Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ
6. desember 2001 FIMMT19DACUR
Lagersala - Lagersala
Lagersalan við hliðina á Rafha húsinu, Lækjargötu 30. Hafn-
arfirði. Mikið úrval af gjafa- og jólavörum. Opið verður í
desember alla daga frá kl. 11.00 - 18.00 fram að jólum.
NÝJARVÖRUR DAGLEGA
Þráðlaus tölvumús kr. 2.000.- Úlpur kr. 1.900,- Skartgripir frá
kr. 50.- til kr. 300,- Snyrtivörur kr. 50.- Skór kr. 400.- til kr.
800.- Fatnaður kr 300,- til kr. 1.500.-
Vídeóspólur nýjar og notaðar eitt verð kr. 300,-
Upplýsingar í síma 869 8171
Lægsta veró frá 5.395 kr.
VELDU BESTU
MYNDINA STRAX
Nú getur pú skoðað
og valið bestu myndina
á tölvuskjá um leið og
myndatakan fer fram hjá okkur.
Engar aukaferðir.
Bara besta myndin.
Stafrænar myndatökur,
verðfrá 12.000 kr.
GÓÐ LJÓSMYND
ER EKKI DÝR,
HÚN ER ÓMETANLEG
TILBOÐ:
jólakortamyndataka og
20 sérprentuð jólakort innifalin
10.000 kr.
Jólakortin eru meðfallegri mynd
eftir Þuríði Sigurðardóttur. stafræn ljósmyndastofa
Laugavegi 178,105 Reykjavík. Sími 568 9220. Fax 551 9358. GSM 895 9220. Netfang: naermynd@islandia.is
Bandarískar sprengjur falla á Kandahar ogTora Bora:
Tveir bandarískir hermenn féllu
BANDARÍSKIR HERMENN í AFGANISTAN
Þessi hermaður hafði vit á að taka með sér ullarsokkana, en myndin var tekin þegar hann
var að búa sig undir næturkuldann á þriðjudagskvöldið skammt norðan við Kandahar. I
gær féllu tveir bandarískir hermenn á þessum slóðum.
tora bora, ap Tveir bandarískir
hermenn létust og tuttugu í viðbót
slösuðust í grennd við Kandahar í
Afganistan eftir að bandarísk
sprengjuflugvél af gerðinni B-52
varpaði sprengjum á þá fyrir
slysni í gær. Einnig féll hópur af-
ganskra hermanna sem börðust
með Bandaríkjamönnunum gegn
talibönum, sem enn verjast í
Kandahar.
Nær daglega hafa borist fréttir
af því undanfarið að bandarískar
sprengjur lendi á óbreyttum borg-
urum í Afganistan.
Bandarískar B-52 flugvélar
vörpuðu einnig sprengjum í gær á
bækistöðvar A1 Kaída við Tora
Bora í austurhluta landsins, en
þar er talið að Osama bin Laden
og fleiri af foringjum samtaka
hans geti verið í felum.
Alim Shah, einn af foringjum
afganskra hermanna sem um-
kringt hafa bækistöðvar bin
Ladens, segir að hinir erlendu
liðsmenn A1 Kaída hafi flúið út úr
hellum í fjöllunum til þess að
verða ekki innilyksa þar. Þeir hafi
haldið hærra upp í fjöllin og verj-
ist þar af miklu kappi.
„Við erum að gera okkar besta
til þess að ná þeim lifandi," sagði
Shah. „Við höfum umkringt þá, en
þeir eru ekkert að gefast upp.“ ■
PAKKAÐ NIÐUR
Ferðir (slendinga til Dublinar hafa notið mikilla vinsælda. írar voru kátir með þær heim-
sóknir, en töldu þær I mikilli hættu við gjaldþrot Samvinnuferða - Landsýnar. Helgi Jó-
hannsson hefur stofnað fyrirtæki til að tryggja áframhald þessara ferða og fá íra til að
sækja ísland heim.
pg okkur hafði tekist að fá 1500
íra til að koma hingað á ári hver-
ju utan venjulegs ferðamanna-
tíma. Það hefði verið skelfilegt
fyrir íslenska ferðaþjónustu að sú
vinna sem lögð hefur verið í
kynningu á íslandi á írlandi hefði
tapast." Helgi segir að framtíðar-
markmiðið sé að komið verði á
áætlunarflugi milli írlands og ís-
lands. Hann segir írsk ferðamála-
yfirvöld vilja styðja þetta verk-
efni með ráðum og dáð. „írarnir
voru afar ánægðir með að fá ís-
lendinga til sín og við viljum
halda áfram með það og fjölga
írum sem sækja okkur heim.“
haflidi@frettabladid.is
ferðaþjónusta Helgi Jóhannsson,
fyrrverandi forstjóri Samvinnu-
ferða-Landsýnar, hefur ásamt
Ferðaskrifstofu Islands og írsku
fei’ðaþjónustufyrirtæki stofnað
fyrirtæki til að styrkja og efla
ferðamannastraum milli íslands
og írlands. „írarnir höfðu sam-
band við mig og höfðu áhyggjur
af stöðu mála við gjaldþrot Sam-
vinnuferða - Landsýnar," segir
Helgi Jóhannsson. Hann hefur frá
því að hann hætti sem forstjóri
Samvinnuferða - Landsýnar sinnt
ráðgjöf um ferðamál. Helgi segist
hafa beðið átekta eftir gjaldþrotið
til að sjá hver yrði þróun mála.
„En tíminn er dýrmætur og mikil
verðmæti í húfi.“ Hann segist
hafa sett sig í samband við Ferða-
skrifstofu íslands í kjölfarið,
enda talið þá hafa bolmagn og
þekkingu til að takast verkefnið á
hendur. Helgi og Ferðaskrifstof-
an elduðu grátt silfur saman um
árabil, meðan hann stýrði aðal
samkeppnisfyrirtækinu. „Sem
sjálfstæður ráðgjafi hef ég hags-
muni minna viðskiptamanna að
leiðarljósi og ég taldi að hags-
munum íranna væri best borgið
með þessum hætti. Maður myndi
ekki endast lengi í þessu starfi ef
maður léti önnur sjónarmið ráða
ferðinni."
Ferðir til Dublinar hafa notið
mikilla vinsælda um árabil og
ætlun fyrirtækisins er að hefja
ferðir þangað aftur eftir áramót.
Helgi segir að áhersla verði lögð á
að fá íra til að ferðast til íslands.
„Ég stóð fyrir þessu á sínum tíma
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og (gagnabonkum
án endurgjalds.
Sögur úr jjárlagafrumvarpi
Islendingar fá seint fullþakkað
Norðmönnum stafkirkjuna sem
þeir gáfu þjóðinni í tilefni af 1000
ára kristni í landinu. Eins og
kunnugt er kostaði tugi milljóna
að taka við „gjöfinni". Samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu, sem nú er
til meðferðar mun viðhald staf-
kirkjunnar kosta 2,5 milljónir
króna, 200 þúsund krónur á mán-
uði, á næsta ári. Hún er eins árs
gömul og nokkrir fermetrar að
stærð. Hvað getum við gefið
Norðmönnum í staðinn?
Það má lesa fleira athyglisvert
út úr fjárlagafrumvarpinu. Rúm-
lega 400 milljónir króna fara í
verkefni sem heitir íslenska upp-
lýsingasamfélagið á næsta ári og
er kostnaðinum dreift á hin ýmsu
ráðuneyti. í fyrra var búið að nota
liðlega 50 milljónir króna í að búa
til heimasíðu fyrir stjórnarráðið.
Mér er ekki ljóst í hvað 400 millj-
ónirnar eiga að fara. A.m.k. ekki í
rafrænar kosningar, því íslenska
upplýsingasamfélagið ætlar ekki
að styðjast við upplýsingatæknina
til að einfalda framkvæmd sveit-
arstjórnarkosninganna á næsta
ári.
Manneldisráð er ríkisstofnun
sem vinnur meðal annars að því
verðuga en erfiða verkefni að
sannfæra okkur um að það sé hollt
að borða grænmeti en óhollt að
borða of mikinn sykur. Rekstur
þess kostar 18 milljónir króna á
iimníM.
Pétur Gunnarsson
blaðaði í fjárlagafrumvarpinu
næsta ári. Það er athyglisvert að
íslenska ríkið telji þörf á að verja
öllu þessu fé í þennan boðskap.
Málflutningur Manneldisráðs er
jú í hrópandi mótsögn við stefnu
ríkisins í manneldismálum eins og
hún hefur birst í verki áratugum
saman. Hvergi á byggðu bóli er
dýrara en hér að borða grænmeti
og óvíða er ódýrara að borða syk-
ur og sælgæti. Stjórnvöld koma í
veg fyrir innflutning á grænmeti
frá löndum, sem framleiða það á
hagkvæman og náttúi-ulegan hátt
með sólarorku, en láta íslenskt
grænmeti, sem er dýrt og verk-
smiðjuframleitt með orku frá
heitu vatni og tilbúnu rafmagni,
njóta forgangs. íslenskir neytend-
ur og starfsmenn Manneldisráðs
hljóta að harma þá gráglettni ör-
laganna að menn hafi á sínum
tíma farið út í að framleiða græn-
meti en ekki sykurreyr í gróður-
húsunum hér norður undir heim-
skautsbaug. ■
HRING EFTIR HRING
DEMANTAIIUSIÐ
KRINGLUNNl i 12
SÍMl 588-9<)44
Nýtt fyrirtæki um
Dublinarferðir
Fyrrverandi forstjóri Samvinnuferða - Landsýnar fékk sína gömlu fénd-
ur í lið með sér til að halda Dublinarferðum áfram. Markmiðið er að
efla straum ferðamanna milli landanna í báðar áttir. Framtíðarmark-
mið er að áætlunarflug verði á milli Islands og Irlands.