Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 18
HVER ER TILGANGUR LÍFSINS?
Að fjölga sér
Tilgangur lífsins er að fjölga sér, það er
allavega eini liffræðilegi tilgangurinn.
Steinn Átmann Magnússon,
leikari og útvarpsmaður
STILLIMYNDIR
Verk Sigurdísar Hörpu Arnardóttur sem
hún sýnir í Dýrinu.
Selma og Sigurdís:
Sýna í Dýrinu
tískusýninc í kvöld verður haldin
tískusýning á nýrri fatalínu
Selmu Ragnarsdóttur fatahönnuð-
ar í verslunninni Dýrinu Lauga-
vegi 47 í Reykjavík. Þessa nýju
línu hefur Selma hannað að hluta í
samstarfi við Sigurdísi Hörpu
Arnarsdóttur myndlistarmann,
sem jafnframt opnar sýningu á
nýjum verkum sínum í verslun-
inni. Selma hannar undir merkinu
ZELMA og eru efnin í nýju línun-
nu sléttflauel og gallaefni.
Sigurdís sýnir verk sem hún
kallar Stillimyndir. Verkið og
framsetning þess hefur verið
lengi að gerjast í listamanninnum
og er í beinu samhengi og fram-
haldi af málverkum hennar og
ljósmyndaverkum. Stillimyndir
er þrívítt verk sem byggist á
stuttum frásögnum, eins og atriði
í kvikmynd, þó án eiginlegs upp-
hafs né endis. Þannig eru stilli-
myndir Sigurdísar tímalausar um
leið og þær vísa til sammannlegs
veruleika.
Opnun kl. 20.30 með léttum for-
drykk. Tónlist á kynningunni er af
plötu Bjarkar Guðmundsdóttur
Vespertine. ■
feWtotf jSSV'te-' - i&tf
BORGARLEIKHUSIÐ
16. desember 2001 FIMMTUDAGUR
STORA SVIÐIÐ |||| NYJA SVIÐIÐ
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
Sun. 9. des. kl. 20 N0KKUR SÆTI
Fim. 27. des. kl. 20 LAUS SÆTI
Áskriftargestir munið valmöguleikann!!!
BLlÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson________
Lau. 8. des. kl. 13 ath. breyttan sýn. tima - aliur
ágóði rennur til Jólasöfnunar Rauða krossins og
Hjálparstarfs kirkjunnar
Sun. 9. des. kl. 14 N0KKURSÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JpKU e. Halldór Laxness
Fös.7. des. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Fös. 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI
MEÐ VlFIÐ ILÚKUNUM e. Rav Coonev__________
Lau. 8. des.kl. 20-ÖRFÁSÆTI
Lau.^9. des. kl 20 - LAUS SÆTI
SIMI: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga
og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383
midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
JðLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS_________________
Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré
Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Edda Heiðrun o.m.fl
Lau. 8. des. kl. 17 , Su 9. des kl. 17,
Lau. 15. des. kl. 17, Su 16. des kl. 17
Aðgangseyrir kr. 500
BEDIÐ EFTIR G0D0T e. Samuel Beckelt
Fös. 7. des. kl. 20 LAUS SÆTI
Fös. 28. des. kl. 20 LAUS SÆTI
ÞRIÐJA HÆDIN
PlKUSÖGUR e. Eva Ensler
Fös.7. des. kl. 20 N0KKUR SÆTI
Lau.8. des. kl. 20 LAUS SÆTI
Lau.29. des. kl. 20LAUSSÆTI
GJAFAKORT í LEIKHUSIÐ
Heill heimur I einu umslagi
- Sendum heim -
BÆKUR
Brotinn taktur
BIIOTINN
IAIITUR
Brotinn taktur eftir Jón Atla
Jónasson er safn smásagna
sem sumar hverjar eru lauslega
tengdar. í þeim flestum er
söguhetjan karlkyns og iðulega
með einhvern hnút á sálinni.
Stíll sagnanna er eiginlega það
sem grípur mann fyrst, hann er
hraður og hnitmiðaður en býr
samt yfir mikilli einlægni. Mál-
ið er líka mjög eðlilegt, talmál
sem fellur samt ekki í gryfju
tilgerðar. Jón Atli er að skrifa
um, að mestu leyti ungt, fólk í
samtímanum og nær að fanga
stemmninguna á hátt sem fáir
hafa gert hingað til.
BROTINN TAKTUR
Höfundur: JÓN ATLI JÓNASSON
Útgefandi: Forlagið 2001.
141 bls.
Sumar sögurnar eru alveg
frábærar eins og t.d. Svart barn
sem segir frá manni sem fer á
fund við konu sem hann hefur
hitt á spjallrásum á Netinu, þar
segir Jón Atli sögu sem gæti
hæglega gerst í alvörunni - en
ljær henni ljóðræna vídd. Sama
er í raun upp á teningnum í
flestum sögunum, þær eru ein-
faldar að byggingu en leyna á
sér.
Sigríður B. Tómasdóttir
FIMMTUDAGURINN
6. DESEMBER
FYRIRLESTRAR
12.15: Málstofa í viðskiptafræði. Fyrir-
lesari er Snjólfur Jónsson. I ný-
legum bókum og ritgerðum hafa
fræðimenn innan ólikra sviða sett
fram kenningar um það hvernig
stefnumiðuð stjórnun getur haft
úrslitaáhrif á árangur fyrirtækja.
Þessar kenningar urðu kveikjan
að rannsóknum Snjólfs á þessu
sviði á síðustu mánuðum. í mál-
stofunni kynnir hann það sem
mætti kalla tilraunakenningar um
árangursríka stefnumiðaða stjórn-
un. Málstofan er haldin í Odda,
stofu 202.
17.00: Alþjóðamálastofnun Háskóla (s-
lands gengst fyrir opnum fundi
fimmtudaginn 6. desember.
Framsögumenn: Guðmundur K.
Magnússon prófessor, Hannes H.
Gissurarson prófessor, og Þor-
steinn Þorgeirsson hagfræðingur.
Frjálsar umræður. Rætt verður
m.a. um hvort Islendingar eigi að
taka upp evruna. Fimmtudag 6.
desember kl. 17:oo í stofu 101
Lögbergi.
20.30: „Síðasta ferð línuskipsins Gauta-
borgar," heitir fyrirlestur Halldórs
Baldurssonar dr. med. sem hann
heldur í Sjóminjasafni íslands,
Vesturgötu 8 ( Hafnarfirði. I fyrir-
lestrinum fjallar Halldór um síð-
astu ferð danska herskipsins
Gautaborgar, skipbrot þess hér
við land 1718, sjópróf og fleiri eft-
irmál. Halldór Baldursson er sér-
fræðingur í bæklunarlækningum
sem hefur I tómstundum grúskað
í íslandssögu og birt nokkrar
greinar á því sviði.
FUNDIR____________________________
20.00: Jólafundur Kvenréttindafélags ís-
lands Hallveigarstöðum, Túngötu
14 í Reykjavík, kjallara. Boðið
verður upp á kaffi og jólasmákök-
ur, auk þess sem heppnir fundar-
gestir fá góðar bækur í vinning í
jólahappdrætti KRFÍ. Kynntar
verða eftirtaldar bækur: Björg C.
Þorláksson eftir Sigrtði Dúnu
Kristmundsdóttur, Dömufrí eftir
Jónínu Benediktsdóttur Kvenna-
slóðir, rit til heiðurs Sigríði Th.
Erlendsdóttur, Hátt uppi eftir
Hlín Agnarsdóttur og Niko eftir
Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur.
UPPLESTUR_________________________
20.00: Heitt stríð og kalt er yfirskrift
upplestrarkvölds á Súfistanum.
Þeir sem lesa úr bókum sínum
eru Anna Gunnhildur Ólafsdóttír
sem les úr bókinni Niko, Valur
Ingimundarson les úr bókinni
Uppgjör við umheiminn - fs-
land, Bandaríkin og Natól960-
1974 og Herdís Helgadótti sem
les úr bókinni Úr fjötrum, ís-
lenskar konur og erlendur her.
Tl'SKUSÝNING______________________
20.30: Tískusýning á nýrri fatalínu
„Æfði mig að syngja
með Ellý Vilhjálms“
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er aðeins ellefu ára gömul en er búin að
gefa út tvær plötur. Hún segist ekki hlusta mikið á íslenska tónlist en
hóf söngferil sinn á unga aldri, áður en hún byrjaði að tala.
tónlist Jóhanna Guðrún Jónsdótt-
ir er aðeins ellefu ára gömul en
þrátt fyrir ungan aldur er hún
búin að gefa út tvær plötur. Sú
fyrri, Jóhanna Guðrún, kom út
fyrir jólin í fyrra og var með
söluhæstu plötum þá, seldist í
rúmum 10.000 eintaka. Seinni
platan, Ég sjdlf, kom út fyrir
skömmu og inniheldur 12 lög, en
þar af eru fjögur þeirra samin
sérstaklega fyrir hana. Það eru
ekki ómerkari lagahöfundar en
Einar Bárðarson, Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson og Magnús
Þór Sigmundsson sem lögðu
stúlkunni lið.
Hún segir það ekki hafa verið
öðruvísi að taka upp plötuna í ár
þó hún sé orðin reynslunni rík-
ari.
„Þetta lærist og maður verður
aðeins reyndari fyrir vikið en
það var ekkert öðruvísi að taka
upp þessa plötu.“
Jóhanna Guðrún segir að yfir-
leitt sé búið að taka upp lögin
þegar hún komi í hljóðverið til að
syngja en þar vinnur hún með
Maríu Björk Sverrisdóttir og
upptökustjóra.
Síðast liðnar vikur hefur Jó-
hanna Guðrún verið iðin við að
troða upp en er þá bara ein á
sviðinu og tónlistin spiluð af
geisladisk.
„Ég syng alveg sjálf en nota
JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
Söngkonan unga úr Hafnarfirði stundar nám í Setbergsskóla. Hún segir aðaláhugamál
sín vera hunda og hesta.
„playback," sagði Jóhanna.
„Ég hef verið að syngja einu
sinni í viku, kannski oftar, en þá
aðallega um helgar. En þetta á
líklega eftir að aukast þegar nær
dregur jólum.“
Aðspurð hvort það sé ekki
erfitt að vera fræg sagði Jó-
hanna.
„Nei, ég er kannski bara fræg
á íslandi, en það er ekkert erfitt.
Það fylgir þessu margt en mér
finnst það ekkert erfitt því það
hefur gengið mjög vel hjá okk-
ur.
Söngkonan unga segist ekki
vera mikið fyrir íslenska tónlist
en hlustar helst á dægurlaga-
söngkonur líkt og Whitney Hou-
ston og Celine Dion.
„Þegar ég var lítil hlustaði ég
á Ellý Vilhjálms og æfði mig að
syngja með henni. Ég byrjaði að
syngja áður en ég byrjaði að tala,
svona eins árs. Þá söng ég með
allskonar lögum bæði úr útvarp-
inu og af plötum."
kristjan@frettabladid.is
Selmu Ragnarsdóttur fatahönn-
uðar i versluninni Dýrinu Lauga-
vegi 47 í Reykjavík. Þessa nýju
línu hefur Selma hannað að hluta
í samstarfi við Sigurdísi Hörpu
Arnarsdóttur myndlistarmann,
sem jafnframt mun opna sýningu
á nýjum verkum sínum í verslun-
inni. Selma hannar undir merkinu
ZELMA og eru efnin í nýju línun-
nu sléttflauel og gallaefni.
TÓNLEIKAR
20.30: Árlegir Aðventutónleikar
Söngsveitarinnar Filharmóníu í
Langholtskirkju. Einsöngvari er
Sigrún Hjálmtýsdóttir og á efnis-
skránni er blanda af sígildum,
þekktum lögum og öðrum nýjum
eða lítt þekktum hér á landi.
Stjórnandi söngsveitarinnar er
Bernharður Wilkinson og
konsertmeistari á tónleikunum er
Rut Ingólfsdóttir.
21.00: í tilefni af útkomu breiðskifunnar
Ugly Demos heldur Sofandi (
ásmt gestaleikurum ) útgáfutón-
leikar í Vesturporti, Vesturgötu 18 -
á horni Vesturgötu og Norðurstígs.
21.00: Djasskvöld í Múlanum, Húsi Mál-
arans. Fram kemur Tríó Ásgeirs
Ásgeirssonar.
22.00: Bubbi Morthens og hljómsveit-
in Stríð og friður leika á Gauk á
Stöng.
22.00: Cajun-sveitin Kropparnir leikur
á Vídalín v/ Ingólfstorg. Sveitin er
að meðaltali 7-10 manna band
en meðal hljóðfæra sem brúkuð
eru i þessari gleðisveit eru s.s.
Bala-bassi, Þvottabretti, pappa-
kassar sem leikið er á með upp-
þvottabursta, límbandsrúllur, doll-
ur og heimatilbúnar hristur ýmis-
konar en auk þessa eru stuðst við
hefðbundnari hljóðfæri. Marg-
radda söngur er einnig hafður í
hávegum. Sveitin var sett saman
fyrr all nokkru úr hljómsveitum
eins og Sóldögg, Pöpunum,
Rokkabillybandinu og Vinum
Vors og Blóma.
*v> BÍLABÚO
ræsba
'ara * inlakfttfinnl
varahíjutóoj
í sjáJfskiprittgar frá
TraȤtsr
Eittflig eigum við á Jagar og útvegum Tangarhöfða 2*110 Rvk.
uppgef ða Öxia og stýrísmasMnur í flesíar símj 5Ó7-1650 • fax 567-2922
geröjr fram4fifshíJa *rá
Rockford - acromatic protlucts
wí»’>y,biiabudrabba.is
Opflunartími: 08:30 - 18:00
<)pið á iaugardögum til jóla
frá kl. 10 - 14
íHAMrtm Mmmm-Sr tm.■ pr*f
.. ---------M——ái—I-------I
V/ð ítilmítm á Lubegaftl sjáífskipoogabféflefrii scm mielf er rrreft ttf
mrnléimrnam ýéifktptíttfp m ttttm tofm,
iÆte&ttti bætfcfmtt mftp wtttímatý mp &w afhitmm tfáffoktpfwhw
ACROMATJC PRCmtJCTS