Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 6. desember 2001 FIMIVITUDAGUR SVONA ERUM VIÐ LANDSFRAMLEIÐSLA A VINNUTlMA "ö C flJ to Z c c Q. V) T3 C 10 QQ to Heimild: OECD, Hagstofan, SA VESTMANNAEYJAR Hallað hefur undan fæti í fjölda starfa I sjávarútvegi í þessu fornfræga sjávarplássi. Vestmannaeyjar: Um 500 störf tapast á áratug SJAVflRLiTVECUR Um 500 störf í sjáv- arútvegi hafa tapast í Vestmanna- eyjum á sl. áratug. Viðbúið er að þessi þróun haldi eitthvað áfram með tilheyrandi fólksfækkun að sögn heimamanna. Arnar G. Hjaltalín formaður stéttarfélags- ins Drífanda í Eyjum segir að ein helsta ástæðan fyrir þessu sé sú staðreynd að afli sem nemur um ársvinnslu þriggja frystihúsa sé fluttur óunninn út árlega frá byggðarlaginu. Þess utan hefur tækniþróun í fiskvinnslu og aukið álag á þá sem fyrir eru gert það að verkum að færra fólk sé ráðið til starfa en áður i þessari atvinnu- grein. Hann telur að þessi þróun og aukin framlegð í vinnslu sjáv- arfurða eigi að geta verið grund- völlur fyrir hærri launum hjá þeim sem enn séu vinna við þessa grein. Sem dæmi um þróunin í Eyjum bendir formaður stéttarfélagsins á að litlar sem engar nýráðningar séu hjá ísfélaginu vegna nýrrar vinnslulínu uppsjávarfiska sem nýlega var tekin þar í notkun. Þá sé lítil von til þess að störfum fjölgi í fiskvinnslu í landi þegar verið sé að kaupa frystitogara til bæjarins, en nýverið keypti ísfé- lagið Snorra Sturluson af Granda í Reykjavík. ■ Eldur í kjallaraíbúð: Kviknaði í út frá kerti bruni Eldur kom upp í kjallaraí- búð við Úthlíð í Reykjavík á þrið- ja tímanum í fyrrinótt. Nágranni varð eldsins vart og lét íbúa á efri hæð vita. í sameiningu komust þau inn í kjallaraíbúðina og náðu að gera konu, sem þar var sofandi, viðvart. Komu þau henni út og var hún flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss með reykeitrun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang og að sögn varð- stjóra var um mikinn eld að ræða og þurfti fjóra reykkafara til að slökkva hann. Talsverðar skemmdir hafi orðið vegna brun- ans. Eldurinn kom upp í hornsófa í stofu hússins og að sögn lögregl- unnar sem rannsakaða eldsupptök kviknaði í út frá kerti. Samkvæmt talsmanni slökkviliðsins eru brun- ar í tengslum við kerti og kerta- skreytingar mjög algengir í des- embermánuði. Full ástæða sé til að biðja fólk um að sýna aðgát. ■ KVIKNAÐI f ÚT FRA KERTAUÓSI Birtan af kertaljósi getur verið notarleg I skammdeginu en vert er að sýna fyllstu aðgát í notkun þeirra til að forðast bruna. uuuumwi SAMKOMULAC f HÖFN Viðræðurnar höfðu staðið yfir í Bonn í Þýsklandi í 9 daga. Hér sést samninganefnd Sameinuðu þjóðanna ásamt Schröder, kanslara Þýska- lands, og fulltrúum afgönsku þjóðarbrotanna. Karzai leiðir bráðabirgða- stjórnina í Afganistan Samkomulag undirritað í Bonn í gær. Stjórnin tekur við völdum þann 22. desember. ÞÝSKALANPi.flP Ný bráðabirgða- stjórn í Afganistan mun taka við völdum þann 22. desember næst- komandi, en formleg athöfn með Gerard Schröder, kanslara Þýska- lands, fór fram í gær, þar sem skrifað var undir samkomulag þess efnis. Skipað var í 11 stöður af 30 í ríkisstjórninni og var Hamid Karzai, leiðtogi Pashtun- þjóðarbrotsins, eins fjögurra þjóðarbrota í Afganistan, skipað- ur forsætisráðherra landsins. Hann berst um þessar mundir gegn talibönum um borgina Kandahar og er hann þar yfirmað- ur 4000 manna herliðs. Þess má geta að tvær konur sitja í nýju rík- isstjórninni, önnur sem heilbrigð- isráðherra og hin sem ráðherra sem hefur umsjón með hagsmun- um kvenna. Með hinni nýju bráða- birgðastjórn er vonast til að end- urvekja frið og stöðugleika í Afganistan, en þjóðin hefur í rúm 20 ár átt í innbyrðis stríðsátökum og deilum, eða allt frá því að Sov- étríkin réðust inn í landið árið 1979. Stjórnin verður við völd í u.þ.b. sex mánuði, eða þar til „Lyoya Jirga,“ sem er nafn þjóð- arþingsins í Afganistan, verður haldið. Þá verður önnur bráða- birgðastjórn kosin til að stjórna landinu í um 18 mánuði. Eftir það verður stjórnarskrá samin og framtíðarríkisstjórn verður kosin. Nýi forsætisráðherrann, hinn 44 ára gamli Karzai, er mikill þjóðernissinni og hefur hann oft á tíðum sakað félaga sína innan Pashtun-þjóðarbrotsins um að hafa aðeins verið peð í tafli stærri afla, þá sérstaklega Pakistans, sem er nágrannaland Afganistans. Karzai átti m.a. þátt í stofnun tali- banastjórnarinnar árið 1994. Ári síðar óskuðu talibanar eftir því við Karzai að hann yrði fulltrúi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann þekktist hins vegar ekki boðið þar sem hann taldi talibana hafa gengið Pakistönum full mikið á hönd, en fram að hryðjuverka- árásunum á Bandaríkin voru Pakistanar taldir til helstu sam- herja talibana. Afgönsku samn- ingafulltrúarnir voru ánægðir þegar samningurinn var í höfn. „Þetta er kannski ekki fullkomið," sagði Mostapha Zaher, barnabarn fyrrverandi konungs Áfganistans. „Undir kringumstæðunum er þetta virðingarvert, eitthvað gott. Ég held að framtíð Afganistan sé afar björt.“ ■ Borgarráð: Samþykkti jólauppbót borgarráð Borgarráð hefur sam- þykkt að leggja til við félags- málaráð að samþykkja jólauppbót að upphæð 12.484 krónur til þeir- ra notenda Félagsþjónustunnar sem þegið hafa fjárhagsaðstoð í sex mánuði eða lengur. Segir að með tilliti til þess að öryrkjum og launþegum sem notið hafi fjár- hagsstuðnings frá Félagsþjónust- unni í Reykjavík hafi ekki verið reiknaðar til tekna þær jólaupp- bætur sem þeir hafa fengið, fái langtímanotendur fjárhagsað- stoðar hjá Félagsþjónustunni á sama hátt sérstakan fjárhags- stuðning. ■ Juri Eglitis: Afram í gæslu lögreglumál Juris Eglitis, var í gær úrskurðaður í héraðsdómi Reykjavíkur, í áframhaldandi gæsluvarðhald til nítjánda desem- ber næstkomandi, samkvæmt upplýsingum frá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Juris var handtekinn, að beiðni Interpol, á Dalvík, 22. nóvember síðastliðinn, sakaður um morð í heimalandi sínu Lettlandi. Gæsluvarðhalds- úrskurður gagnvart honum hér á landi var framlengdur, þar sem að enn hefur ekki borist framsals- beiðni á hendur honum, en sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkislög- reglustjóra hefur borist staðfest- ing frá ríkissaksóknaraembætt- inu í Riga þess efnis að hún sé í undirbúningi. Vonir standi því til þess að framsalsbeiðnin berist yf- irvöldum hér á landi áður en að framlengdur gæsluvarðhaldsúr- skurður renni út. ■ —+— Alögur í heilbrigðiskerfi: Skerðing á kjör- um aldraðra alpraðir „Við lítum á þetta sem beina skerðingu á kjörum ellífeyris- þega,“ segir Ölafur Ólafsson, fyrr- um landlæknir og formaður Félags eldri borgara, um fyrirhugaða hækkun gjaldskrár stjórnvalda í heilbrigðiskerfinu. „Eins og gefur að skilja leggjast hækkanir á þessu sviði sérlega þungt á eldri borgara. Fjármálaráðherra segir að gjald- skráin hafi ekki hækkað undanfarin ár, en það má benda á að ýmislegt hefur hækkað í heilbrigðiskerfinu, t.d. lyf. Því fer fjarri að ellilífeyrir hafi hækkað sambærilega. Almennt þá erum við mjög óhress með þess- ar hugmyndir stjómvalda." Ólafur segir fyrirhugaða gjald- skrárhækkun bætast við miklar hækkanir ýmisskonar þjónustu- gjalda sem komið hafi illa við elli- lífeyrisþega. „Það er nú samt þan- nig að við höfum ekki valdastöðu til hrinda þessu af þingi, en mun- um mótmæla þessu mjög kröftug- lega.“ ■ Nýtt á íslandi! Fyrsta sendingin af OPTIMUM vélunum er komin OPTIMUM borvélar OPTIMUM rennibekkir OPTIMUM bandsagir OPTIMUM borfræsivélar og fylgihlutir Gæðavörur sem létta mönnum lífið! OPTIMUM, stærsta vélasala Evrópu á þessu sviði, valdi Fossberg sem umboðsaðila sinn á íslandi. © F0SSBERG stórmarkaður iðnaðarmannsins Suðurlandsbraut 14 - Sími 5757600 Sveitarfélög: Hærri launakostnaður slær á framkvæmdir kjarasamningar Launakostnaður sveitarfélaga hefur vaxið töluvert í framhaldi af þeim launahækkun- um sem samið hefur verið við starfsmenn þeirra á árinu. Þar vegur einna þyngst umsamdar launahækkanir grunnskólakenn- ara, leikskólakennara og tónlistar- kennara auk þess sem aðrir starfs- menn sveitarfélaga fengu vænar launahækkanir á árinu. Þessi kostnaður setur svip sinn á margar fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og viðbúið að þetta muni draga mjög úr öllum framkvæmdum þeirra á næsta ári nema með því að slá lán fyrir þeim. Guðmundur Bjarnason bæjar- FJARÐABYCGÐ Kjarasamningar við opinbera starfsmenn hafa haft íþyngjandi áhrif á fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga. stjóri í Fjarðabyggð segir að áætl- aður launakostnaður hjá þeim á næsta ári sé um 583 milljónir króna á móti 456 milljónum í fyrra. Sem hlutfall af skatttekjum hefur þessi kostnaður hækkað úr 65% í ár í 68,8% á næsta ári. Skatttekjur bæjarins í fyrra voru um 701 millj- ón og á næsta ári er áætlað að þær verði 840 milljónir. Guðmundur segir að það geti verið tvísýnt að draga úr framkvæmdum því það getur bitnað á þjónustustigi bæjar- félagsins og þar með haft neikvæð áhrif á búsetuþróunina. Hann telur því umhugsunarvert hvort ekki verði að auka hlutdeild syeitarfé- laga í staðgreiðslunni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.