Fréttablaðið - 07.12.2001, Side 1
Jólabakstur íþróttamannsins
Sérajakob má
ekki gleyma Jakobi
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson ætlar ad
elda skötu fyrir hádegisbænahópinn.
Aðventa er mikill annatími
hjá okkur prestunum,"
segir séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson, dómkirkju-
prestur. „Bæði er mikið
kirkjustarf á þessum tíma og
undirbúningur fyrir hátíðina
sem er að nokkru Ieyti á veg-
um okkar prestanna. Svo má
ekki gleyma því að á þessum
tíma finna margir sárt til
neyðar sinnar."
Jakob segir að oft sé lítill
tími aflögu heima fyrir. „Ég
reyni nú samt að skreyta og
bjóða heim fólki. Ég er svo
heppinn að vera með Iangar
svalir sem ég ætla að setja á
grenirenninga með ljósum
sem ég er ákaflega hrifinn
af.“ Auk þessa segist Jakob
halda skötuveislu fyrir há-
degisbænahóp sem hittist í
kirkjunni. „Ég elda skötu
ofan í hópinn, enda sannur Vestfirðingur. Ég reyni þrátt fyrir annir á
þessum tíma að gleyma ekki Jakobi. Honum verður að sinna líka,“
segir séra Jakob.
Hann bætir því við að sess aðventunnar vaxi sífellt og hún sé að
lengjast. „Menn nota ekki lengur gamla nafnið, jóiafasta, enda frá
þeim tíma þegar menn gerðu dyggð úr skorti sínum. Orðið aðventa
þýðir koma og vísar til þeirra eftirvæntingar og gleði sem á að fylg-
ja jólum.“ ■
MIKLAR ANNIR
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson reynir
ma ekki sjálfum sér, þrátt fyrir miklar
aðventunni.
Skrifar persónulega
til hvers og eins
Gerður G. Bjarklind er mikið jólabarn. Hún býr til öll sín kort
sjálf og sendir vinum sínum persónulega kveðju um jólin.
Gerður Guðmundsdóttir Bjark-
lind útvarpskona hefur svo lengi
sem hún man eitthvað verið að nos-
tra í höndunum. Jólaskraut er hennar
uppáhald og þegar líður fram á
haustið fer hún að hugsa sér til
hreyfings. „Síðari ár hef ég aðallega
verið að fást við jólakort. Þá dunda
ég mér við að útbúa kort fyrir vini og
ættingja og vinn þau öll fríhendis. Ég
hef gjarnan í huga þann sem á að fá
kortið áður en ég byrja á því. Ef það
er einhver gamansamur þá geri ég
kort í samræmi við það og svo fer
það eftir því hve vel ég þekki við-
komandi hvernig kort hann fær.“
Gerður gerir ekki aðeins jólakort.
í gegnum árin hefur hún útbúið flest-
ar sínar gjafir eða hluta þeirra að
minnsta kosti. Hún segist ekki vera
vön dýrum og miklum gjöfum og í
sinni fjölskyldu tíðkist það ekki held-
ur. „Við höfum frekar lagt áherslu á
að útbúa snotra pakka
sem hafa að geyma eitt-
hvað fallegt sem við-
komandi hefur unnið
sjálfur. Ég hef aldrei
skilið það viðhorf fólks
að finnast í lagi að kaupa
eitthvað til gjafa og láta
verslunina síðan sjá um
að ganga frá pakkanum.
Mér finnst helmingurinn
af öllu vera skreyting
pakkans." Hún segir ekki
síður gaman að gleðja fólk
með fallega skreyttum
gjöfum og viðurkennir að
þeir sem fái frá henni jóla-
kort séu afskaplega ánægðir.
„Ég reyni líka að skrifa eitt-
hvað persónulegt og fallegt í
kortin en ekki þessi nokkur
stöðluðu orð sem svo margir
láta nægja.“
Margir hafa nefnt við Gerði að
hún gæti framleitt kort og selt, en
það er víðs fjarri þeim tilgangi henn-
'JoÍLX. rJLool
MEÐ MÓTTAKANDANN
í HUGA
Gerður ákveður áður
en hún býr til kortið hver-
I jum hún ætlar það.
ar að gleðja vini sína. „Það er ekki
sama persónulega kortið sem við-
komandi fær ef hann þekkir ekkert
HEFUR GAMAN
AF AÐ NOSTRA I HÖNDUNUM
Gerður G. Bjarklind segir það róandi
að vinna í höndunum
þann sem bjó það til. Nei, það er af og
frá að ég selji kortin mín.“
Það væri ekki hátt tímakaupið
hennar Gerðar ef hún ætlaði að meta
vinnustundirnar við kortagerðina
eða það sem hún er nostra við til að
gefa öðrum. „Ég er mjög lengi að
dunda mér við gjafirnar og kortin en
á móti fæ ég út úr því mikla útrás og
slökun. Það er fátt sem róar eins mik-
ið og sitja við að skapa eitthvað í
höndunum. í því sambandi dettur
mér í hug að þegar óhugnaðurinn í
Bandaríkjunum helltist yfir okkur öll
11. september, þá tók ég það talsvert
nærri mér. Það róaði mig mikið að
geta talið út og saumað á vöktunum í
útvarpinu. En það er alveg deginum
ljósara að ég væri ekki að þessu nos-
tri ef ég hefði ekki gaman af því, svo
mikið er víst. “ ■
Árið 1913 stóð Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuður fyrir metnaðarfullum leiðangri
norður í íshaf, 17. júní það ár lagði skipið
Karluk upp frá Kanada. Sex vikum síðar var
heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt í
ís og leiðangursstjórinn á bak og burt.
Með því að nýta sér dagbækur skipbrots-
mannanna hefur Jennifer Niven tekist að
endurskapa atburðarrás þessa afdrifaríka
leiðangurs og örvæntingarfullar tilraunir
skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum
norðursins. Þeir sem komumst lífs af urðu aldrei
samir. Þessi kynngimagnaða mannraunasaga
lætur engan ósnortinn.
Kokkur án klæða 1 & 2
JamieOliverámyndbandi PP forlag
V