heyrði að það var einhver kona að kalla á mig. En hvernig átti ég að vita að það værir þú, mamma?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.