Fréttablaðið - 11.12.2001, Side 4

Fréttablaðið - 11.12.2001, Side 4
SVONA ERUM VIÐ UMSÓKNIR UM AÐSTOÐ FRÁ KIRKJUNNI Fyrir síðustu jól afgreiddi Hjálparstarf kirkj- unnar 873 Umsóknir þar sém beðið var um aðstoð vegna bágra kjára. Félagsleg staðá umsækjenda var mismunandi en á síðasta ári bárust alls 1641 umsókn. Flér er um fjölda umsókna að ræða en sami ein- staklingur getur sótt um.oftar en einu sinni á þessu tímabili. Öryrkjar t Láglaunafólk I Atvirinulausir : Aðrir 14% 10% 14% Heimild: Ársskýrsla Hjálparstarfs kírkjunnar SÆBJÖRN VICNIR ÁSGEIRSSON Skipverjarnir af Svan- borgu SH: Leit hefur ekki borið árangur sjóslys Leit að skipbrotsmönnun- um tveimur af Svanborgu SH sem saknað hefur ver- ið bar ekki árang- ur £ gær. 50 björg- unarsveitarmenn gengu fjörur frá Arnarstapa til Rifs en leit af sjó var ekki komið við vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Lík eins skip- brotsmanna af Svanborgu SH fannst við leit á laugardag. Hann hét Sæbjörn Vign- ir Ásgeirsson, skipstjóri, Ennis- braut 21, Ólafsvík. Hann var fertug- ur og lætur eftir sig eiginkonu og þrju börn. Tveggja er saknað og eru þeir taldir af. Þeir hétu Vigfús Elvan Frið- riksson til heimil- is áð Brúarholti 5, Ólafsvík 48 ára og Héðinn Magnús- son til heimilis að Vallholti 7, Ólafs- vík 31 árs. Héðinn var uppeldissonur Vigfúsar Friðriks- sonar. Þeir voru báðir fjölskyldu- menn og láta hvor um sig eftir sig konu og tvö börn. ■ VIGFUS ELVAN FRIÐRIKSSON HÉÐINN MAGNÚSSON Umsátursástand vegna síbrotamanns: Lögreglan skoðar málið herkvI í. kjölfar fréttar á blaðsíðu tvö í Fréttablaðinu í gær um fjöl- skylduna í Grafarvogi sem sætir stöðugri áreitni frá síbrotamahni sem á barn með fósturdóttur eig- anda ibúðarinnar, Baldvini Ósk- arssyni, var haft samband við lög- regluembættið í Reykjavík og reynt fá viðbrögð við ummælum sem höfð eru eftir honum. Þar segist Baldvin hafa ítrekað lagt fram kærúr til lögreglunnar bæði vegna innbrota sem síbrotamað- urinn hafi framið og vegna hótana sem frá honum hafa borist. Segist Baldvin hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með það aðgerðar- og skilningsleysi sem hann hafi mætt hjá yfirmönnum lögregl- unnar. Engin svör fengust frá emb- ættinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggjast yfirmenn embættisins skoða málið nánar og ræða við Báldvin. ■ FRETTABLAÐIÐ II. desember 2001 ÞRIÐJUDAGUR Söguleg stund í Kosovo: Þingið kom sam- an í fyrsta sinn pristina. ap í gær kom saman í Kosovo lýðræðislega kjörið þing, þar sem 120 fulltrúar eiga sæti. Þarna sátu saman fulltrúar al- banska meirihlutans, serbneska minnihlutans og annarra þjóðar- brota í Kosovo. „Þetta er sögulegur dagur fyr- ir Kosovo,“ sagði Hans Hækker- up, formaður bráðabirgðastjórn- ar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, sem formlega telst vera hérað í Júgóslavíu. Áður en þingmönn- um var hleypt inn í þingsalinn var leitað á þeim og þeir þurftu að fara í gegnum málmleitartæki. Þingið kaus sér forseta, og fyr- ir valinu varð Nexhat Daci, full- trúi stærsta flokks á þinginu, Lýðræðisbandalags Kosovo. Þingið kemur næst saman á fimmtudag og kýs þá forseta Kosovo. Líklegast er talið að fyrir valinu verði Ibrahim Rugova, leiðtogi Lýðræðisbandalags Kos- ovo. Flokkurinn hefur þó ekki meirihluta á þingi, þannig að Rugova þarf að fá atkvæði fleiri þingmanna heldur en sinna eigin flokksmanna til að ná kjöri. Þingið mun stjórna Kosovo ásamt bráðabirgðastjórn Samein- uðu þjóðanna og friðargæslu- ÞINGHEIMUR KLAPPAR Ibrahim Rogova (annar frá vinstri) stendur upp meðan aðrir þingmenn klappa fyrir Hans Hækkérup, sem opnaði fyrsta fund þingsins i Kosovo í gær. sveitum Atlantshafsbandalags- iris. ■ Dónaskapur og falinn skattur Fjármálaráðuneytið leggur til breytingar á gjaldtöku ATVR vegna nýrra áfengistegunda sem heildsalar vilja koma að. Mikil óánægja ríkir meðal heildsala með fyrirætlanirnar. áfengissala Nokkur óánægja ríkir Talið er að um óeðlilegan tekjustofn sé að ræða fyrir ÁTVR því stofnunin beri ekki þann kostnað sem réttlæti gjald- tökuna meðal áfengisinnflytjenda með fyrirhugaðar breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Breytingarnar gera ráð fyrir að tekið verði upp 5.000 kr. skrán- ingargjald við skráningu nýrra tegunda í reynsluflokk og 40.000 kr. tryggingu þegar tegund er —4-— tekin í sölu sem verði svo endur- greidd nái tegund- in tilskyldum sölu- árangri. í athuga- semdum með frumvarpinu segir að skráningar- gjaldið sé til að draga úr skrán- ingu á biðlista eft- ir reynslusölu. „Borið hefur á því að birgjar skrái fjölda tegunda eða jafnvel allar sölutegundir frá tilteknum framleiðanda án þess að ætlunin sé að koma öllum teg- undum í sölu,“ segir þar. Á sumum innflytjendum er að skilja að eðlilegt sé að endur- skoða tilhögun biðlistaskráningar en telja gjaldtökuna engu að síður ósanngjarna og mótmæla henni. Mest er andstaðan við 40.000 kr. tryggingagjaldið. „Við erum al- farið á móti þessari gjaldtöku og efum að ÁTVR hafi lagalegan rétt til að gera þetta. Við lítum á þetta sem dónalegan skatt og getum ekki séð hvaða kostnaðarauka ÁTVR hefur af því að vera með einokun á smásölu áfengis. Það er bara í eðli starfseminnar að taka á móti skrásetningu á nýjum vör- um og prufa þær,“ sagði Hildur Hörn Daðadóttir, viðskiptastjóri á áfengissviði K. Karlssonar hf. ÁFENGI Það er mat sumra heildsala að þótt fyrirhuguð gjaldtaka vegi e.t.v. ekki þungt í heildar- kostnaði við áfengisheildsölu sé Ijóst að auknar álögur mUni skila sér í hærra verði til neytenda. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- arinnar FÍS, segir að umsögn um frumvarpið verði skilað til efna- hags- og viðskiptanefndar þings- ins innan skamms. Hann segir að þó eigi eftir að kalla saman hóp áfengisinnflytjenda áður en sam- tökin skila af sér umsögninni. Andrés segir þó ljóst að samtökin séu alfarið á móti tryggingagjald- inu. „Okkur finnst óeðlilegt að ÁTVR sé að innheimta þarna til- tölulega hátt gjald, því það er bundið við hverja tegund og er því fljótt að telja. Þarna er um óeðlilegan tekjustofn að ræða fyrir ÁTVR því stofnunin ber ekki af þessu slíkan kostnað að það réttlæti gjaldtökuna," sagði hann. j oli@frettabladid.is HÉRAÐSOÓMUR Ðyravörður á Sportkaffi hefur verið dæmdur í 7 mánaða skilorðs- bundið fangelsi Dyravörður sem tók gest hálstaki: Gula spjaldið fyrir lífshættu- lega árás dÓmsmál Dyravörður á Sportkaffi sem tók gest hálstaki þar til hann missti meðvitund hefur í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Þá á hann að greiða máls- kostnað og 100 þúsund kröna skaðabætur. Dómari sagði dyravörðinn og starfsfélaga hans hafa gert rétt í því að hafa af- skipti af tveimur mönnum sem tókust á inn á Sportkaffi. Hins vegar hafi að- gerðir hans farið langt út fyrir það sem aðstæður kröfðust. Hann hafi ráðist aftan að öðrum gestin- um að óvörum, tekið hann háls- taki, þvingað niður á gangstétt og haldið þar föstu taki þar til hann missti meðvitund. „Svo alþekkt er að hálstak get- ur valdið bæði verulegu heil- sutjóni og dauða manns að ekki er þörf sérfræðikunnáttu í dómi til að leggja mat á atvik," sagði dóm- arinn og taldi að dyraverðinum hefði mátt vera fullljóst að fórn- arlambið gæti orðið fyrir umtals- verðu heilsutjóni af atlögunni. Vegna þess að dyravörðurinn var aðeins tvítugur þegar brotið var framið í desember í fyrra og hefur ekki áður sætt refsingum taldi dómarinn rétt að skilorðs- binda refsinguna „þrátt fyrir þá staðreynd að atlagan var nánast tilefnislaus og mjög há.skaleg," eins og dóriiarinn sagði. ■ IlögreglufréttirI Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningu síðdegis á sunnudag um áð hundur hefði bitið þarn £ Hlíðunum. Hafði stór hundur stokkið upp á barnið og glefsað £ það þannig að úlpa skemmdist og barnið blöðgaðist á hendi. Samtök iðnaðarins ósátt: F áheyrðir skilmálar Vegagerðar útboð Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega útboði Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við Vestfjarð- arveg og segja hana notfæra sér erfitt ástand jarðvinnuverktaka með afar ógeðfelldum hætti. f útboðsgögnum er kveðið á um að verktakinn fái erigar verðbætur fyrstu tvö ár verktímans. Þetta sé óásættanlegt £ ljósi þess að verðlag hér hafi verið óstöðugt þetta ár og enginn veit hvernig þróunin verði næstu árin. „Ef verðlagsþróun verður önn- ur en spáð var þá er verktökunum ekki bætt það upp. Seðlabankinn á £ vandræðum með að spá fyrir um verðbólgu nokkra mánuði fram í timann en jarðvinnuverktökum er gert að spá fyrir um verðlag næstu tvö til þrjú árin,“ sagði Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta fáhéyrða skilhiála. Einnig eru SI ósátt við það að verktökum er ætlað að lána Vega- gerðinni hluta verksins vaxta- laust. Kærunefnd útboðsmála tók kæru frá SI til meðferðar vegna þessa máls en taldi ekki ástæðu til að fresta framkvæmdum um stundarsakir þar sem krafa kærenda var ekki studd nauðsýn- legum rökum. Samtök iðnaðarins er ekki aðili að málinu og ræðst það því af verktakanum, sem valinn er til verksins, hvort málinu verði vísað til dómstóla. TALSMENN samtaka iðnaðarins Sl mótmæla harðlega að opinber aðili .eins og vegagerðin beiti bolabrögðum í samskipt- um við víðsemjendur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.