Fréttablaðið - 11.12.2001, Page 13

Fréttablaðið - 11.12.2001, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Nóbelsverðlaunin afhent í gær: Annan hvatti til al- þjóðlegrar samstöðu osló.ap Friðarverölaun Nóbels voru í gær veitt við hátíðlega at- höfn í Osló í Noregi. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt ræðu við tilefnið, en honum voru veitt verðlaunin ásamt Sameinuðu þjóðunum. Vonaðist hann eftir alþjóðlegri samstöðu til að vinna bug á fá- tækt, fáfræði og sjúkdómum. „Það mikilvægasta er að við missum ekki vonina," sagði Ánn- an skömmu fyrir afhendinguna, en um 3000 norsk skólabörn tóku á móti honum við komuna til Osló. Gripið var til óvenju mik- illa öryggisráðstafa í borginni Vegna afhendingarinnar og sveimuðu herþotur þar yfir til að tryggja að athöfnin gæti farið klakklaust fram. í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því verðlaunin voru fyrst afhent, stigu rúmlega 20 fyrrverandi friðarverðlaunahaf- ar á svið, þar á meðal Jose Ramos-Horta, frelsishetja Aust- ur-Tímorbúa og Desmond Tutu VERÐLAUNAAFHENDING Gunnar Berge, formaður norsku nóbels- verðlaunanefndarinnar, veitir Kofi Annan friðarverðlaunin í Osló f gær. frá Suður-Afríku. Nóbelsverðlaun voru einnig afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær fyrir bókmenntir, læknis- fræði, eðlisfræði, efnafræði og hagfræði. ■ Sjúkrahúsið á Akranesi: Ilögreglufréttir Tollkvótar vegna innflutnings á blómum. Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breyting- um, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflútningsmagn blóma sem sótt skal um í stykkjatölu: Vara Tímabil Vörumag Verðtollur Magntollur Tollnúmer: stk % kr./stk 0602.9095 Aðrar pottaplöntur til og með 1 m á hæð 01.01. - 30.06.02 3.400 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.01. - 30.06.02 175.000 30 0 . Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðu- neytisins, Sölvhólagötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 14. desember 2001. Milljónir í kross- bönd og gerviliði heilbrigði Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsi Akraness um 11 milljónir króna til að fjölga kross- bands- og gerviliðaaðgerðum. Þar hefur að undanförnu verið gerðar sautján krossbandaaðgerðir, þar af fjórar svokallaðar opnar að- gerðir og þrettán með speglun. Biðtími eftir þessum aðgerðum getur verið á bilinu þrír til fimm mánuðir. Þá hefur ráðuneytið ákveðið að verja níu milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til að það geti fjölgað aðgerðum vegna gerviliða. ■ AKRANES Sjúkrahúsið Á Akranesi gegnir mikilvægu hlutverki við það að ná niður biðlistum eftir krossbands- og gerviliðaaðgerðum. Landbúnaðarráðuneytinu, 7. desember 2001. Sex ungmenni voru handtekin á sunnudagsmorgun,grunuð um neyslu fíkniefna. Hafði lög- reglan í Hafnarfirði verið kvödd að gistiheimili í Hafnar- firði og ungmennin handtekin í kjölfarið. Hald var lagt á lítið eitt af efnum og tæki til neyslu þeirra. Olvun var með minnsta móti í Hafnarfirði um helgina og lítið um kvartanir um hávaða í heimahúsum. Alls voru 11 um- ferðaróhöpp tilkynnt til lögregl- unnar. Öll voru þau slysalaus. Betur fór en á horfðist þegar strætisvagn fauk út af Alftanes- vegi á föstudag en aðeins þrír farþegar voru í vagninum og slasaðist enginn. Einn ökumað- ur var stöðvaður vegna ölvunar við akstur en 17 ökumenn voru kærðir vegna annarra umferð- arlagabrota. Lægsta verð frá 5.395 kr. 1. hæd Kringlunni heilsa Þú átt aðeins einn líkama - farðu vel með hann Þjálfun "Gjöf sem gerir gott... ...hugsaðu um þann sem þú elskar" Bók með myndbandsspólu Anna, Gunni og Magni Már leiða ykkur í allan sannleikann um gott og hollt mataræði, rétta hreyfingu og heiíbrigða hugsun. Þjálfun og heilsa er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þjálfun og heilsa er sannkölluð lífstíðareign þar sem sett eru fram langtímamarkmið í stað skyndilausna. Geir H. Haarde «=> ^=lc3Lf=-Un.lS Ég hef æft hjá Magna Má og hlakka mikið til þess að eignast bók og spólu sem byggð er á hans reynslu. Ég hef náð frábærum árangri hjá Magna og efast ekki um að Þjálfun og heilsa mun skila ykkur því sama " Nanna Kristín Magnúsdóttir Leikari ,,Góð bók um þarft málefni. Ég þekkiþað afeigin raun"

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.