Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 6
6 11. desember 2001 ÞRIÐJUDAGUR FRETTABLAÐIÐ Eftirlit með matvælum: Skörun á verksviðum sögð skapa vanda SPURNING DAGSINS Eru olíufélögin að brjóta á neytendum? Olíufélögin eru auðvitað að reyna að trygg- ja sinn hag, sérstakiega j Ijósi gengisbreyt- inga. Okkur neytendum finnst bensínverðið auðvitað vera okur en ég held lika að við verðum að setja okkur í spor olíufélaganna. Bryndís Hólm, fréttamaður á Stöð 2 MATVÆLAEFTIRLIT Skörun á verk- sviðum opinberra stofnana sem vinna að matvælaeftirliti og vandamálum því tengdu eru með- al þeirra röksemda sem nefnd hafa verið fyrir sameiningu þeirra og stofnun sérstakrar Matvæla- stofu. í greinargerð nefndar á vegum forsætisráðuneytisins sem vann að tillögum um framtíðar- skipan opinbers matvælaeftirlits kemur m.a. fram að nokkur skör- un er á milli verkefna Hollustu- verndar og embættis yfirdýra- læknis og einnig á milli verksviða Hollustuverndar og Fiskistofu. Nefndin bendir m.a. á að í sam- bandi við kúariðu heyrir innflutn- ingur á kjöti almennt undir emb- ætti yfirdýralæknis. Aftur á móti ef efnisinnihald kjöts er allt að 20% af vöru sé eftirlit með þeim vörum undir Hollustuvernd ríkis- ins. Nefndin bendir á híns vegar á að enginn hefur með höndum að fylgjast með því hversu stór hluti innihalds vöru er kjöt. Þá veldur skipting verkefna á milli Fiski- stofu og yfirdýralæknis því að í mörgum tilfellum þurfa báðar FISKISTOFA Þessi eftirlitsstofnun er sögð ekki hafa yfir að ráða prófunaraðstöðu. stofnanirnar að taka þátt í starfi sömu nefnda og ráða á vettvangi EES-samningsins. Nefndin telur að óbreyttu sé ekki unnt að trygg- ja að sjónarmið séu samhæfð gagnvart ESB. ■ 1lögreglufréttir| Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags í hinum ýmsum borg- arhlutum Reykjavíkur vegna ölv- unar og handalögmála manna á milli. Þokkalegt ástand var í mið- borginni en nokkuð var af fólki. Tveir menn voru handteknir vegna líkamsmeiðinga og þrír vegna ölvunar. Lögreglan flutti tvo menn á slysadeild og sjúkra- liðar fluttu einn mann. —♦— remur haglabyssum var stolið í innbroti sem vár framið í verslunni Ellingsen við Granda- garð á laugardagsmorguninn. Höfðu byssurnar verið í festing- um upp á vegg. Ríkið Gabon í V-Afríku: 10 látast af völdum ebóla genf.ap 10 manns hafa látist und- anfarið af völdum ebóla-veirunn- ar í Gabon í Vestur-Afríku, en alls hafa 11 tilfellí verið skráð í ríkinu. Á sunnudag kom fram að sjö hefðu látist af völdum veirunnar og hækkaði sú tala í gær. Þetta er fyrsta skráða ebóla-tilfellið í heiminum frá því á síðasta ári þegar 224 manns létust af völdum veirunnar í Úganda í Afríku. Ebóla er ein skæðasta veiran í heiminum í dag og veldur hún dauða hjá um 50 til 90% þeirra sem smitast af henni. ■ VEIRAN Þessi mynd sýnir hina banvænu ebóla- veiru. tímabil Komdu og njóttu hátfðarstemningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. Jóladagskráin í Vetrargarðinum i dag! 16:30°9 17:30 Jólasaganiesin. 17:00°9 18:00 JÓlaSVeÍnar skemmta. Ævintýraheimur barnannaí JÓlalandÍnUí allan dag Veröldin okkar er full af tífi og fjöri í dag og það sama á við um göngugötuna þar sem tónlist harmonikku- leikara skapar rétta jólaandann. Smáralind Verslanir opnar i dag mllli klukkan 11:00 og 20:00 • wiw.smaralind.i: Baráttan hafln um forystuna Borgarfulltrúarnir Inga Jóna og Júlíus Vífill keppa að fyrsta sæti. Sama gerir varamaðurinn Eyþór Arnalds. Ekki er reiknað með að Björn Bjarnason sækist eftir að vera á listanum. Inga Jóna völt í sessi, sem borgarstjóraefni. SVEITAWSTJÓRNARKOSNINGAR Spennan magnast meðal flokksmanna í ^ Sjálfstæðisflokkn- um um skipan framboðslistans við borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Flest bendir til að leitogaprófkjör verði viðhaft, það er að einungis Af nýju fólki er nafn Gísla Marteins Bald- urssonar, sjón- varpsmanns, oftast nefnt —♦— flokksins verði kosið um fyrsta sæti listans, eða fyrstu sæti hans. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ljóst að þeir sem muni gefa kost á sér sem næsta borgar- stjóraefni flokks- ins séu Inga Jóna Þórðardóttir, Júlí- us Vífill Ingvars- son og Eyþór Arn- alds. Björn Bjarnason hefur einnig verið orð- aður við barátt- una um borgar- stjórastólinn. Hann hefur ekki tekið af skarið og heimildarmenn Fréttablaðsins INGAJÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Ætli hún sér að halda forystu- hluterkinu bíður hennar hörð bar- átta. telja ólíklegt að hann taki þá áhættu. Til þess hafi hann of miklu að tapa, nái hann ekki kjöri. Því fer fjarri að Inga Jóna, sem er í sæti oddvita Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, eigi stuðning allra flokksmanna. „Margir innan Sjálfstæðisflokks- ins sjá Ingu Jónu ekki fyrir sér sem næsta borgarstjóraefni þær raddir hafa heyrst að best færi á því að hún hyrfi af listan- um,“ er haft eftir sjálfstæðismanni, sem tekur virkan þátt í baráttunni. Mjög skiptar skoðanir eru um mögleika þeirra Ingu Jónu, Júlíus- ar og Eyþórs um að ná forystunni. Fleiri breyt- inga er að vænta, JÚLÍUS VÍFILL ÍNGVARSSON Flestir eru á því að hann muni sækj- ast eftir fyrsta sæti listans. en þeirra sem varða forystu list- ans. Af nýju fólki er nafn Gísla Marteins Baldurssonar, sjón- varpsmanns, oftast nefnt og virð- ist hann eiga nokkuð öruggt sæti. Talið er að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson muhi taka þátt í kosn- ingabaráttunni þó hann hafi þegar tekið stefnuna á Alþingi. Talið er að Ólafur F. Magnússon muni ekki eiga öruggt sæti á næsta lista Sjálfstæðis- flokksins enda hefur hann verið í harðri andstöðu við flokkinn í virkjunarmálum og fleiri málum. Sem fyrr segir hefur ekki verið ákveðið hvaða leið verði farin við val á lista Sjálfstæðisflokks- ins, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir næsta víst að um verði að ræða forystuprófkjör. Það er því nokkuð ljóst að barátt- an innan Sjálfstæðisflokksins muni snúast að nær öllu leyti um næsta borgarstjóraefni og eru fylkingar þegar farnar að mynd- ast. ■ EYÞÓR ARNALDS Reiknað er með' að hann sækist eftir frama innan flokksins og virðist þegar hafið vinnu fyrir framgangi sínum. Átta flóttamenn fundust látnir í gámi: Fimm á batavegi, þjóðerni óþekkt publin. ap A laugardaginn fundust lík átta flóttamanna í flutn- ingagámi á írlandi, þar á meðal þrjú börn. Fimm manns, ein kona og fjórir karlmenn, fundust með lífsmarki í gámnum.. Læknar sögðu þau vera á bata- vegi í gær, þótt ástand þeirra væri enn alvarlegt og konan væri ekki komin úr lífshættu. Þau áttu erfitt með öndun og voru með ýmsa lungnakvilla. Líkamshiti þeirra var langt fyrir neðan það sem eðlilegt er. Ekki er vitað hvert þjóðerni flóttamannanna er, en einn þeirra talaði tyrknesku vió túlk á vegum írsku lögreglunnar. Leit verður gerð að þeim, sem taldir eru bera ábyrgð á því að flóttamennirnir voru fluttir með þessum hætti til írlands. Ekki er vitað hvar þeir fóru inn í gáminn, en hins vegar er vitað að ferðalag gámsins um Evrópu hófst á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Þýskalands og loks var hann fluttur með skipi frá Belgíu til írlands. Ökumaður gámaflutningabif- reiðarinnar tók við gámnum á laugardaginn og hélt að í honum ? 1 E ..." j m ífl m-m ■ 'IÍ 25»* «fe- LÖGREGLAN RANNSAKAR GÁMAFLUTNINGABIFREIÐINA Ökumaður þessarar gámaflutningabifreiðar nam staðar þegar hann heyrði hljóð berast úr gámnum. Þrettán manns reyndust vera í gámnum, þar af átta látnir en fimm með lífsmarki. væru eingöngu húsgögn, en stöðv- akstur þegar hann heyi'ði veikar aði bifreiðina eftir u.þ.b. 60 km stunur og að barið var í gáminn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.