Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Islenski boltinn: KR-ingar með nýjan búning Fótbolti Samningur KR við Reebok rann út í haust og samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins hefur KR samið við umboðs- og heildverslun- ina Hoffell, sem Magnús V. Péturs- son, fyrrverandi knattpspyrnudóm- ari rekur. KR gerði á sínum tíma tveggja Iára samning við Reebok með mögu- leika á að framlengja hann um tvö ár í haust. Guðjón Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar KR, sagði að báðir aðilar hefðu hins veg- ar ákveðið að hætta samstarfinu. Hann vildi ekki staðfesta að KR væri búið að semja við Hoffell en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- MmttmíemiMmmmimiStMSSmíSttmm NÝR BÚNINGUR Búningurinn verður svipaður þessum sem sést á þessari mynd en þó er líklegt að hálsmálið verði eitthvað öðruvísi og að engar stjörnur verði á ermunum. ins mun KR leika í búningum frá Pro Star á næsta ári. ■ iWSÍSWÍÍSSÍ Leikmannamál: Keflavík þarf að losna við Gunnleif fótbolti Keflavík þyrfti helst að losna við Gunnleif Gunnleifsson markvörð, þar sem knattspyrnu- deildin hefur ekki efni á að halda honum, en hann er samningsbund- inn félaginu í eitt ár í viðbót. Rúnar Arnarson sagði að það væri ekkert launungarmál að deildin hefði ekki efni á að halda Gunnleifi og því hefði stjórnin farið fram á það við hann að hann leitaði sér að nýju liði. Gunnleifur er nýkominn frá Hpnefoss í Nor- egi þar sem hann var til reynslu, en ekkert varð úr því að hann gengi til liðs við félagið þar sem það samdi við Frode Grodás, 37 ára leikmann Schalke og fyrrum leikmann Tottenham og Chelsea. Rúnar sagði að Þórarinn B. Kristjánsson væri einnig nýkorn- in að utan, en hann hefði verið til reynslu hjá Patrick Thistle í Skotlandi og Halifax í Englandi. Rúnar sagði að Þórarinn ætti tvö ár eftir af samningi sínum við Keflavík og að ef hann færi myndi Keflavík fara fram á greiðslu fyr- ÁFÖRUM Stjórn Keflavíkur hefur ekki efni á að halda Gunnleifi, en hann á ár eftir af samningi sínum við félagið. ir hann. Hann hefði reyndar meiðst eitthvað úti og vel gæti farið svo að hann færi aftur út til reynslu. ■ Ray Mercer: Ætlar að koma Tyson á óvart hnefaleikar Ray Mercer segist ætla að eyðileggja fyrirætlanir Mike Tyson um að berjast við Lennox Lewis. Hann segist ætla koma Tyson á óvart þegar þeir mætast í hringnum í næsta mán- uði og gera sjálfur atlögu að heimsmeistaratitlinum. „Hann [Tyson] hlýtur að vera brjálaður að ætla að berjast við Ray Mercer,“ sagði Mercer í út- varpsviðtali en hnefaleikakappar eru þekktir fyrir að hafa mikið álit á sjálfum sér. „Það líta allir framhjá Ray Mercer en ég er þar sem ég vil vera.“ Mercer segist vera ánægður með að fólk haldi að hann muni tapa fyrir Tyson því hann eigi eft- Þjálfaramál: Aðalsteinn kos- inn unglinga- þjálfari ársins fótbolti Aðalsteinn Örnólfsson, þjálfari 2. flokks kvenna hjá Hauk- um, hefur verið kosinn unglinga- þjálfari ársins 2001 af _ Knatt- spyrnuþjálfarafélagi íslands. Hann var á sínum tíma þjálfari kvennalandsliðs íslands. Aðalsteinn hefur verið mjög sigursæll á 28 ára ferli sínum sem þjálfari. Hann hefur unnið til meira en 130 titla og þjálfað hjá 10 knattspyrnuliðum á Islandi. Hann hefur lokið öllum þjálfarastigum Knattspyrnusambands íslands, ásamt fjölda knattspyrnunám- skeiða, sem og námskeiða í barna- RAY MERCER Hefur oft ver- ið nefndur hinn miskun- arlausi. ir að vanmeta hann. „Áætlun mín gengur út á að gera Mike Tyson pirraðan og þan- nig vinn ég slaginn." Mercer segir þá vera vini og að hann hafi heimsótt hann meðan hann sat inni. „Mike Tyson var fyrirmynd mín. Hann er einn versti maður á þessari jörðu og að við skulum vera vinir er frábært." ■ AÐALSTEINN ÖRNÓLFSSON Á 28 ára feril að baki sem knattspyrnu- þjálfari. og unglingasálfræði. Aðalsteinn er meðlimur í danska og bandaríska knattspyrnuþjálfarafélaginu auk þess að vera meðlimur í Knatt- spyrnuþjálfarafélagi íslands. Þá hefur hann dómararéttindi í knatt- spyrnu, handknattleik og golfi. ■ Sígrænt eöaftré í hazsta gæöaflokJá frá sfcátummi prýðir nú þúsuncfir íslenskra heimila aw t*- 10 ára ábyrgð tA- 12 stærðir, 90 - 500 cm ía- Stálfótur fyigir » Ekkert barr að ryksuga Trufiar ekki stofubiómin <*. Eldtraust t*. Þarf ekki að vökva t*' íslenskar leiðbeiningar t*. Traustur söluaðili t*. Skynsamleg fjárfesting BeaKfefcg ísferjtócro ikólö . Ný bók eftir Ólaf Hauk Símonarson Fáir höfundar hafa skemmt íslenskum / börnum og unglingum betur en Olafur Haukur á síðustu áratugum. Þessi bók er í senn organdi fyndin og raunsönn lýsing á samskiptum fólks í nánu sambýli. Frábær bók. „Hafi fullorðið fólk gaman a: bókum fyrir böm eru þær góðar. Það á svo sannarlega við um Fólkið í blokkinni.“ Sigurður Helgason, Mbl Mál og mynd Bræðraborgarstíg 9 • 101 Reykjavík FACE ADIDAS CONVERSE BUFFALO CAMPER BASE DR. MARTENS GRAVIS DKNY CAT NIKE ROOTS dna• imaginetheshoes.com kr i nglan * s: 5 3 3 5 15 0 4.990,- St. 24-34 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.