Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 14
Stærri en nokkru sinní fyrr, 192 blaðsíöur.
AUt sem gerðist á árinu: íslandsmótíð,
bikarkeppntn, iandsieikimir, Evrópuieikimir,
atvinnumennimir eriendis og fjöfmargt fieira.
Lífandi frásagnir af leikjum.
Fjöidi mynda af feikmönnum og fiðum.
Viðtöl við Gunnlaug Jónsson, Ásgeir
Stgurvínsson og Margréti Ákadóttur.
Samvinna við Knattspymusamband ísiands
um birtíngu aiira úrslita í öllum KSÍ-mótum á árinu.
Fjölbreytt tötfrasði um fið og feikmenn.
Besta heimild sem völ er á um
íslenska knattspyrnu.
Skjaldborg bókaútgáfa
Qmsimeg; 14» m Rsykj&tk •StwmaOhFmcmaM
/
íslensk knattspyrna 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
6. desember 2001 FIMMTUDACUR
Undanúrslit SS-bikarsins:
Haukar og Fram í úrslit
HflNPBOLTi Bikarmeistar- og ís-
landsmeistarar Hauka munu
mæta Fram í úrslitaleik SS-bik-
arsins eftir áramót. Haukar sig-
urðu Val 30-27 á Ásvöllum í leik
sem var mjög jafn framan af en
Haukar höfðu 13-12 yfir í hálf-
leik. Rúnar Sigtryggsson var at-
kvæðamestur í liði Hauka, en
hann skoraði 9 mörk, en Jón
Karl Björnsson skoraði 8. Bjarni
Frostason átti stórleik í marki
Hauka. Snorri Steinn Guðjóns-
son var markahæstur Valsara
með 7 mörk, en Sigfús Sigurðs-
son skoraði 6.
Framarar, sem hafa verið á
mikilli siglingu undanfarið, sigr-
uðu Stjörnuna örugglega í
Garðabænum. Lokatölur leiksins
voru 26-19 fyrir Fram. Hjálmar
Vilhjálmsson var markahæstur í
liði Fram með 10 mörk, en Ró-
bert Gunnarsson skóraði 9.
Ronnie Smedsvik var marka-
hæstur Stjörnumanna með 5
mörk. ■
BARÁTTA
Einar Örn Jónsson tekinn föstum tökum af
Valsvörninni.
Svíinn sjóðheiti
Svínn Freddy Ljungberg, leikmaður Arsenal,
skoraði tvö mörk gegn Juventus. Hann er nú
talinn einn allra besti sóknarmiðjumaðurinn í
enska boltanum.
fótbolti Svínn Freddy Lj-
ungberg hefur slegið í
gegn með Arsenal á þessu
tímabili og halda enskir
fjölmiðlar vart vatni yfir
frammistöðu hans und-
anfarið. Ljungberg,
sem er 24 ára gamall
og gekk til liðs við
Arsenal haustið 1998,
skoraði tvö mörk
gegn Juventus í
Meistaradeildinni á
þriðjudaginn og er
hann nú talinn einn
allra besti sóknar-
miðjumaðurinn í Eng-
landi.
Ljungberg, sem er
einnig þekktur fyrir að
vera með síbreytilega
hárgreiðslu, skoraði ekki
bara tvö mörk gegn
Juventus heldur varði
hann einnig eitt skot á
marklínu þegar Arsenal
hafði 2-1 yfir. Um síð-
ustu helgi skoraði hann
annað marka Arsenal í 2-0
sigurleik gegn Ipswich og
fiskaði vítaspyrnu, sem
Arsenal síðan skoraði úr.
Arsene Wenger, fram-
kvæmdastjóri Arsenal ,
hefur verið mjög ánægð-
ur með frammistöðu
Ljungberg, sem
hefur mikið úthald,
er mjög fljótur og
markheppinn.
„Ljungberg
var ótrúlegur,“
sagði Wenger eft-
ir leikinn gegn Juventus. „Hann
er gífurlega vinnusamur og bætir
FREDDY
„Hann er gífurlega vinnusamur og bætir
sig á hverju ári," sagði Arsene Wenger,
framkvæmdastjóri Arsenal, um Ljung-
berg eftir leikinn gegn Juventus.
sig á hverju ári. Hann er að
verða líkamlega sterkari og
hefur bætt knatttæknina
heilmikið."
Margir hafa haft efa-
semdir um getu Ljung-
berg og tilverurétt hans
í byrjunarliði Arsenal,
þar sem Patrick Vieira
á fast sæti og leikmenn
eins og Robert Pires,
Ray Parlour, Giovanni
van Bronckhorst, Dennis
Bergkamp, Edu og Gilles
Grimandi berjast um hin-
ar þrjár miðvallarstöðurn-
ar. Með frammistöðu sinni
á þessu tímabili hefur Lj-
ungberg kveðið niður flest-
ar ef ekki allar þessara efa-
semdaradda.
Fjölmargir góðir sókn-
armiðjumenn eru að leika
í ensku Úrvalsdeildinni en
óhætt er að segja að engin
hafi sýnt þann stöðugleika
sem Ljungberg hefur sýnt á
þessu tímabili og eru þá leik-
menn eins og Danny Murphy,
Juan Sebastian Veron,
David Beckham og Paul
Scholes taldir með.
Beckham hefur
leikið feikivel með
enska landsliðinu
en ekki náð sér á
strik með Man.
Utd. og Scholes
hefur einfaldlega
verið á hælunum
það sem af er
vetri. Veron hef-
ur sýnt góða
spretti sem og Murphy.
trausti@frettabladid.is
MILAN BAROS
Hefur skorað fjögur mörk í átta landsleíkj-
um fyrir Tékka.
Liverpool:
Fær Baros
atvinnuleyfi
fyrir helgi?
fótbolti Forráðamenn Liverpool
vonast eftir því að bresk yfirvöld
veiti Milan Baros, Tékkanum tví-
tuga, atvinnuleyfi til að leika í
Englandi í lok vikunnar. Liverpool
festi kaup á leikmanninum, sem
nú leikur fyrir Banik Ostrava i
heimalandi sínu, í ágúst og kostaði
hann 3,4 milljónir punda.
í Englandi eru reglurnar þær
að leikmaður sem kemur frá landi
utan Evrópusambandsins þarf að
hafa leikið 75% af landsleikjum
þjóðar sinnar síðustu tvö ár til
þess að fá atvinnuleyfi. Baros er
tiltölulega nýbúinn að festa sig í
sessi í tékkneska landsliðinu, en í
átta leikjum hefur hann skoraði
fjögur mörk. Forráðamenn Liver-
pool vonast eftir því yfirvöld taki
tillit til þess hversu gífurlega
efnilegur leikmaður Baros er. ■
Meistaradeild Evrópu:
Barcelona
gerðijafntefli
á heimavelli
fótbolti Barcelona náði aðeins 2-
2 jafntefli á heimavelli gegn
Galatasaray í B-i’iðli Meistara-
deildar Evrópu í gær. Argent-
ínski táningurinn Javier Saviola
bjargað Barcelona frá tapi með
því að skora tvö mörk í síðari
hálfleik, en Tyrkirnir höfðu tveg-
gja marka forystu í hálfleik.
Roma og Liverpool gerðu marka-
laust jafntefli í hinum leiknum í
B-riðli, sem var afar bragðdauf-
ur.
Tveir leikir voru í A-riðli.
Man. Utd. náði sér loks á strik og
sigraði Boavista á Old Ttafford
3-0. Ruud van Nistelrooy skoraði
tvö mörk og franski varnarmað-
urinn Laurent Blanc eitt. Þá sigr-
aði Bayern Munchen franska lið-
ið Nantes 1-0 á útivelli með
marki frá Brasilíumanninum Pa-
olo Sergio. ■
SAVIOLA
Argentinski táningurinn skoraði bæði mörk
Barœlona gegn Galatasaray.
MEISTARADEILD: ÚRSLIT OC STAÐA
A RIÐILL_______ B RIÐILL______
Man. Uíd.-Boavista 3-0 Nantes-B. Munchen 0-1 Barcelona-Galat. 2-2 Roma-Liverpool 0-0
LIÐ L STIG LIÐ L STIG
Man. Utd. 2 4 Barcelona 2 4
B. Munchen 2 4 Roma 2 2
Boavista 2 3 Galatasaray 2 2
Nantes 2 0 Liverpool 2 1
Enska Úrvalsdeildin:
Chelsea
tapaði
fótbolti Eiður Smári Guðjonsen
og félagar hans í Chelsea töpuðu í
gær 1-0 fyrir Charlton á heima-
velli, en Lisbie skoraði mark
C h a r 11 o n .
Aston Villa
gerði 1-1 jafn-
tefli við West
Ham á útivelli.
Dion Dublin
kom Aston
Villa yfir á 1.
mínútu en
Jermaine Da-
foe jafnaði
metin fyrir
West Ham á
þeirri 90.
Aston Villa er komin 23 stig
eða jafnmörg stig og Chelsea, en
liðin eru í 6. til 7. sæti Úrvals-
deildarinnar. Charlton er komið
með 18 stig, en er enn í 15. sæti og
West Ham er með 15 stig í 16.
sæti. ■