Fréttablaðið - 07.12.2001, Side 18

Fréttablaðið - 07.12.2001, Side 18
18 Ómótstæðileg djöflaterta Terta sem erfitt er að standast. Keith Vassell, körfuknattleiks- maður hjá KR þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar hann var spurður hver væri uppáhalds kakan hans. „Devils food cake,“ sagði hann, en það myndi útleggj- ast „djöflaterta," á ástkæra yl- hýra. „Ég reyni að borða ekki mjög mikið af þessu,“ sagði hann aðspurður um hvort hann gæddi sér oft á veitingum af þessu tagi, en játti því að erfitt væri að standast freistinguna, svo góð væri kakan. ■ r;»pwa" w—a—Bsaaw I. 6 í U i ' r ^ ' ■ • * - ' ~ jfood cake 150 ml sykur 125 mlkakó 60 ml vatn 3 stór eg§ 250 ml syrður rjómi 5 ml vamlludropar 375 ml hveití 5 ml matarsódi 1 ml salt AÐFERÐ: Sykri, vatni og kakói er blandað saman í lítilli skál. Eggin eru þeytt í annari skál þar til þau eru létt og freyðandi, en þá er sýrða rjómanum og vanilludropun- um bætt út í. „Kakómallið" er svo hrært varlega saman við og bætt við hveitinu, matarsódanum og salti. Deigið er svo jafnað í kringlótt smurt kökumót og bakað í 30 mín- útur við 175 gráðu hita. Þegar kak- an er klár, er hún látin kólna og svo smurt á hana súkkulaðikremi, eftir smekk. 7. desember 2001 REYNIR AÐ BORÐA EKKI Á SIG GAT Keith Vassel er leikur körfuknattleik með KR. Öraarflimmiir í^jin^toiBMtóiíáEBSiitm lUtomJöiim ÐWs CWEEttrrtBE^toinnn Whsm Á Cttiiy íffi ffiaaim Domtric Cttwisíma/#®iiiiteiæ I HtetolDtenmhms j sM^íkÍRdi«sffCttniistmas|20'Sraat!iíiia<eSaing£ ©jflttfn íRístf PteanfMteiSto) TiteCídtelftEiitter Hér finnur þú mesia úrvai jólageisladiska á Jandinu! JÓLASTEMNING Fjölskyldan getur átt saman góða stund í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Jólasveinar og Grýla í Laugar- dalnum IFjölskyldu- og húsdýragarðin- um er sérstök jóladagskrá í des- ember eins og verið hefur undan- farin ár. Um síðustu helgi var kveikt á jólaljósunum í garðinum og þá var heimili jólasveinsins einnig gert opinbert. Heimili jóla- sveinsins er sýnilegt klukkutíma á dag milli kl. 14 og 15 og þá geta gestir og gangandi fylgst með jólasveininum og samskiptum hans við Grýlu, móður sína, í und- irbúningi þeirra fyrir jólin. Jólasveinn dagsins heimsækir einnig Húsdýragarðinn alla daga klukkan 14.45 frá og með næsta miðvikudegi en eins og allir vita kemur fyrsti jólasveinninn til byggða 13 dögum fyrir jól. Hann staldrar venjulega við um 15 mín- útur í Húsdýragarðinum. Alla morgna í desember er svo lesin jólasaga í fjósinu kl. 10.40. Um helgina verður hestateym- ing í Húsdýragarðinum kl. 14 og 14.30 og frá og með miðvikudegin- um verður hestateyming alla daga fram að jólum á sama tíma. Um síðustu helgi tók Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í notkun nýtt upplýsingakerfi og geta gestir nú notað GSM til að fá upplýsingar um dýrin og annað sem fyrir augu ber beint í símann sinn. í Kaffi- húsi garðsins er boðið upp á girni- legt jólahlaðborð í hádeginu og auk þess er jólakaffihlaðborð um helgar milli kl. 14 og 16.30. Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn er opinn frá kl. 10 til 17. ■ Leiðrétting: Guðrún Agústa en ekki Guðfinna Igrein um Kirkjuveg 7 í Hafnar- firði sem birtist í Heimilisblað- inu þann 26. nóvember síðastliðinn var ranghermt að ekkja Ásgríms Sigfússonar útgerðarmanns hafi borðið nafnið Guðfinna. Hún hét, Guðrún Ágústa Þórðardóttir. Fréttablaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessu ranghermi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.